Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 42

Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ É g hef verið nemandi, kennari, og foreldri nemenda, en það var ekki fyrr en núna í mánuðinum að kennarastarfið opinberaðist fyrir mér; þetta undarlega um- deilda starf. Ef til vill hafa allir vitað þetta alltaf, enda augljóst, en ég áttaði mig ekki fyrr en nú. Kennarastarfið hefur ævinlega vafist fyrir mér, hvort sem ég hef verið nemandi eða kennari, en svo hætti ég að hugsa og lagði við hlustir. Nýlega var ég á fundi með foreldrum og kennurum, og með því að sperra eyrun, leysti ég ráðgátuna: Kennarastarfið er svo ótrúlega gegnsætt starf. Það er sama hvað kennarinn lærir mikið í faginu sínu, hvað hann til- einkar sér mikla kennslutækni og æfir sig í uppeldisfræðum, það er sama þótt hann leggi sig allan fram um fela sig í kennarafötunum, og það er sama hvað hann setur upp margar grímur og tileinkar sér fjölbreytta stjórnunartækni, hann er nánast ávallt eins og opin bók fyrir nemendum sínum. Kennari yngri barna getur ekki leynt innri manni sínum lengi, hann er ef til vill með tuttugu börn umhverfis sig í kennslustof- unni, alla virka daga vikunnar, og börnin læra að þekkja hann, og þau lesa hluta af persónuleika hans, kosti og galla af hegðun hans, sanngirni og ósanngirni, sálarþroska og siðgæðisvitund. Hann verður trúnaðarvinur nem- enda sinna og veit stundum það sem aðrir vita ekki. Börnin segja svo frá kenn- aranum sínum heima hjá sér, og hann verður óbeinn áhrifavaldur á heimilinu, því hann er verkstjóri í ákveðnum þáttum í menntun barnsins. Helstu einkenni kenn- arans verða smátt og smátt kunn- ug fyrir nemendum og foreldrar heyra enduróm þeirra; skap, viska, réttlætiskennd og stilling. Verkefnin sem kennarar barna glíma við eru mörg og óvenju mikilvæg. Höfuðverkefnið er að mennta börnin og að auka lík- urnar á farsæld þeirra í námi og síðar starfi. Flestir kennarar nema einnig ósjálfrátt andlega líðan barnanna, og leggja sitt að mörkum til að hún verði góð, þurfa t.d. að kunna að kljást við einelti. Þannig gefur kennarinn ætíð af persónu sinni og verður um leið berskjaldaður fyrir túlk- un eða gagnrýni. En sá sem gefur mikið, þarf nauðsynlega á ein- hverri orkulind að halda. Sérhver kennari þarf innan fræða sinna og kunnáttu að finna stöðu sína gagnvart nemendum; hver verður stjórnunarstíllinn, hvert viðmótið, hversu mikið vill hann opna sig, hvernig líður hon- um vel, hvernig öðlast hann virð- ingu nemenda og væntumþykju? Ég held að þessi þáttur kenn- arastarfsins; lifandi kennsla, sé undrið sem bæði er mest gefandi og krefjandi. Þetta verður að heppnast, og ef það gerir það ekki, leiðist öllum. Kennarinn stígur á svið og spinnur sig áfram, og alla leið inn í hugann og inn í hjartað, og veitir ennfremur innsýn í sig sjálfan. Kennarar þurfa að gefa óvenju mikið af sjálfum sér til að verk- efnið heppnist, og eru viðkvæm- ari fyrir gagnrýni en margar aðr- ar stéttir. Ég tel reyndar að það einkenni alla góða starfsmenn í öllum stéttum að þeir gefi af sjálf- um sér, en ég held að fáir þurfi að opinbera sjálfan sig jafnmikið og kennarar í grunnskóla. Enda verða þeir ógleymanlegir. Þetta feikilega gegnsæi krefst a.m.k. tveggja mikilvægra þátta, annar liggur hjá kennurum og hinn hjá foreldrum. Kennarinn þarf einhvern veginn að búa sig undir gagnrýni og temja sér að svara henni á yfirvegaðan hátt. Hann má gjarnan taka gagnrýni alvarlega en alls ekki of persónu- lega. Hann liggur vel við, og má búast við höggum. Foreldrar eru vissulega mjög sundurleitur hóp- ur, en þeir verða að læra að virða starf kennarans, og gæta sín á því að gera greinarmun á persónu hans og aðferðum. Foreldrar eiga vissulega að gera kröfur og það eru þeir sem ættu að geta veitt kennurum uppbyggjandi aðhald. Foreldrar mega hinsvegar ekki gera of miklar körfur, og þurfa að muna eftir þakklætinu. Kennarar yngri barna taka þátt í að gera gott fólk úr börn- um, en þeir geta aðeins unnið úr þeim efniviði sem þeir fá í hend- ur. Þeir geta leiðrétt einhverjar skekkjur, komið auga á hæfileika þeirra og hvatt börnin í ákveðnar áttir, en heimilið verður ávallt þungamiðjan í sköpun persónu- leikans. Kennarar eru ekki kraftaverkamenn, þótt þeir séu oft undarlega góðir. Flestallir foreldrar vilja að börnin fái góðan vitnisburð, að þeim líði sem best og fái þá „gæslu“ sem hentar. Þetta eru ekki smáar kröfur, og því reynir mikið á alla starfsmenn skóla. Í skólum fer óhjákvæmilega fram alhliða menntun. Í liðinni viku var sagt frá tveimur skólum, hér í blaðinu, sem eru að vinna með siðfræði í skólum; Foldaskóla og Vesturbæjarskóla. Þar velja nem- endur, kennarar og foreldrar þau gildi sem þeim finnst mestu máli skipta í starfinu, eins og; virðing, hjálpsemi, samkennd, gleði, og hvernig best sé að leysa saman vandamál. Þar kom sterklega fram vilji til að kenna alveg frá upphafi skólaskyldu; skapandi og gagnrýna hugsun. Og einnig sið- fræði með börnum. Það líst mér mjög vel á, en það sýnir um leið hversu miklar kröfur eru gerðar í raun til kennara barna. Kenn- arastarfið virðist því augljóslega geta verið gefandi starf, eitthvað er það sem heillar. Auðvitað eru fleiri störf gegnsæ, eins og t.d. blaðamennska, því blaðamað- urinn opinberast oft í texta sín- um, bæði í vali á viðfangsefnum og aðferðum. Einnig afhjúpar hann dulda eða ódulda fordóma sína, en þrátt fyrir það held ég að kennarinn sé í enn gegnsærri föt- um. Kennari án klæða …og það er sama hvað hann [kenn- arinn] setur upp margar grímur og til- einkar sér fjölbreytta stjórnunartækni, hann er nánast ávallt eins og opin bók fyrir nemendum sínum. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is HVER eru brýnustu úrlausnarefni í Reykja- vík á komandi kjör- tímabili? Að mínum dómi stendur tvennt upp úr. Annars vegar málefni aldraðra og hins vegar húsnæðis- mál. Í báðum þessum málaflokkum er þörf á stórátaki. Í fyrsta lagi þarf að tryggja öldruðu fólki sem hefur vilja til að búa í eigin húsnæði að- stöðu til þess, bæði með réttlátu skattkerfi og viðeigandi þjónustu. Nokkrum erfiðleikum er háð að fjalla um þennan mála- flokk með tilliti til ábyrgðar ríkis annars vegar og sveitarfélaga hins vegar því ábyrgðarsvið þessara aðila skarast. Þannig koma bæði ríki og sveitarfélög að fjármögnun dvalar- heimila aldraðra. Hér þyrfti að efna til þjóðarátaks til þess að skera nið- ur þá biðlista sem er að finna víða um landið, þar á meðal í höfuðborg- inni. Stórátak í þágu aldraðra Það er gleðilegt að Reykjavíkur- listinn skuli hafa lýst því afdrátt- arlaust yfir að á komandi kjörtíma- bili muni baráttufáni þessa málaflokks blakta í Ráðhúsinu, enda löngu kominn tími til að efna til stór- sóknar til að bæta kjör aldraðra. Næsta vor gefst kjósendum kostur á að tryggja að einnig í Stjórnar- ráðinu verði baráttufáni dreginn að húni. Vegna þess hve ábyrgðarsvið ríkis og sveitarfélaga skarast er ein- mitt þörf á mjög samstilltu átaki þessara aðila. Sumt er þó algerlega á valdi sveitarfélagsins að bæta. Þar má til dæmis nefna heimaþjón- ustuna. Margt fullorðið fólk sem nýtur heimaþjónustu kvartar yfir mikilli starfsmannaveltu og má eflaust rekja það til lágra launa. Það er mikilvægt að kjör starfsfólksins séu með þeim hætti að heima- þjónustunni haldist á góðu fólki. Sókn í húsnæðis- málum Það er staðreynd að eftir að ríkisstjórnin gerði grundvallar- breytingar á húsnæðis- kerfinu fyrir fáeinum árum er mjög á brattann að sækja, sérstaklega fyrir fólk með lágar tekjur. Okurvextir eru að sliga margan einstaklinginn og fjölskyld- una sem er að afla húsnæðis og leiguhúsnæði er af skornum skammti. Einnig á þessu sviði þarf að blása til stórsóknar. Að átakinu þurfa að koma ríki, sveitarfélög og lífeyrissjóðir. Víða í Evrópu fjár- festa lífeyrissjóðirnir verulega í hús- næðiskerfinu, bæði vegna þess að það er talin örugg fjárfesting og einnig vegna hins að hún er þjóð- hagslega uppbyggileg. Félagsmála- ráðherrann hefur sýnt vilja til að stíga framfaraskref á þessu sviði og er það vel. Það hefur hins vegar ekki verið nein launung á því að fé- lagslegir þætttir húsnæðiskerfisins hafa verið Sjálfstæðisflokknum eitur í beinum og hefur hann lagt ofur- kapp á að keyra alla vexti í húsnæð- iskerfinu upp í það sem markaður- inn býður. Hér er komin skýring á þeim mikla vanda sem félagasamtök sem sjá skjólstæðingum sínum fyrir leiguhúsnæði standa frammi fyrir. Spurningar í kjörklefanum En stóra spurningin sem kjósend- ur í Reykjavík þurfa að spyrja sjálfa sig er eftirfarandi: Er líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið afgerandi í ríkisstjórnum í rúman áratug um mótun stefnu gangnvart öldruðum og jafnframt sérstakur boðberi markaðsvaxta í húsnæðiskerfinu, muni kúvenda í þessum málaflokkum komist hann til valda í Reykjavík? Er ekki líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram við sama heygarðshornið, hygli efnafólki á kostnað hinna sem lakari hafa kjörin? Viljum við sjá það gerast í Reykjavík? Nú síðustu daga hefur Sjálfstæðisflokkurinn talað til aldraðra í höfuðborginni. Nokkur hundruð milljónir króna í Natófund kom sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn ekki úr jafnvægi en fjár- mögnun á öldrunarheimili olli meiri- háttar uppnámi í þeirra röðum. Það ber að þakka Sjálfstæðisflokknum fyrir að tala skýrt. Nú á hann það skilið að fá skýr viðbrögð af hálfu kjósenda. Þeir sem vilja stórátak í húsnæðismálum og í málefnum aldr- aðra í Reykjavíkurborg svara með því að kjósa Reykjavíkurlistann. Það er verk að vinna í Reykjavík Ögmundur Jónasson Reykjavík Þeir sem vilja stórátak í húsnæðismálum og í málefnum aldraðra í Reykjavíkurborg, segir Ögmundur Jónasson, svara með því að kjósa Reykjavíkurlistann. Höfundur er alþingismaður VG í Reykjavík. NÚ ERU borgar- stjórinn í Reykjavík og hans fylgifiskar byrj- aðir að puðra pirringi í allar áttir, ekkert er heilagt og nú er bara fínt að gefa skít í ná- grannasveitarfélögin. Skiptir engu fyrir R- listann og framsóknar- hluta hans þótt fé- lagarnir í öðrum bæj- um verði fyrir geðvonskuköstunum, tilgangurinn helgar meðalið; allt skal gert til að halda völdum. Í viðtali í Morgun- blaðinu um helgina reyndi borgarstjórinn að beina at- hyglinni frá Reykjavík sjálfri – og skyldi engan undra. Hún beindi sjónum sínum að Kópavogi þar sem kraftmikil uppbygging hefur átt sér stað á öllum sviðum bæjarlífsins samhliða því að rekstur bæjar- félagsins hefur verið til stakrar fyr- irmyndar. Kópavogur hefur á myndarlegan hátt tekið við fólki og fyrirtækjum sem ekki hafa átt í nein hús að venda í Reykjavík, eins og allir vita. Kópa- vogsbær hefur í ljósi þessarar gróskumiklu uppbyggingar verið borinn saman við Reykjavík og hvert sem litið er hefur Kópavogur vinninginn. Það á hins vegar að vera ástæðulaust fyrir borgarstjóra að hnýta í þetta góða nágrannasveit- arfélag Reykavíkur þótt pirringur og spenna séu byrjuð að hlaðast upp á R-listaheimilinu. En það er ekki að ástæðulausu sem þessa pirrings er byrjað að gæta í æ rík- ari mæli. Borgarbúar eru byrjaðir að átta sig á að skuldirnar eru í meira lagi óeðlilegar á góðæristímum, á vand- ræðanlegan hátt er reynt að selja Línu.net og „ekki“ kaupendur kynntir til sögunnar, gamlar landfyllingar í borginni réttlæta ekki eyðileggingu Geldinga- ness og biðlistar eftir hjúkrunarrýmum, leik- skólum og lóðum eru óviðunandi, sérstak- lega í ljósi gamalla lof- orða R-listans. Og nú skal blása grundvallaratriði burt af borðinu. Leik- og siðareglur eru virtar að vettugi. Heilbrigðis- ráðherra gefur út viljayfirlýsingu um uppbyggingu hjúkrunarrýma rétt fyrir kosningar sem síðan er af- bökuð og misnotuð af borgarstjóra. Það efast enginn um vilja ríkis- stjórnarinnar eða þeirra þingmanna sem hana styðja til að byggja upp hjúkrunarrými fyrir aldraða. Í þeim efnum er auðvelt að benda á að verkin hafa talað í Reykjavík þegar litið er til þeirra fjármuna sem varið var til bygginga í þágu aldraðra á valdatíma Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þá voru 3.285 milljónir króna settar í málaflokkinn meðan þær eru einungis 570 í valdatíð R- listans. Þetta eru auðvitað óþægilegar töl- ur fyrir R-listann og því er reynt að bjarga málum fyrir horn. Á mjög ósmekklegan máta hefur R-listinn reynt að fela þetta klúður sitt. Um leið er ágætt að sjá hversu R-listinn er berskjaldaður í sínum gamaldags vinnubrögðum sem engan veginn eru í takti við nýja öld. En þetta er einfaldlega spurning um leikreglur og prinsipp. Og ég spyr hvernig ástandið væri hér vítt og breytt um landið ef ríkisstjórnin hverju sinni ætti korteri fyrir kosn- ingar að skera viðkomandi sveitar- stjórnir úr snöru klúðurs og mis- takamála? Eða eiga ráðherrar að lofa öllu fögru rétt fyrir sveitar- stjórnarkosningar eingöngu í þeim bæjum þar sem „þeirra“ fólk er við stjórn? Sem stuðningsmaður ríkis- stjórnarinnar á þingi finnst mér slíkt ólíðandi og jafnframt ávísun á glundroða í stjórnkerfinu. Það er engin spurning að við sjálfstæðis- menn viljum öfluga uppbyggingu hjúkrunarrýma en sú uppbygging fer eftir þeim lýðræðislegu reglum sem eru og eiga að vera öllum ljósar. Þetta á R-listinn að vita enda er hér ekki um annað að ræða en örg- ustu tækifærismennsku þar sem hræðsla við valdamissi og pirringur eru kveikjan. Ef fram heldur sem horfir á pirringspúki R-listans far- sælt líf fyrir höndum. Pirringurinn tekur völdin Þorgerður K. Gunnarsdóttir Reykjavík Hér er ekki um annað að ræða, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, en örgustu tækifær- ismennsku þar sem hræðsla við valdamissi og pirringur er kveikjan. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.