Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 73

Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 73 Mögnuð margverðlaunuð mynd í anda PulpFictionsem er það ófyrirsjáanleg að það er hreint unum að horfa á hana. Sýnd kl. 7.15. B.i. 12. Vit 335. Hillary Swank Sýnd kl. 9.30. B.i.12. Vit 376 Sýnd kl. 5, 8 og kl. 10, POWERSÝNING. Vit 384. Stærsta bíóupplifun ársins er hafin! 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  SV Mbl Sýnd kl. 8, 9.30 og 11. Stranglega bönnuð innan 16. Vit 381. Sýnd kl. 7.30. B.i. 16.Vit nr. 360. DV ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 358. Mbl DV Sýnd kl. 8. Vit 337. Kvikmyndir.com 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Sýnd kl. 4 og 6. Vit 379. Hasartryllir ársins  kvikmyndir.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 377. B.i 16 ára  kvikmyndir.com Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6, 8.30 og 11. B.i. 10. 1/2kvikmyndir.is 1/2RadióX kvikmyndir.com  DV Yfir 35.000 áhorfendur! fi 40. f ! Sánd Stærsta bíóupplifun ársins er hafin! 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  SV Mbl Sýnd kl. 5, 8 og 11. B. i. 10. www.regnboginn.is Sýnd kl. 6. Ísl. tal.  SV Mbll Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  SV Mbl  HK DV Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 16. KVÖLDIÐ í kvöld er eins konar lán í óláni fyrir aðdáendur hljómsveit- arinnar Stripshow. Lánið felst í því að hljómsveitin ætlar að halda helj- arinnar tónleika á Gauk á Stöng, með öllu tilheyrandi en ólánið er það að þetta eru lokatónleikar hljómsveitarinnar. Hljómsveitin Stripshow hefur starfað rúmlega 11 ár, en hún hóf göngu sína í maí árið 1991. Að sögn Ingólfs Geirdal, eða Ingós, gítar- leikara sveitarinnar, spiluðu þeir mest fram til ársins 1996. Þá tók við samstarf Ingó og Silla bróður hans við fyrrum hljómsveitarmeðlimi Alice Cooper. Plata Stripshow, Late Nite Cult Show, var gefin út hérlendis um miðjan síðasta áratug og í kjölfarið gefin út meðal annars í Japan en þeir Stripshow-menn hafa átt tals- verðri velgengni að fagna í Asíu. Nú er hins vegar komið að svanasöng- num undir formerkjum Stripshow. „Það hefur í raun og veru aldrei verið bundinn formlegur endahnút- ur á samstarfið,“ sagði Ingó í sam- tali við Morgunblaðið. „Það má segja að tónleikarnir séu haldnir vegna fjölda áskorana því alveg síð- an Stripshow hætti að spila eins reglulega er fólk alltaf að koma til okkar og hvetja okkur til að halda tónleika.“ En hvað er svo framundan hjá fyrrum liðsmönnum Stripshow? „Við Silli bróðir erum að fara að gefa út plötu ásamt gítarleikara Alice Cooper. Hún var tekin upp á Gauknum í fyrra og við stjórnuðum upptökum á henni,“ segir Ingó. „Menn vilja fara að opna augun fyr- ir einhverju öðru og vilja fara að stofna ný bönd á nýjum forsend- um.“ Tónleikarnir fara sem áður sagði fram á Gauk á Stöng í kvöld og hefj- ast þeir klukkan 23. Aðgangseyrir er 800 krónur og lofar Ingó skemmtilegum tónleikum: „Við verðum með þessa skraut- sýningu sem við erum þekktir fyrir, ljósasýningu, sprengjur og sápukúl- ur og allan pakkann,“ segir Ingó að lokum. Lokatónleikar Stripshow á Gauk á Stöng í kvöld Lofum sápukúlum og sprengjum Ingó í Stripshow á tónleikum. birta@mbl.is NÆSTKOMANDI laugardags- kvöld fer fram árleg söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva í Eistlandi. Spenningur og umfjöllun hér á landi hefur að vísu verið í lágmarki fyrir keppn- ina þar sem Íslendingar taka ekki þátt í ár en keppninni verður þó að vanda sjónvarpað beint í Sjón- varpinu. Þetta er í 47. sinn sem keppnin er haldin en Íslendingar hófu þó ekki þátttöku fyrr en árið 1986 þegar Gleðibankinn kom, sá og lenti í 16. sæti, sem hefur jafnan verið talið heiðurssæti þjóð- arinnar. Gengi Íslendinga hefur verið upp og ofan í keppninni. Við höf- um farið heim með tómt hús stiga, lent í öðru sæti keppninnar og nánast allt þar á milli. Eistarnir Tanel Padar & Dave Benton sigruðu Danina í Rollo og King naumlega í keppninni í fyrra með laginu Everybody. Það er því komið að þeim að halda keppnina í ár og verður spenn- andi að fylgjast með hvernig það tekst til. Sérstaklega með tilliti til þess að sjónvarpsstjóri rík- issjónvarpsins þar í landi óskaði eftir stuðningi nágrannaþjóðanna strax að keppninni í fyrra lok- inni. Eurovision fer fram í Saku Suur-íþróttahöllinni í Tallinn en hún er sú stærsta sinnar teg- undar í Eystrasaltsríkjunum. Hún var opnuð í nóvember á síðasta ári og er notuð jafnt fyrir íþróttaleiki og menningar- viðburði en meðal þeirra hljóm- sveita sem leikið hafa þar á síð- ustu misserum eru þýsku rokkararnir í Rammstein, fiðlu- snillingurinn Vanessa Mae og ní- unda áratugs sveitin Roxette. Alls eiga um 7 til 10 þúsund gest- ir að geta komist í Saku Suur með góðu móti. Alls keppa 24 Evrópuríki til sigurs þetta árið. Sífellt fleiri keppendur syngja á enskri tungu, en aðeins sjö keppendanna syngja á öðrum tungumálum. Mikið er að vanda spáð og spekúlerað um úrslit keppninnar fyrirfram en verður lítið farið út í þá sálma hér. Þess má þó geta að á heimasíðu keppninnar, www.eurovision.tv, þykir lag Spánar, Europe’s living a celebration, sigurstranglegast en fast á hæla þess fylgja lög Eist- lands og Tyrklands. Keppninni verður sem áður sagði sjónvarpað á laugardags- kvöldið. Útsendingin hefst klukk- an 19 og þulur verður Logi Berg- mann Eiðsson. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Eistlandi á laugardag Kátt í höllinni! Tríóið Afro-dite er frá Svíþjóð og mun flytja lagið „Never Let It Go“. Sahléne verður fulltrúi heimalands síns og gestgjafanna, Eistlands. Malene er frá Danmörku og flytur lagið „Tell me who you are“. birta@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.