Morgunblaðið - 23.05.2002, Page 49

Morgunblaðið - 23.05.2002, Page 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 49 Reykjavík í fyrsta sæti Kynntu flér málin og sko›a›u myndbandi› um Geldinganes á www.reykjavik2002.is Í ÁGÆTRI grein í Morgunblaðinu 11. maí hvetur Þór Magn- ússon, fv. þjóðminja- vörður, til þess að þjóðin kaupi Íslending og sýni sem minning- argrip um siglingar landnámsmanna. Í at- hugun sé að stofna sjóminjasafn í Reykjavík og þar myndi þetta vand- aðasta allra nýsmíð- aðra víkingaskipa sannarlega skipa virð- ingarsess. Þetta eigi ekki hvað síst við vegna frægðarsigling- ar skipsins vestur um haf. Sá, sem þetta ritar, átti nokkurn þátt í tillögu til Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, um að megin- þema við að fagna árþúsundamót- unum í Ameríku yrði 1000 afmæli landafundar Leifs Eiríkssonar. Ekkert gat komið betur að slíkum sögufagnaði en sigling skips Gunn- ars Marels Eggertssonar og þá alla leið til New York. Sú sigling var löng og ströng og ekki hættu- laus en Gunnar og áhöfn hans sýndu þá getu íslenskra sægarpa fyrr og síðar. Og hið fagra fley Ís- lendingur var traust smíði, sem stóðst illveður og hinn versta hrakning í hafísnum við Grænland. Landsmenn eru vafalaust minnug- ir þessarar einstöku sjóferðar. Það, sem nú tekur að falla í gleymsku, eru frekar þær fádæma góðu viðtökur og fjölmiðlaathygli sem siglingin naut ytra. Ekkert annað, sem Íslendingar hafa tekist á hendur, hefur notið þeirrar athygli sjón- varps, útvarps og blaða og var með Ís- lending og honum tengda viðburði í Bandaríkjunum og Kanada um sumarið 2000. Þegar ráðist var í það kostnaðarsama fyrirtæki, sem sigling Íslendings var og einnig fól í sér margar áhættur, þótti ein- hverjum sjálfskipuð- um sérfræðingum hér heima það fjarstæðu- kennt kynningarefni í Vesturheimi. Þar myndu menn standa með sínum Kólumbusi. Sú reynsla, sem undirritaður hafði af þessum málum vestra allt frá þvi að hann var þar við háskólanám, var hins vegar á annan veg. Fólk var einmitt forvitið um sögutengsl- in við víkingaöldina. Ef misskiln- ingur um þjóðerni Leifs okkar flæktist þar eitthvað fyrir, virtist það bara auka áhugann. Það kom líka á daginn að bandarískir ráða- menn og stjórnsýsla greiddu á all- an hátt götu okkar. Ísland, eitt allra landa, átti tvíhliða samstarfs- nefnd um árþúsundamál við Hvíta húsið í Washington og verður það seint fullþakkað. Af býsna mörgu er að taka um það, sem hleypt var í framkvæmd. Hér skal minnst á það eina sem enn ekki lokið. Það er sögusýningin Vikings: The North Atlantic Saga, sem var sam- vinnuverkefni þjóðminjasafna Norðurlandanna og Kanada við hið mikla bandaríska þjóðarsafn, The Smithsonian Institute í Wash- ington. Sú sýning hófst í Wash- ington sumarið 2000 og sló aðsókn- armet hjá Smithsonian. Sýningin naut síðan mikilla vinsælda í New York, Denver, Houston og Los Angeles. Nú er nýbúið að opna hana í Ottawa, höfuðborg Kanada, og hún endar í Minneapolis þar sem forseti Íslands verður við- staddur opnunarathöfn í nóvember nk. Þegar þessu mikla sýningar- ferli lýkur í maí 2003 verða sýning- argestir taldir í nokkrum milljón- um. Ávinningur fyrir okkur Íslend- inga af víkingaaldarsýningu þess- ari er mjög mikill. Hún sýnir skil- merkilega sögu Íslands til forna, landnám okkar á Grænlandi og fund Ameríku, rétt eins og gert var með siglingu Íslendings. Með þessu vil ég fullyrða að nýr grund- völlur sé fenginn til landkynninga. Það þarf að festa í sessi með sér- stakri varanlegri sýningu hér heima á hinum fornu landafunda- siglingum og með skipið Íslending sem sinn miðpunkt. Hvar og hvernig er svo annað mál. Víkingaskipið Íslendingur Einar Benediktsson Landkynning Ég vil fullyrða, segir Einar Benediktsson, að nýr grundvöllur sé feng- inn til landkynninga. Höfundur er fv. sendiherra. ÍBÚUM Blönduóss hefur heldur fækkað frá því á seinni hluta síðustu aldar. Margt veldur, m.a. fábreytni atvinnulífs, skortur á framhaldsskólamennt- un í héraði, fábreyttara menningarlíf en á suð- vesturhorni landsins og samdráttur í land- búnaði. Þrátt fyrir þetta hef- ur tekist að koma fjöl- mörgum framfaramál- um áleiðis í stjórnartíð núverandi meirihluta. Grunnskólinn er nú að mestu mannaður rétt- indakennurum, leikskólinn veitir mjög góða þjónustu, flestar götur eru malbikaðar og bærinn er á marg- an hátt aðlaðandi. Einnig hefur verið hlúð að atvinnulífi bæjarins eftir því sem kostur hefur verið á hverjum tíma. Margt er þó eftir ógert. Eitt af brýnustu málunum er að renna styrkari stoðum undir atvinnulífið og auka fjölbreytni þess. Árangur næst ekki með handahófskenndum að- gerðum, vinna þarf markvisst eftir ákveðinni fyrirfram mótaðri stefnu sem tekur heildstætt á öllum þáttum samfélagsins. Sveitarfélög og héruð eru í beinni samkeppni hvert við annað um fólk, atvinnutækifæri og meðfylgjandi hagsæld. Því þarf að líta á rekstur og stefnumótun sveitarfélaga á hlið- stæðan hátt og rekstur og stefnu- mótun fyrirtækja. Á því sviði hafa frambjóðendur D-listans ekki aðeins staðgóða þekkingu heldur einnig mikla reynslu. Leggja þarf í stefnumótunarverk- efni fyrir héraðið í heild. Virkja á héraðs- nefnd, meðan sveitar- félög eru ekki samein- uð, og fulltrúa atvinnu-, félags- og menningar- lífs í héraðinu til að leggja sitt af mörkum. Markmið slíks verk- efnis ætti að vera að: Stuðla að markvissum framförum í atvinnu- og félagsmálum í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Gróf verkefnisáætl- un gæti litið svona út: 1. skref: Stöðugrein- ing. Núverandi staða héraðsins í hinum ýmsu málaflokkum, s.s. atvinnulífi, fé- lagsþjónustu, heilbrigðismálum, skólamálum og íþróttamálum, er greind. Svo sem gert er þegar fyr- irtæki vinna að stefnumótun verður að taka samkeppnisumhverfið sér- staklega til greina, þ.e. bera stöðuna saman við stöðu nágrannasveitar- félaga og ekki síður sambærilegra sveitarfélaga sem standa sig hvað best. 2. skref: Mótun framtíðarsýnar. Hvert á að stefna og af hverju viljum við fara þangað? Í hvernig samfélagi viljum við búa eftir 4–8 ár? Enn og aftur þarf að horfa til þess sem aðrir eru að gera, á að gera betur eða jafna árangur annarra? 3. skref: Áætlun um árangur. Hvernig eigum við að komast á áfangastað, hvaða leið eigum við að velja og hvernig skiptum við henni niður í áfanga? Áfangarnir mega ekki vera of stórir eða of langt á milli þeirra, þá er hætta á að skrefið verði of stórt og verði því aldrei tekið. 4. skref: Verkefni sem þarf að vinna. Héraðsnefnd verður að vera samþykk stöðugreiningunni, fram- tíðarsýninni og áætluninni um ár- angur. Í kjölfarið þarf að skilgreina fá en mikilvæg verkefni sem unnið verður að á markvissan og árangurs- ríkan hátt. Markviss stefnumótandi áætlun, sem tekur á öllum þáttum sam- félagsins, er forsenda þess að okkur takist að snúa vörn í sókn. Við skor- um ekki mörk með því að hanga í vörn, en forsenda þess að sóknin tak- ist og skili okkur mörkum er að sóknaraðgerðir séu skipulagðar, markvissar og allt liðið spili með. Það er gott að búa á Blönduósi og við frambjóðendur D-listans viljum gera það ennþá betra. Við horfum til framtíðar en veltum okkur ekki upp úr fortíðinni, því tækifærin eru fram- undan, ekki að baki. Við viljum búa á Blönduósi Sigurður Jóhannesson Höfundur skipar 3. sæti á D-listanum á Blönduósi. Blönduós Það er gott að búa á Blönduósi, segir Sigurður Jóhannesson, og við frambjóðendur D-listans viljum gera það ennþá betra. ÞAÐ hefur margt óprúttið komið frá D- listanum í þessari kosningabaráttu. Af- hjúpuð hafa verið slag- orð þeirra um lægstu skattaálögur hvort heldur er í formi út- svara eða fasteigna- skatta. Hver Seltirn- ingur hefur nefnilega undanfarin ár greitt meira í útsvar en nokkur annar á höfuð- borgarsvæðinu og við greiðum næsthæstu fasteignagjöldin. D-listinn heldur ótrauður áfram með blekkingarnar. Lítum á nokkur dæmi. Nú hafa þeir sett sig á stall og segjast hafa staðið „að verndun vestursvæðanna“. Hver er reynsl- an? Á árunum 1994-8 börðust sjálf- stæðismenn hart fyrir því að reisa verulega íbúðarbyggð við Nesstofu. Neslistinn barðist gegn þessum áformum og beitti sér fyrir glæsilegri undir- skriftarsöfnun með þverpólitískri þátt- töku. D-listinn gafst því upp á byggingará- formunum rétt fyrir kosningar 1998. Bygg- ingaráráttan blundaði þó í þeim og vaknaði hressilega á síðasta ári þegar þeir ákváðu að reisa skyldi 4000 fm hjúkrunarheimili við Nesstofu, eða ígildi 20 einbýlishúsa. Skrýtin verndunarsjónarmið! Nú réttlætir D-list- inn ákvörðunina með því, að ekki hafi verið til annað land fyrir heimilið og útskýra tvístígand- ann varðandi staðsetningu með því að nú fyrst megi mögulega finna hjúkrunarheimili stað á Hrólfs- skálamel. Aftur fara þeir rangt með stað- reyndir. Í allri umræðu um skipulag melsins sl. tvö ár lá ljóst fyrir, að byggingarsvæðið næst Íþróttamið- stöð og íbúðum aldraðra væri tilbúið til byggingar, því rífa mætti Ís- bjarnarhúsið svo að segja án fyr- irvara. Þar mátti því strax staðsetja hjúkrunarheimili. Aumlegt er þeirra yfirklór! D-listinn reynir nú að búa til þá mynd af Neslistanum að hann berj- ist fyrir landfyllingum. Staðreyndin er sú, að það var að tilstuðlan vara- forseta bæjarstjórnar, Ernu Niel- sen, að heimildarákvæði um miklar landfyllingar sunnan megin á nes- inu var sett inn í drög að svæð- isskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Það var sami aðili, ásamt bæjar- stjóra, sem lagði til að frestað yrði tillögu Neslistans um gerð hring- torgs á gatnamótum Suður- og Norðurstrandar, þar sem landfyll- ing Reykjavíkur myndi ná inn á Sel- tjarnarnes og því þyrftu umferð- armannvirki að bíða. Þá voru sjálfstæðismenn fylgjandi þeirri landfyllingu. Eftir þetta allt saman töldum við rétt að fá heimildar- ákvæði inn í svæðisskipulagið um landfyllingu norðan megin. Þetta var samþykkt einróma í bæjar- stjórn. Sjálfstæðismenn hafa verið leiðandi í landfyllingarumræðu og aldrei greitt atkvæði gegn slíkum áformum. Landfyllingar eru ekki á stefnu- skrá Neslistans. D-listinn, sem fer fram undir slagorðinu „festa“, hefur snúist eins og vindhani þegar kemur að stóru málunum, þrátt fyrir fálkann í skjaldarmerki flokksins. Vindhani getur aldrei orðið veg- vísir. D-listanum er ekki treystandi þegar kemur að flóknum málum, flokkurinn þarf meira aðhald. Það gerist einungis með því að tryggja Neslistanum þrjá menn í bæjar- stjórn. Fálki eða vindhani á Seltjarnarnesi Nökkvi Gunnarsson Seltjarnarnes D-listanum er ekki treystandi, segir Nökkvi Gunnarsson, þegar kemur að flókn- um málum, flokkurinn þarf meira aðhald. Höfundur skipar 5. sæti á Neslistanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.