Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 13 A B X / S ÍA Frjálsa lífeyrissjóðnum og Lífeyrissjóðnum Einingu Til sjóðfélaga og rétthafa í Við minnum sjóðfélaga og rétthafa á sjóðfélaga- fund Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem haldinn verður vegna sameiningar hans og Lífeyrissjóðsins Einingar. Fundurinn verður haldinn í Hvammi, Grand Hóteli í dag, þriðjudaginn 4. júní kl. 17.15. Dagskrá: 1. Sameining Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðsins Einingar 2. Samþykktabreytingar 3. Kosning stjórnar Allir sjóðfélagar og rétthafar í báðum sjóðunum eru hvattir til að mæta. Nái samþykktabreytingar í gegn hafa sjóðfélagar í Einingu kosningarétt við stjórnarkjör. Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins.Ármúli 13, 108 Reykjavík sími 515 1500 www.kaupthing.is MÁLEFNASAMNINGUR um meirihlutasamstarf Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks í bæj- arstjórn Akureyrar á komandi kjör- tímabili var samþykktur á fundum fulltrúaráða flokkanna um helgina. Kristján Þór Júlíusson verður bæjarstjóri og Jakob Björnsson formaður bæjarráðs. Forseti bæj- arstjórnar verður af D-lista. Til- kynnt verður um skipan í nefndir og ráð á vegum bæjarins á fundi bæjarstjórnar 11. júní næstkom- andi. Meðal þess sem fram kemur í málefnasamningi flokkanna er að vinna að því að fá nýjar opinberar stofnanir til Akureyrar eða verk- efni einstakra stofnana. Efla á sér- kennslu og bæta aðstöðu til kennslu barna með mismunandi námsþarfir. Þá eiga allir grunnskólar að njóta starfa námsráðgjafa og forvarnar- fulltrúa. Mötuneyti eiga að vera komin í alla skóla árið 2005. Öll börn eldri en 18 mánaða munu eiga kost á leikskóladvöl í lok kjörtíma- bilsins og taka á í notkun nýjan leikskóla í Naustahverfi á næsta ári auk þess að bygga annan leikskóla á Brekkunni og leita samstarfs við Félagsstofnun stúdenta um bygg- ingu og rekstur leikskóla. Framtíð- arhúsnæði Brekkuskóla verður tilbúið í ágúst 2005 og framkvæmd- um lokið við Síðuskóla haustið 2004 með byggingu félagsmiðstöðvar og íþróttahúss. Ljúka á framkvæmdum við Sundlaug Akureyrar á kjörtíma- bilinu, gera átak í aðstöðu hesta- manna, bæta aðstöðu til að stunda frjálsar íþróttir, tennis, fimleika, siglingar og akstursíþróttir. Þá á að koma upp Tómstundasetri Akur- eyrar, þar sem Menntasmiðjan og Punkturinn verða til húsa og kemur til greina að húsnæði Brekkuskóla komi til greina í því sambandi. Þá verður lögð áhersla á að ná samningum við ríkið um byggingu menningarhúss. Ljúka á endurbót- um á Samkomuhúsinu og klára byggingu Amts- og héraðsskjala- safns auk þess að stækka Listasafn Akureyrar. Fram kemur í samn- ingnum að náist ekki á þessu ári samkomulag milli sveitarfélaga í Eyjafirði um nýjan urðunarstað fyrir sorp verði aðild Akureyrar- bæjar að byggðasamlagi um sorp- mál endurskoðuð. Forgangsmál í málefnum aldr- aðra er að leysa vanda sjúkra aldr- aðra einstaklinga. Aukið verður við heimahjúkrun og heimaþjónustu bæjarins til að mæta brýnni þörf fyrir þjónustu. Málefnasamningur B- og D-lista samþykktur Reynt verði að fá nýjar opinberar stofnanir norður FJÖLMENNI tók þátt í hátíðar- höldum sjómannadagsins á Akur- eyri en þau fóru að venju fram á Oddeyrarbryggju. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra flutti hátíð- arræðu og fjallaði m.a. um þær um- ræður sem orðið hefðu um sjávar- útvegsmál og um hvað þær snerust, þ.e. mest um störf fiskifræðinga og kvótakerfið. Kvað hún breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem Al- þingi samþykkti í vor tíðindum sæta. Gjaldið myndi þó ekki binda enda á deilur um fiskveiðistjórn- unarkerfið í einu vetfangi, en það markaði ákveðin kaflaskil í þeirri erfiðu list að nýta einhverja dýr- mætustu sameign þjóðarinnar í sem mestri sátt við hana sjálfa og þá sem mestra hagsmuna eiga að gæta. Valgerður sagði að nú þyrft- um við að beina umræðunni inn á þá braut, hvernig hægt væri að stækka þá köku sem til skiptanna er. Til þess væru margar leiðir fær- ar og nefndi ráðherra fiskeldi sem eina þeirra. Svonefndir Auðunsbræður, sem voru fyrstu stýrimenn og skip- stjórar á togurum Útgerðarfélags Akureyringa, voru heiðraðir, þeir voru fjórir, Þorsteinn, Gunnar, Auðunn og Sæmundur, en hann er látinn. Tóku tveir þeirra fyrst- nefndu við orðunum. Þá var Trausti Gestsson skipstjóri einnig heiðr- aður að þessu sinni. Auðunsbræður voru einnig heið- ursgestir í kaffisamsæti sem ÚA hélt fyrir nú- og fyrrverandi starfs- menn sína, en þar var mikið fjöl- menni. Fjöldi fólks lagði leið sína á Oddeyrarbryggju á sunnudag þar sem fram fór hátíðardagskrá í tilefni sjómannadagsins. Fjölmenni tók þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins Fiskeldi ein leið til að auka tekjurnar Morgunblaðið/Kristján Trausti Gestsson og bræðurnir Gunnar og Þorsteinn Auðunssynir sem heiðraðir voru á sjómannadaginn á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.