Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SJÓMANNADAGURINN var hald- inn hátíðlegur um land allt á sunnu- daginn. Í Reykjavík hófust hátíða- höld á athöfn við Minningaröldur sjómannadagsins við Fossvogskap- ellu í Fossvogskirkjugarði, en fyrr um morguninn hafði hátíðarfánum verið flaggað á skipum í höfninni. Minningarguðþjónusta sjómanna var síðan haldin í Dómkirkjunni og var blómsveigur lagður á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogs- kirkjugarði, líkt og venja er á þess- um degi. Eftir hádegi hófust hátíðahöld á miðbakka og var fjöldi fólks þar samankominn í blíðskaparveðri. Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannadagsráðs, setti hátíðina. Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra var meðal þeirra sem ávörpuðu samkomuna og í ræðu sinni kom hann víða við. Hann ræddi meðal annars um reynsluþekkingu og nauðsyn þess að tvinna hana sam- an við vísindin. Árni talaði einnig um niðurstöður Hafrannsóknastofnunar varðandi stöðu fiskstofna og taldi að í heild væru þetta mun hagfelldari niðurstöður en fyrir ári. Ýmis skemmtiatriði voru á mið- bakka. Lið hraustra kappa tókust á í kappróðri á innri höfninni og í rá- arslag, en þá slást keppendur um hvor fellur af ránni í sjóinn. Þá var hópsigling björgunarbáta af höf- uðborgarsvæðinu, auk þess sem nýr björgunarbátur var vígður og gefið nafnið Ásgrímur S. Björnsson. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýndi björgun úr bát á innri höfninni. Hátíðahöld- unum lauk síðan með bryggjuballi á miðbakka, þar sem hljómsveitin Roðlaust og beinlaust lék fyrir dansi. Morgunblaðið/Þorkell Séra Þórir Stephensen vígði nýjan björgunarbát, Ásgrím S. Björnsson. Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra kom víða við í ræðu sinni á miðbakka í fyrradag. Þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun úr bát á innri höfn. Hátíðahöld á sjómannadaginn SJÓMANNADAGSRÁÐ Pat- reksfjarðar heiðraði á sjómanna- daginn Elínu Pálmadóttur fyrir skrif hennar um sjómannastétt- ina og fiskveiðar við Íslands- strendur, að sögn þeirra Árna Magnússonar, formanns sjó- mannadagsráðs, og Halldórs Árnasonar skipstjóra, sem af- hentu heiðursmerkið eftir sjó- mannadagsmessu í Patreksfjarð- arkirkju. „Á hennar langa blaðamanns- ferli hefur hún skrásett frásagnir fjölmargra útgerðar- og sjó- manna erlendra og innlendra, svo að sómi er að og hafa margir les- ið bókina hennar Fransí biskví.“ Ráðið heiðraði einnig Íslands- vininn Jean-Pol Dumont le Dou- arec, helsta hvatamann að minn- isvarða Bretóna á Patreksfirði: „Hann hefur verið óþreytandi þegar um er að ræða samskipti Frakka og Íslendinga á öldum áður. Jean-Pol hefur ritað bók um útgerðarsögu ættar sinnar á Íslandsmiðum og í heimabæ hans Binic blaktir íslenski fáninn við hún allt sumarið.“ Halldór Árnason og Árni Magnússon frá sjómannadagsráði Patreksfjarðar, Jean-Pol Dumont le Douarec, Elín Pálmadóttir og sóknarpresturinn, séra Leifur Ragnar Jónsson. Heiðruð af sjómanna- dagsráði Patreksfjarðar ÞAÐ þykir ganga krafta- verki næst að flugmaður á sjötugsaldri skyldi sleppa ómeiddur eftir að hafa flog- ið fjögurra sæta flugvél, TF-POU, á rafmagnslínur í aðflugi að Forsætisflugvelli í Villingaholtshreppi á laugardagskvöld. Öll hjól vélarinnar brotnuðu þegar hún lenti í kartöflugarði við enda flugbrautarinnar. Ólafur Sigurjónsson í Forsæti fylgdist með að- fluginu frá hlaðinu. Hann veitti því strax athygli að flugvélin kom alltof lágt inn til lendingar og í lokastefnu var hún nánast í sömu hæð og raflínurnar. „Þetta var ein skelfi- legasta stund lífs míns, í þónokkuð margar sekúndur veit ég að vélin muni lenda á línunni en ég veit að ég get ekkert að gert,“ sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið. Aðflugið var svo lágt að Ólafur vonaðist helst til þess að hún slyppi undir línurnar. Honum sýndist sem fyrri línan hefði lent á nefhjólsleggnum, rétt fyrir neð- an mótorinn, og sleit hún rafmagns- línurnar í einu vetfangi. Við það missti hún talsvert mikla ferð en hélt stefnu sinni. Hún kom síðan niður í gömlum kartöflugarði, rann stuttan spöl og staðnæmdist um 100 metrum frá enda flugbrautarinnar. Öll hjól vélarinnar brotnuðu af og skrúfublöð- in beygluðust. Flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, slasaðist ekki og var kominn út þegar Ólafur kom að. Eftir að rannsóknarnefnd flugslysa hafði rætt við flugmanninn flaug Ólafur með hann til Vestmannaeyja þar sem hann býr. Lengi haft áhyggjur af raf- magnslínunum Rafmagnslínurnar eru um 200 metra frá brautarenda og í um sex metra hæð. Ólafur segist lengi hafa haft áhyggjur af línunum og rætt við Rafmagnsveitur ríkisins og Flug- málastjórn um öryggisráðstafanir. Flugmálastjórn hefur tekið út völlinn og er hann í handbókum flugmanna. Ólafur vill að varúðarmerki verði sett á línurnar, annaðhvort flögg eða belg- ir. Sívaxandi umferð er um Forsæt- isflugvöll og er algengt að flugnemar nýti sér völlinn til æfinga. Var í línuhæð á lokastefnu Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Öll hjól vélarinnar brotnuðu undan og hafn- aði vélin á maganum í kartöflugarðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.