Morgunblaðið - 04.06.2002, Page 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefna
miðvikudaginn 5. júní 2002, kl. 13.00,
í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs
Háskóli Íslands
Vi›skipta- og hagfræ›ideild
www.mba.is
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I
Y
D
D
A
•
s
ia
.is
N
M
06
53
3
Varanlegt
samkeppnisforskot
Er stefnumiðað árangursmat
(balanced scorecard) rétta verkfærið?
Ráðstefnustjóri: Hrönn Pétursdóttir,
stjórnunarráðgjafi og MBA nemi.
Stjórnandi pallborðs: Snjólfur Ólafsson, prófessor.
Boðið verður upp á veitingar.
Skráning fer fram í síma 525 4444
eða með tölvupósti, asmaa@hi.is
Þátttökugjald er kr. 5000.
LEIKFÉLAG Íslands hefur verið
lýst gjaldþrota. Páll Arnór Pálsson
hrl. hefur verið settur skiptastjóri en
frestur til að lýsa kröfum í búið er til
24. júlí næstkomandi.
Páll Arnór segir of snemmt að
segja til um hverjar heildarskuldir
félagsins eru þar sem stutt er liðið á
kröfulýsingarfrestinn.
Hallur Helgason, stjórnarformað-
ur Leikfélags Íslands, segist heldur
ekki geta sagt til um það á þessu
stigi hver skuldastaða þrotabúsins
sé. Hins vegar segir hann ljóst að um
60 milljónir króna muni falla á 16 af
18 hluthöfum félagsins sem gengist
hafi í ábyrgð fyrir það.
Hallur segir að ástæðan fyrir erf-
iðleikum Leikfélagsins sé fjölþætt. Í
hnotskurn megi lýsa vandanum
þannig að samhliða því að ákveðið
hafi verið að auka hlutafé félagsins í
ársbyrjun 2000 hafi verið óskað eftir
þríhliða samningi félagsins, ríkisins
og Reykjavíkurborgar. Borgin hafi
fallist á slíkan samning en mennta-
málaráðuneytið ekki. Á svipuðum
tíma hafi hlutabréfamarkaðurinn
hrunið. Hið aukna hlutafé hafi því
ekki skilað sér auk þess sem opin-
berir aðilar hafi ekki styrkt félagið.
„Leikfélag Íslands hefur sett upp
mikinn fjölda leiksýninga sem hefur
verið vel tekið og fengið góða gagn-
rýni,“ segir Hallur. „Þetta hefur ver-
ið gert fyrir lítinn opinberan stuðn-
ing. Mörg ársverk tapast við þetta
því Leikfélag Íslands hefur veitt
fjölda manns atvinnu. Mér finnst því
mikill skaði fyrir leiklistina í heild að
missa þetta leikhús út af markaðin-
um.“
Saga Leikfélags Íslands nær aftur
til ársins 1994 er söngleikurinn Hár-
ið var settur upp í Íslensku óperunni.
Félagið rak leikhús í Iðnó og Loft-
kastalanum en auk leikhúsrekstrar
hafði það umsjón með tal- og hljóð-
setningu og framleiddi sjónvarps-
efni. Á þeim tíma sem Leikfélag Ís-
lands starfaði setti félagið sjálft upp
yfir fjörutíu leiksýningar.
Leikfélag Ís-
lands í gjaldþrot
RÁÐGJAFARNEFND Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins, ICES, leggur til
að dregið verði verulega úr þorsk-
veiðum í Barentshafi á næsta ári. Í
fréttatilkynningu frá ráðinu kemur
fram að nefndin leggi til að heild-
arkvótinn á árinu 2003 verði 305 þús-
und tonn. Kvótinn á yfirstandandi
ári er 395 þúsund tonn. Verði farið að
tillögum ráðgjafarnefndarinnar fá
Íslendingar ekki kvóta í Barentshafi
á næsta ári því hann miðast við að
heildarkvótinn á þessu svæði sé yfir
350 þúsund tonn. Kvóti Íslendinga í
Barentshafi á yfirstandandi ári er
tæplega 6 þúsund tonn.
ICES hefur undanfarin ár lagt til
að dregið verði verulega úr þorsk-
veiðum í Barentshafi en við því hefur
ekki verið orðið. Hefur kvótinn, sem
Norðmenn og Rússar ákveða, verið
óbreyttur síðustu ár.
Ráðgjafarnefndin leggur til að há-
marksafli úr fiskstofnum við Ísland
verði hinn sami og Hafrannsókna-
stofnun hefur lagt til, og greint var
frá í skýrslu stofnunarinnar sem birt
var síðastliðinn laugardag, nema
varðandi karfa og ufsa. Nefndin
leggur til að veiði á gullkarfa verði 4
þúsund tonnum minni en Hafrann-
sóknastofnun leggur til en munurinn
er 10 þúsund tonn í ufsa, einnig
þannig að nefndin leggur til minni
veiði.
Fram kemur í tilkynningu Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins að ráð-
gjafarnefndin leggur til að dregið
verði úr veiðum úr norsk-íslenska
síldarstofninum úr 850 þúsund tonn-
um í ár í 710 þúsund tonn á næsta
ári. Þá leggur nefndin einnig til að
dregið verði úr veiðum á þorski og
ýsu við Færeyjar um 35%.
Lagt er til að dregið verði úr þorskveiðum í Barentshafi á næsta ári.
Tillögur ráðgjafarnefndar
Alþjóðahafrannsóknaráðsins
Dregið verði
úr þorskveiðum
í Barentshafi
DAGBLAÐIÐ The Wall Street
Journal fjallaði um stöðu Banda-
ríkjadals í gær og sagði að nú virtist
sem lækkun hans væri hafin, en
hennar hefði lengi verið beðið. Þetta
kynni að halda hlutabréfaverði niðri
og þrýsta vöxtum upp.
Blaðið segir að lækkun dalsins
gagnvart evru, jeni og öðrum
stórum gjaldmiðlum þýði að dregið
hafi úr miklum áhuga fjárfesta, en
hann hafi varað í sjö ár. Æ fleiri hafi
fengið aukinn áhuga á öðrum hlutum
heimsins á kostnað Bandaríkjanna
og þar með kunni sú fjárhæð að
lækka sem streymir til Bandaríkj-
anna, en útlendingar hafi fjárfest
einn milljarð dala í Bandaríkjunum
á síðustu árum, eða sem svarar til
rúmlega 90 milljarða króna á dag.
Blaðið telur að lækkun dalsins geti
haft alvarlegri afleiðingar fyrir
Bandaríkin nú en oft áður, vegna
þess að þau séu orðin háðari erlendu
fjármagni en áður hafi verið.
Fyrir utan minna fjárstreymi til
landsins segir The Wall Street
Journal að afleiðingarnar yrðu þær
að hækka verðbólgu, bæði beint
vegna hærra innflutningsverðs og
óbeint vegna þess að hærra innflutn-
ingsverð auðveldi innlendum fram-
leiðendum verðhækkun. Hins vegar
kunni lækkun Bandaríkjadals einnig
að auka útflutning, sem yrði til að
auka hagvöxt. Haft er eftir formanni
Landssamtaka framleiðenda að
lækkun dalsins séu góð tíðindi og að
hann þyrfti að lækka um 15–20% á
þessu ári, en hingað til hafi hann
lækkað um 3% gagnvart körfu gjald-
miðla. Ef marka má tvo hagfræð-
inga sem blaðið ræðir við verður
þessi þó ekki raunin. Annar þeirra
spáir því að Bandaríkjadalur lækki
um 6% til viðbótar út næsta ár, og
hinn segist búast við að dalurinn
lækki um 10% fram á miðjan þennan
áratug.
Alan Greenspan, seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, hefur einnig spáð
því að á endanum muni linna miklu
flæði fjármagns inn í Bandaríkin og
stöðugri hækkun dalsins. „En ég hef
verið að spá þessu í fimm ár,“ er haft
eftir honum.
Blaðið segir að áframhaldandi
lækkun Bandaríkjadals kunni að
marka endalok tímabils sem hafi
hafist um miðjan síðasta áratug.
Aukið flæði erlends fjármagns inn í
landið hafi gert bandarískum fyrir-
tækjum kleift að fjárfesta í hátækni
og það hafi stuðlað að aukinni fram-
leiðni, sem hafi aukið hagvöxt, hagn-
að fyrirtækja og hlutabréfaverð.
Þetta hafi svo aftur orðið til að gera
Bandaríkin spennandi í augum fjár-
festa, sérstaklega þar sem dalurinn
hélt áfram að hækka sem jók verð-
mæti fjárfestinganna í Bandaríkjun-
um mælt í öðrum gjaldmiðlum.
Bandaríska hagkerfið er þrátt
fyrir þetta afar sterkt að mati The
Wall Street Journal. Blaðið tekur
sem dæmi að síðastliðinn föstudag
hafi komið fram tölur sem sýni að
framleiðni á vinnustund hafi aukist
um 8,4% á milli fyrsta ársfjórðungs í
fyrra og í ár, sem sé mesta aukning
frá 1983.
Bandaríkjadalur veikist
FORSVARSMENN Ísafoldarprent-
smiðju hf. fóru fram á það við Hér-
aðsdóm Reykjaness síðastliðinn
föstudag að félagið yrði tekið til
gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur varð
við þeirri beiðni og skipaði Jóhann
Nielsson hrl. skiptastjóra í gær.
Ólafur H. Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Ísafoldarprentsmiðju
og einn af núverandi eigendum fé-
lagsins, segir að með kaupum á
hlutabréfum Frjálsrar fjölmiðlunar í
prentsmiðjunni fyrir um mánuði hafi
ætlunin verið að freista þess að leita
nauðasamninga við lánardrottna til
að geta haldið starfseminni gang-
andi. Stærsti kröfuhafinn, Lands-
banki Íslands, hafi hins vegar neitað
öllum samningum. Því hafi ekki ver-
ið um annað að ræða en að óska eftir
gjaldþrotaskiptum á félaginu.
Að sögn Ólafs eru heildarskuldir
prentsmiðjunnar í kringum 450
milljónir króna og eignir um 100–150
milljónir, þótt erfitt sé að segja til
um þær. Hann segir að samhliða
kaupunum á hlutabréfum Frjálsrar
fjölmiðlunar í Ísafoldarprentsmiðj-
unni hafi verið gerður samningur um
sölu á prentvél prentsmiðjunnar sem
Fréttablaðið er prentað í. Hugsan-
lega geti skiptastjóri rift þeirri sölu
en Ólafur segist aldrei hefðu sam-
þykkt söluna nema vegna þess að
hún var að hans mati fyrir hærra
verð en upplausnarvirði vélarinnar.
Um fimmtíu manns starfa hjá Ísa-
foldarprentsmiðjunni.
Ísafoldarprentsmiðja í gjaldþrot
Ekki fallist á beiðni
um nauðasamninga
● GÚMMÍVINNSLAN hf. á Akureyri
var rekin með 9 milljóna króna hagn-
aði á árinu 2001 og er það heldur
lakari afkoma en árið á undan, þegar
hagnaðurinn var 11 milljónir króna.
Tap var á rekstrinum á fyrri hluta árs-
ins en aftur á móti mjög góð afkoma
á seinni hluta árs.
Rekstrartekjur í fyrra voru rúmar
162 milljónir króna, sem er nánast
sama upphæð og árið áður, en á
sama tíma hækkuðu rekstrargjöld og
afskriftir um 6 milljónir og urðu ríf-
lega 153 milljónir. Rekstrarhagnaður
fyrir skatta og fjármagnsliði á árinu
2001 nam 8,8 milljónum en árið á
undan nam hann 14,1 milljón.
Fjármagnsliðir voru jákvæðir um
2,9 milljónir, reiknaðir skattar nema
3,8 milljónum og hagnaður af reglu-
legri starfsemi er því 7,9 milljónir.
Veltufé frá rekstri jókst um 49% frá
fyrra ári og varð 26 milljónir króna.
Veltufjárhlutfall hækkaði á milli ár-
anna 2000 og 2001 úr 4,33 í 4,43.
Eignir í árslok 2001 námu rúmum
182 milljónum, skuldir 47 milljónum
og eigið fé var því rúmar 135 millj-
ónir. Eiginfjárhlutfall félagsins er
þannig um 74%. Gúmmívinnslan
annast framleiðslu og sölu gúmmí-
varnings úr endurunnu gúmmíi, sóln-
ingu hjólbarða, innflutning og sölu á
hjólbörðum, rekstur hjólbarðaverk-
stæða svo og framleiðslu stálbobb-
inga og fleiri vara fyrir sjávarútveg.
Ennfremur er rekið verkstæði með
púst- og bremsuviðgerðir og smur-
þjónustu auk smærri bílaviðgerða.
Hluthafar í Gúmmívinnslunni eru
35 en stærsti eigandinn er Fimman
ehf. með 37,49% eignarhlut. Aðrir
hluthafar eiga innan við 10% hlut
hver um sig.
Gúmmívinnslan
með 9 milljónir
í hagnað
STUTTFRÉTTIR
● EIMSKIP Norge AS og Wilhelmsen
Agencies AS hafa samið um stofnun
umboðsfyrirtækis í Álasundi, sem
verður að hálfu í eigu hvors aðila og
hefur starfsemi 1. september nk.
Nýja fyrirtækið mun heita „Åle-
sund Shipping Agencies AS“ og verð-
ur það umboðsmaður fyrir Hamburg
Süd á Álasundssvæðinu. Með stofn-
un fyrirtækisins verður hægt að
mæta auknum kröfum um þjónustu
og samkeppnishæfni á þessum mik-
ilvæga markaði ásamt því að bjóða
upp á fleiri tegundir flutningaþjón-
ustu en hingað til, að því er segir í
fréttatilkynningu.
Eimskip Norge AS, sem er í eigu
Hf. Eimskipafélags Íslands og Wil-
helmsen Agencies AS, er hluti af
Barwil-samstæðunni, sem er alþjóð-
legt umboðsmannanet í eigu Wilh.
Wilhelmsen-samstæðunnar í Noregi.
Eimskip stofnar nýtt
fyrirtæki í Noregi
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnu-
lífsins og Klak ehf., dótturfyrirtæki
Nýherja hf., hafa gert með sér sam-
starfssamning með það fyrir augum
að styrkja starf í uppbyggingu og
þróun sprotafyrirtækja á sviði upp-
lýsinga- og hátækni. Felur þessi
samningur í sér að Klak verður
helsti samstarfsaðili Nýsköpunar-
sjóðs í ráðgjöf um mat á fjárfesting-
artækifærum, rekstrarþjónustu og
ráðgjöf til sprotafyrirtækja sem Ný-
sköpunarsjóður hefur nú þegar fjár-
fest í og til sprotafyrirtækja sem Ný-
sköpunarsjóður mun fjárfesta í á
komandi misserum.
Jafnframt munu Nýsköpunarsjóð-
ur og Klak starfa saman að gagn-
kvæmri kynningu á starfsemi og
þjónustu hvors aðila.
Samstarf um styrkingu
sprotafyrirtækja