Morgunblaðið - 04.06.2002, Qupperneq 45
Hæst ber árangur Gígju frá Aust-
vaðsholti sem fremst stóð í A-flokki
hjá Fáki á dögunum. Hlaut hún 9,05
fyrir hæfileika og þar af 9,5 fyrir
skeið, vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt
og fegurð í reið og 8,5 fyrir brokk,
stökk og 8,0 fyrir fet. Fyrir sköpulag
hlaut hún 8,02 og 8,64 fyrir hæfileika.
Möguleikar Gígju á landsmóti eru
miklir, hún gæti allt eins vermt sig-
ursætið í A-flokki en þó virðist staða
hennar ekki síðri í kynbótadómum.
Sóldögg frá Hvoli stóð henni lítt að
baki einnig með 9,05 fyrir hæfileika,
fékk þrisvar 9,5 fyrir brokk, skeið og
vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt, 8,5
fyrir fegurð í reið, 8,0 fyrir stökk og
7,5 fyrir fet. Þessar hryssur eru alveg
í sérflokki hvað hæfileikum viðkemur
en Sóldögg fékk aðeins 7,49 fyrir
sköpulag. Á milli þeirra með 8,59 er
kunn hryssa, Þoka frá Hólum, en hún
hlýtur 8,64 fyrir sköpulag og 8,56 fyr-
ir hæfileika. Þessi hryssa hefur verið
allnokkuð milli tanna manna en nú
ætti hún að vera endanlega búinn að
hrista af sér slyðruorðið. Hæst hlýtur
hún 9,5 fyrir háls og herðar og 9,0 fyr-
ir fótagerð og brokk.
Orri fer vel við Laugarvatn
En þetta er ekki hæsta sköpulags-
einkunnin sem gefin var í Hafnarfirði
því Gári frá Auðsholtshjáleigu hlaut
hvorki meira né minna en 8,87 sem er
eftir því sem næst verður komist
hæsta sköpulagseinkunn sem gefin
hefur verið til þessa. Gári er aðeins
fjögurra vetra og að því er virðist
gæti hann orðið enn ein stjarnan úr
Auðsholtshjáleiguræktuninni en til
þess að standa undir stjörnunafnbót-
inni þarf hann að fara hátt fyrir hæfi-
leika. En lítum fyrst á sköpulagið, þar
fær hann 9,5 fyrir hófa og prúðleika
og 9,0 fyrir háls, samræmi og fóta-
gerð og 8,0 fyrir höfuð, bak og lend og
réttleika. Ekki þarf heldur að fara
með veggjum þegar kemur að hæfi-
leikunum, þar hlýtur hann 7,97, hæst
9,0 fyrir stökk, 8,5 fyrir fegurð í reið
og fet, 8,0 fyrir tölt, brokk og vilja og
geðslag. Þá hlýtur hann 6,5 fyrir
skeið. Með þessari sköpulagseinkunn
veltir Gári Seifi frá Efra-Apavatni úr
sessi sem hæst metni stóðhesturinn
fyrir sköpulag. Ættarsamsetning
Gára er athygliverð, faðirinn er Orri
frá Þúfu en móðirin er Limra frá
Laugarvatni sem er undan Anga og
Glímu frá Laugarvatni. Nú er spurn-
ing hvort ekki sé orðið tímabært fyrir
þá Laugvetninga Bjarna Þorkelsson
og co. að fara huga alvarlega að því að
nýta sér Orra frá Þúfu eftir þessa vel
heppnuðu blöndu Gunnars Arnarson-
ar.
Ekki má skilja svo við Hafnarfjörð-
inn án þess að geta frammistöðu
Töfra frá Selfossi sem hlaut 9,0 fyrir
öll atriði hæfileikanna nema skeið 5,0.
Er það út af fyrir sig einstæður ár-
angur.
Glampi góður á Króknum
Fyrir norðan hafa hross einnig ver-
ið að fá háar tölur og ber þar hæst hin
síðbúna kynbótasýning Glampa frá
Vatnsleysu sem nú kemur fyrst fram
þrettán vetra. Hlaut hann 8,68 fyrir
hæfileika og þar á meðal 8,0 fyrir
skeið sjálfur „klárhesturinn“. Glampi
fékk 9,0 fyrir þrjú atriði, brokk, feg-
urð í reið og vilja. 8,5 hlaut hann fyrir
tölt, stökk og fegurð í reið.
Stígandi frá Leysingjastöðum kom
næstur á eftir Glampa og hlaut hann
8,0 fyrir sköpulag og 8,38 fyrir hæfi-
leika sem er aldeilis frábært hjá
skeiðlausum hesti. Mest munaði þar
um 9,5 fyrir tölt en auk þess fékk
hann þrisvar 9,0 fyrir brokk, stökk og
fegurð í reið, 8,5 fyrir vilja og geðslag
og 7,5 fyrir fet. Það er nokkuð um liðið
síðan flaggað var tíunni fyrir tölt í
kynbótadómi og spurning hver verð-
ur fyrstur eða fyrst til að hreyfa við
henni. Stígandi gæti þar átt góða
möguleika.
Lydía dóttir Glampa gaf föður sín-
um lítið eftir en hún hlaut 8,54, þrjár
níur eins og faðirinn, fyrir brokk,
vilja, geðslag og fegurð í reið.
Fleiri hross mætti nefna hér því af
mörgu er að taka og svo sannarlega
vel þess virði að bregða sér á kyn-
bótasýningar þessa dagana. Hrossa-
ræktin á Íslandi stendur með miklum
blóma í dag og ekki annað að sjá en
fjöldi glæstra gripa muni skreyta
landsmótið á Vindheimamelum.
Hinn ungi Freyðir frá Hafsteinsstöðum fer vel hjá Höskuldi Þráinssyni.
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 45
Sól og sumar
sumarfatna›ur í miklu úrvali
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
RU
N
18
00
7
06
/2
00
2