Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 47
ALÞJÓÐLEGI meistarinn Sævar Bjarnason og Sigurður Daði Sigfús- son sigruðu á Stigamóti Taflfélags- ins Hellis og fengu báðir 5½ vinning af 7 mögulegum. Í lokaumferðinni bar Sævar sigurorð af Lenka Ptacn- ikova og Sigurður Daði sigraði Hrannar B. Arnarsson. Öðrum skák- um lokaumferðarinnar lauk með jafntefli. Lokastaðan varð þessi: 1.-2. Sævar Bjarnason, Sigurður Daði Sig- fússon 5½ v. 3.-4. Bragi Þorfinnsson, Björn Þorfinnsson 4½ v. 5. Stefán Kristjánsson 4 v. 6.-8. Hrannar B. Arnarsson, Arnar Gunn- arsson, Kristján Eðvarðsson 3½ v. 9. Ríkharður Sveinsson 3 v. 10. Guðmundur Kjartansson 2½ v. 11.-14. Lenka Ptacnikova, Dagur Arngrímsson, Ingvar Þór Jóhann- esson, Snorri Bergsson 2 v. Þetta sterka mót var skipulagt af Taflfélaginu Helli í þeim tilgangi að gefa skákmönnum tækifæri til að hækka á næsta stigalista FIDE sem kemur út um mánaðamótin. Tíma- setning mótsins tók mið af þessu, enda þurfti að skila úrslitum til FIDE fyrir 15. júní til að þau væru tekin með í næsta útreikning. Það var Sævar Bjarnason sem nýtti sér þetta tækifæri best allra þátttak- enda og hækkar um 22 stig. Athygl- isvert er einnig, að frammistaða Sævars á mótinu svarar til styrk- leika upp á 2.520 skákstig. Það er því bjart framundan hjá Sævari ef hann heldur áfram að tefla af þessum krafti. Sigurður Daði hækkaði næst- mest, eða um 18 stig, og nálgast nú 2.400 stiga markið. Þessari nýjung Taflfélagsins Hellis var vel tekið af skákmönnum, en þó var búist við mun fleiri þátt- takendum. Í dag klukkan 18:15 hefst al- þjóðlega Búnaðarbankamótið með setningarathöfn í Garðabergi við Garðatorg í Garðabæ. Mótið er keppni milli fjögurra liða: 1. Glefsir (TG) 2. Unglingalandslið Íslands 3. Kvennalandslið Íslands 4. Úrvalslið unglinga frá Katalóníuhéraði á Spáni. Hvert lið er skipað 4 skákmönnum auk varamanna. Mótið fer fram dagana 19.-23. júní í Garðabæ. Mótsstaður er Félags- heimilið Garðaberg, Garðatorgi í Garðabæ. Hannes og Short skildu jafnir Sigeman-mótinu í Svíþjóð lauk með sigri Nigel Short (2.673), en þeir Hannes Hlífar mættust einmitt í lokaumferðinni. Skák þeirra lauk með jafntefli. Þar með tryggði Short sér sigur á mótinu, en Hannes náði örlítið að bæta stöðu sína á mótinu. Short fékk 6 vinninga af 9, en Hann- es fékk 3½ vinning og hafnaði í ní- unda sæti. Hannes virðist hafa slak- að nokkuð á eftir að hann náði 2.600 stiga markinu og tímabært er fyrir hann að setja sér nýtt og hærra markmið til að keppa að. Björn Þorfinnsson sigraði á þriðja Bikarsyrpumótinu Björn Þorfinnsson sigraði á þriðja mótinu í Bikarsyrpu Hellis sem fram fór á ICC á sunnudagskvöld og var þetta fyrsti sigur hans í keppninni. Lokaumferðirnar voru mjög tvísýn- ar og úrslitin í mótinu réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunum. Björn hlaut 6½ vinning af 9 mögulegum. Úrslit: 1. Busta (Björn Þor- finnsson) 6½ v. 2.-5. Morfinus (Snorri G. Bergsson), Keyzer (Rúnar Sigur- pálsson), AphexTwin (Arnar E. Gunnars- son), Vanhelgi (Sævar Bjarnason) 6 v. 6.-7. Kine (Arnar Þorsteinsson), Njall (Bragi Halldórsson) 5½ v. 8.-9. pob (Gylfi Þór- hallsson), Sleeper (Hrannar Baldursson) 5 v. 10.-12. Ingvar (Ingvar Ásmunds- son), boogie (Hrannar Arnarsson), IAMC (Magnús Magnússon) 4½ v. o.s.frv. Alls tóku 19 skákmenn þátt í mótinu sem er með minnsta móti. Evrópumótið í skák hafið Evrópumótið í skák stendur nú yf- ir í Batumi í Georgíu. Þátttakendur eru 101, en flesta sterkustu skák- menn Evrópu vantar á mótið, þar á meðal núverandi Evrópumeistara. Enginn Íslendingur tekur þátt í mótinu. Eftir fimm umferðir eru þeir Vasilios Kotronias og Dmitry Jakov- enko efstir með 4½ vinning. Daði Örn Jónsson Sigurður Daði Sigfússon Sævar Bjarnason SKÁK Hellisheimilið STIGAMÓT HELLIS 3.–13. júní 2002 Sævar og Sigurður Daði sigruðu MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 47 HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 Leitið tilboða í stærri verk Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.300,- Verð frá Stálskápar Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 19.920,- Næsta bil kr. 15.438,- Lagerhillur Stærð: D: 60 cm B: 190 cm H: 200 cm 3 hillur kr. 15.562,- Næsta bil kr. 13.197,- Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.765,- Næsta bil kr. 6.125,- en gott Við bjóðum ÓDÝRT 10 11 / T A K T ÍK - N r.: 2 9 B www.afs.is info-isl@afs.org 552 5450 Erum a› taka á móti umsóknum um skiptinemadvöl. Brottfarir janúar–mars og júní–september 2003. Ársdvöl, hálfsársdvöl og sumardvöl. Alþjóðleg fræðsla og samskipti Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 á hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Kvöldbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Fella- og Hólakirkja. Kl. 20: Tónleikar Kammerkórs Fella- og Hólakirkju. Undir- leikari Peter Máté píanóleikari. Stjórnandi Lenka Mátéová organisti. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í sumar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10-12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Öll foreldri velkomin með eða án barnanna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10-12. Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safnað- arheimili frá kl. 10-12. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10-12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.