Morgunblaðið - 23.05.2002, Page 55
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 55
✝ Sigríður ElínGuðbjartsdóttir
fæddist á Hjarðar-
felli í Miklaholts-
hreppi á Snæfells-
nesi 22. febrúar
1911. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 15. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðbjartur Krist-
jánsson, bóndi og
hreppstjóri á Hjarð-
arfelli, f. 18. nóvem-
ber 1878 á Mið-
hrauni í
Miklaholtshreppi, d. 9. september
1950, og Guðbranda Þorbjörg
Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 22.
nóvember 1884 í Klettakoti í
Staðarsveit, d. 19. ágúst 1957.
Systkini Elínar eru: Alexander, f.
5. mars 1906, d. 21. apríl 1968,
Guðbrandur, f. 23. apríl 1907, d.
10. ágúst 1994, Kristján, f. 18.
janúar 1909, d. 10. desember
2000, Þorkell Ágúst, f. 7. október
1915, d. 9. október 1981, Gunnar,
f. 6. júní 1917, d. 17. mars 1991,
Ragnheiður, f. 15. febrúar 1919,
Guðbjörg, f. 17. október 1920, og
uppeldisbræður Halldór Erlends-
son, f. 25. október 1897, d. 8. jan-
úar 1990, og Valdimar Sigurðs-
son, f. 5. ágúst 1928, d. 23. janúar
Kjaran. 3) Helga fyrrverandi
framkvæmdastjóri, f. 2. maí 1937,
var gift Gunnari Dofra Kjartans-
syni verslunarmanni, f. 29. júní
1935, d. 9. september 1970, seinni
maður Hjalti Stefánsson, fyrrver-
andi forstjóri, f. 23. september
1925. Dætur Helgu og Gunnars
eru: a) Ragnheiður, f. 2. sept-
ember 1960, gift Ólafi Hilmari
Sverrissyni og eru synir þeirra
Gunnar Dofri, Sverrir Ingi og
Kjartan, b) Jóhanna, f. 11. júní
1964. Dætur Hjalta af fyrra
hjónabandi eru Kolbrún og Krist-
björg. 4) Guðbjartur Kristján yf-
irverkfræðingur hjá gatnamála-
stjóra í Reykjavík, f. 11. ágúst
1945, kvæntur Ragnheiði Mar-
gréti Ásgrímsdóttur framhalds-
skólakennara, f. 12. mars 1946.
Börn þeirra eru: a) Ásgrímur, f.
13. september 1976, b) Kristján, f.
13. september 1976, unnusta hans
er Guðrún Valdís Halldórsdóttir,
c) Elín María, f. 19. apríl 1982.
Elín ólst upp í foreldrahúsum
og lauk barna- og unglingaprófi
frá farskóla í sveitinni en var
einn vetur í skóla í Ólafsvík. Elín
flutti með manni sínum til
Reykjavíkur og bjó þar ætið síð-
an, lengst af í Laugarneshverfinu
og síðan í Stóragerði. Þau hjónin
bjuggu í Seljahlíð síðustu árin.
Elín var í mörg sumur ráðskona
hjá brúarvinnuflokkum sem Sig-
fús, maður hennar, var verkstjóri
fyrir.
Útför Elínar fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
1995.
Elín giftist 27. sept-
ember 1930 Sigfúsi
Tryggva Kristjáns-
syni, húsameistara og
brúarsmið, f. 23. júní
1904, d. 27. nóvember
1994. Foreldrar hans
voru Kristján Bjarna-
son og Guðrún Jóns-
dóttir og bjuggu þau
í Eyjafirði. Börn El-
ínar og Sigfúsar eru:
1) Sigfús Örn Sigfús-
son verkfræðingur, f.
5. janúar 1932, d. 27.
febrúar 1995, kvænt-
ur Margréti Jensdóttur innan-
hússarkitekt, f. 10. september
1932. Dóttir þeirra er Gerður, f.
16. apríl 1965. Þau ólu einnig upp
tvo syni Margrétar frá fyrra
hjónabandi, Jens Rúnar og Viktor
Ingólfssyni. 2) Sigríður húsmóðir
í Reykjavík, f. 2. janúar1934, gift
Birni Tómasi Kjaran skipstjóra, f.
2. janúar 1930. Börn þeirra eru:
a) Ingvar, f. 15. júní 1956, b) Sig-
fús, f. 22. janúar 1958, c) Sigríður
Elín, f. 8. apríl 1960, gift Njáli
Helga Jónssyni, þau slitu sam-
vistir. Börn þeirra eru Steingrím-
ur, Björn Tómas, Kristín Helga
og Tryggvi, d) Rannveig, f. 3.1
1962, gift Guðjóni Gunnarssyni.
Dóttir Rannveigar er Dýrleif
Að kvöldi 15. maí hringdi síminn
hjá mér í París. Það var móðir mín
að tilkynna mér að Ella, móðursystir
mín, hefði látist um morguninn.
Fréttin kom ekki á óvart því að
nokkrum dögum áður hafði ég kvatt
Ellu frænku á Landspítalanum.
Ég sit á nýjum íverustað mínum í
París og horfi á vasann sem Ella
færði mér á fimmtugsafmæli mínu
fyrir nokkrum árum. Hún gerði
þennan stóra og fallega leirvasa í
leirmótuninni í Seljahlíð, þá 86 ára
gömul og mátti svo sannarlega vera
stolt af honum. Á síðasta fjórðungi
ævi sinnar blómstraði Ella við hvers
konar listsköpun m.a. í félagsstarf-
inu í Seljahlíð. Hún gerði mikið af
leirmunum, þrykktum dúkum, út-
saumsgripum og prjónaflíkum sem
margir í fjölskyldunni njóta. Hún
hafði mjög næmt auga fyrir formi og
litum og nettar hendur hennar unnu
allt af ótrúlegri nákvæmni.
Ef Ella hefði á yngri árum fengið
að njóta tilsagnar í listsköpun, er ég
viss um að hún hefði orðið mikil lista-
kona. En þrátt fyrir það var hún
listakona í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur á heimilinu, hvort sem var
útsaumur, fatasaumur, matargerð,
bakstur eða annað sem prýða mátti
fallegt heimili. Bessastaðakökurnar
hennar Ellu voru algjört konfekt
fyrir auga og munn.
Menntun er ekki hægt að mæla í
langri skólagöngu. Eins og tíðkaðist
til sveita nutu Hjarðarfellssystkinin
takmarkaðrar skólagöngu, en öll
voru þau vel menntuð. Það var aldrei
komið að tómum kofanum hjá þeim
systrum og mætti margt yngra fólk
öfunda þær af staðgóðri þekkingu,
sterku minni og miklu listfengi til
hugar og handar. Hjarðarfellsheim-
ilið var mikið menningarheimili sem
ræktaði bæði hug og hönd til góðra
verka.
Þegar ég greindi Ellu frá því í jan-
úar síðastliðnum að ég væri á förum
til Parísar, fór hún að rifja upp ýmis
atvik frá París úr þeirri einu ferð
sem hún hafði farið til Evrópu. Hún
fór í mikla bílferð haustið 1966 með
tengdafólki Helgu dóttur sinnar.
Þessi ferð varð henni ógleymanleg
og gat hún enn lýst eftirminnilegum
stöðum í París. Sacré Coeur með
tröppunum miklu var henni sérstak-
lega minnisstætt. Ef færi hefði gefist
til hefði Ella frænka notið þess að
horfa á Sacré Coeur baðaða í kvöld-
sólinni af svölunum hjá mér. En hún
er nú lögð í annað ferðalag að lokinni
langri og góðri ævi.
Ég get ekki fylgt Ellu frænku síð-
asta spölinn og sendi því börnum
hennar, tengdabörnum, barnabörn-
um, barnabarnabörnum, systrunum
Heiðu og Guju, svo og öðrum að-
standendum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi góðar minningar
um Ellu fylgja öllum.
Guðný Helgadóttir.
Móðursystir mín Sigríður Elín
Guðbjartsdóttir er nú látin, rúmlega
91 árs að aldri. Þegar Sigfús, maður
hennar, lést í nóvember 1994 skrifaði
ég nokkur minningarorð sem ég
gæti endurtekið nú, svo tengd voru
þau Sigfús og Elín.
Ella frænka, eins og við systur
kölluðum hana ætíð, var fjórða barn
hjónanna Guðbjarts og Guðbröndu á
Hjarðarfelli og elst þriggja dætra
þeirra. Móðir mín, Guðbjörg, var
yngst í barnahópnum á Hjarðarfelli
og var níu árum yngri en Ella.
Hjarðarfellsheimilið var menningar-
heimili þar sem söngur var hafður í
hávegum en systkinin ólust upp við
venjuleg sveitastörf eins og þau tíðk-
uðust þá. Guðbranda, amma mín, var
alin upp í kaupstað og hafði aldrei
dvalið neitt teljandi í sveit. Gunnar,
móðurbróðir minn, segir í minninga-
þáttum sínum að hún hafi ekki kunn-
að að mjólka þegar hún kom að
Hjarðarfelli og að mörg önnur
sveitaverk, svo sem sláturgerð, hafi
verið henni framandi. Hins vegar
hafi hún verið hraust, kappsfull, dug-
leg og verklagin og kunnað ýmislegt
til þeirra verka, sem minni áhersla
hafði verið lögð á í sveitum á þeim
tíma. Nefnir hann þar t.d. bakstur,
saumaskap og klæðagerð. Auk þess
lagði amma mín mikið upp úr hrein-
læti í heimilishaldi og var kröfuharð-
ari í því efni en almennt gerðist í
sveitum að sögn Gunnars. Dætur
Guðbröndu hafa vafalítið lært af
móður sinni enda hafa þær allar
haldið myndarleg heimili. Þar sem
Ella var elst systranna á Hjarðarfelli
hvíldi á henni að gæta yngri systkina
sinna og að sauma föt á systur sínar
og kom þá verklagni hennar og list-
fengi fljótt í ljós. Vorið 1929 kom
ungur smiður, Sigfús Kristjánsson,
með brúarvinnuflokk sinn vestur á
Snæfellsnes og byggði þar fimm
brýr í einni lotu, þar á meðal yfir
Straumfjarðará í Miklaholtshreppi.
Þar kynntist hann hinni glæsilegu
heimasætu á Hjarðarfelli. Brúðkaup
þeirra var gert að Hjarðarfelli 27.
september 1930. Séra Árni Þórarins-
son gaf brúðhjónin saman. Efnt var
til mikillar veislu og var öllu frænd-
fólki af Snæfellsnesi sem til náðist
boðið. Réttir voru nýafstaðnar og
næg mataföng til og ekkert til spar-
að. Þrátt fyrir hið versta veður komu
margir gestir til veislunnar. Bróðir
Sigfúsar, Guðmundur, kom með
grammófón og plötur og spilaði fyrir
dansi og var dansað fram undir
morgun. Flestir komu á hestum þó
að mikið illviðri væri. Frásögn af
þessari veislu má finna í endurminn-
ingaþáttum Gunnars en hann segir
þar ekki frá því atviki sem Ella
frænka hefur oftast talað um. Þegar
kom að því að brúðhjónin gengju til
brúðarsængur, sem Ella hafði útbúið
með hinu fegursta sængurlíni, voru
þar fyrir allir krakkarnir og ungling-
arnir sem voru í veislunni. Og móðir
mín tæplega tíu ára neitaði að fara
úr rúminu. Sennilega hefur tekist að
tala hana til en hún var ætíð mikið
hjá eldri systur sinni og Sigfúsi eftir
að þau fluttu til Reykjavíkur og líf
móður minnar og fjölskyldu hennar
og fjölskyldu Ellu og Sigfúsar hefur
alltaf verið nátengt. Foreldrar mínir
kynntust í Borgarfirðinum haustið
1939 þegar móðir mín var ráðskona í
brúarvinnuflokki Sigfúsar og faðir
minn kom sem ungur stúdent til þess
að vinna þar. Brúðkaup þeirra var
haldið á Hrísateignum í febrúar 1945
hjá Ellu og Sigfúsi og þá var einnig
óveður eins og þegar Ella og Sigfús
gengu í hjónaband.
Í mörg ár var Ella ráðskona í brú-
arvinnuflokki Sigfúsar og sum árin
kom hún til starfa á haustin þegar
sumarráðskonur hurfu að öðrum
störfum. Sigfús dvaldi flest sumur á
Vestfjörðum og þangað var langt að
fara af Snæfellsnesinu þar sem ég
dvaldi venjulega á sumrum. Ég átti
þess því ekki kost að heimsækja Sig-
fús og Ellu í brúarvinnuna á þeim ár-
um. Aðstæður fyrir ráðskonuna hafa
vafalítið verið erfiðar. Engu að síður
segja fyrrverandi starfsmenn Sig-
fúsar sögur af myndarskap, snyrti-
mennsku og listilegri matargerð. En
þá var ekki unnt að hlaupa í búð þeg-
ar hentaði heldur þurfti að skipu-
leggja innkaup af kostgæfni og út-
sjónarsemi. En allt þetta rækti Ella
af mikilli kunnáttu og listfengi.
Heimili Ellu og Sigfúsar var okk-
ur systrum alltaf opið. Í minningunni
var alltaf sólskin í garðinum á Hrí-
sateignum. Þar spruttu gullhnappur
og morgunstjarna og fleiri litrík
blóm. Stundum bjó Ella frænka til
fallega blómvendi sem hún færði
okkur inn á Langholtsveg. Í garð-
inum á Hrísateignum stendur enn
gullregnið sem Ella frænka gróður-
setti. Um jólin ríkti ævintýrið inni í
stofunum, þar voru borðaðar krásir
og farið í leiki og spilað púkk. Ella
var alltaf falleg og glæsileg og einnig
heimili hennar. Okkur fannst dætur
hennar sem voru eldri en við miklar
ævintýraprinsessur. Þær pössuðu
okkur þegar á þurfti að halda og ófá-
ar flíkurnar urðu til á okkur systur í
höndum Ellu og móður minnar upp
úr fötum Helgu og Siggu.
Ella frænka hafði ótrúlegt minni
og fylgist alltaf vel með þjóðmálum.
Hún mundi afmælisdaga langt út
fyrir sína nánustu fjölskyldu. Alltaf
mundi hún eftir mínum afmælisdegi
og hringdi til mín flest ár. Og hún tók
börnunum mínum eins og sínum eig-
in barnabörnum og sýndi þeim hlýju
og vináttu. Ella hafði mikið yndi af
tónlist og leiklist. Ég á góðar minn-
ingar frá seinni árum þegar við syst-
urnar skipulögðum ferðir með móð-
ur okkar og móðursystrum til þess
að sjá óperusýningar. Ella gat ekki
komið með okkur allra seinustu árin
vegna heilsubrests og urðu það
henni mikil vonbrigði.
Ég á líka margar góðar minningar
um samtöl okkar, annaðhvort í her-
berginu hennar í Seljahlíðinni eða í
bílnum mínum þegar við vorum að
fara í leikhús eða fjölskyldusam-
kvæmi. Við spjölluðum um allt milli
himins og jarðar og aldrei kom mað-
ur að tómum kofunum hjá Ellu. Hún
fylgdist vel með alveg fram undir
það síðasta. Síðasta samtal okkar
áttum við 30. apríl síðastliðinn, ég
var að fara til Svíþjóðar og leit til
hennar á Landspítalanum áður en ég
fór í þá ferð. Hún var sjálfri sér lík
og við spjölluðum um lífið og til-
veruna og nýja húsið sem ég er að
byggja. Ég var búin að biðja hana að
dvelja hjá okkur þannig að hún gæti
heimsótt okkur þangað í byrjun
næsta árs en hún gat ekki beðið. En
hún verður áreiðanlega með okkur í
anda.
Konur af kynslóð Ellu og systra
hennar höfðu ekki tækifæri til þess
að mennta sig eða stunda listræna
iðju. Þær nýttu hæfileika sína í þágu
fjölskyldna sinna til þess að búa
þeim falleg heimili, elda góðan mat
og sauma föt. En mörg dæmi eru um
að þær fái síðan útrás fyrir listræna
hæfileika sína á efri árum þegar um
hægist. Þetta á svo sannarlega við
um Ellu. Þau hjón settust að í Selja-
hlíð árið 1992. Ella fór þá að taka
þátt í ýmsu tómstundastarfi. Og þá
komu listrænir hæfileikar hennar
svo sannarlega í ljós. Hún mótaði í
leir, þrykkti og málaði á dúka, stund-
aði útsaum og prjónaskap og senni-
lega ýmislegt fleira. Þegar ég var að
þurrka af í stofunni minni nokkrum
dögum eftir andlát Ellu var þar
margt sem minnti mig á hana, fal-
legir dúkar og leirmunir. Sérstak-
lega er fallegur lampinn sem Guð-
björg, dóttir mín, fékk í
fermingargjöf en Ella mótaði fótinn í
leir.
Ég kveð nú þessa heiðurskonu og
vil þakka henni allt sem hún hefur
gefið mér og fjölskyldu minni, bæði
foreldrum mínum, systrum, eigin-
manni og börnum. Ég óska einnig
börnum hennar, barnabörnum og
barnabarnabörnum til hamingju
með að hafa átt slíka formóður sem
hana. Ég veit að það verður alltaf
bjart og fallegt hjá henni Ellu minni
hvar sem hún verður.
Sigrún Helgadóttir.
Leiðir okkar Elínar lágu fyrst
saman árið 1963 þegar ég kom á
heimili hennar sem verðandi tengda-
dóttir og ég man að mér fannst hún
falleg og kvenleg og með mikla reisn
þótt hún væri ekki há í loftinu. Hún
var höfðingi heim að sækja og naut
þess að hafa gesti og glaðværð í
kringum sig.
Björtustu endurminningar Elínar
voru tengdar Snæfellsnesi þar sem
hún fæddist og ólst upp við ástríki í
stórum systkinahópi. Þótt hún flytt-
ist ung brúður með manni sínum til
Reykjavíkur átti sveitin alltaf stóran
hlut í hjarta hennar. Litríkustu frá-
sagnirnar voru þaðan og hvergi ang-
aði lyngið betur eða var grasið
grænna en í brekkunum hennar
heima á Hjarðarfelli.
Elín var alltaf mikill fagurkeri.
Hún unni öllu fögru sem fyrir augun
bar, var mikill listunnandi en mest
dáði hún þó fegurð náttúrunnar.
Hún var fróðleiksfús og ótrúlega
minnug. Hún naut þess að ferðast og
ég undraðist oft hve vel hún mundi
staðarheiti frá ferðum um Evrópu og
Bandaríkin.
Vinna Sigfúsar mannsins hennar
við brúasmíði hafði mikil áhrif á
heimilislífið. Þegar fór að vora hófst
undirbúningur vegna sumarvinn-
unnar og tók Elín drjúgan þátt í
þeirri vinnu. Oft fór hún sem mat-
ráðskona með manni sínum og heyrt
hef ég marga af starfsmönnum Sig-
fúsar tala um veislumatinn sem hún
framreiddi við frumstæðar aðstæð-
ur.
Þegar Sigfús hætti vinnu vegna
aldurs tóku við rólegri ár. Þau hjónin
fluttu í Seljahlíð og voru svo heppin
að vera í nálægð við Guðbjart son
sinn og hans fjölskyldu, sem reynd-
ist þeim ómetanleg stoð í ellinni.
Eins og flestra sem ná háum aldri
var líf Elínar ekki alltaf dans á rós-
um. Hún fékk sinn skerf af mótlæti í
gegnum árin. Margvísleg veikindi
hrjáðu hana og meðlimi fjölskyld-
unnar. Sigfús eiginmaður hennar
lést seint á árinu 1994 og Sigfús Örn
sonur þeirra í febrúar 1995. Einnig
missti hún bræður sína og fleiri
kæra ættingja á síðustu árum.
En Elín átti góða fjölskyldu sem
reyndist henni vel í gleði og í sorg.
Hún hafði mikinn metnað fyrir heim-
ili sitt, börn og barnabörn. Einnig
var henni alltaf mjög annt um frænd-
fólk sitt og hafði gaman af því að fá
fréttir og gladdist þegar vel gekk.
Síðustu mánuðir voru henni erf-
iðir, samfelld rúmlega og lengst af á
sjúkrahúsi þar sem hún lá án meðvit-
undar síðustu vikurnar.
Minningarnar sækja á hugann og
ég sé hana fyrir mér eins og ég sá
hana fyrst í fallega heimilinu í Stóra-
gerði við hlaðið veisluborð, veitandi
af hjartans lyst, og ég þakka henni
fyrir allar góðu stundirnar.
Margrét Jensdóttir.
SIGRÍÐUR ELÍN
GUÐBJARTSDÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina