Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 4

Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mercedes Benz Sprinter 412D, f.skr.d. 05.12. 1997, ek. 65 þ. km, 2 d., bsk., lyfta 750 kg, burðarg. 1.720 kg, 2900 dísel 122 hö. Verð 2.790.000.- Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is DEILUR Ísraela og Palestínu- manna settu svip sinn á tveggja daga heimsókn Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra til Jórdan- íu en heimsókninni lauk í gær. Strax eftir komuna til Amman fóru Halldór og föruneyti hans í forsæt- isráðuneytið þar sem þeir hittu Shaher Bak, aðstoðarutanríkisráð- herra Jórdaníu, en þaðan var síðan haldið til fundar við Abdullah II konung. Meginefni viðræðnanna voru skoðanaskipti um stjórnmála- ástandið í Mið-Austurlöndum, átök Ísraela og Palestínumanna, friðar- ferlið og friðarviðræður svo og framtíðarhorfur í málefnum land- anna fyrir botni Miðjarðarhafs. Leiðtogarnir voru sammála um að áframhaldandi ofbeldi á svæðinu væri ólíðandi og mikilvægt að kalla saman friðarráðstefnu eins fljótt og mögulegt væri á grundvelli fjóreyk- isins, þ.e. Bandaríkjanna, Rúss- lands, Sameinuðu þjóðanna og Evr- ópusambandsins. Sjálfstætt ríki Palestínumanna ásamt rétti Ísr- aelsmanna til að lifa í friði og ör- yggi innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra væri forsenda friðar í Mið-Austurlöndum. Halldór segir fund sinn með kon- ungi að mestu hafa snúist um mál- efni Ísraela og Palestínumanna enda hafi þau mikil áhrif í Jórdaníu þar sem efnahagur svæðisins sé samofinn og tveir þriðju hlutar Jórdana séu af palestínsku bergi brotnir. „Hann hafði svipaða sýn á ástandið og ég hef,“ sagði Halldór eftir fundinn. „Ástandið er greini- lega mjög slæmt og það eru allir að tapa. Við teljum báðir að það sé mjög nauðsynlegt að hreyfa hlutina áfram og hann er bjartsýnn á að það sé hægt. Þá telur hann að Bandaríkjamenn séu í lykilhlutverki í þessari stöðu og að það þurfi bæði að þrýsta á þá og Ísraela og Palest- ínumenn að ganga til samninga enda muni það leiða til mikillar eymdar á þessu svæði haldi málin áfram að þróast með sama hætti og hingað til.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Stefán Skjaldarson, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, brugðu sér á hestbak í Petra, þegar skammt var eftir hinni opinberu heimsókn ráðherrans. Morgunblaðið/Sigrún Birna Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Ísrael, mátar jórdanska slæðu, „hadda“, í Petra. Sjálfsagt veitir slíkt höfuðfat góða vörn í hitanum. Deilur settu svip sinn á heimsóknina Jórdaníu. Morgunblaðið. málið mjög alvarlega enda teldi hún manninn hafa verið að sinna störfum sem hann hefði fullt leyfi til. Helgi náði fjót- lega tali af Hrafn- keli auk þess sem hann kom á fram- færi mótmælum við lögreglumann- inn sem hafði hann í haldi, og við ísraelska sendi- ráðið í Noregi. Málið setti svo svip sinn á kvöld- verðarboð á heimili Stefaníu Rein- hardsdóttur Khalifeh, aðalræðis- manns Íslands í Jórdaníu, þar sem íslenska sendinefndin gerði Wijdan Ali prinsessu, Ali Bin Nayef prins og sendiherrum Norðurlandanna í Jórd- aníu grein fyrir málinu. Hrafnkell og félagar voru á leið í heimagistingu þegar þeir mættu her- flokki sem stöðvaði hópinn og vildi flytja hann í burtu. Á það féllust sjálf- boðaliðarnir ekki og viðurkenndu ekki lögsögu hersins yfir sér í flótta- mannabúðunum. Þá voru þeir teknir með valdi og fluttir í herstöð en síðan í fangelsi skömmu eftir miðnætti. Á sunnudag var hópurinn svo fluttur í annað fangelsi í Ramli skammt frá Ben Gurion-flugvellinum í Tel Aviv. Sveinn Rúnar segir að halda megi hópnum í fangelsinu í þrjá sólar- hringa án þess að kalla hann fyrir dómara. Í gærkvöldi var talið líklegt að má Hranfkels yrði tekið fyrir hjá dómara fyrir miðjan dag í dag. HRAFNKELL Brynjarsson hefur verið í haldi Ísraelshers síðan á laug- ardag vegna meints mótþróa við her- inn í flóttamannabúðum Palestínu- manna, en hann var í hópi átta erlendra sjálfboðaliða sem voru hand- teknir. Utanríkisráðuneytið er að vinna í málinu en ekki liggur enn fyrir niðurstaða. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að ræðismaður Íslands hafi fengið að heimsækja Hrafnkel að kröfu utanríkisráðuneytisins í gær og ekkert ami að pilti. Hann hafi verið að velta því fyrir sér hvað best væri að gera í stöðunni og jafnvel hugleitt að yfirgefa landið af fúsum og frjálsum vilja. Ísraelsmenn hafi m.a. sagt að þessum sjálfboðaliðum yrði vísað úr landi vegna þess að þeir hafi verið á svæði sem þeir máttu ekki vera á og sýnt mótþróa, en sjálfboðaliðarnir viðurkenni þetta ekki. Ljóst sé að þetta fólk hafi verið að sinna hjálp- arstarfi í flóttamannabúðum en Ísr- aelsmenn hafi sagt að þessar búðir væru bannsvæði. Starf alþjóðlegra starfsmanna væri mjög erfitt fyrir vikið og þetta væri mikið áhyggjuefni hjá Sameinuðu þjóðunum. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé eðlileg krafa að Ísraelsmenn greiði fyrir starfsemi hjálparstofnana vegna þess að það er gríðarleg þörf fyrir þá hjálp á þessum tímum því ástand mannúð- armála er mjög slæmt,“ segir Hall- dór. Hrafnkell fór til Palestínu um miðj- an maí sem sjálfboðaliði á vegum Fé- lagsins Ísland – Palestína og hefur starfað með sjálfboðaliðum frá öðrum löndum á vegum læknishjálparnefnd- arinnar UPMRC, fyrst í Ramallah og svo í Balata-flóttamannabúðunum við bæinn Nablus. Sveinn Rúnar Hauks- son, formaður Félagsins Ísland – Pal- estína, segir að þar hafi hann aðstoð- að íbúana og hjálpað til við að koma fólki undir læknishendur, reynt að tala um fyrir hermönnum og fá þá til þess að hleypa sjúkrabílum í gegn. Hrafnkell var handtekinn í Nablus nokkrum klukkutímum eftir að Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra var meinaður aðgangur að borginni á laugardag, en Halldór og ferðafélag- ar hans urðu þá vitni að því er skrið- drekar fóru inn í borgina og fangar voru fluttir þaðan í rútum. Síðdegis á sunnudag bárust íslensku sendi- nefndinni síðan fréttir af máli Hrafn- kels. Helgi Ágústsson, sendiherra Ís- lands gagnvart Ísrael, sem var í för með Halldóri, sagði fréttamanni Morgunblaðsins að sendinefndin tæki Íslendingur- inn fyrir dómara í dag Jórdaníu. Morgunblaðið. Hrafnkell Brynjarsson BJÖRGUNARSVEITIR Slysa- varnafélagsins Landsbjargar frá Vík, Kirkjubæjarklaustri, Álftaveri og Skaftártungu leituðu manns sem saknað var í gærmorgun á Álfta- versafrétti í Skaftafellssýslu. Maður- inn fannst síðdegis, heill á húfi. Bíll mannsins fannst austan Atl- eyjar um hádegisbil í gær. Auk áð- urnefndra björgunarsveita voru leit- arhundar og sporhundar kallaðir til leitar og eins tók þyrla Landhelgis- gæslunnar þátt í leitinni. Beiðni kom frá lögreglunni í Vík í Mýrdal um kl. 10 í gærmorgun og hófu björgunar- sveitir þá eftirgrennslan. Veðurskil- yrði voru góð á leitarsvæðinu. Leitað að manni ♦ ♦ ♦ EMBÆTTI landlæknis lítur það mjög alvarlegum augum að lyfjalisti, sem óskað hafði verið eftir frá Lyfja- stofnun, hafi verið sendur á símbréfi frá einu apóteka Lyfju og fyrir mis- tök starfsmanns hafi listinn ekki far- ið til Lyfjastofnunar heldur ónefnds fyrirtækis „úti í bæ“. Listinn innihélt skrá um lyf sem einn læknir, sem embættið hefur verið með í sérstöku eftirliti, hefur ávísað á sjúklinga. Haukur Valdimarsson aðstoðar- landlæknir sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa óskað eftir þess- um upplýsingum frá Lyfjastofnun. Samkvæmt lyfjalögum væri land- lækni einnig heimilt að kalla eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun. „Það er auðvitað slæmt þegar svona lagað gerist. Ef einhverjum er um að kenna þá er það starfsmaður apóteksins sem sendir upplýsingarn- ar með röngum hætti og til viðbótar á rangan stað. Þetta eru að sjálf- sögðu ekki góð vinnubrögð. Að vera að faxa svona lista er auðvitað út í hött, þeir eiga að vera sendir í ábyrgðarpósti líkt og til dæmis lyf- seðlar eftirritunarskyldra lyfja,“ sagði Haukur. Hann sagði að embætti landlækn- is, sem eftirlitsaðili með heilbrigðis- stéttum, myndi óska eftir skýringum frá umræddu apóteki. Þar hefði ekki verið farið með trúnaðarupplýsingar á réttan hátt. Einnig reiknaði hann með að Lyfjastofnun myndi fara yfir sínar verklagsreglur. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði við Morgun- blaðið að í þessu máli hefðu átt sér stað mistök. Stofnunin hefði kallað eftir ákveðnum upplýsingum og mis- skilningur hefði orðið á milli starfs- manns Lyfjastofnunar og starfs- manns Lyfju um að senda þær með símbréfi en ekki í ábyrgðarpósti eins og verklagsreglurnar segðu til um. „Þetta eru leiðinleg mistök sem tekið verður á, bæði gagnvart okkar starfsmönnum og eins gagnvart lyfjafyrirtækjunum. Svona upplýs- ingar eiga að fara í pósti og þá sem trúnaðarmál,“ sagði Rannveig. Lyfjalisti á símbréfi til fyrirtækis en ekki til Lyfjastofnunar Embætti landlæknis lítur málið alvarlegum augum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.