Morgunblaðið - 04.06.2002, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ var mikið um að vera í Vest-
urbæ Reykjavíkur, þegar ráðs-
menn hernaðarbandalagsins
NATO heiðruðu Ísland með ráð-
stefnu um hernaðarbrölt framtíð-
arinnar og vopnaðan frið. Íslensk
stjórnvöld vildu veita þeim vernd
og kepptust við að víggirða aðsetur
þeirra, hótel, fundarhús, skólahús
og jafnvel kirkju og vígbúa lög-
reglumenn gegn almennum borg-
urum og börnum og kenna þeim
þannig hvernig illt skuli út rekið
með illu samkvæmt uppskrift
NATO og Bush forseta, þ.e.a.s.
með vopnum.
Þetta siðalögmál vopnanna af-
námu Íslendingar með lögum fyrir
sjö til átta hundruð árum, fyrstir
og líklega einir þjóða og hafa
lengst af virt þann gjörning vel.
Stjórnvöld Íslands hafa nú brotið á
honum vegna sefasýki Bandaríkja-
forseta, er smitað hefur allan heim-
inn illu heilli. Ef ekki mátti veita
NATO-ráðherrum viðtöku án víg-
búnaðar átti að sleppa því. Í annan
stað: Það hefði verið ósvikinn og
ómældur heiður að því fyrir íslensk
stjórnvöld að hýsa ráðstefnuna án
víggirðinga og vopnabúnaðar og
sýna þannig hvers vopnlaus þjóð er
megnug. Það hefði verið sýnilegur
friðargjörningur og meiri og frið-
vænlegri frétt fyrir heimsbyggðina
en orðaglamrið, er frá ráðstefnunni
barst. Hernaðarbandalög geta ekki
flaggað friðarljósi eða gerst frið-
arboðar. Þau eru háð vopnafram-
leiðslu og vopnum. Albert Einstein
mælti þessi viskunnar orð um þau:
„Vopn krefjast þess að vera notuð.“
Verum minnug þessara orða.
ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
Hringbraut 47, Reykjavík.
Eftirmæli
NATO-fundar
Frá Ásgerði Jónsdóttur:
UNDANFARNA daga hafa ýmsir
spekingar leitað ástæðna fyrir tapi
D-listans í Reykjavík sem varð þrátt
fyrir skotheldan framboðslista, pott-
þétta kosningabaráttu og rétta
stefnumörkun að eigin sögn.
Það er sjálfsagt að velta þessu fyr-
ir sér og eflaust eru skýringar marg-
ar en menn verða þó aðeins að hafa
taumhald á tungu sinni svo þeir telj-
ist vera marktækir í almennri um-
ræðu. Úrillur gervispekingur var til
dæmis alveg forviða á meirihluta-
fylgi R-listans í Málinu á Skjá einum
á miðvikudagskvöldið. Hann ruddi
úr sér þvílíkum lýsingum á fram-
bjóðendum mótherja sinna að
ókunnur maður hefði getað haldið að
á Reykjavíkurlistanum væru ekkert
nema glæpamenn og heimskingjar
sem ekki höfðuðu til nokkurs manns,
en svo hefði Ingibjörg Sólrún bara
keypt sér nýja dragt og meira þyrfti
ekki til að blekkja rúmlega helming
borgarbúa.
Nú þurfa menn að fara að gá að
hvað þeir láta út úr sér. Það er ljóst
að til að vinna næstu kosningar þarf
D-listinn að ná umtalsverðu fylgi af
R-listanum og leiðin til þess er tæp-
lega sú að lýsa alla kjósendur hans
illa upplýsta einfeldninga.
Það er móðgun við heilbrigða
skynsemi almennra kjósenda (sem
hafa reyndar oft vit fyrir atvinnu-
stjórnmálamönnum) að líkja þeim
við óupplýstan múg sem fúlmenni
geti blekkt með fagurgala korteri
fyrir kosningar. Þannig hroki og
sjálfbirgingsháttur dæmir sig sjálf-
an og verður að lokum þeim dýr-
keyptastur sem brynjar sig með
honum.
MATTHÍAS KRISTIANSEN,
Bólstaðarhlíð 42, Reykjavík.
Orð og innihald
Frá Matthíasi Kristiansen:
ÁGÆTI bæjarstjóri, Ellert Eiríks-
son.
Ég var að fara í gegnum nýlega
fengin skjöl varðandi húseign okkar
hjóna Hafnargötu 18, Reykjanesbæ.
Við skoðun þeirra kem ég auga á af-
sal dags. 18. feb. 1992, (þingl. sk.747
þ. 28. feb. sama ár), með undirskrift
þinni. Á afsali þessu ert þú að
kaupa, f.h. bæjarsjóðs Keflavíkur,
kvaðalausa bílgeymslu og tilheyr-
andi 33 fm lóðarpart frá lóðinni
Hafnargötu 18 í Keflavík. Fyrir
þessa fasteign greiðir þú sanngjarnt
verð eða kr. 650.000,- á þávirði.
Þetta er tiltölulega mjög sanngjarnt
verð fyrir roskna bílgeymslu. Það
sem ég hef áhyggjur af – og sé að
þú hefur ekki komið auga á við
kaupin – er að umræddur bílskúr/
geymsla hafði brunnið til kaldra
kola, tveimur árum fyrir kaup þín á
honum. Þetta vildi ég benda þér á
og þykir miður að vegna 10 ára
fyrningarreglunnar getur þú víst lít-
ið gert til að rétta hlut þinn í mál-
inu.
Ég vil benda þér á heimasíðu
mína sem er á slóðinni: http://
www.netverslun.com/hafnargata
Þar eru afrit af þessum gjörningi
ef þú vilt glöggva þig frekar á klúðr-
inu.
GUNNAR GEIR
KRISTJÁNSSON,
Hafnargötu 18, 230 Keflavík –
Klapparbraut 8 – 250 Garður.
Nýi bílskúr
bæjarstjórans
Frá Gunnari Geir Kristjánssyni: