Morgunblaðið - 23.05.2002, Page 54

Morgunblaðið - 23.05.2002, Page 54
UMRÆÐAN 54 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ I. NÚ HEFUR R-list- inn ákveðið að leggja niður Reykjavíkurflug- völl eftir árið 2016. Frá 2017 eiga þeir sem er- indi eiga til eða frá Reykjavík að aka til Keflavíkurflugvallar. Ef þrengja á með slík- um hætti að aðgangi landsbyggðarinnar að allri stjórnsýslu í Reykjavík, vaknar sú spurning, hvort alþing- ismenn landsbyggðar- innar geti ekki lög- bundið nýja höfuðborg og kemur þá Akureyri sterklega til greina. Þar eru engin áform um að leggja niður Akureyrarflugvöll. Ég hefi ekki tölur um hvernig þingmenn skiptast milli landsbyggðarinnar og Reykjavíkur- svæðisins, en nú gætu verið síðustu forvöð að gera þessa breytingu, því ný kosningalög taka gildi á næsta ári, 2003. II. Keflavíkurflugvöllur er og verður alltaf herflugvöllur. Í næsta Flóabar- daga munu Bandaríkja- menn nota hann sem millilendingu fyrir her- flugvélar sínar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. III. Ég á lögheimili í Reykjavík, en orlofsí- búð á Akureyri. Allir þeir sem fæddir eru 1932 eða fyrr eiga rétt á 21.500 kr. afslætti af fasteignaskatti á Akur- eyri. Í Reykjavík er ekki boðið upp á slíkt, heldur verða menn að ganga með betlistaf fyrir framtals- nefnd til að fá þar einhvern afslátt. Ég er fæddur í hjarta Reykjavíkur, Kirkjustræti 8B, þar sem foreldrar mínir bjuggu í húsi afa míns, Sveins Jónssonar trésm.meistara. Ég læt því ekki bardagalaust hrekja mig brott úr Reykjavík, en haldi ofsókn- um R-listans áfram á okkur Reykvík- inga þá gæti þolinmæði mín þrotið og ég flutt lögheimili mitt norður til Ak- ureyrar, þar sem ég hefi átt ánægju- lega dvöl meira og minna í 66 ár. IV. Valkostir R-listans eru því aðeins tveir: A) Láta Reykjavíkurflugvöll í friði, eða B) Afsala sér heitinu höfuðborg Ís- lands. Skýr svör óskast fyrir 24. maí 2002. Akureyri eða Reykjavík – hvor á að verða höfuð- borg Íslands? Leifur Sveinsson Reykjavík Ég læt því ekki bar- dagalaust, segir Leifur Sveinsson, hrekja mig brott úr Reykjavík. Höfundur er lögfræðingur. AÐALMÁLIN í kosningunum á Sel- tjarnarnesi eru skipu- lagsmál. Í þessum málaflokki býður Nes- listinn upp á skýran valkost. Við viljum ekki byggja 4.000 fer- metra hjúkrunarheim- ili við Nesstofu, við teljum heppilegra að hafa hjúkrunarheimili á Hrólfsskálmel í tengslum við íbúðir aldraðra. Skipulag á Hrólfsskálamel verður að taka mið af hlut- verki svæðisins sem miðbæjar Seltjarnar- ness. Skoða verður miðbæjarsvæðið í heild og taka tillit til aðliggjandi byggðar og íþróttamiðstöðvar og skóla. Mikilvægt er að hugsa svæð- ið sem lifandi miðbæjarkjarna. D-listinn fer í hringi Aðkoma D-listans að þessum tveimur málum hefur verið með ólíkindum. Á síðasta sumri var keyrt í gegn í bæjarstjórn með valdníðslu tillaga um byggingu hjúkrunarheimilis við Nesstofu. All- ir bæjarfulltrúar D-listans stóðu að þeirri samþykkt. Tillagan fékk enga faglega umfjöllun í nefndum bæj- arins. Þetta er gert þrátt fyrir að fyrir liggi eindreginn vilji meirihluta bæjar- búa um verndun svæð- isins. Nú er eins og bæjarfulltrúar D- listans viti ekki hvort þeir eru að koma eða fara í þessu máli og snúast í ótal hringi og enginn veit hver stefna þeirra raunverulega er. Vinnubrögð D- listans varðandi skipu- lagsvinnu á Hrólfs- skálamel voru einnig ótrúlega fálmkennd og ómarkviss og án allrar framtíðarsýnar. Valdastaða D-lista Þessi vinnubrögð valda miklum áhyggum ekki síst í ljósi hinnar sterku valdastöðu fokksins á Sel- tjarnarnesi, sem er í raun miklu meira en raunverulegt fylgi hans er. Flokkurinn getur farið sínu fram með valdi, og það gerir hann óspart. Í kosningunum 1998 fékk D- listi 65% atkvæða, það gefur 5 bæj- arfulltrúa af 7 og er það í raun 71% áhrif í bæjarstjórn. Myndin er ennþá verri í nefndum bæjarins þar sem hin faglega vinna og stefnu- mótun fer fram. Þar hefur D-listinn 80% áhrif eða fjóra fulltrúa af fimm. Styrkjum lýðræðið Neslistinn veit að hér er við ramman reip að draga. Við höfum sett okkur það markmið að ná að minnsta kosti þremur fulltrúum í bæjarstjórn og þar með tveimur fulltrúum í fimm manna nefndum. Við það breytist margt og öll vinnu- brögð munu batna. Þá mun einnig draga úr þeirri skekkju sem nú er og lýðræðið styrkist. Í þriðja sæti Neslistans er Árni Einarsson upp- eldis- og menntunarfræðingur. Árni hefur starfað ötullega með Neslist- anum allt þetta kjörtímabil. Hann er bæði ritari æskulýðs- og íþrótta- ráðs og fulltrúi í umhverfisnefnd fyrir Neslistann. Árni er frábær liðsmaður og brýnt að hann nái kjöri. Laugardaginn 25. maí velja Sel- tirningar sér bæjarfulltrúa til næstu fjögurra ára. Ég hvet alla Seltirninga til að hugsa málið vand- lega og skoða hug sinn. Það er lýð- ræðinu á Seltjarnarnesi mikilvægt að Neslistinn fái aukin áhrif í bæj- arstjórn. Stefna Neslistans er afdráttarlaus Sunneva Hafsteinsdóttir Seltjarnarnes Við höfum sett okkur það markmið, segir Sunneva Hafsteins- dóttir, að ná að minnsta kosti þremur fulltrúum í bæjarstjórn. Höfundur er bæjarfulltrúi, skipar 2. sæti Neslistans. VÍÐA hefur hart verið tekist á í sveit- arstjórnarkosningun- um sem fram fara um allt land hinn 25. maí nk. Þó hafa nær öll framboð látið sér það nægja að berjast við keppinauta sína í því sveitarfélagi sem boð- ið er fram í. Eitt framboð getur þó ekki látið sér það nægja að kljást við mótherja sína í sinni heimasveit og það er R-listinn í Reykjavík. Þrátt fyrir að fimm önnur fram- boð hafi borist í borg- inni og R-listinn eigi nú í vök að verjast þá hafa „súpermennin“ í R-listanum, að því er virðist, ákveðið að koma pólitísku höggi á framboð sem ógna þeim ekki. Framboð sem hafa komið fram í öðrum sveitarfélögum. Bera ljúgvitni gegn náunga sínum Í heilsíðu auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu 17. maí síðastlið- inn undir fyrirsögninni „Góðar fréttir fyrir aldraða“ ber R-listinn saman fasteignagjöld í þremur sveitarfélög- um; Reykjavík, Kópa- vogi og Reykjanesbæ. Í auglýsingunni kem- ur fram að samkvæmt samanburði á 12 sveitarfélögum séu fasteignagjöld lægst í Reykjavík en hæst í Reykjanesbæ. Í aug- lýsingunni er fullyrt að fasteignagjöld á aldraða í Reykja- nesbæ séu 105.890 kr. en í Reykjavík 20.815 kr. Þetta er alger rangtúlkun, svo smekklegt orðalag sé notað, því samkvæmt fjármála- skrifstofu Reykjanesbæjar eru gjöldin 51.000 kr. En fjármála- skrifstofa bæjarins sá verulega ástæðu til að gefa út athugasemd í tilefni af birtingu auglýsingarinn- ar. Rakalaus þvættingur og lygar Ekki veit ég hvaða reiknikúnst- um R-listinn beitti við útreikninga sína eða af hverju hann kýs að rangtúlka greinina sem birtist í Félagsriti eldri borgara, og þau vísa í sem heimild. Hér er lagst á allra lægsta plan að notast við ómarktæka útreikninga, þar sem logið er upp á nágrannasveitar- félögin, til að blekkja aldrað fólk til fylgis við sig. Kosningabaráttan hér í Reykjanesbæ hefur ekki beinst að borginni í neikvæðu tilliti eða þeim stjórnmálaflokkum sem þar bjóða fram enda ekki ástæða til. Okkur hér í Reykjanesbæ er það annt um okkar bæ og málefni hans að við beinum umræðunni inn á við til að fá sem mest út úr henni fyrir okkur sjálf og okkar ágæta bæjarfélag. Okkur dytti aldrei í hug að ljúga til um hagi okkar góða nágranna til að þjóna sér- hagsmunum einstaks hóps sem á það sameiginlegt að deila ákveð- inni lífsskoðun. Því er það grátlegt og í raun forkastanlegt að R-list- inn skuli nota á óheiðarlegum for- sendum okkar ágæta sveitarfélag sér til framdráttar í pólitískum ha- naslag við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Séu aðgerðirnar og til- gangur þeirra skoðaðar þá hljóta kjósendur að spyrja sig hverju R- listinn hafi logið til um í fortíðinni og hvað þeir vanhelga næst til að halda sínu örvæntingarfulla taki um stjórnartaumana í Reykjavík- urborg? Hugsið einu sinni um borgina Það er von mín að Reykjavík- urlistinn sjái sóma sinn í að birta leiðréttingu á þeim rangtúlkunum sem birtust í umræddri auglýsingu og biðji viðeigandi sveitarfélög af- sökunar. Reyndar hafa menn hér verið að spyrja sig af hverju þessi 2 sveitarfélög eru notuð til viðmið- unar úr 12 sveitarfélaga úrtaki, en bæði í Kópavogi og Reykjanesbæ er Sjálfstæðisflokkurinn í sérlega árangursríku og farsælu meiri- hlutasamstarfi með Framsóknar- flokki. Þær eru því kaldar kveðj- urnar sem framsóknarmenn í Kópavogi og Reykjanesbæ fá frá flokkssystkinum sínum í Reykja- vík. En hvað eru eiginflokkshags- munir þegar líftóra hræðslubanda- lagsins er í veði? En hvað um það þá væri óskandi að Reykjavíkur- listinn sinnti heldur hagsmunum og heill borgarinnar í stað þess að setja það í fyrsta sæti að hámarka alltaf eigin pólitíska hag. Hverju ljúga þau næst? Guðfinnur Sigurvinsson Reykjanesbær Það er von mín, segir Guðfinnur Sigurvins- son, að Reykjavíkurlist- inn sjái sóma sinn í að birta leiðréttingu á þeim rangtúlkunum sem birtust í umræddri auglýsingu. Höfundur skipar 13. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. NÚ ER komið að lokasprettinum í þess- ari kosningabaráttu og þú, kjósandi góður, þarft að gera upp hug þinn. Ljóst er að öll framboð vilja vinna vel fyrir bæinn sinn. Við hjá D-lista erum þau einu sem höfum dug til að segja að til að hægt sé að byggja upp þarf að taka til hendinni og hagræða. Við teljum núverandi meirihluta ekki hafa staðið sig í að þjónusta skattborgar- ana eins vel og þeir eiga skilið. Því spyr ég þig, kjósandi góður, ertu sáttur við:  Biðlista á leikskólana?  Aukið atvinnuleysi meðal kvenna og ungs fólks?  Ónýtar götur og illa hirt hús?  Biðlista eftir hjúkrunar- og dval- arrýmum á Höfða? Nei, ég hélt ekki. Ef af stækkun álversins verður er nokkuð ljóst að fjölgun á Akranesi verður mikil. OG hvað á þá að gera? Eina framboðið sem hefur það á stefnuskrá sinni að fara í viðbygg- ingu á Vallarseli og að byggja nýjan leikskóla á kjörtímabilinu er D-list- inn. Við höfum sýnt fram á að það er hægt. Til þess þarf að hagræða og erum við tilbúin til þess. Auka þarf vinnu- framboð fyrir ungt fólk. Þar þurfa bæjar- yfirvöld að koma inn í af krafti. Við leggjum einnig áherslu á að Akraneskaupstaður hafi frumkvæði af að laða fyrirtæki til bæj- arins og fjölga þannig störfum í bænum. Það dylst engum að götur bæjarins eru víða mjög lélegar og ásjóna bæjarins hefur látið á sjá. Þess vegna verður að gera átak í að laga götur. Þetta er ekki á stefnuskrá hinna listanna. Halli er á rekstri dvalarheimilisins Höfða og hafa bæjaryfirvöld setið með krosslagðar hendur í þeim málaflokki. Nú stendur stjórn Höfða frammi fyrir því að fækka dvalar- rýmum úr 39 í 24. Er það sú þjónusta sem eigendur heimilisins vilja sýna íbúum sínum? Það er athyglisvert að á síðasta kjörtímabili var þjónusta við barna- fjölskyldur skert. Bæði með sumar- lokunum leikskólanna og afnámi sveigjanlegs dagvistartíma. Á sama tíma er eftirlit með verklegum fram- kvæmdum í molum. Má þar m.a nefna framkvæmdir við safnasvæðið Görðum og Brekkubæjarskóla. Báð- ar þessar framkvæmdir fóru tug- milljónir fram úr áætlun. Því hljóta kjósendur að spyrja sig: Hvar er forgangsröðin hjá núver- andi meirihluta? Ég skora á þig, kjósandi góður, að skoða vel þá kosti sem í boði eru hinn 25. maí nk. og velja þann lista sem þú treystir best til að byggja upp bæinn þinn! Hvað á að kjósa? Guðrún Elsa Gunnarsdóttir Höfundur skipar 2. sæti D-lista á Akranesi. Akranes Til að hægt sé að byggja upp, segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, þarf að taka til hendinni og hagræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.