Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓNA Guðríður Arnbjörnsdóttir hélt málverkasýningu í Miðhúsum í Sandgerði á dögunum. Jóna er 76 ára og var þetta fyrsta einkasýning hennar. Jóna hefur alla tíð verið handa- vinnukona, listræn og vandvirk, hefur saumað mikið og prjónað. Með félagsstarfi eldri borgara í Miðhúsum komu fleiri hæfileikar Jónu í ljós þegar hún fékk að njóta leiðsagnar Þórunnar Guðmunds- dóttur og Kolbrúnar Vídalín. Jóna byrjaði að mála 1994 og hélt nú sína fyrstu sýningu. Listamaðurinn er hér við mál- verk af Minni-Völlum í Landsveit þar sem hún ólst upp og aðra af Ný- lendu á Stafnesi þar sem hún hefur búið í fimmtíu ár. Á áttræðisaldri með fyrstu einkasýninguna Sandgerði Morgunblaðið/Reynir Sveinsson SUÐURNES ALEX hefur opnað gistiheimili í bílageymsluhúsi sínu við Aðalgötu 60 í Keflavík. Gistiheimilið er skammt frá hringtorginu við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og er starf- semi gistiheimilisins eða mótelsins eins og eigendurnir kjósa að nefna það, kynnt með stóru skilti sem blasir við vegfarendum. „Við erum í nánum tengslum við viðskiptavini vegna bílageymslunn- ar og margir þeirra hafa látið í ljósi ósk um að komast í ódýra gistingu hér á svæðinu en fram til þessa hef- ur ekki verið mikið framboð af gist- ingu utan hótelanna,“ segir Guð- mundur Þórir Einarsson sem rekur bílageymsluna og gistiheimilið ásamt konu sinni Ölmu Alexand- ersdóttur og sonum. Alex hefur rek- ið bílageymslu í tæpan áratug, fyrst við Bakkastíg í Keflavík en frá því á síðasta ári í stóru húsi nálægt Reykjanesbrautinni, steinsnar frá Flugstöðinni. Viðskiptin hafa farið hratt vaxandi seinni árin. Menn fá Alex til að geyma bílana á meðan þeir fara til útlanda og láta þá gjarnan þvo þá og bóna í leiðinni. Guðmundur segir að nú fái þeir 350 til 500 bíla til geymslu á mánuði. Alma segir að ekki hafi legið fyrir þegar húsið var byggt að þar yrði innréttað gistiheimili en það hafi smám saman þróast. Í upphafi er boðið upp á gistingu í sjö herbergj- um og möguleikar eru til stækkunar með því að innrétta nokkur herbergi á efri hæð gistiálmunnar. Geymsla á fólki og farartækjum Reikna þau með að viðskiptin verði í upphafi mikið í tengslum við bílageymsluna, menn sem séu að fara til útlanda eða koma þaðan kjósi að gista hjá þeim eina nótt áð- ur en farið er í flug eða keyrt heim. Býst Guðmundur við að í sumar verði boðin tilboð á geymslu og þrif- um á bílnum og gistingu fyrir eig- andann, á meðan verið sé að kynna starfsemina. Einnig vonast þau til að útlendingar sem komi til landsins vilji nýta sér aðstöðuna og annað ferðafólk. Alex er með aðstöðu í komusal flugstöðvarinnar og getur þar kynnt þessa nýju þjónustu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Alma Alexandersdóttir, Guðmundur Þórir Einarsson og Einar Þór Guð- mundsson framan við anddyri nýja mótelsins í Keflavík. Alex opnar nýtt mótel í nágrenni flugstöðvar Keflavík HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins í Neskaupstað fóru að mestu fram með hefðbundnum hætti og hófust að venju með fjölmennu og afla- sælu sjóstangaveiðimóti á föstu- dagsmorgni. Á laugardag voru hin hefð- bundnu atriði eins og dorg- veiðikeppni, björgunaræfing og kappróður. Þá setti það sinn svip á hátíðahöldin að Lúðrasveit verkalýðsins frá Reykjavík var í heimsókn hér yfir helgina og hélt tónleika auk þess að spila á há- tíðasvæðinu í miðbænum. Hátíðahöld sjálfs sjómanna- dagsins hófust með hópsiglingu norðfirska flotans, sjómanna- messa var og blómsveigur var lagður á leiði óþekkta sjómanns- ins í kirkjugarði Norðfirðinga. Síðdegis var svo hátíða- samkoma við sundlaugina þar sem farið var í ýmsa leiki, svo sem stakkasund, blöðruslag, reip- tog o.fl. Fjórir aldraðir sjómenn voru heiðraðir, þeir Ari Magnússon, Ármann Dan Árnason, Halldór Hinriksson og Þórður Sveinsson. Veður var þokkalegt á hátíð- ardaginn og gott á sjómannadag- inn sjálfan en þá sást sólin hér eftir langa fjarveru. Sólin kom á sjómannadaginn Neskaupstaður Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Fjölmenni var á samkomunni við sundlaugina í Neskaupstað á sjómannadaginn. HÁTÍÐAHÖLD vegna sjómannadagsins hófust strax á laugardegi á Þórshöfn með skemmtidag- skrá á hafnarsvæðinu. Björgunarsveitin Hafliði hafði veg og vanda af dagskránni og bauð m.a. upp á koddaslag, pokaboðhlaup, reiptog, hjólbörukapp- akstur og fleira. Björgunarsveitin var einnig með sýningu á tækjabúnaði sínum við Hafliðabúð og boðið var upp á stuttar skemmtiferðir á Hummer bifreið félagsins. Milt veður var og kyrrt, svo úti- dagskrá heppnaðist vel og að henni lokinni fjöl- menntu bryggjugestir í vöfflukaffi til slysavarna- kvenna í Hafliðabúð. Um kvöldið var dansleikur á Hafnarbarnum og þar lék Örvar Kristjánsson fyrir dansi. Á sunnudaginn var sjómannamessa í Þórshafn- arkirkju og síðan fjölmenn skemmtisigling með Geir ÞH 150. Fjörugt við höfnina Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Hjólbörurnar prófaðar, en einnig mátti spreyta sig í reip- togi, pokaboðhlaupi og koddaslag. Þórshöfn AÐ viðstöddu fjölmenni aðstandenda brautskráningarnema svo og vina og velunnara Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki fór fram glæsileg útskriftarhátíð í Íþróttahúsi skólans laugardaginn 1. júni. Brautskráðir voru sextíu og fjórir nemendur, þar af fjörutíu og þrír af stúdentsbrautum, sjö af starfsbraut, og er það í fyrsta sinn sem brautskráð er úr því námi, einn af iðnmeistara- braut, fimm úr húsasmíði, einn úr vél- smíði, tveir af viðskiptabraut, fjórir úr grunndeildum og einn af vélstjórnar- braut, fyrsta stigi. Jón Fr. Hjartarson setti samkom- una en síðan flutti „vetrarstiklur“ Ár- sæll Guðmundsson aðstoðarskóla- meistari. Þá fór fram brautskráning nem- endanna og veiting viðurkenninga fyrir námsárangur, en kveðjuorð nemenda fluttu þau Garðar Víðir Gunnarsson forseti Nemendafélags- ins og Sólveig Harpa Steinþórsdóttir fyrir hönd nemenda á starfsbraut. Við athöfnina lék Tomas Higger- son einleik á píanó en einnig söng Dagrún Leifsdóttir við undirleik Higgersons og Pál Barna Zabo og Kristján Kristjánsson fluttu tvö frumsamin verk á fagott og slagverk. Að lokum ávarpaði skólameistari, Jón Hjartarson, brautskráningar- nema, lagði þeim hollar lífsreglur og árnaði heilla en sagði síðan skóla slit- ið. Morgunblaðið/Björn Björnsson Brautskráning Fjölbrauta- skóla Norðurlands Sauðárkrókur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.