Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 21
R
227.800 m/vskIntel Celeron 1.06GHz örgjörvi
Intel 830MP kubbasett
256MB vinnsluminni
30GB ATA-100 diskur
Windows XP Professional
2ja ára ábyrg› á vinnu og varahlutum
f
a
s
t
la
n
d
-
8
1
4
4
-
1
1
0
6
0
2
14.1" XGA TFT skjár
16MB ATI Radeon skjákort, TV útgangur
Innbyggt hljó›kort og hátalarar
16x CDRW/DVD
S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + W W W . E J S . I S
Dell Inspiron 4100 er frábær vinnufélagi og öflug margmi›lunartölva,
en fla› skemmtilegasta vi› hana er fló a› hún getur skipt litum.
Árei›anleiki, afköst og frábær fljónusta fær›u Inspiron-línunni
lesendaver›laun PC-Magazine á sí›asta ári.
Félagi í leik og starfi
Helga Friðriks-
dóttir hefur verið
ráðin í starf fram-
kvæmdastjóra
markaðssviðs smá-
sölu hjá Olíuverzlun
Íslands.
Helga lauk B.Sc.-
námi í vélaverk-
fræði frá Háskóla
Íslands árið 1993
auk þess sem hún hefur lokið völdum
áföngum í viðskiptafræði.
Að loknu námi starfaði Helga hjá Eim-
skip við stjórnunar-, sölu- og markaðs-
störf. Störf hennar þar fólust m.a. í að
koma á fót nýrri deild, markaðs- og sölu-
deild innanlandsþjónustu, en áður starf-
aði hún hjá fyrirtækinu við flutninga-
miðlun, þ.e. að finna hagkvæmustu
flutningalausnir fyrir fyrirtæki m.t.t. til-
tekinna þarfa.
Síðar réðst Helga til starfa hjá Tæknivali
en þar var hún ráðin sem fram-
kvæmdastjóri vörustjórnunarsviðs og fól
það í sér stjórnun á innkaupum, birgða-
haldi og dreifingu.
Síðastliðið ár hefur Helga starfað sem
framkvæmdastjóri viðskiptagreindar
IMG. Það starf hefur fyrst og fremst fal-
ist í markaðssetningu á SAS-hugbúnaði
á Íslandi.
Nýr fram-
kvæmdastjóri
hjá Olís
NÝ stjórn og varastjórn var kjörin
á hluthafafundi AcoTæknivals á
föstudag í framhaldi af afsögn fyrr-
verandi stjórnar og varastjórnar. Í
nýrri stjórn félagsins eiga sæti
Andri Þór Guðmundsson frá Fjár-
festingarfélaginu Straumi, Birgir
Ómar Haraldsson frá Eignarhalds-
félagi Alþýðubankans, Jón Snorri
Snorrason og Jón Adólf Guðjóns-
son frá Búnaðarbanka Íslands og
Páll Jensson. Í varastjórn voru
kjörnir Bjarni Ákason, Ómar Örn
Ólafsson og Smári Þorvaldsson. Á
fundinum var samþykkt heimild til
stjórnar um 100 milljóna króna
hlutafjáraukningu.
Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar
stjórnar, sem haldinn var að lokn-
um hluthafafundinum, skipti
stjórnin með sér verkum. Páll
Jensson, prófessor við Háskóla Ís-
lands, var kjörinn stjórnarformað-
ur og Jón Snorri Snorrason vara-
formaður stjórnar.
Ný stjórn
AcoTæknivals
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur
skipað Sigurð Á. Kjartansson for-
stjóra Lánasýslu ríkisins frá og með
15. júlí 2002 til og með 31. júlí 2004,
þ.e. meðan á leyfi núverandi for-
stjóra, Þórðar Jónassonar, frá emb-
ættinu stendur. Sigurður er með
meistarapróf í hagfræði frá Háskól-
anum í Lundi í Svíþjóð. Hann hefur
starfað hjá Lánasýslunni frá því í júlí
2001 og starfaði áður hjá Seðlabank-
anum frá 1991. Sigurður er kvæntur
Sólborgu Hreiðarsdóttur og eiga
þau þrjá syni.
Skipaður
forstjóri Lána-
sýslu ríkisins
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦