Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 56
MINNINGAR
56 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Helgi Jóhanns-son fæddist á
Breiðabólsstað á
Síðu í Vestur-
Skaftafellssýslu 27.
febrúar 1918. Hann
lést 12. maí síðast-
liðinn. Hann var
sonur Jóhanns Sig-
urðssonar bónda, f.
7.12. 1886, d. 14.2.
1935, og Jóhönnu
Margrétar Magnús-
dóttur húsfreyju, f.
18.11. 1889, d. 3.1.
1976. Helgi ólst upp
á Kirkjubæjar-
klaustri til 1927 er hann flutti að
Núpum með fjölskyldu sinni.
Systkini Helga eru: Ragnheiður,
áður húsfreyja á Bakka í Ölfusi, f.
7.5. 1916, d. 1998, gift Engilbert
Hannessyni bónda; Siggeir bóndi
á Núpum, f. 17.4. 1920, kvæntur
Vilnýju R. Bjarnadóttur sjúkra-
liða; Gunnlaugur, fyrrv. bóndi að
Núpum, f. 8.10. 1924, nú búsettur
í Hveragerði, kvæntur Ágústu
Ragnheiði Jónsdóttur sjúkraliða
og eiga þau fjögur börn og fimm
barnabörn; Sigurveig kennari í
Hveragerði, f. 26.11. 1950, gift
Gísla Rúnari Sveinssyni umdæm-
isstjóra hjá Vinnueftirlitinu og
eiga þau tvö börn; Gerður kenn-
ari, f. 28.11. 1951, búsett í
Reykjavík, gift Jóni Inga Skúla-
syni, rafveituvirkja hjá Lands-
virkjun og eiga þau þrjú börn og
eitt barnabarn; Hanna María
kennari í Mosfellsbæ, f. 2.3. 1968,
gift Lútheri Guðmundssyni fram-
kvæmdastjóra og eiga þau tvö
börn.
Helgi var búsettur í Hvera-
gerði 1945–50 og stundaði þá
vörubílaakstur. Hann var síðan
bóndi að Núpum 1950–83. Þá var
hann jafnframt landgræðsluvörð-
ur fyrir Ölfus og Selvog á vegum
Landgræðslu ríkisins 1950–97 og
verkstjóri hjá Sláturfélagi Suður-
lands á Selfossi í þrjátíu og þrjú
ár. Helgi sat í stjórn Sláturfélags
Suðurlands 1971–83, í stjórn
Kaupfélags Árnesinga 1969–87,
var einn af stofnendum Ung-
mennafélags Ölfusinga og sat í
stjórn þess um skeið.
Útför Helga verður gerð frá
Hveragerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Þorgilsdóttur hús-
móður; Ingólfur,
fyrrv. verslunarmað-
ur í Reykjavík, f.
12.5. 1923, kvæntur
Álfheiði Unnarsdótt-
ur húsmóður; Hjörtur
Sigurður, kennari í
Hveragerði, f. 12.11.
1925, d. 1985, kvænt-
ur Margréti Þor-
steinsdóttur húsmóð-
ur; Gyðríður Rósa,
húsmóðir í Reykjavík,
f. 19.4. 1928, ekkja
eftir Lúðvík Einars-
son skrifstofumann;
Ingigerður Svava f. 2.1. 1930, lát-
in; og Lárus f. 17.8. 1932, dó í
barnæsku. Helgi kvæntist 27.10.
1945 Jónu Maríu Hannesdóttur
húsmóður, f. 21.4. 1926. Hún er
dóttir Hannesar Guðmundssonar,
bónda á Bakka í Ölfusi og Val-
gerðar Magnúsdóttur húsfreyju.
Börn Helga og Jónu Maríu: Jó-
hann Valgeir lögregluþjónn á
Selfossi, f. 1.4. 1947, kvæntur
Látinn er tengdafaðir minn, Helgi
Jóhannsson.
Kynni okkar Helga hófust fyrir
um 30 árum þegar ég fór að venja
komur mínar að Núpum. Það er
skemmst frá því að segja að mér var
strax tekið eins og einum úr fjöl-
skyldunni. Heimilisbragur var allur
til fyrirmyndar, regla og snyrti-
mennska í fyrirrúmi. Einkum er
mér minnisstætt samband þeirra
hjóna, Helga og Jónu, sem ein-
kenndist af ást og virðingu. Seinna
átti ég eftir að dvelja sem vinnu-
maður að hausti til er Helgi var við
sláturhússtjórn á Selfossi.
Hann vann mikið frá heimilinu,
stundaði vörubílaakstur framanaf,
hafði umsjón með landgræðslu á
Hafnarsandi, sláturhússtjóri hjá
Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi í
áratugi eins og fyrr er getið. Síðustu
starfsárin starfaði hann hjá Silfur-
laxi á Núpum eftir að hann hætti
búskap, einnig tók hann þátt í ýms-
um félagsmálum.
Helgi hlúði að fjölskyldunni og lét
hag annarra oft skipta meiru en
sjálfs sín. Hann var heiðursmaður af
gamla skólanum, samviskusamur,
röggsamur, greiðvikinn og gestris-
inn enda bar marga að garði á Núp-
um.
Þegar við hjónin fórum að byggja
hús okkar í Hveragerði bjuggum við
hjá þeim á Núpum og þar vorum við
er Sveinn, eldri sonur okkar, fædd-
ist. Öll þessi aðstoð fannst Helga og
Jónu sjálfsögð og kom sér mjög vel
fyrir þessa litlu fjölskyldu.
Með þessum orðum vil ég votta
Helga virðingu mína og þakka hon-
um samfylgdina.
Gísli Rúnar Sveinsson.
Eiginmaður, faðir, tengdafaðir og
afi eru hlutverk sem við minnum á
þegar við tilkynnum lát og hlutverk-
in eru mikilvæg. Sumir hafa gegnt
þeim og sinnt þeim og verið líka
annað, eins og Helgi sem var bóndi
og verkstjóri. Við minnumst Helga
einmitt þannig, að þessum hlutverk-
um gegndi hann vel. Hann var líka
með eindæmum jákvæður og góður
maður, sagði aldrei styggðaryrði um
nokkurn mann og mikill dýravinur.
Allir voru velkomnir í hús þeirra
hjóna, og það var hlúð að öllum sem
sóttu þau heim. Hann var afskap-
lega góður við allt sitt fólk. Helgi
var vinsæll sem verkstjóri og í öðr-
um störfum sem honum var trúað
fyrir, en þau voru fjölmörg.
Margir Íslendingar byrja samlíf í
skyndingu og svo kemur barn og þá
er gott að eiga góða að, sem styðja
og styrkja, og þannig voru þau hjón,
en Helgi sagði það sem þurfti að
segja: „Þetta fer allt vel Gerður
mín.“ Dóttir okkar Jóna María var
hjá þeim fyrstu tvö árin á meðan við
lukum námi og unnum og síðan
mörg sumur eftir það.
Ég, þéttbýlisdrengurinn, hafði
mjög gaman af að komast í kynni
við sveitastörfin og heyskapinn.
Skyndilega er ég ungur aftur og ég
og Helgi erum í girðingarvinnu. Það
er syngjandi fugl í túni, suðandi
fluga í lofti og vindur í sinu. Staur-
inn er kominn í holuna og Helgi er
byrjaður að púkka. Þá segir hann:
„Réttu mér klettinn þarna dreng-
ur.“ Ég ætlaði þá að stökkva á
næsta jarðfasta bjarg og rétta hon-
um það. Sjálfsagt hefur hann brosað
eða hlegið innra með sér, en ekki
upphátt og ekki að mér sem hreyfði
ekki klettinn sem allur heimurinn
virtist hanga á. Hann átti þá bara
við smástein sem lá hjá okkur. Helgi
var ættaður úr Skaftafellssýslu og
þaðan eru mörg orðatiltæki og þetta
var eitt þeirra sem ruglaði þétt-
býlisjaxlinn í girðingarvinnunni.
Spaugsemi var þetta ekki, það er ég
viss um.
Sumarhljóðin ummyndast í org-
eltóna og við erum öll komin í
kirkju, í Kotstrandarkirkju. Á milli
orgelhljómanna er hátíðleg þögn og
skrjáf í fínum fötum. Helgi heldur
yngstu dóttur okkar undir skírn og
hún er látin heita Helga Björg og
þar fær hann nöfnu sína. Þannig
sýna kynslóðirnar þakklæti hver
annarri fyrir lífgjöfina, góðvildina
og hjálpsemina.
Við andlát góðra manna koma
stakar myndir upp í hugann og
þannig lifa þeir með okkur að eilífu.
Það er notalegt að eiga góðar minn-
ingar um góða menn.
Mér þótti óskaplega vænt um
Helga.
Blessuð sé minning hans.
Jón Ingi Skúlason.
Mig langar að minnast elsku afa,
sem mér þótti svo vænt um, með
þessu ljóði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Ég gleymi afa aldrei, blessuð sé
minning hans.
Helga Björg Jónsdóttir.
Nú þegar ég er neydd til þess að
kveðja þig, elsku afi, þykir mér
nauðsynlegt að hripa niður nokkur
orð til minningar um þig. Þú varst
alltaf svo ótrúlega góður, skilnings-
ríkur og umburðarlyndur við okkur
systurnar og ég trúi því að ég sé
betri manneskja af því að ég þekkti
þig.
Að kveðja þig er einstaklega erf-
itt og sérstaklega því þú fórst svo
snögglega. Ég mun ávallt minnast
þín með gleði í hjarta og bros á vör
mót mótlæti heimsins.
Ég kveð með söknuði og von um
að þér líði vel.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þú og amma eruð í hugsunum
mínum.
Inga Þóra Jónsdóttir.
Nú kveð ég afa minn sem er besti
maður sem ég hef kynnst. Minning-
arnar hlaðast upp. Fyrstu tvö ár ævi
minnar ólst ég upp hjá afa og ömmu
á Núpum meðan mamma var að
klára Kennaraháskólann og pabbi
var á sjónum og eftir það var ég hjá
þeim öll sumur og alltaf þegar færi
gafst. Það var alltaf mikil tilhlökkun
að komast í sveitina til afa, ömmu og
Hönnu Maríu frænku sem var og er
mikil vinkona mín. Ég leit mikið upp
til afa míns, ætlaði að eignast eins
bíl og hann, græna vuxal vivu, og
kjósa Framsókn eins og hann. Hann
afi var svo góður, alltaf að hugsa um
aðra, hann gekk úr rúmi fyrir mig
og frænku mína svo að við gætum
kúrt hjá ömmu. Hann leyfði okkur
yfirleitt að sofa út í stað þess að
vekja okkur til að hjálpa sér í fjós-
inu.
Afi skipti mig miklu máli í æsku
og hélt áfram að hafa sérstakan stað
í lífi mínu allt þar til hann dó. Hann
var mikil barnagæla, sífellt að hafa
ofan af fyrir þeim börnum sem til
þeirra komu, þar á meðal syni mín-
um og syni Hönnu Maríu en þeir
eru jafnaldrar. Það vakti alltaf
mikla lukku þegar afi keyrði frænd-
urna á hjólbörum um allan garðinn,
gauragangurinn heyrðist langar
leiðir. Einnig þótti ómissandi að
fara í heita pottinn og þá passaði afi
alltaf að fyllsta öryggis væri gætt
fyrir „litlu sílin sín“.
Síðustu þrjár vikurnar í lífi hans
þegar hann var mjög veikur var
hann alltaf að hafa áhyggjur af öðr-
um. Áhyggjur hans voru á rökum
reistar því nú hefur heimur ömmu
kollvarpast. Ekkert okkar átti von á
að afi kveddi svo fljótt, því veikindi
hans stóðu stutt. Ég trúði því alltaf
að honum myndi batna og hann og
amma fengju nokkur góð ár í viðbót.
Þín alltaf mun ég minnast
fyrir allt það góða sem þú gerðir,
fyrir allt það sem þú skildir eftir,
fyrir gleðina sem þú gafst mér,
fyrir stundirnar sem við áttum,
fyrir viskuna sem þú kenndir,
fyrir sögurnar sem þú sagðir,
fyrir hláturinn sem þú deildir,
fyrir strengina sem þú snertir.
Ég ætíð mun minnast þín.
(F.D.V.)
Jóna María Jónsdóttir.
Elsku afi, að kveðjustund er kom-
ið og þá rifjast upp margar góðar
stundir sem við áttum með þér.
Þegar við bræðurnir vorum á yngri
árum hjá afa og ömmu í Bröttuhlíð
var ýmislegt gert. Hann tók okkur
oft með sér að fylgjast með girðing-
unum og dytta að þeim, þá fórum
við á taftinum, eins og hann var
kallaður, og leyfði hann okkur þá
gjarnan að taka í stýrið. Afi var allt-
af boðinn og búinn að rétta hjálp-
arhönd, hann keyrði okkur oft á
skíði og hjálpaði okkur í hesthúsinu.
Þegar við komum í heimsókn til
ömmu og afa fékk maður alltaf
kleinur, pönnukökur eða annað góð-
gæti. Jólaboðin voru einstök og þá
hittist öll fjölskyldan og þá var oft
glatt á hjalla.
Elsku afi, við kveðjum þig hér og
þökkum þér fyrir ógleymanlegu
stundirnar og biðjum Guð um að
styrkja ömmu í hennar sorg.
Á litlum skóm ég læðist inn
og leita að þér, afi minn.
Ég vildi að þú værir hér
og vært þú kúrðir hjá mér.
Ég veit að þú hjá englum ert
og ekkert getur að því gert
í anda ert mér alltaf hjá
og ekki ferð mér frá.
Ég Guð nú bið að gæta þín
og græða djúpu sárin mín
í bæn ég bið þig sofa rótt
og býð þér góða nótt.
(S.P.Þ.)
Helgi og Sveinn Gíslasynir.
Látinn er mágur minn og vinur
Helgi Jóhannsson frá Núpum. Hann
fæddist 27. febrúar 1918 og lést 12.
maí sl. Helgi fluttist með foreldrum
sínum að Núpum í Ölfusi frá Kirkju-
bæjarklaustri vorið 1927. Veturinn
1928–1929 kynntist ég Helga fyrst
þegar systkinin frá Núpum komu í
Hjallaskóla. Það voru Helgi og
Ragnheiður sem var tveimur árum
eldri. Þau gengu frá Núpum í skól-
ann sem var um 6 km leið, aldrei
man ég eftir að þau kæmu of seint í
skólann. Þau sýndu það strax að þar
fóru þróttmiklir unglingar. Það var
haft eftir Hermanni Eyjólfssyni frá
Grímslæk sem var kennari þeirra á
Hjalla og síðar forystumaður í Ölf-
usinu, hreppstjóri og oddviti um
skeið að þessi börn frá Núpum
bæru það með sér að þau kæmu frá
menningarheimili, þau væru vel
upplýst og einstaklega prúðir og
góðir nemendur.
Foreldrum Helga, þeim Jóhanni
Sigurðssyni og Jóhönnu Magnús-
dóttur búnaðist vel á Núpum. Jó-
hann faðir hans var mikill athafna
og framúrstefnumaður og réðst í
framkvæmdir sem áður voru
óþekktar í Ölfusinu. Hann gerði
meðal annars vagnveg á engjar sem
gerði heyskap allan og heimkeyrslu
á heyi auðveldari. Lífið virtist blasa
við þessari stóru fjölskyldu. En árið
1935 dró ský fyrir sólu, fjölskyldu-
faðirinn veiktist af blóðeitrun og lést
innan fárra daga. Stóð nú ekkjan
uppi með níu börn það yngsta fjög-
urra ára og fjárhagurinn eins og hjá
flestum barnmörgum fjölskyldum á
kreppuárunum. Þetta var fyrir tíð
almannatrygginga. En fyrir þraut-
seigju og áræði tókst ekkjunni að
halda áfram búskap með börnum
sínum sem þá sýndu mikinn dugnað
og áttu eldri systkinin góðan þátt í
því þar á meðal Helgi. Jóhanna
móðir Helga var einstök kona, virt
og vinsæl í sveitinni og varð margt
gott fólk til að rétta henni hjálp-
arhönd á þessum erfiðu tímum. Í
minningargrein um Jóhönnu sem
fósturdóttir hennar skrifaði stend-
ur; þeir sem ætíð strá í kringum sig
geislum ástúðar og kærleika eru
gimsteinar mannlegs lífs. Við þetta
atlæti ólst Helgi upp enda var hann
glaðlyndur og gæddur góðum
mannkostum. Hann hafði skemmti-
lega frásagnargáfu og gerði frá-
sögnina lifandi með mikilli orðgnótt
og jafnvel lék með en frásagnir hans
voru aðeins gamanmál sem engan
meiddi.
Eftir að Helgi hafði fastnað sér
konu sem var Jóna María Hann-
esdóttir frá Bakka byrjuðu þau bú-
skap í Hveragerði, en hann stundaði
þá vörubílaakstur. Ekki undi Helgi
hag sínum þar og leitaði á æsku-
stöðvarnar á Núpum og byggði þar
nýbýli árið 1950 og hóf myndarbú-
skap og reyndist góður bóndi. En
hann var ekki einungis bóndi honum
voru falin ýmis trúnaðarstörf í þágu
almennings. Hann var lengi fulltrúi
Ölfusinga hjá MBF og enn lengur
deildarstjóri hjá Sláturfélagi Suður-
lands. Þá var hann lengi fulltrúi
landgræðslunnar fyrst undir stjórn
Runólfs Sveinssonar og Páls Sveins-
sonar og síðast hjá Sveini Runólfs-
syni. Hann hafði eftirlit og viðhald
landgræðslugirðinga í Ölfusi og Sel-
vogi. Þetta var mikið starf og fórst
honum það mjög vel úr hendi. Enda
sýndu áðurnefndir landgræðslu-
stjórar honum mikið traust og
heiðruðu hann á ýmsan hátt fyrir
frábær störf.
Um margra ára skeið var Helgi
sláturhússtjóri hjá SS við sauðfjár-
slátrun á Selfossi oft við erfið skil-
yrði. Farnaðist honum vel í því
starfi og var það álit kunnugra að
hann hafi leyst það vel af hendi eins
og annað sem honum var trúað fyr-
ir. Kom þá prúðmennskan sem
kennarinn fann hjá honum sér vel,
auðvitað komu upp vandamál á svo
stórum vinnustað en hann leysti þau
ávallt farsællega.
Helgi var lánsamur í einkalífi.
Ekki fór hjá því að nokkuð reyndi á
konuna við stjórn heimilisins við
fjarveru bóndans, reyndist hún
þeim vanda vaxin. Er aldur færðist
yfir þau hjón Jónu og Helga hættu
þau búskap, seldu jörðina og keyptu
gott hús í Hveragerði og áttu þar
góða daga.
Fjögur efnileg börn eignuðust
þau og á þeim sannast að eplið fellur
sjaldnast langt frá eikinni, það
sannar framkoma þeirra og lífsstíll.
Ég og dætur mínar sendum Jónu,
börnum hennar og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Þökkuð skal áralöng vinátta. Bless-
uð sé minning góðs drengs.
Engilbert Hannesson.
Þegar ég var barn var oft rætt
um Núpastrákana, en það voru föð-
urbræður mínir sem þá voru á besta
aldri og þrír þeirra bjuggu á Núp-
um í Ölfusi. Helgi sem var elstur af
bræðrunum hafði fengið part úr
jörðinni og byggt þar veglegt íbúð-
arhús sem hann bjó í ásamt eig-
inkonu sinni, Jónu, og börnum.
Oft var farið út að Núpum og það
var ætíð glatt á hjalla þegar systk-
inin komu saman hjá ömmu í hinni
svokölluðu baðstofu. Ef Jóna og
Helgi voru ekki mætt þótti sjálfsagt
að fara líka til þeirra, í vesturbæinn.
Dæturnar voru á svipuðum aldri og
ég og urðum við miklar vinkonur.
Bjuggum við síðar saman um tíma
er við vorum í Kennaraskólanum í
Reykjavík og komu Helgi og Jóna
oft í heimsókn.
Helgi, föðurbróðir minn var sér-
lega kátur og skemmtilegur og mik-
ill fjölskyldufaðir. Hann var stoltur
af konu sinni og börnum og ein-
hverju sinni sagði hann við yngri
bræður sína að þeir mættu vanda
sig ef þeir ætluðu að finna sér aðra
eins konu og hann. Þau hjónin voru
líka samhent við búskapinn og
snyrtimennska var í hávegum höfð.
Alltaf þótti mér gaman að heyra
frásögn Helga af flutningum fjöl-
skyldunnar frá Kirkjubæjarklaustri
árið 1927. Flestar ár voru þá óbrú-
aðar og menn fóru ríðandi með börn
og bústofn að Núpum í Ölfusi. Helgi
var þá 9 ára gamall en systkini hans
voru fimm, frá 1–11 ára. Það hefur
verið þrekvirki að koma öllu þessu
liði klakklaust yfir ófærurnar.
Landrými var nóg á Núpum og
ræktunarskilyrði góð enda búnaðist
fjölskyldunni vel. Það var mikið
áfall þegar Jóhann afi lést árið 1935
og hvíldi þá mikil ábyrgð á elstu
börnunum. Ömmu tókst þó með að-
stoð þeirra og góðra vina að halda
fjölskyldunni saman.
Ungmennafélag Ölfusinga var
stofnað árið 1935 og voru systkinin
á Núpum sérlega áhugasöm um
framgang þess. Helgi sat í fyrstu
stjórninni en félagið hafði forgöngu
í mörgum framfaramálum í byggð-
arlaginu. Ráðist var í byggingu
sundlaugar, plöntun trjáa, eflingu
HELGI
JÓHANNSSON