Morgunblaðið - 04.06.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 04.06.2002, Síða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 21 Tilboð vikunnar Piz Buin Þú kaupir tvo hluti og færð glæsilega tösku í kaupbæti. Hawaiian Tropic Þú kaupir After Sun Lotion og Bioshield andlitsvörn spf 15 fylgir með í kaupauka Comodynes After sun klútar Tilboð: 2 fyrir 1. Verð kr. 659 20% afsl. 2 fyrir 1 HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval JEAN-Marie Le Pen vonast til þess að flokkur hans, Þjóðarfylkingin (FN), komist í oddaaðstöðu á franska þinginu í kosningunum sem hefjast á sunnudag. Stjórnmálaskýr- endur telja þó ólíklegt að flokkurinn nái því markmiði þrátt fyrir óvæntan sigur Le Pens á forsetaefni sósíalista í fyrri umferð forsetakosninganna 21. apríl. Skoðanakannanir benda til þess að Þjóðarfylkingin fái 14% fylgi, sem er ívið minna en kjörfylgi Le Pens í fyrri umferð forsetakosninganna, þegar hann fékk 16,86% atkvæð- anna. Le Pen kveðst stefna að því að Þjóðarfylkingin fái að minnsta kosti 20 þingsæti af 557. Þar með fengi flokkurinn rétt til hærri styrkja og skrifstofuaðstöðu á þinginu, auk þess sem hann kæmist að öllum lík- indum í oddaaðstöðu. Í síðustu þingkosningum árið 1997 fékk Þjóðarfylkingin 14,94% at- kvæðanna og aðeins eitt þingsæti. Flokkurinn fékk 35 þingsæti í kosn- ingum árið 1986 þegar hann naut góðs af nýju hlutfallskosningakerfi – en aðeins eitt þingsæti tveimur árum síðar þegar gamla kosningakerfið var tekið upp aftur, en það byggist á því að frambjóðendurnir þurfa að fá meirihluta atkvæðanna til að ná kjöri. Flokkurinn þarf að fá að minnsta kosti 12,5% atkvæðanna til að kom- ast í síðari umferð þingkosninganna í einstökum kjördæmum þar sem eng- inn nær kjöri í fyrri umferðinni. Tal- ið er að Þjóðarfylkingin geti keppt um allt að 200 þingsæti í síðari um- ferðinni en búist er við að stóru vinstri- og hægriflokkarnir fái lang- flest þeirra. Til að hafa raunhæfan möguleika á að fá þingsæti þarf Þjóðarfylkingin að semja um samstarf við frambjóð- endur flokks Jacques Chirac forseta en talið er mjög ólíklegt að það gerist í ljósi viðbragðanna við sigri Le Pens á forsetaefni sósíalista í apríl. Þjóðarfylkingin gæti hins vegar hefnt ósigurs Le Pens fyrir Chirac í síðari umferð forsetakosninganna með því að svipta forsetann þing- meirihluta. Í síðari umferð þing- kosninganna 1997 fengu vinstri- flokkarnir 45 þingsæti í kjördæmum þar sem mjótt var á munum vegna þess að atkvæði hægrimanna skipt- ust á milli tveggja frambjóðenda af þremur. Framboð Þjóðarfylkingar- innar kann að hafa svipuð áhrif í komandi kosningum. Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til þess að stuðnings- menn Chirac fari með sigur af hólmi í þingkosningunum. Gangi þetta eft- ir getur Þjóðarfylkingin ekki gert sér vonir um að komast til áhrifa fyrr en í forsetakosningunum árið 2007 þegar Le Pen verður orðinn 78 ára. „Ef ég verð ekki í hjólastól ætla ég auðvitað að gefa kost á mér aftur,“ sagði Le Pen í sjónvarpsviðtali á sunnudag. Sakaður um pyntingar í Alsír Franska dagblaðið Le Monde birti í gær viðtöl við fjóra fyrrverandi fé- laga í Þjóðfrelsisfylkingu Alsírs (FLN) sem sögðu að Le Pen hefði pyntað þá í febrúar 1957 til að neyða þá til að veita upplýsingar þegar þeir voru teknir til fanga í stríðinu í Alsír. Le Pen var þá liðsforingi í franskri fallhlífahersveit sem barðist í Alsír. Le Pen neitaði þessum ásökunum og kvaðst ætla að höfða meiðyrðamál gegn dagblaðinu vegna viðtalanna. Flokkur Le Pens vill komast í oddaaðstöðu París. AFP. Reuters Jean-Marie Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðarfylkingarinnar. AFSTÝRA tókst stjórnarkreppu í Ísrael í gær þegar bókstafstrúar- menn í Shas-flokknum samþykktu að heita því að greiða atkvæði með öllum aðgerðum, sem samþykktar hafi verið af ríkisstjórn landsins. Ar- iel Sharon forsætisráðherra hafði rekið ráðherra Shas úr ríkisstjórn sinni fyrir tveimur vikum vegna and- stöðu flokksins við aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum. Ísraelsþing samþykkti tillögu þess efnis, að Shas tæki aftur sæti í rík- isstjórninni, með 54 atkvæðum gegn 23, í atkvæðagreiðslu sem fór fram í gær. Þar með nýtur ríkisstjórn Sharons stuðnings 77 þingmanna af 120 en stjórnin lafði á bláþræði eftir brotthvarf Shas, enda þá aðeins 60 þingmenn stuðningsmenn hennar. Sharon myndaði „þjóðstjórn“ í mars 2001 en slíkt þótti nauðsynlegt í ljósi harðnandi átaka við Palestínu- menn. Aðild að stjórninni áttu þá Likud-bandalag Sharons sjálfs, Verkamannaflokkurinn og Shas, þriðji stærsti flokkurinn á ísraelska þinginu, auk ýmissa minni flokka. Ætlar að koma í veg fyrir að Sadaat verði sleppt Sharon hét því í gær að koma í veg fyrir að Ahmed Sadaat, leiðtoga Al- þýðufylkingarinnar fyrir frelsun Palestínu (PFLP), yrði sleppt úr haldi en hæstiréttur heimastjórnar Palestínumanna hafði þá úrskurðað að sleppa skyldi Sadaat tafarlaust. Ísrael sakar Sadaat um að tengj- ast morðinu á ísraelskum ráðherra í október en samþykkti í apríl að hann yrði í umsjá bandarískra og breskra fangavarða í fangelsi á Vesturbakk- anum. Hæstirétturinn palestínski sagði hins vegar í úrskurði sínum í gær að engar sannanir væru fyrir því, að Sadaat tengdist morðinu á Rehavam Zeevi ferðamálaráðherra. INDVERSK stúlka aðstoðar móður sína við að tína chili-pipar í þorpinu Namkhana, sem er um 100 km suð- ur af borginni Kalkútta. Konan hef- ur um 2 dollara, um tvö hundruð ís- lenskar krónur, í laun á dag fyrir vinnu sína. Reuters Piparinn tíndurShas aftur inn í stjórn Sharons Jerúsalem. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.