Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÉR fer á eftir í heild ávarp Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins: Góðir Íslendingar. Hér á Austurvelli komumst við sennilega næst því að vera stödd í hjarta höfuðborg- arinnar okkar. Hér, á hinum forna velli vík- urbænda, sem nú er aðeins sjötti partur eða svo af upprunalegu spildunni, angar sagan til okkar, stórbrotin á stundum og líka vissulega skrítin á köflum. Hér komu menn fyrst saman í opinberum erindum árið 1829 þegar Guðmundur fjósarauður bæjarböðull sá um síðustu opin- beru hýðinguna í Reykjavík. Og hér hafa lúðrasveitir leikið allt frá því að Napóleon, bróðursonur Bonapartes hins mikla, lét lúðra- flokka leika hér í fyrsta sinn 1856. Á Aust- urvelli starfaði fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson, við heyskap, en Björn faðir hans hafði lengi slægjur á vellinum. Og hér var löngu síðar háður mestur bardagi í samtíma- sögu landsins, árið 1949, og hafði lýðræðið og þingræðið betur á þeirri ögurstundu. Það var í fyrsta og vonandi í síðasta sinn sem reynt var að hindra með ofbeldi störf þess Alþingis sem þjóðin hafið kosið. Og hér er, í þjóðarinn- ar nafni, upphaf hátíðar hennar á 17. júní, ár hvert. Heimastjórnin markaði mikil kaflaskil í þjóðfrelsisbaráttunni Með standmynd Jóns forseta á aðra hlið og Alþingishúsið á hina er sviðsmynd þjóðhátíð- ardagsins fullkomnuð. Hann tákngervingur baráttunnar fyrir frelsi og sjálfstæði og húsið, sem reist var tveimur árum eftir dauða hans, hinn lifandi vettvangur umræðu og ákvarðana þjóðfulltrúa Íslands. Þjóðhátíðin tengist fyrst og fremst lokaþætti lýðveldisbaráttunnar, en hlýtur þó einnig að skírskota til annarra áfanga hennar, sem höfðu svo mikla þýðingu. Vissulega er ekki létt að gera upp á milli at- burða og kannski óþarft. Hver og einn þeirra skilaði þjóðinni fram. Heimastjórnin, sem verður senn hundrað ára, markaði þó mikil kaflaskil í þjóðfrelsisbaráttunni, ef til vill þau mestu þegar grannt er skoðað. Þá skynjuðu Íslendingar, að nú gátu þeir loks látið til sín taka, svo um munaði – hið fjarlæga vald hafði flust heim og einnig sú ábyrgð sem öllu valdi verður að fylgja. Íslendingar myndu hér eftir sjálfir ráða úrslitum um hvort vel eða illa tæk- ist til í þeirra málum. Erfiðleikarnir voru vissulega ekki úr sögunni. En þó stóðu vonir til þess að árangur erfiðisins yrði eftir í land- borðs, lensk s hvern t þjóð a drjúgu hólm v spá fyr En v örskots hraði v ustu hu ári virt Viðskip miðillin vaxand að von öngþve hrun o stærstu benda á vinnu nýjar fj Nú h og hen því, að glugga fyrir ár gott ho an hef vinnum eru me hefjist unnar, við Re viku se Fundu það me einkav ur nú o stærsti sölu á s an átti 15 mín hafa fa anna fj Góði okkur fram á nefnile landssö betur h Íslandi þau tæ sem er sinni o stæði, e Ég ó gleðile inu, íbúum þess til gagns og gæfu. Fyrsti ráð- herrann, Hannes Hafstein, var vissulega sannkallaður happafengur. Eins manns „rík- isstjórn“ varð ekki betur skipuð. Eldmóður hans og kynngikraftur, eldheit ást hans á landinu og þjóðinni þrautpíndu sem byggði það, var drýgst eldsneyti þeirrar orku sem þurfti til að rjúfa aldalanga kyrrstöðu. Hann var öðrum betur til þess fallinn að lyfta þjóð- inni úr öskustónni. En þótt full ástæða sé til að halda nafni Hannesar hátt á lofti, má ekki missa sjónar á því, að það var þó heimastjórn- in sjálf sem skipti sköpum. Væri til lengri tíma litið myndi það skipta nokkru en ekki öllu hver héldi um tauma hennar. Þjóðin sjálf fann til ábyrgðar, það hafði loksins vorað, eft- ir aldalangan vetur erlendrar valdstjórnar. Þjóðin var að fá tækifærin, sem hún hafði svo lengi beðið eftir. Það sem gerðist við þessi tímamót er ekki eitthvert sérstakt undur bundið við Ísland eitt. Heimssagan sýnir að frjáls þjóð hefur að lokum alltaf betur en sú sem fjötruð er, hver sem slagurinn er. Það hefur þýðingu að til forystu og leiðsagnar fyr- ir þjóðir fáist menn á borð við Hannes Haf- stein eða menn sem bera giftu hans. En úrslit- um ræður að það sé þjóðin sjálf sem ákveði hverjir skipa um skamma stund helstu for- ystusæti hennar. Lýðræðið er ekki gallalaust fremur en annað mannlegt skipulag, en það ber þó höfuð og herðar yfir öll önnur stjórn- arform sem við þekkjum, þegar horft er til velferðar fólks, framfara og almennrar far- sældar í landi. Með heimastjórninni fékkst einmitt þetta vald. Meira að segja manni eins og Hannesi Hafstein átti þjóðin fullan rétt á að hafna og gerði það, þegar henni sýndist svo. Rétt eins og Bretar höfnuðu Winston Churchill í stríðslok eftir að hann hafði fært þeim sigurinn á nasistum. Það kann að sýnast ósanngjörn og vanþakklát aðgerð kjósenda. En þá er það að athuga að sanngirni hefur löngum lítið með stjórnmálaþróun að gera og ekki síður hitt að sigurinn í styrjöldinni miklu fólst meðal annars einmitt í því að vernda rétt fólksins til að farga pólitískum forystumönn- um sínum, ef það svo kysi og sýna með öðrum hætti að lokavaldið er ætíð í þess höndum og lýtur ekki öðrum lögmálum en sínum eigin. Lýðræðið og frelsið eru hinir jákvæðu örlagavaldar Lýðræðið og frelsið eru hinir jákvæðu ör- lagavaldar og erum við þá ekki aðeins að nefna til sögu háleit orð og hugsjónir, heldur sjálft hreyfiafl allra framfara eins og dæmin sanna. Hundrað ára heimastjórn, með full- veldiskaflann og lýðveldiskaflann innan Ávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Au Nýtt framfara Íslandssög í burðarliðnu Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur ávarp sitt á Austurvelli á þjóðhátíð NÝTT FRAMFARASKEIÐ Í þjóðhátíðarræðu sinni á Aust-urvelli í fyrradag sagði DavíðOddsson, forsætisráðherra, m.a.: „Flest bendir... til þess að nýtt framfaraskeið Íslandssögu sé í burðarliðnum. Við getum ekki betur haldið upp á hundrað ára heimastjórn á Íslandi en með því að grípa tveimur höndum þau tækifæri, sem nú kunna að gefast.“ Fyrr í ræðunni vék forsætisráð- herra að þeim efnahagsvandamál- um, sem upp hafa komið síðustu misseri, og sagði: „Á þessum degi fyrir réttu ári virtist mörgum horfa illa um þjóðarhag. Viðskipta- halli þjóðarbúsins var mikill, gjaldmiðillinn veiktist jafnt og þétt, verðbólga fór vaxandi og svo mætti áfram telja ... Nú hefur þetta allt breytzt til batnaðar eins og hendi hafi verið veifað. Verðum við að trúa því, að þar með hafi einnig rofað fyrir heiðglugga í sál- arþykkni þeirra sem svartast sáu fyrir ári. Viðskiptajöfnuður hefur snarsnúizt í gott horf. Verðbólga er á undanhaldi og krónan hefur styrkzt mjög mikið. Samningar á vinnumarkaði hafa haldið og nú um stundir eru meiri líkur á en nokkru sinni áður að senn hefjist mesta einstaka fjárfesting Íslandssög- unnar með virkjun við Kárahnjúka og álveri við Reyðarfjörð.“ Það er rétt hjá Davíð Oddssyni, að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur tekizt farsællega að leiða þjóðina út úr þeim vandamálum, sem ofþensla í efnahagslífinu hafði skapað og leitt hefur til umtalsverðs samdráttar í verzlun og viðskiptum á þessu ári og hinu síðasta. Raunar er ekki hægt að segja annað en samstarf þessara tveggja flokka á síðustu tæpum átta árum hafi skilað þjóðinni miklu og hið sama má segja um stjórnarsam- starf Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks á fyrri hluta síðasta áratug- ar. Sú festa, sem einkennt hefur landsstjórnina á þessu tímabili er ómetanleg. Það skilja þeir bezt, sem muna tímabil óðaverðbólgu, sem hófst með valdatöku vinstri stjórnarinnar 1971 og aðrar rík- isstjórnir á tímabilinu 1974 til 1990 þurftu að kljást við með misjöfnum árangri. Ekki má gleyma því í þessu sambandi, að utanaðkomandi atburðir gerðu mjög erfitt fyrir að ná tökum á verðbólgunni, sem hafði farið úr böndum, og er þá ekki sízt átt við gífurlegar verð- hækkanir á olíu tvisvar sinnum á áttunda áratugnum. Á þessum árum ríkti ekki bara óðaverðbólga heldur líka pólitískt uppnám af margvíslegu tagi, sem bætti ekki úr skák. Á þessu er haft orð nú vegna þess, að sá skoðanamunur, sem uppi er á milli stjórnarflokkanna tveggja, um afstöðu til Evrópu- sambandsins fer ekki fram hjá neinum og kom skýrt fram í ræð- um forystumanna stjórnarflokk- anna 17. júní, en Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra, talaði á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Fari fram sem horfir verður ekki annað séð en afstaðan til Evrópusam- bandsins verði aðalumræðuefnið á vettvangi stjórnmálanna næstu mánuði og misseri. Það er ekkert við það að athuga, að Evrópumálin verði rædd í botn og ekki er við öðru að búast en skoðanir séu og verði skiptar hér eins og annars staðar. Á hitt er að líta að Evrópusam- bandið sjálft stendur frammi fyrir miklum vandamálum eins og skýrt kom fram í grein, sem birtist hér í Morgunblaðinu sl. sunnudag og byggð var á umfjöllun brezka tímaritsins Economist. Vaxandi efasemda gætir nú innan aðildar- ríkja ESB um stækkun sambands- ins, sem stefnt hefur verið að. Þar kemur ýmislegt til en m.a. og ekki sízt deilur og átök um málefni inn- flytjenda. Fari skoðanaskipti um aðild Ís- lands að Evrópusambandinu í þann farveg, sem margt bendir til að geti gerzt, mun þjóðin skiptast í tvær fylkingar með og móti aðild. Þær deilur verða harðar og við höfum nú þegar séð fyrstu vís- bendingar um það. Við höfum líka reynslu af því á undanförnum ára- tugum hvað gerist þegar þjóðin skiptist í tvær fylkingar. Það hefur á stundum orðið óskemmtileg lífs- reynsla fyrir alla aðila. Tilfinning- arnar rísa stundum of hátt í okkar fámenna samfélagi og í því návígi, sem við búum við. Verst er þó, að mikil hætta er á því, að slík átök leiði athyglina frá því nýja framfaraskeiði í efnahags- og atvinnumálum, sem forsætis- ráðherra spáði í þjóðhátíðarræðu sinni að væri framundan. Þau geta jafnvel orðið til þess að rjúfa póli- tíska samstöðu um stórfram- kvæmdir, sem margir hafa áhuga á að verði að veruleika. Á þessari stundu getur enginn spáð fyrir um þróun stjórnmála- umræðna í Evrópu. Hægri menn unnu mikinn sigur í þingkosning- um í Frakklandi um síðustu helgi og munu fara með völdin þar næstu árin. Þeir eru líka við völd í Ítalíu og á Spáni. Þessa stundina benda skoðanakannanir til þess, að Kristilegir demókratar geti end- urheimt völdin í Þýzkalandi í kosn- ingunum þar í haust. Hægri sveifla um alla Evrópu getur haft áhrif í þá átt að hægja mjög á samruna- ferlinu í Evrópu. Frammi fyrir slíkri óvissu er lít- ið vit í því, að hleypa íslenzkum stjórnmálum í uppnám vegna spurninga um afstöðu Íslands til aðildar að Evrópusambandinu. Skynsamlegra er að við ræktum garðinn okkar vel, nýtum þau tækifæri til aukinnar velmegunar, sem augljóslega eru framundan vegna aukins stöðugleika í efna- hagsmálum, minnkandi verðbólgu og minnkandi viðskiptahalla sam- fara auknum áhuga erlendra fjár- festa á atvinnuuppbyggingu á Ís- landi. Um þetta ættu íslenzkir stjórn- málamenn að hugsa alvarlega áður en lengra er haldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.