Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss, Arnarfell og Thetis koma í dag Ak- ureyrin fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kom í gær, Gemini og Andvari koma í dag. Rán fór í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa kl. 9 og kl. 13, dans kl. 11, bað kl. 9.15. Farið verður í Grens- áskirkju miðvikudaginn 5. júní kl. 13.30. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Sönghópur leiðir söng undir stjórn Árna Ar- inbjarnarsonar org- anista. Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar, miðvikudaginn 5. júní verður farið í Hagkaup í Skeifunni kl. 10. Kaffi- veitingar í boði Hag- kaupa. Ferð á Lang- jökul: Miðvikud. 10. júlí verður ekið um Kalda- dal upp á Geitlands- jökul á Langjökli þar sem snæddur verður hádegisverður, á heim- leið verður ekið um Húsafell, Skorradal, Svínadal og Hvalfjörð. Skráning í ferðir í af- greiðslu s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag í mánuði. Dans hjá Sigvalda byrj- ar í júní. Púttvöllurinn er opin alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 14. dans. Ekið um borgina þriðjudag- inn 11. júní og nýju hverfin skoðuð. Kaffi drukkið í Golf- skála Reykjavíkur í Grafarholti. Lagt af stað kl. 13. Skráning í s. 568 5052 fyrir kl. 12, mánudaginn 10. júní. Allir velkomnir. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Miðv. 5. júní Ferð í Bláalónið. Farið frá Kirkjuhvoli kl. 13. Golfnámskeiðið byrjar 10. júní kl. 13. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13.30, pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Á morgurn línudans kl. 11, pílukast kl 13.30. Dagsferð að Skógum miðvikud. 19. júní, lagt af stað frá Hraunseli kl. 10, súpa og brauð á Hvolseli, ekið að Skóg- um og umhverfið skoð- að. Kaffi drukkið í Fossbúanum. Ekið til baka um Fljótshlíð og merkir staðir skoðaðir. Upplýsingar í Hraun- seli, s. 555 0142. Vest- manneyjaferð 2. til 4. júlí, greiða skal farmið- ana í ferðina 10., 11. eða 12. júní kl. 13 í Hraunseli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Línudanskennsla kl. 19.15. Dagsferð í Krísu- vík, Þorlákshöfn, Eyr- arbakka, Stokkseyri 6. júní, hádegisverður Við fjöruborðið, leiðsögn Pálína Jónsdóttir. Þeir sem eiga pantað far þurfa að ganga frá far- seðlum í dag. Vest- mannaeyjar 11.–13. júní, eigum nokkur sæti laus vegna forfalla. Söguferð í Dali 25. júní dagsferð, leið- sögumaður Sigurður Kristinsson, skráning hafin. Silfurlínan er op- in á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10– 12. í s. 588 2111. Skrif- stofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið sunnu- daga frá kl. 14–16 blöð- in og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- mennska, kl. 13 boccia. Sumardagskráin er komin. Veitingar í Kaffi Bergi. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10 handavinna, kl. 14 þriðjudagsganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17 há- degismatur alla virka daga, heitt á könnunni og heimabakað meðlæti. Handuvinnustofan er opin kl. 9.15–16 á þriðjudögum og mið- vikudögum kl. 13–16 og fimmtudögum kl. 9.15– 16. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 helgi- stund. Fótaaðgerð, hár- snyrting. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskuður og trémálun, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13 myndlist, kl. 13–17 hár- greiðsla. Á morgun kl. 13.15 verður farið í Grensáskirkju skráning á skrifstofu sími 587- 2888. Háteigskirkja, eldri borgarar, á morgun, miðvikudag, samvera, fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 11, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Allir velkomn- ir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 al- menn handavinna, kl. 13 spilamennska. Vitatorg. Kl. 9 smíði, kl. 9.30 morgunstund og handmennt, kl. 10 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík. Nokkur pláss laus í eftirtaldar ferðir. Laugar í Sæ- lingsdal 4.–9. júní, Stóru Tjarnir í Þingeyj- arsýslu 20.–23. júní, og til Ruhpolding í Þýska- landi 5.–11. júlí. Uppl. í s. 864-2617 og 897-6608 og á skrifstofunni Hverfisgötu 69 mánu- til fimmtudaga kl 17–19, s. 5512617. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma. Boðið er upp á orlofsdvöl í Skálholti í sumar. Í boði eru þrír hópar sem rað- ast þannig: 10.–14. júní, 18–21. júní og 1.–5. júlí. Skráning á skrifstofu f.h. virka daga í síma 557 1666. Púttklúbbur Ness. Púttað verður á Raf- stöðvarvelli þriðjudag- inn 4. júní kl. 13. Minningarkort Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspítala- sjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar og vinafélag. Minningar- kort til stuðnings or- lofsvikum fyrir krabba- meinssjúka og lang- veika fást í síma 587-5566, alla daga fyrir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla), sími 588-8899. Í dag er þriðjudagur 4. júní, 155. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Blessið þá, er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim ekki. Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. (Rómv. 12, 14.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 skyggnist, 4 veiru, 7 munnum, 8 efast um, 9 skýra frá, 11 sefar, 13 klína, 14 góla, 15 jarðaði, 17 ímynd, 20 bókstafur, 22 ölvun, 23 deilur, 24 sjúga, 25 seint. LÓÐRÉTT: 1 blautar, 2 hitasvækja, 3 vítt, 4 listi, 5 þekkja, 6 skilja eftir, 10 konungur, 12 slít, 13 fæði, 15 skrölt, 16 ekki mögulegt, 18 fík- in, 19 gabba, 20 láta í friði, 21 dýrbíts. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hringekja, 8 skráð, 9 illur, 10 iðn, 11 múruð, 13 nunna, 15 sadda, 18 hirta, 21 nær, 22 glögg, 23 eitur, 24 afþakkaði. Lóðrétt: 2 rýrar, 3 næðið, 4 efinn, 5 jólin, 6 æsum, 7 fráa, 12 und, 14 uxi, 15 sögn, 16 djörf, 17 angra, 18 hrekk, 19 rætið, 20 arra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Halo er hætt ÞAÐ hefur ekki farið hátt en ókeypis veðurspárþjón- ustu Halo ehf. hefur verið hætt. Þetta er synd vegna þess að þessar upplýsing- ar sem komu frá Halo og voru birtar á Internetinu voru mjög aðgengilegar og furðunákvæmar, og mjög gott að nota þær upplýsingar eða bæta upp veðurupplýsingar frá Veð- urstofu Íslands. Ég veit til þess að veðurupplýsingar frá Halo voru mjög mikið notaðar á Grænlandi til að fólk gæti bætt upp og gert sér betur myndræna grein fyrir veðrinu og hverju mætti búast við í nánustu framtíð. Þessar veðurupplýsingar voru t.d. mun betri en það sem kom frá dönsku veðurstof- unni, DMI. Eftir að hafa rætt við einn starfsmann fyrirtæk- isins skilst mér að þjón- ustunni hafi verið hætt vegna erfiðleika við að út- vega fjármagn til að standa undir rekstrinum. Þetta er miður vegna þess að aðferðin sem var notuð til að koma upplýsingun- um til skila á Netinu var til fyrirmyndar og leik- menn jafnt sem sérfræð- ingar notuðu þetta til við- bótar eða eingöngu við aðra veðurspáþjónustu, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis. Fólk sem ég sá nota þetta var oft mjög hissa þegar ég sagði þeim að þetta væri frá ís- lensku fyrirtæki. Það hefði nú örugglega ekki kostað ríkið stórt brot af því sem það kostar að reka Veðurstofu Ís- lands að styrkja þessa þjónustu að einhverju leyti og hvað sem hver segir þá var þessi sam- keppni af hinu góða fyrir alla. Lesandi. Svar við fyrirspurn Í VELVAKANDA fyrir stuttu kom fram fyrir- spurn um ljóðlínu úr ljóði Stefáns G. Stefánssonar. Gísli hafði samband og sagðist hann halda að réttara væri að segja: Þótt þú langförull legðir... Segir hann að Stefán G. hafi ekki verið svo lélegur íslenskumaður að hann hefði ort: Þó þú langförull legðir... Ábending SIGURÐUR vildi koma því á framfæri að blað- burðarfólk stytti sér ekki leið yfir blómabeð þegar blöðin eru borin út í hús. Hvers vegna fylgisaukning? HVERS vegna varð skyndileg fylgisaukning hjá F-listanum? Árið 2000 lokaði R-listinn sem þá var við völd afdrepi aldr- aðra reykingamanna á fé- lagsheimilum Reykjavík- urborgar. Ég held að þessi kúgaði minnihluta- hópur (gamalt reykinga- fólk) hafi kosið F-listann. Veit að margir eldri borg- arar hættu að koma á fé- lagsheimilin vegna reyk- ingabannsins. Einar. Tapað/fundið Sólgleraugu í óskilum SÓLGLERAUGU með styrk og í vönduðu hulstri fundust í miðbæ Reykja- víkur. Upplýsingar hjá Rúnu í síma 551 1396. Nokia í loðnu hulstri týndist NOKIA 3310 bleikur og blár í loðnu hundahulstri týndist í Sundlaug Kópa- vogs föstudaginn 24. maí milli kl. 17 og 18.30. Skil- vís finnandi hafi samband við Birnu í síma 865 3346. Dýrahald Kettlingar fást gefins KETTLINGAR fást gef- ins. Tilbúnir að fara að heiman. Upplýsingar í síma 565 1551. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... EKKI fyrir alls löngu barst Vík-verja bréf frá lögreglunni þar sem fram kemur að hann er kominn með níu refsipunkta vegna þriggja umferðarlagabrota, og í bréfinu kom fram að þegar punktarnir væru orðnir tólf hefði það í för með sér missi ökuleyfisins. Hér verður ekki lagt mat á hvort þessar reglur séu réttlátar eða ranglátar, en það sem vakti umhugsun Víkverja var hvernig matið var á þeim brotum sem hann hafði gerst sekur um. Eitt var vegna hraðaksturs og tvö voru vegna þess að ekið hafði verið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Víkverji vissi svo sannarlega upp á sig sök- ina í öðru þeirra tilfella, enda náðist mynd af brotinu og ekkert við því að segja. Í hinu tilfellinu var Vík- verji að beygja til austurs Miklu- brautina af Kringlumýrarbrautinni og lenti þar á eftir hægfara öku- manni á flutningabíl sem skyggði á umferðarljósin. Þegar flutningabíll- inn svo loksins áræddi að halda leiðar sinnar kom í ljós að rautt ljós blasti við Víkverja og ekkert annað fyrir hann að gera en að hraða sér sína leið yfir gatnamótin og inn á Miklubrautina. Skyndilega birtist í baksýnisspeglinum lögreglubíll með blikkandi ljós og síðan leið ekki á löngu þar til Víkverja var gert að greiða sekt fyrir brotið. Þriðja brotið var eins og fyrr segir fyrir of hraðan akstur, en þá lenti Víkverji í því að vera tekinn út úr bílalest austan við Hvolsvöll og kom í ljós að hann ók á 116 kílómetra hraða. Skýrsla var tekin, greiðsluseðillinn barst og sektin var borguð. Fyrir hraðaksturinn fékk Víkverji eitt refsistig, en samtals átta stig fyrir að hafa farið tvisvar yfir á rauðu ljósi. Í ljósi þess að í annað skiptið orkaði það að mati Víkverja mjög tvímælis hvort hann hafi í raun gerst brotlegur þótti honum þetta punktaflóð sem hann hafði skyndi- lega fengið alls ekki vera í neinu innra samræmi. Eflaust leynast samt einhverjar skýringar á því hvernig umferðalagabrot eru metin til refsipunkta og forvitnilegt væri að vita hverjar þær eru. x x x Á DÖGUNUM tók Víkverji sigtil og þreif bílinn sinn hátt og lágt og fór um hálfur dagur í verkið. Á meðan hann var að dekra þetta við bílinn sinn sá hann að á báðar framhurðirnar voru komnar nokkr- ar smádældir, sem greinilega höfðu leynst undir vetrarskáninni og ekki vakið athygli eigandans áður. Eftir nokkrar vangaveltur um hvernig á þessum skemmdum gæti staðið varð það niðurstaðan að þær hlytu að hafa átt sér stað þegar bíllinn var skilinn eftir á bílastæði. Stað- reyndin er nefnilega sú að merkt bílastæði þar sem ætlast er til að bílum sé lagt hlið við hlið eru að mati Víkverja allt of þröng. Eftir að Víkverji varð skemmdanna á sínum bíl var fór hann að veita öðrum bíl- um athygli með þetta í huga og sá þá að hann er langt frá því að vera einn um að hafa orðið fyrir tjóni af þessu tagi. Sjálfsagt gilda einhverj- ar reglur um hve breið bílastæði eiga að vera, en Víkverja þykir ljóst að í þeim er gengið of langt, að minnsta kosti miðað við það virð- ingarleysi sem landinn virðist sýna eigum annarra. Með því að breikka bílastæðin myndi að vísu stæðunum fækka örlítið, en það hlýtur engu að síður að vera ávinningur ef það kæmi í veg fyrir það tjón sem þrengslin virðast leiða af sér. ÉG hef mikla samúð með Rósu Maríu Salomons- dóttur og dóttur hennar. Það er hart að fá ekki rétt sinn hjá dómstólum. Nú veit ég ekkert um málið en eitt þykir mér skipta miklu máli: Það er með öllu útilokað að dómsmálaráðumeytið geti á einhvern hátt haft áhrif á Hæstarétt í þessu máli eða öðrum. Það er ein mikilvæg- asta stoð lýðræðis að valdinu er skipt í þrennt, löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dóms- vald. Það væri óhæfa ef fulltrúar framkvæmda- valds færu að skipta sér af ákvörðunum dóms- valdsins. Því hafa starfsmenn dómsmálaráðuneytisins einfaldlega gert skyldu sína þegar þeir neituðu að skrifa bréf til Hæsta- réttar. Reynir Vilhjálmsson. Gerðu skyldu sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.