Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 21 Tilboð vikunnar Piz Buin Þú kaupir tvo hluti og færð glæsilega tösku í kaupbæti. Hawaiian Tropic Þú kaupir After Sun Lotion og Bioshield andlitsvörn spf 15 fylgir með í kaupauka Comodynes After sun klútar Tilboð: 2 fyrir 1. Verð kr. 659 20% afsl. 2 fyrir 1 HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval JEAN-Marie Le Pen vonast til þess að flokkur hans, Þjóðarfylkingin (FN), komist í oddaaðstöðu á franska þinginu í kosningunum sem hefjast á sunnudag. Stjórnmálaskýr- endur telja þó ólíklegt að flokkurinn nái því markmiði þrátt fyrir óvæntan sigur Le Pens á forsetaefni sósíalista í fyrri umferð forsetakosninganna 21. apríl. Skoðanakannanir benda til þess að Þjóðarfylkingin fái 14% fylgi, sem er ívið minna en kjörfylgi Le Pens í fyrri umferð forsetakosninganna, þegar hann fékk 16,86% atkvæð- anna. Le Pen kveðst stefna að því að Þjóðarfylkingin fái að minnsta kosti 20 þingsæti af 557. Þar með fengi flokkurinn rétt til hærri styrkja og skrifstofuaðstöðu á þinginu, auk þess sem hann kæmist að öllum lík- indum í oddaaðstöðu. Í síðustu þingkosningum árið 1997 fékk Þjóðarfylkingin 14,94% at- kvæðanna og aðeins eitt þingsæti. Flokkurinn fékk 35 þingsæti í kosn- ingum árið 1986 þegar hann naut góðs af nýju hlutfallskosningakerfi – en aðeins eitt þingsæti tveimur árum síðar þegar gamla kosningakerfið var tekið upp aftur, en það byggist á því að frambjóðendurnir þurfa að fá meirihluta atkvæðanna til að ná kjöri. Flokkurinn þarf að fá að minnsta kosti 12,5% atkvæðanna til að kom- ast í síðari umferð þingkosninganna í einstökum kjördæmum þar sem eng- inn nær kjöri í fyrri umferðinni. Tal- ið er að Þjóðarfylkingin geti keppt um allt að 200 þingsæti í síðari um- ferðinni en búist er við að stóru vinstri- og hægriflokkarnir fái lang- flest þeirra. Til að hafa raunhæfan möguleika á að fá þingsæti þarf Þjóðarfylkingin að semja um samstarf við frambjóð- endur flokks Jacques Chirac forseta en talið er mjög ólíklegt að það gerist í ljósi viðbragðanna við sigri Le Pens á forsetaefni sósíalista í apríl. Þjóðarfylkingin gæti hins vegar hefnt ósigurs Le Pens fyrir Chirac í síðari umferð forsetakosninganna með því að svipta forsetann þing- meirihluta. Í síðari umferð þing- kosninganna 1997 fengu vinstri- flokkarnir 45 þingsæti í kjördæmum þar sem mjótt var á munum vegna þess að atkvæði hægrimanna skipt- ust á milli tveggja frambjóðenda af þremur. Framboð Þjóðarfylkingar- innar kann að hafa svipuð áhrif í komandi kosningum. Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til þess að stuðnings- menn Chirac fari með sigur af hólmi í þingkosningunum. Gangi þetta eft- ir getur Þjóðarfylkingin ekki gert sér vonir um að komast til áhrifa fyrr en í forsetakosningunum árið 2007 þegar Le Pen verður orðinn 78 ára. „Ef ég verð ekki í hjólastól ætla ég auðvitað að gefa kost á mér aftur,“ sagði Le Pen í sjónvarpsviðtali á sunnudag. Sakaður um pyntingar í Alsír Franska dagblaðið Le Monde birti í gær viðtöl við fjóra fyrrverandi fé- laga í Þjóðfrelsisfylkingu Alsírs (FLN) sem sögðu að Le Pen hefði pyntað þá í febrúar 1957 til að neyða þá til að veita upplýsingar þegar þeir voru teknir til fanga í stríðinu í Alsír. Le Pen var þá liðsforingi í franskri fallhlífahersveit sem barðist í Alsír. Le Pen neitaði þessum ásökunum og kvaðst ætla að höfða meiðyrðamál gegn dagblaðinu vegna viðtalanna. Flokkur Le Pens vill komast í oddaaðstöðu París. AFP. Reuters Jean-Marie Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðarfylkingarinnar. AFSTÝRA tókst stjórnarkreppu í Ísrael í gær þegar bókstafstrúar- menn í Shas-flokknum samþykktu að heita því að greiða atkvæði með öllum aðgerðum, sem samþykktar hafi verið af ríkisstjórn landsins. Ar- iel Sharon forsætisráðherra hafði rekið ráðherra Shas úr ríkisstjórn sinni fyrir tveimur vikum vegna and- stöðu flokksins við aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum. Ísraelsþing samþykkti tillögu þess efnis, að Shas tæki aftur sæti í rík- isstjórninni, með 54 atkvæðum gegn 23, í atkvæðagreiðslu sem fór fram í gær. Þar með nýtur ríkisstjórn Sharons stuðnings 77 þingmanna af 120 en stjórnin lafði á bláþræði eftir brotthvarf Shas, enda þá aðeins 60 þingmenn stuðningsmenn hennar. Sharon myndaði „þjóðstjórn“ í mars 2001 en slíkt þótti nauðsynlegt í ljósi harðnandi átaka við Palestínu- menn. Aðild að stjórninni áttu þá Likud-bandalag Sharons sjálfs, Verkamannaflokkurinn og Shas, þriðji stærsti flokkurinn á ísraelska þinginu, auk ýmissa minni flokka. Ætlar að koma í veg fyrir að Sadaat verði sleppt Sharon hét því í gær að koma í veg fyrir að Ahmed Sadaat, leiðtoga Al- þýðufylkingarinnar fyrir frelsun Palestínu (PFLP), yrði sleppt úr haldi en hæstiréttur heimastjórnar Palestínumanna hafði þá úrskurðað að sleppa skyldi Sadaat tafarlaust. Ísrael sakar Sadaat um að tengj- ast morðinu á ísraelskum ráðherra í október en samþykkti í apríl að hann yrði í umsjá bandarískra og breskra fangavarða í fangelsi á Vesturbakk- anum. Hæstirétturinn palestínski sagði hins vegar í úrskurði sínum í gær að engar sannanir væru fyrir því, að Sadaat tengdist morðinu á Rehavam Zeevi ferðamálaráðherra. INDVERSK stúlka aðstoðar móður sína við að tína chili-pipar í þorpinu Namkhana, sem er um 100 km suð- ur af borginni Kalkútta. Konan hef- ur um 2 dollara, um tvö hundruð ís- lenskar krónur, í laun á dag fyrir vinnu sína. Reuters Piparinn tíndurShas aftur inn í stjórn Sharons Jerúsalem. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.