Morgunblaðið - 23.05.2002, Síða 35
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 35
EKKI dugar að bregðastþegjandi og hljóðalaustvið öllum hugmyndumum skólamál sem kvikna í
Reykjavík. Á vegum Háskólans á
Akureyri og Skólaskrifstofu Skaga-
fjarðar var því nýlega haldin ráð-
stefna í Miðgarði í Skagafirði um
þær hugmyndir sem fram hafa kom-
ið um það, að vinna þyrfti að því að
stytta námstíma íslenskra ung-
menna til stúdentsprófs. Markmiðið
var að láta rödd þeirra sem byggju
utan Reykjavíkur heyrast í þessu
máli. Áður en ákvarðanir yrðu tekn-
ar.
Kveikjan að þessari umræðu er
skýrsla sú sem unnin var nýverið af
Hagfræðistofnun Háskólans fyrir
Verslunarmannafélag Reykjavíkur,
varðandi þann fjárhagslega ávinning
sem fylgdi því að stytta námstíma til
stúdentsprófs um eitt ár. Ráðstefnu-
stjórar voru þeir Páll Dagbjartsson,
skólastjóri Varmahlíð, og Trausti
Þorsteinsson frá Kennaradeild Há-
skólans á Akureyri. Frummælendur
voru Eiríkur Hermannsson,
fræðslustjóri í Reykjanesbæ, Jó-
hanna Jónasdóttir, leikskólastjóri á
Blönduósi, Ólína Þorvarðardóttir,
skólameistari á Ísafirði, Ásgeir
Magnússon frá Skrifstofu atvinnu-
lífsins á Norðurlandi, Rögnvaldur
Ólafsson bóndi, Flugumýrar-
hvammi, Jóhann Albertsson, skóla-
stjóri Laugabakka, Jón Þórðarson,
deildarforseti, Háskólanum Akur-
eyri, Kristján Þ. Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, og Hörður Lárus-
son frá menntamálaráðuneytinu.
Hvað kostar nemandi?
Björn Björnsson, skólastjóri í
Grunnskólanum á Hofsósi, sat ráð-
stefnuna og segir hann að sú spurn-
ing hafi komið fram í máli nokkurra
ræðumanna; til hvers, og fyrir
hverja þyrfti að gera slíkar breyt-
ingar? Einnig var spurt um hver
þrýsti svo mjög á um þær. Nokkrir
bentu á að sá sveigjanleiki væri nú
þegar innbyggður í skólakerfið að
þeir sem það gætu og vildu ættu þess
mjög greiða leið að ljúka námi til
stúdentsprófs á styttri tíma en al-
mennt tíðkast, t.d. í áfangaskólum.
Möguleikarnir lægju í raun bæði fyr-
ir í grunn- og framhaldsskólakerf-
inu.
Þá voru rædd, að sögn Björns,
tengsl skólastiganna, bæði milli leik-
skóla og grunnskóla. Þar sem fram
kom að hugsanlegt væri að færa eitt-
hvað af námi fyrstu grunnskólaár-
anna inn í síðustu ár leikskólans.
Einnig var skörun grunn- og fram-
haldsskólans rædd, og var meðal
annars spurt hvort stefna ætti að
góðu almennu námi, fremur en sér-
hæfðu, og jafnvel styttra námi og
með markvissum undirbúningi náms
í háskóla.
Jón Þórðarson frá Háskólanum á
Akureyri sagði að reiknað hefði verið
út að hver nemandi kostaði ríkið 500
þúsund á ári og með tveggja ára
styttingu náms til stúdentsprófs
sparaðist þannig um ein milljón á
hvern nemanda. Jón taldi að vel
mætti hugsa sér hvetjandi kerfi í þá
veru að nemandi sem þannig sparaði
ríkinu heila milljón fengi hlutdeild í
ágóðanum, til dæmis helming sem
komið gæti til sem greiðsla eða nið-
urfelling á gjöldum eða á einhvern
þann hátt að hvetjandi væri fyrir
nemandann að vinna að þessu.
Einnig var bent á að vel mætti
nýta tíma grunnskólanemenda betur
en nú væri gert. Þá var rætt um
þann ójöfnuð sem fælist í því óhag-
ræði sem íbúar strjálbýlisins byggju
við; að geta ekki sótt framhaldsskóla
í heimangöngu, svo ekki sé nefndur
kostnaðaraukinn.
Bóknám og verknám
Allmikil umræða varð um hversu
bóknámsmiðuð öll skólaganga væri,
en lítt sinnt um verknám þrátt fyrir
að í orði kveðnu vildu allir auka veg
þess þáttar í skólastarfi. Hugur virt-
ist ekki fylgja máli þegar kæmi að
því að viðurkenna að verknám væri
dýrara en bóklærdómurinn.
Bent var á leið til þess að styrkja
verknám á landsbyggðinni eða að
iðnmeistarar fengju greitt frá skóla-
kerfinu fyrir menntun iðnaðar-
manna og þannig mætti taka aftur
upp hið gamla meistarakerfi þó í
breyttri mynd.
Vantar mörg sjónarhorn
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, taldi að allar kerf-
isbreytingar viðlíka og þessar sem
nú væri rætt um, þyrftu mjög vand-
lega skoðun og yfirvegun, ekki síst
vegna kostnaðarskiptingar ríkis og
sveitarfélaganna, og mætti því ekk-
ert gera að óyfirveguðu ráði.
Þá bentu nokkrir ræðumenn á það
að umrædd skýrsla væri eingöngu
hagfræðilegs eðlis, þar sem allar nið-
urstöður væru fengnar til þess að
benda í eina átt, en mjög afgerandi
þáttum sleppt, sem alls ekki yrði vik-
ist hjá að taka inn í myndina.
Síðastur frummælenda var Hörð-
ur Lárusson, fulltrúi í ráðuneytinu,
og þakkaði hann fyrir þessa ráð-
stefnu sem hann taldi mjög gagnlega
og nauðsynlegt að fá inn í umræðuna
þau sjónarmið sem hér hefðu komið
fram. Taldi Hörður að líklega væru
námsskrár grunnskólans ofhlaðnar
og þyrfti þar að koma til nokkur end-
urskoðun, en einnig taldi hann að of
mikill tími færi í próftökur og kann-
anir, þá kæmi og í ljós að þeir nem-
endur sem færu til háskólanáms er-
lendis hefðu lengra og meira nám að
baki en nemendur gistilandanna og
því ekki óeðlilegt að þessi málaflokk-
ur væri í sífelldri endurskoðun.
Stúdentspróf/ Ráðstefna um styttingu námstíma til stúdentsprófs var haldin nýlega í Skagafirði. Skýrsla Hag-
fræðistofnunar HÍ var þar til umræðu. Markmiðið var meðal annars að láta rödd landsbyggðarinnar heyrast.
Skólamál eru stórt mál á landsbyggðinni og því mikilvægt að umræðan sé lifandi. Frá pallborðsumræðum.
Tími nem-
enda er
dýrmætur
Tími og peningar eru mikils virði
fyrir nemendur og samfélagið.
Ætti að hvetja nemendur til að flýta
sér með stúdentsprófið?
TENGLAR
..............................................
www.unak.is
NEMENDUR í 9. bekk í Hólabrekkuskóla í
Reykjavík og Benløse Skole, Ringsted í Dan-
mörku hafa þrisvar skipst á heimsóknum, árin
1997 og 2000. Heimsóknirnar hafa staðið yfir í
sjö til tíu daga í senn, og hafa nemendur búið
hver hjá öðrum og kynnst þannig vel lífi og
háttum þjóðanna. Einnig hafa þeir fengið inn-
sýn inn í sögu, náttúru, menningu og atvinnu-
hætti í löndunum tveimur.
Sigurður Lyngdal, kennari í Hólabrekku-
skóla, hefur verið nemendum innan handar.
Hann segir að í Danmörku hafi menningar-
staðir verið heimsóttir til fræðslu. „En auðvit-
að er einnig margt sér til gamans gert, eins og
til dæmis að fara eina kvöldstund í Tívolí,“ seg-
ir Sigurður.
Þessi samvinna hefur þróast áfram þannig
að starfsmenn Hólabrekkuskóla fóru vorið
2001 til Benløse Skole að kynna sér starfið þar.
Nemendur skólanna að munu halda áfram
að skiptast á heimsóknum á þessu ári. 29. apríl
sl. komu hingað 37 nemendur og 4 kennarar
frá Ringsted í Breiðholtið og voru til 7. maí.
Næst mun um það bil jafnstór hópur frá Hóla-
brekkuskóla fara til Danmerkur í lok ágúst og
vera fram í september.
Þessar ferðir eru farnar með styrk frá Nor-
rænu ráðherranefndinni og Comenius-
aráætlun Evrópubandalagsins. Þannig að enn
meiri krafa er um vinnu að sameiginlegu verk-
efni. Munu nemendur vinna að verkefninu
Turism for unge, þar sem lögð er áhersla á það
hvernig ungt fólk vill kynna sitt eigið land.
Í báðum fyrri heimsóknum fengu bæði Dan-
ir og Íslendingar að koma að Bessastöðum og
þótti það hápunktur beggja ferðanna.
Millilandavinátta
nemendahópa
Morgunblaðið/Kristinn
Heimsókn nemenda á Bessastaði heppnaðist sérlega vel.
STARFSMENN Samskipa eru fyrsti hóp-
urinn til að ljúka þátttöku í nýju fjarnámi sem
nefnt er ÖrNet. Námið var haldið á vegum
SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu en Við-
skiptaháskólinn á Bifröst sá um kennsluna.
ÖrNet miðast að því, að sögn Emils B.
Karlssonar hjá SVÞ (Samtök verslunar og
þjónustu), að minnka rýrnun og auka öryggi
við flutning og geymslu á vörum. „Almennt er
gert ráð fyrir að rýrnun við flutninga og lag-
erhald nemi um 1–2% af veltu fyrirtækisins,
þannig að um verulegar upphæðir er að
ræða,“ segir hann. Unnið hefur verið að und-
irbúningi námsins í heilt ár í samstarfi við
Samskip og fleiri aðila. Ætlunin er að bjóða
fleiri fyrirtækjum námskeiðið á næstu mán-
uðum.
Eyþór Víðisson, öryggisstjóri Samskipa,
MSc í öryggisstjórnun, tók saman fræðslu-
efnið í samráði við verkefnahóp undir stjórn
SVÞ. Undirbúningur námsins hefur staðið í
eitt ár og var styrkt af starfsmenntaráði fé-
lagsmálaráðuneytisins.
Námið er ætlað starfsmönnum flutninga-
fyrirtækja, birgðageymslna og annarra sem
hafa með höndum geymslu og flutning á
vörum.
Áður en hafist var handa var gerð þarfa-
greining meðal fyrirtækja sem þurfa á slíkri
fræðslu að halda og námsefnið miðað við óskir
þeirra. Hvert námskeið tekur sjö vikur. Þá fá
þátttakendur vottorð um að þeir hafi nauð-
synlega þekkingu til að bera ábyrgð á öryggi í
flutningum og geymslu á vörum. Sérhæfing á
þessu sviði hefur hingað til verið mjög ábóta-
vant hér á landi.
Nám til að minnka
vörurýrnun
Starfsmenn hjá Samskipum voru fyrsti hópurinn sem lauk fjarnámi SVÞ.