Morgunblaðið - 23.05.2002, Síða 58
MINNINGAR
58 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir rúmlega 40 ár-
um tók ungur bóndi úr
Kolbeinsstaðahreppi að
venja komur sínar að
Brúarlandi á Mýrum og
kom brátt í ljós hvað
vakti áhuga hans á
bænum þeim. Eðlilega var það
heimasætan á bænum, sú eina sem þá
var eftir í foreldrahúsum, Ólöf Brynj-
úlfsdóttir, og ungi maðurinn var Páll
Sigurbergsson bóndi í Haukatungu.
Er skemmst frá því að segja að far-
sælar ástir tókust með þeim og systir
okkar flutti úr föðurgarði og tók við
stöðu húsfreyju í Haukatungu. Sam-
dráttur þeirra fór auðvitað ekki fram
hjá forvitnum bræðrum Ollu og mun
einhver þeirra hafa sett Palla þau
skilyrði, að hann fengi hana ekki
nema að hann skipti um stjórnmála-
skoðanir. Gerði Palli oft góðlátlegt
grín að þessu seinna meir.
Þegar okkur barst sú fregn að
mágur okkar hefði orðið bráðkvaddur
á heimili sínu hinn 10. maí sl. kom það
okkur öllum svo sannarlega í opna
skjöldu.
Hann hafði ekki svo vitað væri átt
við vanheilsu að stríða af því tagi sem
orsakað gæti svo skyndilegt fráfall.
Páll var fæddur í Haukatungu og
ólst þar upp við almenn bústörf eins
og viðgengust á þeim tíma. Seytján
ára að aldri missir hann föður sinn og
fimm árum síðar móður sína og má
nærri geta að slík reynsla hefur
markað spor í vitund hins unga
manns. Það lá því fyrir honum að taka
við búsforráðum í Haukatungu ásamt
Jóhönnu systur sinni, sem var honum
alla tíð mjög kær, og saman bjuggu
þau þar til Jóhanna flytur að heiman
og hefur búskap með manni sínum
Halldóri Helgasyni frá Gröf.
Palli þurfti ungur að axla byrðar
bóndans, vegna langvinnra veikinda
foreldra sinna, og fórst það vel úr
hendi, enda áhugasamur um búskap,
kappsamur og hraustur á þeim árum.
Hann varð brátt góður búmaður og
PÁLL
SIGURBERGSSON
✝ Páll Sigurbergs-son fæddist í
Haukatungu í Kol-
beinsstaðahreppi 10.
apríl 1937. Hann lést
á heimili sínu 10. maí
síðastliðinn og fór
útför hans fram í
kyrrþey.
vakti athygli einstök
snyrtimennska hans og
lagni við skepnuhirð-
ingu og alla meðferð bú-
fjárins, en frá fyrstu tíð
stundaði hann búskap
með bæði kýr og kind-
ur. Palli var ræktunar-
maður góður, einkar
laginn heyskaparmaður
og aflaði ævinlega
nægra og góðra heyja.
Hann hafði til að bera
ágæta skipulagshæfi-
leika sem nýttust vel
undir stjórn þeirra
hjóna beggja. Fjöldi
barna og unglinga var sumarlangt í
Haukatungu fyrr á árum og hefur
haldið tryggð við heimilið síðan. Þeg-
ar aldur leyfði tóku börn Palla og Ollu
virkan þátt í bústörfunum og um all-
mörg ár hafa þau hjón ásamt sonum
sínum þeim Ásbirni og Ólafi rekið
myndarlegt félagsbú í Haukatungu.
Samvinna þeirra, og reyndar
barnanna allra, við búskapinn var
einstaklega góð og lagður metnaður í
að gera vel, enda afurðir af búinu að
jafnaði mjög góðar.
Páll í Haukatungu var hár maður
og beinvaxinn, grannvaxinn lengst af
og myndarlegur á velli og gekk ávallt
snyrtilega til fara. Hann hafði ljúfa
lund, en var um leið glettinn og gam-
ansamur og gat verið smástríðinn á
stundum. Hann var ágætum gáfum
gæddur, frekar hlédrægur að eðlis-
fari og tranaði sér ekki fram. Tón-
elskur var hann og ágætlega söngv-
inn og tók um tíma þátt í kórsöng. Þá
var hann bóngóður með eindæmum
og hjálpsemi hans var við brugðið.
Efalaust minnast þess margir nú að
honum látnum. Hann hafði fastmót-
aðar lífsskoðanir og fylgdist vel með
gangi þjóðmála og hafði gaman af að
ræða um stjórnmál og önnur lands-
mál, og ekki síður við þá sem voru á
öndverðum meiði við hann. Í viðræð-
um við pólitíska andstæðinga naut sín
oft vel glettni hans og góðlátleg
stríðni. Páll var valinn til trúnaðar-
starfa fyrir sveit sína og sat m.a. í
hreppsnefnd í mörg ár.
Palli gekk um langa tíð ekki heill til
skógar. Slæm bakveiki skerti starfs-
getu hans verulega, einkum síðustu
áratugina. Þá olli astmi eða ofnæmi
honum miklum óþægindum við
skepnuhirðingu og heyvinnu, einkum
meðan gras var að mestu verkað í
þurhey.
Elsku Olla okkar. Þú ert þekkt að
miklum dugnaði og þrautseigju. Við
trúum því að með tíð og tíma mildist
sárin sem þetta snögga dauðsfall hef-
ur valdið. Við vottum þér og fjöl-
skyldu þinni, einnig Jóhönnu og fjöl-
skyldu, og Guðríði uppeldissystur
Palla, innilega samúð.
Blessuð veri minning Páls mágs
okkar í Haukatungu.
Systkinin frá Brúarlandi.
Hann Palli frændi er dáinn. Þessi
staðreynd hefur verið mér svo óraun-
veruleg síðustu daga og erfið að sætta
sig við. Hann Palli var móðurbróðir
minn, litli bróðir hennar mömmu.
Palli og mamma þurftu snemma á
lífsleiðinni að snúa bökum saman og
vera samstiga í því sem þau tóku sér
fyrir hendur og þessi samheldni hélst
þeirra á milli allt til síðasta dags, með
þau Ollu og pabba sér við hlið. Þessi
samheldni fjórmenninganna leiddi til
þess að ég hef oft sagt að í raun eigi
ég tvenna foreldra, því Olla og Palli
hafa alla tíð verið mér stoð og stytta í
öllu sem ég hef tekið mér fyrir hend-
ur, bæði gleði og sorg. Við fráfall
Palla er missirinn mikill og ein af
stóru stoðunum í lífi mínu fallin frá.
Þegar ég hugsa til baka og fer að
róta í kistu minninganna, sem á þess-
um tímamótum breytist í gullkistu
minninganna eru svo ótal hlutir sem
tengjast Palla. Palli frændi hafði
gaman af að ýta undir alls kyns vit-
leysur sem litlu frænku hans duttu í
hug og oft rifjuðum við upp söguna af
kúaskítnum sem ég ætlaði, með hans
hjálp, að flytja til Reykjavíkur. Þann-
ig var að mér fannst fjósalykt alveg
einstaklega góð og langaði til að flytja
hana með mér til Reykjavíkur og
leyfa skólafélögunum að komast
þannig í snertingu við sveitalífið. Með
Palla mér við hlið fórum við út í fjós
með poka og sameiginlega mokuðum
við kúaskítnum í pokann, bundum
fyrir og földum hann í bílnum hjá
pabba, því við vissum að hann yrði
ekki mjög hrifinn af uppátækinu.
Eins og gefur að skilja uppgötvaðist
þetta áður en heimferðin hófst og
ekkert varð af flutningnum. En ósköp
var ég Palla þakklát fyrir að reyna
þetta með mér.
Palli var traustur maður sem bar
hag sinna nánustu fyrir brjósti. Þegar
strákarnir mínir hafa verið veikir hef-
ur Palli hringt í mig til að fylgjast
með hvernig þeir hefðu það, og síð-
asta slíka samtalið fékk ég frá honum
nokkrum dögum áður en hann lést.
Einnig hringdi hann oft í mig einung-
is til að athuga hvað væri að frétta af
okkur og hvernig gengi. Mörg sam-
tölin höfum við átt um pólitík, því
skemmtilegri manni til að ræða um
þjóðmálin hef ég sjaldan kynnst.
Hann hafði ákveðnar skoðanir í þeim
efnum og sá fulla ástæðu til að lið-
sinna litlu frænku sinni í þeim efnum.
Þessara samtala á ég eftir að sakna.
Þegar ég sagði Halla Palla mínum,
frá því að nú væri Palli frændi í
Haukatungu dáinn og komin til Guðs
þá varð hann hugsi í svolitla stund.
Síðan sagði hann við mig: „Mamma,
er Palli frændi þá ekki bara í hjartanu
okkar núna?“ Þessu játti ég og þá
sagði hann við mig: „Mamma, þá get-
um við bara bankað á hjartað okkar
ef við þurfum að tala við Palla frænda
og þá heyrir hann í okkur.“ Þetta
ætla ég að hafa að leiðarljósi, elsku
Palli minn ef mig vantar að segja eitt-
hvað við þig í framtíðinni, og ég veit
að þú kemur til með að hlusta.
Elsku Palli minn, ég gæti sagt svo
ótal, ótal margt fleira eins og um
sjoppuferðirnar að kaupa kók og
Lindubuff, drullukökubakstur úr
eggjunum þínum, hvatningu þína til
mín þegar ég var í skólanum og svo
mætti lengi telja. Ég veit hins vegar
að þú myndir ekki vilja neina lofræðu
þó þú eigir hana svo sannarlega skil-
ið.
Við Jökull og strákarnir okkar,
Halli Palli og Óli Sigurjón, kveðjum
nú yndislegan frænda sem reyndist
okkur frábær, trúr og traustur.
Hafðu bestu þakkir, elsku Palli minn,
fyrir allt það sem þú varst mér, gerðir
fyrir mig og kenndir mér. Við hitt-
umst síðar.
Þín litla frænka
Unnur.
!"
$%%&&
!"#
$ %& " "" "
" %!# '"
# " "
(! )*%+, ""##" *%- ", ""##"
) " )*" %) " ) " )*"+
!'"
"
$./0 1223 " %44
!55
(
) "
*
) "
$%+&&
, "" %! " "# %! "
( %! %"!" "
) " )*" %) " ) " )*"+
,
,
- . -
.
"
"
6(
/(33$01(1220 6# %* 78
# -5+
) ,
'
"
/ 0
- -
9 # "":#% ""
" # " %- " "
3"% )*%# "
: " :#% ""
*; % "%*)*"+
"
"
63$((0/ 1223 <6# % =
! ,# #>- "% ?
#
.
)
"1
2
"1
,
$3&&
4" ,
,
(
" 54 '
)0"
((
.( 2 !" "
" " 0""1 "#
9!+: "
) " )*" %) " ) " )*"+
6"
63:
$@1223 # %* 4?
&
7
0,0 "
8
( )0
!" "
$ %"!" "+
$@
# 5
! A 7B
# " "#
9 1
$$
!"!"
##" " 3"% 6
C"" ##" # % "
!" ##"D "
)*" % "% ) "+
!'"
3 2
(03 2' 1223
'%#!
(
5
2
:0
:>" %! +
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blaðinu).
Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina