Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 16
LANDIÐ
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JÓNA Guðríður Arnbjörnsdóttir
hélt málverkasýningu í Miðhúsum í
Sandgerði á dögunum. Jóna er 76
ára og var þetta fyrsta einkasýning
hennar.
Jóna hefur alla tíð verið handa-
vinnukona, listræn og vandvirk,
hefur saumað mikið og prjónað.
Með félagsstarfi eldri borgara í
Miðhúsum komu fleiri hæfileikar
Jónu í ljós þegar hún fékk að njóta
leiðsagnar Þórunnar Guðmunds-
dóttur og Kolbrúnar Vídalín. Jóna
byrjaði að mála 1994 og hélt nú sína
fyrstu sýningu.
Listamaðurinn er hér við mál-
verk af Minni-Völlum í Landsveit
þar sem hún ólst upp og aðra af Ný-
lendu á Stafnesi þar sem hún hefur
búið í fimmtíu ár.
Á áttræðisaldri með
fyrstu einkasýninguna
Sandgerði
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
SUÐURNES
ALEX hefur opnað gistiheimili í
bílageymsluhúsi sínu við Aðalgötu
60 í Keflavík. Gistiheimilið er
skammt frá hringtorginu við Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar og er starf-
semi gistiheimilisins eða mótelsins
eins og eigendurnir kjósa að nefna
það, kynnt með stóru skilti sem
blasir við vegfarendum.
„Við erum í nánum tengslum við
viðskiptavini vegna bílageymslunn-
ar og margir þeirra hafa látið í ljósi
ósk um að komast í ódýra gistingu
hér á svæðinu en fram til þessa hef-
ur ekki verið mikið framboð af gist-
ingu utan hótelanna,“ segir Guð-
mundur Þórir Einarsson sem rekur
bílageymsluna og gistiheimilið
ásamt konu sinni Ölmu Alexand-
ersdóttur og sonum. Alex hefur rek-
ið bílageymslu í tæpan áratug, fyrst
við Bakkastíg í Keflavík en frá því á
síðasta ári í stóru húsi nálægt
Reykjanesbrautinni, steinsnar frá
Flugstöðinni. Viðskiptin hafa farið
hratt vaxandi seinni árin. Menn fá
Alex til að geyma bílana á meðan
þeir fara til útlanda og láta þá
gjarnan þvo þá og bóna í leiðinni.
Guðmundur segir að nú fái þeir 350
til 500 bíla til geymslu á mánuði.
Alma segir að ekki hafi legið fyrir
þegar húsið var byggt að þar yrði
innréttað gistiheimili en það hafi
smám saman þróast. Í upphafi er
boðið upp á gistingu í sjö herbergj-
um og möguleikar eru til stækkunar
með því að innrétta nokkur herbergi
á efri hæð gistiálmunnar.
Geymsla á fólki
og farartækjum
Reikna þau með að viðskiptin
verði í upphafi mikið í tengslum við
bílageymsluna, menn sem séu að
fara til útlanda eða koma þaðan
kjósi að gista hjá þeim eina nótt áð-
ur en farið er í flug eða keyrt heim.
Býst Guðmundur við að í sumar
verði boðin tilboð á geymslu og þrif-
um á bílnum og gistingu fyrir eig-
andann, á meðan verið sé að kynna
starfsemina. Einnig vonast þau til
að útlendingar sem komi til landsins
vilji nýta sér aðstöðuna og annað
ferðafólk. Alex er með aðstöðu í
komusal flugstöðvarinnar og getur
þar kynnt þessa nýju þjónustu.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Alma Alexandersdóttir, Guðmundur Þórir Einarsson og Einar Þór Guð-
mundsson framan við anddyri nýja mótelsins í Keflavík.
Alex opnar nýtt
mótel í nágrenni
flugstöðvar
Keflavík
HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins í
Neskaupstað fóru að mestu fram
með hefðbundnum hætti og hófust
að venju með fjölmennu og afla-
sælu sjóstangaveiðimóti á föstu-
dagsmorgni.
Á laugardag voru hin hefð-
bundnu atriði eins og dorg-
veiðikeppni, björgunaræfing og
kappróður. Þá setti það sinn svip
á hátíðahöldin að Lúðrasveit
verkalýðsins frá Reykjavík var í
heimsókn hér yfir helgina og hélt
tónleika auk þess að spila á há-
tíðasvæðinu í miðbænum.
Hátíðahöld sjálfs sjómanna-
dagsins hófust með hópsiglingu
norðfirska flotans, sjómanna-
messa var og blómsveigur var
lagður á leiði óþekkta sjómanns-
ins í kirkjugarði Norðfirðinga.
Síðdegis var svo hátíða-
samkoma við sundlaugina þar
sem farið var í ýmsa leiki, svo
sem stakkasund, blöðruslag, reip-
tog o.fl.
Fjórir aldraðir sjómenn voru
heiðraðir, þeir Ari Magnússon,
Ármann Dan Árnason, Halldór
Hinriksson og Þórður Sveinsson.
Veður var þokkalegt á hátíð-
ardaginn og gott á sjómannadag-
inn sjálfan en þá sást sólin hér
eftir langa fjarveru.
Sólin kom á sjómannadaginn
Neskaupstaður
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Fjölmenni var á samkomunni við sundlaugina í Neskaupstað á sjómannadaginn.
HÁTÍÐAHÖLD vegna sjómannadagsins hófust
strax á laugardegi á Þórshöfn með skemmtidag-
skrá á hafnarsvæðinu. Björgunarsveitin Hafliði
hafði veg og vanda af dagskránni og bauð m.a. upp
á koddaslag, pokaboðhlaup, reiptog, hjólbörukapp-
akstur og fleira. Björgunarsveitin var einnig með
sýningu á tækjabúnaði sínum við Hafliðabúð og
boðið var upp á stuttar skemmtiferðir á Hummer
bifreið félagsins. Milt veður var og kyrrt, svo úti-
dagskrá heppnaðist vel og að henni lokinni fjöl-
menntu bryggjugestir í vöfflukaffi til slysavarna-
kvenna í Hafliðabúð. Um kvöldið var dansleikur á
Hafnarbarnum og þar lék Örvar Kristjánsson fyrir
dansi.
Á sunnudaginn var sjómannamessa í Þórshafn-
arkirkju og síðan fjölmenn skemmtisigling með
Geir ÞH 150.
Fjörugt
við höfnina
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Hjólbörurnar prófaðar, en einnig mátti spreyta sig í reip-
togi, pokaboðhlaupi og koddaslag.
Þórshöfn
AÐ viðstöddu fjölmenni aðstandenda
brautskráningarnema svo og vina og
velunnara Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra á Sauðárkróki fór fram
glæsileg útskriftarhátíð í Íþróttahúsi
skólans laugardaginn 1. júni.
Brautskráðir voru sextíu og fjórir
nemendur, þar af fjörutíu og þrír af
stúdentsbrautum, sjö af starfsbraut,
og er það í fyrsta sinn sem brautskráð
er úr því námi, einn af iðnmeistara-
braut, fimm úr húsasmíði, einn úr vél-
smíði, tveir af viðskiptabraut, fjórir úr
grunndeildum og einn af vélstjórnar-
braut, fyrsta stigi.
Jón Fr. Hjartarson setti samkom-
una en síðan flutti „vetrarstiklur“ Ár-
sæll Guðmundsson aðstoðarskóla-
meistari.
Þá fór fram brautskráning nem-
endanna og veiting viðurkenninga
fyrir námsárangur, en kveðjuorð
nemenda fluttu þau Garðar Víðir
Gunnarsson forseti Nemendafélags-
ins og Sólveig Harpa Steinþórsdóttir
fyrir hönd nemenda á starfsbraut.
Við athöfnina lék Tomas Higger-
son einleik á píanó en einnig söng
Dagrún Leifsdóttir við undirleik
Higgersons og Pál Barna Zabo og
Kristján Kristjánsson fluttu tvö
frumsamin verk á fagott og slagverk.
Að lokum ávarpaði skólameistari,
Jón Hjartarson, brautskráningar-
nema, lagði þeim hollar lífsreglur og
árnaði heilla en sagði síðan skóla slit-
ið.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Brautskráning Fjölbrauta-
skóla Norðurlands
Sauðárkrókur