Morgunblaðið - 04.06.2002, Qupperneq 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 9
Í þriðja lagi var fengin vinnu-
stöð sem notuð verður til nánari
myndvinnslu á röntgendeildinni;
einnig keypt hjá Heklu hf. Vinnu-
stöðin kostaði 9 milljónir króna.
RÖNTGENDEILD
Landspítala háskóla-
sjúkrahúss í Fossvogi
tók í notkun þrjú ný
tæki á föstudag, en að
auki er lokið fyrsta
áfanga í endurbótum
á húsnæði deildar-
innar.
Í fyrsta lagi er um
að ræða gegnumlýs-
ingartæki, sem m.a. er
ætlað til rannsókna á
meltingarfærum og
stoðkerfi. Andvirði
þess er 48 milljónir
króna og er keypt af
Einari Farestveit hf.
Í öðru lagi var vígð hefðbundin
röntgenstofa, ætluð fyrir beina- og
lungnamyndatökur. Tækið kostar
um 5 milljónir króna og er keypt
af Heklu hf.
Tækin vígð við hátíðlega athöfn á Landspítala.
Landspítali – háskólasjúkrahús
Morgunblaðið/Billi
Þrjú ný tæki á rönt-
gendeild í Fossvogi
LESTRARMIÐSTÖÐ Kennarahá-
skóla Íslands hefur verið lokað og
rekstri hennar hætt, en miðstöðin
hefur meðal annars aðstoðað nem-
endur með lesblindu og veitt for-
eldrum og skólafólki ráðgjöf um
úrræði. Heimili og skóli er í for-
svari fyrir Íslenska dyslexíufélagið
og segir Ingibjörg Ingadóttir,
verkefnisstjóri hjá Heimili og
skóla, að samtökin muni ekki grípa
til neinna sérstakra ráðstafana.
Að hennar sögn eiga sérkenn-
arar í skólum að sjá um greiningu
og önnur úrræði núna, en hún seg-
ir bæði áhugann mismikinn og úr-
ræðin misjöfn hjá skólum. „Við
fáum mjög margar hringingar
hingað þar sem börn, sem jafnvel
eru með greiningu, fá ekki þau úr-
ræði sem þeim ber. Í sumum skól-
um er mjög vel að þessum málum
staðið. En í öðrum skólum eru ekki
einu sinni lesskimunarpróf,“ bendir
hún á.
Hún óttast að ef ekki verði grip-
ið til neinna ráðstafana eigi þekk-
ingin, sem sé fyrir hendi í Lestr-
armiðstöðinni, eftir að fara for-
görðum. Hún telur að biðlistarnir
eftir úrræðum muni lengjast, auk
þess sem það sé dýrt að leita til
sérfræðinga, en ýmsir sérfræðing-
ar bjóða upp á greiningu og með-
höndlun á lesblindu.
Talsverð óánægja
með lokunina
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu á föstudag vísar mennta-
málaráðuneytið til þess að rekstur
grunnskólans sé nú í höndum
sveitarfélaga og því eigi þau að
bera ábyrgð á greiningu á grunn-
skólanemendum. Kristinn Krist-
jánsson, starfsmaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, segir að
þetta mál hafi komið inn á borð til
þeirra, en hefur ekki fengið neina
umfjöllun ennþá. Hann á því erfitt
með að segja til um hvaða afstaða
verði tekin til þess meðal sveitarfé-
laga. „Ég veit þó að það er víða
talsverð óánægja með það að mið-
stöðinni skuli hafa verið lokað og
ýmsir aðilar hafa látið í ljós skoðun
sína á því, til dæmis Öryrkja-
bandalagið, en það hefur opinber-
lega ekkert verið um þetta fjallað
hér,“ segir hann. Kristinn treystir
sér ekki til að svara fyrir hvort
einhverjar samræmdar aðgerðir
verði viðhafðar.
Greining á að liggja fyrir
þegar nemendur byrja
í framhaldsskóla
Í blaðinu í gær kemur einnig
fram að enginn virðist bera ábyrgð
á þjónustu við framhaldsskólanem-
endur með dyslexíu, en framhalds-
skólarnir heyra undir menntamála-
ráðuneytið. Stefán Baldursson,
skrifstofustjóri í ráðuneytinu, segir
aðspurður hvað verði um fram-
haldsskólanema sem þurfa á þess-
ari þjónustu að halda að skólarnir
sjálfir bjóði upp á heilmikla þjón-
ustu, sem þeir hafa verið að byggja
upp á undanförnum árum. „Grein-
ing á að liggja fyrir þegar nem-
endur koma í framhaldsskóla en
auðvitað er stundum misbrestur á
því. Þá veit ég til þess að skólarnir
hafa verið að hjálpa nemendum
með greiningu, að einhverju leyti
sjálfir og að einhverju leyti með
því að senda þá til sérfræðinga,“
segir hann og bendir á að skólarnir
séu í vaxandi mæli að sinna þess-
um nemendum með sértækum að-
gerðum.
Að sögn Stefáns eru forsend-
urnar í dag allt aðrar en þegar
Lestrarmiðstöðin tók til starfa.
Hann segir að ýmis sveitarfélög
séu orðin mjög sjálfbjarga í þess-
um málum, fleiri sérfræðingar séu
komnir inn á þetta svið, auk fjölg-
unar prófa og annarra atriða, sem
hjálpa til við greiningu. „Við erum
að vona að þó að Kennaraháskólinn
leggi þessa stofnun niður þá komi
það ekki að sök. Við munum auð-
vitað verða mjög vakandi yfir
ábendingum frá framhaldsskólum
og öðrum um hvort það stefni í ein-
hvern vanda.“
Hann segir að það verði metið á
næstunni hvort þörf sé á miðlægri
ráðgjafarþjónustu eða hvort fram-
haldsskólarnir geti séð um þetta
sjálfir. Hins vegar hefur engin
beiðni borist frá framhaldsskólun-
um um slíka þjónustu en samt sem
áður sé verið að skoða það mál.
„Við erum að ræða það við aðila
innan skólakerfisins hvernig aðstoð
við þessa nemendur verði best við
komið,“ segir Stefán.
Rekstri Lestrarmiðstöðvar Kennaraháskóla Íslands hætt
Skólarnir sjái um
greiningu á lesblindu
LAUN æðstu embættismanna þjóð-
arinnar hækka um 3% í dag, 1. júní,
samkvæmt ákvörðun Kjaradóms, til
að bæta þeim upp ýmsar aðrar
hækkanir en prósentuhækkanir.
Umrædd laun hækkuðu síðast um
3% um áramótin í takt við það sem
almennt gerðist, eins og segir í úr-
skurði Kjaradóms. Garðar Garðars-
son, formaður Kjaradóms, segir að í
kjarasamningum hafi ekki aðeins
verið samið um beinar launahækk-
anir í prósentum heldur líka ýmsa
aðra þætti eins og tilfærslur á milli
launaflokka, vinnustaðasamninga og
svo framvegis, sem hafi leitt til
launaskriðs. Þessar ákvarðanir hafi
aðrir tekið, en Kjaradómur hafi
skoðað þær og reynt að vega og
meta.
Launahækkun æðstu
embættismanna þjóðarinnar
Bætir upp aðrar
hækkanir
Póstsendum
Laugavegi 4, sími 551 4473
Fegurðin
kemur
innan
frá
Gallajakkar
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Sumar og sól!
Pils, stuttbuxur, bolir
Bankastræti 14, sími 552 1555
Njóttu þess að líta vel út
Úrval tilboða
Kringlunni - sími 581 2300
Í MIKLU ÚRVALI
STÆRÐIR 34 - 48
SUMARFATNAÐUR
Þýskur og danskur
gallafatnaður
Laugavegi 84, sími 551 0756
Matseðill
www.graennkostur.is
mán 03.06: Kúss kúss & grænmeti
m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti.
þri 04.06: Spínatlasagna & ferskt eplasalat
m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti.
mið 05.06: Kartöfluboltar í góðum
félagsskap m/fersku salati, hrísgrjónum
& meðlæti.
fim 06.06: Austurlenskur pottréttur & brokkol-
í- salat m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti.
fös 07.06: S-evrópskur grænmetis-
pottréttur m/ofnbökuðu /fersku salati,
hrísgrjónum & meðlæti.
helgin 08.-09.06: Indónesískar kræsingar
m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti
mán 03.06: Grænmetisgratin m/hvítlauks-
brauði /fersku salati hrísgrjónum & meðlæti.
Blússujakkar, síðpils
og buxur - 3 litir
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán. - fös. 10-18, laugardag 10-14
– sérverslun – Fataprýði
Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347
Sérhönnun st. 42-56
Sumarveisla
20% afsláttur af öllum fatnaði
aðeins þessa viku