Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 27 Verslunin hættir um mánaðamótin en vinnustofan verður starfrækt áfram á Barðaströnd 18, Seltjarnarnesi Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi, sími 551 0081 ÚTSALA • ÚTSALA Armbandsúr • Vasaúr • Klukkur • Skartgripir 50 % AFSLÁTTUR DOKTOR B. er kominn á kreik, enn einu sinni, með fullt af nýjum verkum, tækjum og tólum, að því er virðist til að gefa erfðavísind- unum undir fótinn. Það sem vekur athygli er kaldhæðnin sem fylgir þessum samsetningum, svona lík- ast því að Olga Bergmann – alías doktor B. – hefði ekki minnstu áhyggjur af vísindaslysum þeim sem yfir heiminum vofa ef Sev- erino Antinori og hans nótar halda áfram tilraunum sínum með lykla lífeðlisfræðinnar. Staðgengillinn dularfulli er ekki óáþekkur doktor Moreau, sem Marlon Brando túlkaði svo eftir- minnilega, enda prýðir báða flugnanet sem gerir þá tortryggi- lega en virkar um leið eins og ein- kennisbúningur, í anda Joseph Beuys með björgunarvestið, hatt- inn og stafinn. Það sem þó stendur upp úr í þessari annars bráðskemmtilegu og vel útfærðu sýningu Olgu og doktors B. er undirlagið sem lesa má sem neðanmál við alla skemmt- unina á yfirborðinu. Það er sérstök tilfinning fyrir smáatriðum sem virkar vekjandi, ef til vill með viss- um þunglyndishætti, og fær áhorf- andann til að staldra við og velta fyrir sér tilverunni, svo sem þeirri náttúru sem við höldum burt frá okkur hversdagslega en kallar okk- ur óforvarendis hvar og hvenær sem er. Þá er sem við séum vakin af dróma. Slík áhrif leynast í sytru sem vökvar jurtir í næsta fárán- legri skál. Í heimi sem horfinn er burt frá náttúrunni virkar renn- andi vatn sem endurheimt minn- inga um liðin tengsl við upprunann. Olga sækir í sig veðrið tæknilega séð. Samsetningarnar eru betur út- færðar en nokkru sinni fyrr. Þar kemur til markvissari smíði og hvassari samtvinnun andstæðra efnisþátta. Smáveröldin sem hún bregður upp innan við safngler og skjár með myndbandsgerð af þvældri og slitinni kvikmynd í hug- vitssamlegri, en hispurslausri um- gjörð bera vott um tæknilega sókn hennar sem þó er laus við maníer- ískar klisjur. Með rólegum en öruggum tökt- um nær Olga stöðugt betri tökum á því sem hún vildi sagt hafa, sem þó er engan veginn eins augljóst og virðist við fyrstu sýn. Aukin tilfinn- ing hennar fyrir hinu smáa og blæ- brigðaríka lofar vægast sagt mjög góðu. Morgunblaðið/Arnaldur Frá sýningu Olgu Soffíu Bergmann – doktor B. – í Galleríi Sævars Karls. Enn af doktorn- um dul- arfulla MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Til 20. júní. Opið á verslunartíma. BLÖNDUÐ TÆKNI OLGA SOFFÍA BERGMANN Halldór Björn Runólfsson ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.