Morgunblaðið - 04.06.2002, Page 41

Morgunblaðið - 04.06.2002, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 41 Með þessum línum langar mig til að minnast móðursystur minnar, Hiddu frænku, sem lést 25. maí síðastliðinn. Hidda var ættuð frá Stykkishólmi, þar sem ég fæddist og ólst upp í foreldrahúsum, þar til ég var 18 ára og þurfti að fara til Reykjavíkur til náms. Það er alltaf erfitt fyrir foreldra að senda unglinga eina í burtu, en í mínu tilfelli var það aldrei neitt vandamál, því ég var svo heppin að eiga góða frænku í Reykjavík. Þau hjónin Hidda og Kristján veittu mér húsaskjól á Fornhaganum á árunum 1971-1974. Ég hef alltaf sagt, að ég þurfti aldrei að fara að heiman, ég ein- faldlega eignaðist annað heimili. Ég á góðar og ljúfar minningar frá Fornhaganum. Hidda og Kristján voru afskaplega góð við mig og mér leið mjög vel hjá þeim. Hidda var mjög skemmtileg, alltaf glöð, hress og dugleg, aldrei nein logn- HILDUR SIGURÐARDÓTTIR ✝ Hildur Sigurðar-dóttir fæddist 15. október 1917. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 25. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 31. maí. molla í kringum hana, Kristján fór sér að- eins hægar. Alltaf var nýlagað kaffi eldsnemma á morgnana, góður kvöldmatur og þegar við frænkurnar vorum búnar að vaska upp fengum við okkur kaffisopa og síðan spáði Hidda í bollana. Það var oft hlegið dátt á Fornhaganum. Hidda hafði góðan húmor, hún fylgdist vel með öllu sem ég tók mér fyrir hendur, gladdist þegar mér gekk vel og hvatti mig til dáða ef illa gekk. Ég man þegar ég kláraði prófin á vorin þá var alltaf veisla á Forn- haganum, meira að segja þegar ég tók bílpróf (ég hélt nefnilega að ég gæti ekki lært á bíl). Ég bjó hjá Hiddu þegar ég kynntist verðandi manni mínum, og hún fylgdist vel með tilhugalífinu hjá okkur, og sagði mér reyndar að spá vel í þennan pilt því henni litist mjög vel á hann. Hún hafði einhverjar áhyggjur af því að ég myndi aldrei finna mann, því henni fannst ég vera svo vandlát. Ég kláraði nám mitt og flutti af Fornhaganum og hlýddi Hiddu og giftist piltinum sem heillaði hana. Þegar ég svo eignaðist börnin mín þótti þeim alltaf gaman og gott að koma til Hiddu „ömmu“ og Krist- jáns „afa“ og fá fullt af Cocoa Puffs og smákökum. Alltaf var Hidda tilbúin að passa fyrir mig og þótti börnunum alltaf spenn- andi að fara með Kristjáni út í „búrið“, því þar var alltaf eitthvert góðgæti sett í poka til að fara með heim. Hidda og Kristján eignuðust eina dóttur, Maggý. Oft er nú sagt að einbirni séu dekruð börn því þau fái allt, en það er ekki hægt að segja það um hana Maggý. Það voru Hidda og Kristján sem fengu allt sem foreldrar geta óskað sér frá barni sínu. Það er leitun að slíkri dóttur. Ég var vitni að því þau ár sem ég dvaldi þarna að Maggý hringdi daglega, kom oft í heimsókn og að alltaf faðmaði hún og kyssti foreldra sína. Ég man sérstaklega eftir helgunum þegar von var á Maggý, Kidda og strák- unum í mat. Þá ljómaði Hidda, heimilið að sjálfsögðu hreint og fínt, hryggur eða læri sett í ofninn og haldin veisla. Þegar aldurinn færðist yfir hjónin á Fornhaganum hefur dótt- irin hlúð að þeim af ást og alúð, en síðustu árin bjó Hidda frænka á elliheimilinu Grund, en Kristján varð eftir á Fornhaganum. Ég hefði mátt vera duglegri að heim- sækja gömlu hjónin síðustu árin, en eitt er víst að ég hef ekki gleymt hvað þau voru góð við mig. Elsku Kristján, Maggý og fjöl- skylda, ég bið góðan Guð að veita ykkur styrk í sorg ykkar. Það er með söknuði sem ég kveð Hiddu frænku. Magdalena Kristinsdóttir. Þegar ég lygni aftur augum og minnist Úllu frænku streyma minn- ingarnar fram. Ég sé Úllu fyrir mér skelli- hlæjandi, að gera grín eða dansandi. Það er ekki hægt annað en að brosa að þessum ljúfu minningum. Úlla var systir móður minnar heitinnar, besta vinkona hennar, ferðafélagi og spilafélagi. Já, eig- inlega voru þær eins og samlokur. Það var mikill samgangur milli fjöl- skyldnanna. Það var henni því mik- ill missir þegar móðir mín lést. En eins og flestir vita og upplifa held- ur lífið áfram. Ég gæti sagt svo miklu meira um hana Úllu en ég held ég geymi þær minningar fyrir mig. Hennar verður sárt saknað. Í hjarta mér er sorgin sár, söknuður er sefa tár. Þrek og þrótt nú skortir mig, þökk sé fyrir vin sem þig. (Höf. óþ.) Elsku Jói, Bryndís, Ellý, Gísli, Soffía, makar ykkar og börn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ykkar frænka Margrét. Elsku Úlla þegar við fengum þær fréttir að þú værir farin var okkur mjög brugðið. Við vorum nýbúin að vera í heimsókn hjá þér á spítalanum og þú varst að verða nokkuð spræk. Þú varst alltaf svo mikill stuðbolti. Það er okkur minnisstætt að þegar við giftum okkur töluðu margir um hvað þú varst hress. Og sérstaklega þegar þú settir á þig trúðahárkollu og skemmtir þér og öðrum vel langt fram á nótt. Elsku Úlla, við vitum að þú ert komin núna á góðan stað. URSULA HAUTH ✝ Ursula Hauthfæddist í Lübeck í Þýskalandi 17. des- ember 1938. Hún lést á Landspítalanum 16. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogs- kirkju 24. maí. Mamma og pabbi hafa örugglega tekið vel á móti þér. Það er mik- ill söknuður að missa svona skemmtilega konu. Elsku Jói, Bryndís, Ellý, Gísli, Soffía og fjölskyldur, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð og megi Guð vera með ykkur. Þorgeir, Lena og Dagmar. Elsku Úlla frænka. Nú er enn ein góð sál farin, en ég veit að það eru góðar sálir sem taka á móti þér. Ég var alltaf á leiðinni í heim- sókn til þín. En það á ekki að fresta því til morguns sem maður getur gert í dag. Ég man eftir því þegar ég var lítill og við mamma vorum í heim- sókn hjá þér að spila 21 og lagt var undir. Ég þurfti að suða mikið til að fá að vera með og lánaði mamma mér þá pening. Og eitt skiptið var ég búinn að vinna nokk- urn pening af ykkur og voruð þið ekki par hrifnar af því. En ég fór ánægður út. En í næsta skipti þeg- ar ég ætlaði að fá að vera með vor- uð þið búnar að breyta reglunum. Ég þurfti að koma með mína eigin peninga. Ekki fá lánað hjá mömmu. Það var margt skemmtilegt sem gerðist í eldhúsinu hjá þér. Mikið hlegið og mikið gaman. Og þegar þú og mamma fóruð að tala þýsku vissi ég að þá var verið að tala um eitthvað sem ég mátti ekki vita. Ég verð að minnast á frosting- kökuna sem þú bakaðir sérstaklega handa mér. Og var ekkert sjálf- sagðara. Þegar einhver var í fýlu eða leið- ur varst þú alltaf fljót að koma manni í gott skap aftur. Og leiðin sem þú fannst upp á til að koma mér í gott skap og fá mig til að brosa var að segja við mig: Siggi bros. Elsku Bryndís, Ellý, Gísli, Soffía, Jói og fjölskyldur, ég votta ykkur samúð mína. En ég kveð þig nú með söknuði. Þinn frændi Sigurður (Siggi bros). MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina               :    4 L  A> ;& *#D#)8 " 0& 6 -$#; #0F        >    -. (      1!  !#%!'%! 8     4    ?  @ 8  !=           1*0000! 1;   ! #")) #)  ; &281#")) < 9) ##$  "#")) <9) 9) ##$ -  9) (# ")) 81) 9) ##$ '( ( 9) #")) % "#"))   #$  ;" "#")) ,K8;,K8;##$ 0  01$ #&#)#) * A         ;       ;       (            >' >-@'A> !.  ! #)   D #8# IM  &8 (* 8 5!" ")) ' %##$ 50$   ;#")) $ 0  01*     =?% ?  '& I  ;$## &)    '#! ! B.       281 281 ##$* A      .   ;      ;(         = ?-> A>   )#0 )N  &8 (* #.281 (# ")) 5  (# #$ $ ;81#&"* 9           ;                    =?'=> ?2    8 ( 8  # II*  ( ;.#"))8   2818      ;.#")) 8 )) ;##$ 08 )* ;.##$   -*# (!#")) -  9) #"))   $ ;81#&"* A              ;               4      H 5> L >A> (  " =# ;*     &#)$ ;F"#&#)*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.