Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 13
A
B
X
/
S
ÍA
Frjálsa lífeyrissjóðnum og
Lífeyrissjóðnum Einingu
Til sjóðfélaga og rétthafa í
Við minnum sjóðfélaga og rétthafa á sjóðfélaga-
fund Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem haldinn verður
vegna sameiningar hans og Lífeyrissjóðsins Einingar.
Fundurinn verður haldinn í Hvammi, Grand Hóteli
í dag, þriðjudaginn 4. júní kl. 17.15.
Dagskrá:
1. Sameining Frjálsa lífeyrissjóðsins og
Lífeyrissjóðsins Einingar
2. Samþykktabreytingar
3. Kosning stjórnar
Allir sjóðfélagar og rétthafar í báðum sjóðunum
eru hvattir til að mæta. Nái samþykktabreytingar
í gegn hafa sjóðfélagar í Einingu kosningarétt við
stjórnarkjör.
Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins.Ármúli 13, 108 Reykjavík
sími 515 1500
www.kaupthing.is
MÁLEFNASAMNINGUR um
meirihlutasamstarf Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks í bæj-
arstjórn Akureyrar á komandi kjör-
tímabili var samþykktur á fundum
fulltrúaráða flokkanna um helgina.
Kristján Þór Júlíusson verður
bæjarstjóri og Jakob Björnsson
formaður bæjarráðs. Forseti bæj-
arstjórnar verður af D-lista. Til-
kynnt verður um skipan í nefndir
og ráð á vegum bæjarins á fundi
bæjarstjórnar 11. júní næstkom-
andi.
Meðal þess sem fram kemur í
málefnasamningi flokkanna er að
vinna að því að fá nýjar opinberar
stofnanir til Akureyrar eða verk-
efni einstakra stofnana. Efla á sér-
kennslu og bæta aðstöðu til kennslu
barna með mismunandi námsþarfir.
Þá eiga allir grunnskólar að njóta
starfa námsráðgjafa og forvarnar-
fulltrúa. Mötuneyti eiga að vera
komin í alla skóla árið 2005. Öll
börn eldri en 18 mánaða munu eiga
kost á leikskóladvöl í lok kjörtíma-
bilsins og taka á í notkun nýjan
leikskóla í Naustahverfi á næsta ári
auk þess að bygga annan leikskóla
á Brekkunni og leita samstarfs við
Félagsstofnun stúdenta um bygg-
ingu og rekstur leikskóla. Framtíð-
arhúsnæði Brekkuskóla verður
tilbúið í ágúst 2005 og framkvæmd-
um lokið við Síðuskóla haustið 2004
með byggingu félagsmiðstöðvar og
íþróttahúss.
Ljúka á framkvæmdum við
Sundlaug Akureyrar á kjörtíma-
bilinu, gera átak í aðstöðu hesta-
manna, bæta aðstöðu til að stunda
frjálsar íþróttir, tennis, fimleika,
siglingar og akstursíþróttir. Þá á að
koma upp Tómstundasetri Akur-
eyrar, þar sem Menntasmiðjan og
Punkturinn verða til húsa og kemur
til greina að húsnæði Brekkuskóla
komi til greina í því sambandi.
Þá verður lögð áhersla á að ná
samningum við ríkið um byggingu
menningarhúss. Ljúka á endurbót-
um á Samkomuhúsinu og klára
byggingu Amts- og héraðsskjala-
safns auk þess að stækka Listasafn
Akureyrar. Fram kemur í samn-
ingnum að náist ekki á þessu ári
samkomulag milli sveitarfélaga í
Eyjafirði um nýjan urðunarstað
fyrir sorp verði aðild Akureyrar-
bæjar að byggðasamlagi um sorp-
mál endurskoðuð.
Forgangsmál í málefnum aldr-
aðra er að leysa vanda sjúkra aldr-
aðra einstaklinga. Aukið verður við
heimahjúkrun og heimaþjónustu
bæjarins til að mæta brýnni þörf
fyrir þjónustu.
Málefnasamningur
B- og D-lista samþykktur
Reynt verði að fá
nýjar opinberar
stofnanir norður
FJÖLMENNI tók þátt í hátíðar-
höldum sjómannadagsins á Akur-
eyri en þau fóru að venju fram á
Oddeyrarbryggju.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
og viðskiptaráðherra flutti hátíð-
arræðu og fjallaði m.a. um þær um-
ræður sem orðið hefðu um sjávar-
útvegsmál og um hvað þær snerust,
þ.e. mest um störf fiskifræðinga og
kvótakerfið. Kvað hún breytingar á
lögum um stjórn fiskveiða sem Al-
þingi samþykkti í vor tíðindum
sæta. Gjaldið myndi þó ekki binda
enda á deilur um fiskveiðistjórn-
unarkerfið í einu vetfangi, en það
markaði ákveðin kaflaskil í þeirri
erfiðu list að nýta einhverja dýr-
mætustu sameign þjóðarinnar í sem
mestri sátt við hana sjálfa og þá
sem mestra hagsmuna eiga að
gæta. Valgerður sagði að nú þyrft-
um við að beina umræðunni inn á
þá braut, hvernig hægt væri að
stækka þá köku sem til skiptanna
er. Til þess væru margar leiðir fær-
ar og nefndi ráðherra fiskeldi sem
eina þeirra.
Svonefndir Auðunsbræður, sem
voru fyrstu stýrimenn og skip-
stjórar á togurum Útgerðarfélags
Akureyringa, voru heiðraðir, þeir
voru fjórir, Þorsteinn, Gunnar,
Auðunn og Sæmundur, en hann er
látinn. Tóku tveir þeirra fyrst-
nefndu við orðunum. Þá var Trausti
Gestsson skipstjóri einnig heiðr-
aður að þessu sinni.
Auðunsbræður voru einnig heið-
ursgestir í kaffisamsæti sem ÚA
hélt fyrir nú- og fyrrverandi starfs-
menn sína, en þar var mikið fjöl-
menni.
Fjöldi fólks lagði leið sína á Oddeyrarbryggju á sunnudag þar sem fram
fór hátíðardagskrá í tilefni sjómannadagsins.
Fjölmenni tók þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins
Fiskeldi
ein leið til
að auka
tekjurnar
Morgunblaðið/Kristján
Trausti Gestsson og bræðurnir Gunnar og Þorsteinn Auðunssynir sem
heiðraðir voru á sjómannadaginn á Akureyri.