Morgunblaðið - 23.05.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 23.05.2002, Síða 52
UMRÆÐAN 52 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarstjórinn í Garðabæ, Ásdís Halla Bragadóttir, skrifar grein í Morgunblaðið 14. maí síðastliðinn þar sem hún lofar „áframhaldandi traustri fjármála- stjórn“ meirihlutans í Garðabæ. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur verið 36 ár samfellt við völd í Garðabæ og ráðið hér lögum og lofum. Nú er svo komið að skuldir bæjarfélagsins eru komnar yfir 2,5 milljarða króna, líf- eyrisskuldbindingar innifaldar. Þetta er um 300.000 króna skuld á hvern íbúa og svo talar bæjar- stjórinn um trausta fjármálastjórn sem sjálfstæðismeirihlutinn hefur séð um í áratugi. Nýlega kom fram í blaðaskrifum að Ásdís Halla hefur hæstu laun allra opinberra starfsmanna á Ís- landi fyrir utan forseta Íslands. Ekki ber það vott um að hagur bæjarins sé hafður í fyrirrúmi. Auk launanna fær hún afnot af nýjum jeppa sem fjármagnaður er af Glitni. Sem fulltrúi í bæjar- stjórn bætast um kr. 200.000 við launin. Eftir kosningarnar 25. maí mun Ásdís kosta bæjarfélagið 1,1- 1,3 milljónir á mánuði og eru þá nefndarstörf innifalin. Rétt væri að Garðbæingum, sem bera kostn- aðinn, yrði sendur ráðningarsamn- ingurinn sem meirihlutinn gerði við flokkssystur sína. Eitt af fyrstu verkum Ásdísar Höllu sem bæjarstjóra var að hækka veru- lega laun fjögurra helstu embætt- ismanna bæjarins. Það er auðvelt að kaupa sér vinsældir á kostnað bæjarsjóðs. Það verður ekki séð að núver- andi meirihluti bæjarstjórnar hafi þá kosti til að bera sem við Garðbæingar þurfum, þ.e.a.s. skyn- semi, framsýni, að- hald í peningamálum og hæfan leiðtoga, en þetta er grundvallar- atriði í stjórnun. Eft- irtalin atriði bera vott um lélega stjórnun meirihlutans í bæjar- stjórn: 1. Ramsar náttúru- verndarsamningurinn sem við Íslendingar erum aðilar að, er brotinn með landfyll- ingu út í Arnarnes- vog. 2. Án útboðs var gerður verk- samningur við Gunnar og Gylfa ehf. og Björgun ehf. um miklar framkvæmdir við voginn. Í samn- ingnum eru verktakarnir undan- þegnir gatnagerðargjaldi og sú spurning vaknar hver valdi þessa verktaka og hvaða hagsmunir lágu þar á bak við. 3. Iðnaðarhverfið í Molduhrauni er með holræsakerfi sem er lokað í báða enda. Undir hverfinu safnast fyrir saur og skolp sem dælt er í burtu öðru hverju í þar til gerða bíla. Nú þegar fer að hlýna má bú- ast við miklum fnyk yfir Flatirnar – í réttri vindátt. 4. Gott dæmi um viðhorf meiri- hlutans til íbúanna er pukrið sem var í kring um landfyllinguna í Arnarnesvogi. Haldnir voru fundir með verktökum og arkitektum og þess vandlega gætt að íbúar við voginn fengju ekkert að vita. 5. Uppstillingarnefnd Sjálfstæð- isflokksins gerði þá ótrúlegu heimsku að taka Ingibjörgu Hauksdóttur bæjarfulltrúa af framboðslista flokksins í stað þess að færa hana í 1. eða 2. sæti listans. Það eru slæm skipti að fá Ásdísi Höllu í stað Ingibjargar. 6. Á síðastliðnu ári fór bæjar- sjóður kr. 500 milljónir fram úr fjárhagsáætlun þrátt fyrir að fast- eignagjöld á íbúðarhúsnæði eru 20% hærri í Garðabæ en í Reykja- vík og Hafnarfirði. 7. Nokkrir vinir meirihlutans hafa fengið úthlutað byggingalóð- um sem viðkomandi aðilar hafa síðan selt á almennum markaði en það er brot á úthlutunarreglum. Á sama tíma hefur bærinn hafnað fjölda lóðaumsókna. Þetta er hluti af spillingu sem verður til á 36 ára valdaferli. Ofangreind atriði bera vott um lélega stjórnun en listinn gæti ver- ið mun lengri. Svo virðist að á 36 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hafi smám saman orðið til fámenn- ur sérhagsmunakjarni sem ákveður með yfirgangi að ekki skuli vera prófkjör, hverjir eru valdir í uppstillingarnefnd og hverjir eiga sæti í fulltrúaráði flokksins. Ég lít svo á að t.d. Jón Guðmundsson fasteignasali og for- maður fulltrúaráðsins sé einn úr sérhagsmunakjarnanum. Hann hefur fengið loforð frá Gunnari og Gylfa ehf. um að selja fyrir þá íbúðir á nýja strandsvæðinu en eins og áður sagði fengu verktak- arnir verkið án útboðs og greiða ekki gatnagerðargjöld til Garða- bæjar. Það eru fleiri sjálfstæðismenn en Davíð Oddsson sem vilja sam- starf við framsóknarmenn. Ég hvet sjálfstæðismenn í Garðabæ til að gefa „meirihlutanum“ frí þetta kjörtímabil og kjósa óháða og framsókn, X-B. Það er auðvelt að kaupa sér vinsældir Pétur Björnsson Garðabær Gott dæmi um viðhorf meirihlutans til íbúanna, segir Pétur Björnsson, er pukrið sem var í kringum landfyllinguna í Arnarnesvogi. Höfundur er fv. forstjóri. FRÁ norðurströnd Reykjavíkur blasir við Viðey grasi gróin og austar er Geldinganes- ið sem er einnig gróin eyja, landföst með granda, vonandi bygg- ingarland fyrir fallega byggð í nálægri fram- tíð. En í miðri ásýnd Geldinganess blasir við svart gapandi sár eftir hervirki borgarstjórn- arinnar. Virðist sárið fara stækkandi. Frið- sömu fólki hefur í nokkur ár verið bannað að fara um vesturhluta Geldinga- nessins vegna sprenginga fyrir haf- skipahöfn sem eitt sinn var áformuð þarna. Höfnin verður líklegast aldrei gerð vegna almennt breyttra við- horfa til umhverfis og vegna nýrri hugmynda um það hvernig borg og náttúra geta mæst sem andstæður og styrkt hvora aðra þannig að báðar njóti sín vel. Fokdýr fíflagangur Afleiðingar aðgerða R-listans eru stórfelld umhverfisspjöll og óhemju kostnaður sem við verðum að greiða ef við ætlum að búa í Reykja- vík áfram. R-listinn boðar áframhald þess- ara aðgerða. Fyrirheit- in eru þau að flytja enn meira grjót um endi- langa Reykjavík vestur fyrir Ánanaust og búa til íþróttasvæði þar sem nú er sjór. Þessi fokdýri fíflagangur mun halda áfram verði R-listinn áfram við völd. Oddviti sjálfstæðis- manna Björn Bjarna- son hefur réttilega kall- að þetta tvöfalt umhverfisslys. Oddviti frjálslyndra hefur tekið í sama streng. Alvöru borgarstjórn Núverandi borgarstjóri hefur tal- að á þá leið að málefni Geldinganess séu ekki á dagskrá fyrr en eftir ára- tug. En meðan þannig er talað halda hervirkin áfram. Því spyr ég: Hefur Björn Bjarnason og aðrir frambjóð- endur til borgarstjórnar hugmyndir um hvernig megi bæta þær skemmd- ir sem orðnar eru í Geldinganesi? Má ekki stöðva frekari grjótflutninga fram til kosninga? Aðalmálið er þó að Reykvíkingar fái alvöruborgarstjórn með skyn- samlegar áherslur. Það er ekki að- eins hagsmunamál Reykvíkinga heldur allra landsmanna að höfuð- borginni sé skynsamlega stjórnað. Hvernig má bæta umhverfis- slysið í Geld- inganesi? Ingólfur S. Sveinsson Höfundur er læknir og býr í Vogahverfi. Reykjavík Afleiðingar aðgerða R- listans, segir Ingólfur S. Sveinsson, eru stórfelld umhverfisspjöll og óhemju kostnaður. Á FJÖLSÓTTUM fundi sem íbúasamtök Grafarvogs héldu í Rimaskóla 15. maí sl. kom fram megn óánægja með fram- göngu R-listans í mál- efnum þessa fjölmenna og ört vaxandi hverfis. Óánægjan varðaði mörg málefni, m.a. skóla-, skipulags-, um- hverfis-, samgöngu-, íþrótta- og heilsu- gæslumál en ekki síður skort á samstarfsvilja borgarinnar við íbúa hverfisins. Skóla- og leikskóla- mál eru ekki í viðunandi ástandi í Staðahverfi og bíða þarf eftir úr- lausn þeirra mála til ársins 2004. Með því að koma yngstu nemendum grunnskólans fyrir í bráðabirgða- húsnæði á Korpúlfsstöðum eru ýms- ir staðlar ekki uppfylltir fyrir nem- endurna. Þessu til viðbótar hefur skólaakstur verið lagður niður þrátt fyrir mótmæli yfir 500 foreldra í hverfinu. Það er ekki aðeins á sviði grunn- skólamála sem barnafjölskyldum í Grafarvogi er mismunað miðað við aðra borgarbúa. Aðeins 9% barna í hverfinu njóta niðurgreidds tónlist- arnáms á meðan hlutfallið er 18% í grunnskólum borgarinnar. Þetta stafar m.a. af því að börn í Tónskóla Hörpunnar í Grafar- vogi njóta ekki niður- greidds tónlistarnáms, sem stríðir gegn mark- miðum samkeppnis- laga. Miklar deilur hafa verið um fyrirhugað skipulag á svonefndri Landsímalóð sem er óbyggt svæði norðan Rimaskóla. Skipulagið felur í sér þéttari og háreistari byggð en fyrir er og mun leiða til þess að skólamál og umferðarmál í hverfinu fara úr skorðum. 540 íbúar í Rimahverfi og nágrenni hafa mótmælt þessu með undirskriftasöfnun, sem mun miðað við fyrri reynslu skila litlum árangri. Barátta íbúa við við Garðhús vegna lagningar umferðaræðar (Hallsvegar) skammt frá heimili þeirra hefur verið þeim dýrkeypt og kostað málaferli. Íbúarnir hafa þurft að láta í minni pokann hingað til. Einnig hefur skipulagi við Vætta- borgir verið breytt eftir á, íbúum þar til mikils ama. Mikil umræða hefur orðið um mengun fjörunnar við Hamrahverfi og í Eiðsvíkinni. Þar eru þrjár út- rásir fyrir skólp með tilheyrandi sjónmengun og aðskotahlutum. Saurgerlamengun er umtalsverð á svæðinu og hefur jafnvel mælst margfalt yfir viðmiðunarmörkum. Krafa Grafarvogsbúa er sú að hreinsun strandlengjunnar á svæð- inu og varanlegri lausn þessara mála verði flýtt eins og kostur er. Frárennslismál í Elliðavogi, þar sem mengaður úrgangur frá fyrirtækj- um rennur í sjó skammt frá ósum Elliðaánna, eru líka með öllu óvið- unandi og hafa vafalítið slæm áhrif á laxastofninn í ánum og viðgang hans. Það hlýtur að vera metnaðar- mál Reykvíkinga að bjarga lífríki Elliðaánna en það eykur enn vanda þessarar náttúruperlu að bæjaryf- irvöld í Kópavogi vilja reisa þétta byggð við Elliðavatn, með tilheyr- andi mengunarálagi. Það var sam- kvæmt tillögu undirritaðs í borgar- stjórn Reykjavíkur að Reykjavíkurborg fór fram á sam- starf við Kópavog um svonefnt Vatnsendaskipulag. Það samstarf hefur ekki skilað tilætluðum ár- angri, enda eru forystumenn Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi langt frá því að vera hlynntir umhverfis- vernd. Vegna flokkspólitískra hags- muna hefur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins dregið lappirn- ar í Vatnsendamálinu. Rétt eins og breikkun Ártúns- brekkunnar og síðar Gullinbrúar var mikilvæg fyrir Grafarvogshverfi verður tilkoma Sundabrautar lyfti- stöng fyrir samgöngumál á öllu svæðinu frá Grafarvogi um Geld- inganes, Gunnunes, Álfsnes og yfir á Kjalarnes. F-listinn leggur einmitt sérstaka áherslu á flýtingu Sunda- brautar og byggðar meðfram ströndinni, þ. á m. íbúðarbyggðar á Geldinganesi. Undirritaður beitti sér mjög fyrir breikkun Ártúns- brekkunnar og Gullinbrúar á sínum tíma. Aðrar mikilvægar fram- kvæmdir í vegtengingum hverfisins eru mislæg gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar, tenging Staða- hverfis við Vesturlandsveg og Mos- fellsbæ og hringtorg á mótum Strandavegar og Rimaflatar. Grafarvogsbúar eru óánægðir með lág fjárframlög borgarinnar til Fjölnis, sem hefur unnið mikið upp- byggingarstarf á sviði íþrótta- og æskulýðsmála í hverfinu. D-listinn hefur ekki síður en R-listinn van- metið félagið og lítilsvirt einn helsta forystumann þess, Snorra Hjalta- son, með því að taka hann af lista Sjálfstæðisflokksins fyrir þessar kosningar. Ekki fékk hinn dugmikli forystumaður íbúasamtaka Grafar- vogs, Hallgrímur Sigurðsson, betri viðtökur hjá Sjálfstæðisflokknum. Grafarvogsbúar ættu að hafa það hugfast þegar þeir ráðstafa atkvæði sínu. Heilsugæslumálin hafa verið átakapunktur milli Grafarvogsbúa annars vegar og R-listans og heil- brigðisráðuneytisins hins vegar. Undirritaður hefur beitt sér mjög í heilsugæslumálum Grafarvogsbúa sem stjórnarmaður í Heilsugæsl- unni í Reykjavík sl. 12 ár og átti þátt í að koma á fót heilsugæslustöð við Hverafold árið 1992. Brýnt var orðið að fjölga heilsugæslustöðvum í hverfinu og því var tilkoma nýrrar heilsugæslustöðvar í Spönginni fagnaðarefni. En heilbrigðisyfirvöld og fulltrúar R-listans í stjórn Heilsugæslunnar hafa þvert á tillög- ur mínar og mótmæli yfir 1.000 Grafarvogsbúa staðið fyrir lokun heilsugæslustöðvarinnar í Hverafold eftir að nýja stöðin kom í Spöngina. Þau mál sem ég hef greint frá hér að framan sýna í hnotskurn að allt tal R-listans um hverfalýðræði og sjálfsákvörðunarrétt íbúanna er inn- antómt hjal. Undirskriftasafnanir íbúa til að mótmæla þessum vinnu- brögðum R-listans hafa lítinn til- gang. Þeir hljóta því að svara fyrir sig með að greiða þeim lista atkvæði sitt á kjördag sem er líklegastur til að sinna málefnum hverfisins. Með vísan til starfa minna í þágu Graf- arvogsbúa sem borgarfulltrúi í Reykjavík á undanförnum árum leita ég eftir stuðningi þeirra við F- listann í kosningunum á laugardag- inn. Þeir Grafarvogsbúar sem kjósa F-listann vita að atkvæði þeirra mun nýtast til framfara í hverfinu og betra samstarfs við borgaryfir- völd. R-listinn hundsar Grafarvogsbúa Ólafur F. Magnússon Reykjavík Þeir Grafarvogsbúar sem kjósa F-listann, segir Ólafur F. Magn- ússon, vita að atkvæði þeirra mun nýtast til framfara í hverfinu og betra samstarfs við borgaryfirvöld. Höfundur er læknir og borg- arfulltrúi. Hann skipar 1. sæti F-listans í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.