Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 15

Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 15 SJÓARINN síkáti var haldinn í Grindavík um helgina og náði há- marki á sjómannadaginn. Þessi sjómanna- og fjölskylduhátíð er orðinn fastur liður í lífi ansi margra og eru mörg dæmi þess að gamlir vinir, ættingjar og fleiri venji komu sína í bæinn á hátíðina. Nokkrir áhugasamir voru á tjaldstæði bæjarins, margir gistu í heimahúsum og nokkuð var um uppsett fellihýsi í heimkeyrslum Grindvíkinga þetta árið. Dag- skráin var fjölbreytt að venju en hún hófst með sundlaugarteiti fyrir unglingana í 8.–10. bekk á föstudagskvöldið. Böll voru öll kvöldin og Festi troðfullt á laug- ardagskvöldið á sjómannadags- ballinu. Á laugardeginum var fjölmenni í skemmtisiglingu á Geirfugli og þá tók við kappróður. Mjög marg- ar sveitir tóku þátt þetta árið og greinilegt að gamla góða stemmningin er að koma aftur. Margar landsveitir voru í bún- ingum en engin þó í jafn sér- kennilegum búningum og sveit Hafurbjarnar sem mætti á sund- bolum við góðar undirtektir áhorfenda. Margir tóku daginn snemma á sunnudaginn og skelltu sér í Grindavíkurhlaupið en þar var hægt að velja um 3,5 km, 5 km eða 10 km. „Já, þetta hlaup er búið að ná góðri fótfestu. Þetta er sjöunda árið og hlaupararnir koma víða að auk þess sem fjöldi þátttak- enda fer vaxandi. Við erum með fleiri aldursflokka en tíðkast í öðrum hlaupum og hlaupaleið- irnar eru skemmtilegar. Margir af þátttakendum sem koma lengra að eyða síðan deginum hér enda ekki ólíklegt að einhverjir þeirra vinni í útdrætti veitingar í boði veitingahúsanna í bænum,“ sagði Ágústa Gísladóttir, umsjón- armaður hlaupsins. Hátíðarhöld voru með hefð- bundnu sniði á sjómannadaginn sjálfan, meðal annars með því að aldraðir sjómenn voru heiðraðir. Svo skemmtilega vildi til að í þetta sinn voru það hjón sem heiðruð voru sérstaklega, heið- urshjónin Jóhanna Pétursdóttir og Steinþór Þorvaldsson sem kynntust á sjó og unnu mikið saman á sjó. Í kjölfarið fylgdi sjó- mannadagsræða Túrillu hinnar færeysku við góðar undirtektir nærstaddra. Þá tóku við hefð- bundin skemmtiatriði á bryggju- svæðinu en auk þess var þar hægt að finna eitthvað fyrir alla allt frá Sprell-leiktækjum til hand- verkssýningar í íþróttahúsinu Hjónin Jóhanna Pétursdóttir og Steinþór Þorvaldsson voru heiðruð á sjómannadaginn. Sævar Gunnarsson óskar Steinþóri til hamingju. Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti er fastur liður í bæjarlífinu Hjón heiðruð á sjómannadaginn Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Áhöfn Geirfugls var fjölmenn í skemmtisiglingunni á laugardag. BORGARKVARTETTINN heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20. Félagarnir í Borgarkvartettinum hafa sungið víða undanfarin tvö ár og eru um þessar mundir í tónleikaferð um landið. Þeir komu meðal annars fram á árshátíð Starfsmannafélags Reykjanesbæjar á liðnum vetri. Borgarkvartettinn skipa Þorvaldur Halldórsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Ásgeir Páll Ágústsson og Atli Guð- laugsson. Efnisskráin er fjölbreytt og samanstendur af lögum úr söngleikj- um, dægurlögum og ýmsum klassísk- um smellum. Meðal annars syngur Þorvaldur Halldórsson Á sjó í nýrri útsetningu fyrir kvartett. Agnar Már Magnússon leikur undir á píanó og gestasöngvari á tónleikunum er Kristjana Helga Thorarensen. Borgar- kvartettinn með tónleika Njarðvík BROTIST var inn í sumarbústað á Vatnsleysuströnd í fyrrinótt. Fjölda verkfæra var stolið, samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í Keflavík. Lögreglan hafði afskipti af þrem- ur ökumönnum sem óku yfir lög- leyfðum hámarkshraða á Garðvegi í fyrrakvöld. Sá sem hraðast fór mældist á 141 km hraða á klukku- stund en á þessum vegi er 90 kíló- metra hámarkshraði. Verkfærum stolið Vatnsleysuströnd/Garðvegur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.