Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning @ 2   2    +"  "&  &  "          "   %-N )-. ) 9::) >#!    (25#5+ C (    #  (  "# 0&5#  (    ( #  ## # !   (  (F# # #0 *&(# # '@    3+ E 2    + "&   &    "     "      "       "   " ) $   9::) $  & 5  + $! ,  > !$! #  !  ('$! #  (  "## (! $!  , 3$! #  (   (  $ ! # 4# $ 30 3 3+ -5( :       0EF@G11 $0E311F@G  &       "   &  8  3  1 %  $ !"#(#+ E  2     +   " &  &    "     "     "   /98  )E)9 9::)  (! !C 5  &5+ $  $  5  ! "## > !$  5 %&> !#   3$  5   3+ ' 2    &   2   )      "        +  " &  &  & %   "   " "  "  (  "  >-G $   + 3    7/!# $ >( , ( # >3( $  , 3$  # /! $  &$ # N $  "#$ + )E >--9 9::, 05 !&(I 5  &5 &      3  2   .7  --/   !-  >!!#0!&# "#&# -  %>!!#+ <  + " + & ) "   "   "  > 0*)9 ): G/9::) +  3 0 , 3## % 0# #   #!  0! ('0# #,62! -! %&0# = !7$ 3 $!0  (! 0! #  9F0# # /! 2!  3+ E  2      2     + "   " +   &    "   "      (    "     "  $0  % , :,  .!4!H 5  &5+ 1# 2          $% 4%&"   (  ( ## > !%# %$  34##  ( #$  %&% # 33+ ✝ Einar SigurbjörnLeifsson er fædd- ur í Keflavík 24. maí 1953. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 6. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Guðrún Sumarliðadóttir, f. á Meiðastöðum í Garði 29. nóvember 1927, og Leifur Sædal Ein- arsson, f. í Keflavík 22. maí 1926. Systkini Einars eru Oddný Guðbjörg, f. 18. maí 1955, Leifur Gunnar, f. 3. september 1956, Elísabet, f. 2. apríl 1959, d. 18. ágúst 1979, og Bryndís María, f. 3. janúar 1972. Einar kvæntist Hrefnu Þ. Trausta- dóttur, f. í Keflavík 21. júlí 1953, en þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Áslaug Thelma, f. 11. ágúst 1975, sambýlismaður Einar Bárðarson, f. 18. mars 1972, Leifur Sædal, f. 5. september 1978, sam- býliskona Kristjana Rós Oddsdótt- ir, f. 19. mars 1981, og Guðrún Lísa, f. 18. desember 1985. Sambýliskona Einars er Berglind Þórðardóttir, f. 8. apríl 1972, börn hennar eru Þórður Kristján, f. 10. októ- ber 1988, og Margrét Ósk, f. 6. júní 1993. Einar stundaði lengst af almenn skrifstofu- og versl- unarstörf, rak fisk- vinnslufyrirtæki en síðustu árin starfaði hann hjá Atlanta og Suðurflugi bæði hér heima og erlendis. Einar tók virk- an þátt í félagsstörfum og var m.a. formaður Félags ungra sjálfstæð- ismanna í Keflavík og var í kjör- dæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Einar átti einnig sæti í fulltrúaráði Sjálf- stæðisfélaganna í Keflavík um ára- bil og var um tíma formaður þess. Útför Einars verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Pabbi og mamma. Augu þín, fá dimmu’ í dagsljós breytt. Augun þín, fá sorgarskýjum eytt. Ljómi þau er allt svo undurbjart að ég því trúi vart að mér þau segi satt. Þó eru’ augun þín svo full af tærri tryggð og tállaus yfirskyggð af ást. Augun þín, þau birta eitt og allt segja þúsundfalt að þú sért ástin mín. Burt rekur þú frá mér sérhverja sorg syng ég því glaðvær um stræti og torg vegsama allt sem þau tjá og ég á, geymt í hjarta mínu. (Sigurður H. Guðmundsson.) Elsku Einar minn, ég veit að þú ert í góðum höndum hjá Guði og englunum. Þín Berglind. Nafni minn og tengdafaðir er fall- inn frá langt fyrir aldur fram, hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að- eins 49 ára gamall. Sorg þeirra sem eftir sitja og spurningar eru þungar og erfitt að sjá hvað almættinu geng- ur til á svona stundum. Hugrenningar fljúga á ljóshraða gegnum höfuðið á mér aftur til ársins 1998 þegar ég og Áslaug dóttir hans vorum að kynnast. Hún kynnti mig fyrir Einari pabba sínum í flughöfn- inni á Keflavíkurvelli. Rétt eins og ævintýraprins, tággrannur, með dökkt hár, brúnn og með bros sem hefði dugað til að lýsa flughöfnina. Einkennisbúningur Atlanta spegil- sléttur. Ég og Áslaug vorum á leið- inni til Dublin. Einar var þá, eins og alltaf þegar ég hitti hann eftir það, skælbrosandi og hress. Það virtist ekkert koma honum úr jafnvægi og alltaf var hann jafnbrattur. Og aldrei var annað hægt en að láta sér líka vel við Einar og þótt ég hefði oft ekki verið sam- mála honum hvernig hann afgreiddi hluti þá þótti mér vænt um hann sem tengdapabba og hvers virði hann var börnunum sínum. Síðasta alvörustund okkar félag- anna var í þrítugsafmælinu mínu í mars sl. Þá var gleðin við völd og þegar tónlistin var þögnuð, gestirnir farnir og þjónarnir farnir að taka til sátum við saman og spjölluðum um lífið og tilveruna. Nafni hafði kynnt mig fyrir nýrri sambýliskonu sinni þetta kvöld og virtist vera búinn að finna hamingju- reit með henni. Við sátum við píanóið og ég spilaði fyrir hann nýtt lag sem ég hafði samið til dóttur hans. Hann var sáttur. Í tónlistinni áttum við nefnilega sameiginlega vini. Ég man þegar nafni kom fyrst í heimsókn til okkar í Básbryggjuna og hann sá gamalt innrammað auglýsingaveggspjald frá Frank Sinatra á veggnum. Þá sagði hann „Nei! Old Blue Eyes. . .“ af þessu var hann hrifinn og mér fannst ég heyra í röddinni það kvöld að hann væri sáttur við nýja tengda- soninn. Það dýrmætasta sem hægt var að erfa eftir hann nafna minn var lífs- hamingjan, jákvæðnin og brosið. Ég vona að börnin hans, foreldrar, sam- býliskona og aðrir aðstandendur taki sér þann arf því það var nóg af hon- um fyrir alla sem þekktu hann. Guð veri með ykkur öllum á þessum erf- iðu tímum. Ég kveð þig, nafni minn, með söknuði. Það voru sönn forrréttindi að fá að kynnast þér og deila með þér sorgum og sigrum. Ég skal gera mitt besta í að gæta krakkanna, en ég veit að þú verður aldrei langt undan. Einar Bárðarson. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elsku Einar, þakka þér fyrir að vera þú og að leyfa okkur að eiga þig sem bróður í þessu lífi. Ég veit að hún Elísabet systir okkar tekur vel á móti þér. Hvíldu rótt elsku bróðir minn. Þín litla systir, Bryndís María. Elsku Einar, aðeins nokkur orð frá frænku þinni í Ástralíu. Ég fékk þau orð í dag frá systur minni, Villu, að þú værir farinn frá okkur. Það fer ekki úr huga mínum, því ég man svo vel eftir þér. Þú sem alltaf varst svo góður, glaður og vild- ir allt fyrir alla gera, alltof ungur til að deyja, en Guð elskar þá sem deyja ungir. Ég man eftir þér sem litlum dreng, elsta barn foreldra þinna. Ég var hjá ykkur eitt sumar í vist til að passa þig og systkini þín. Þú varst elstur og alltaf góður, og við áttum margar ánægjustundir saman. Eftir að ég eltist kom ég oft í heim- sókn á Baldursgötuna, og hafði þá ánægju að sjá þig vaxa og dafna. Þú og Óskar bróðir voruð jafngamlir og þegar fjölskyldurnar hittust, oft sem áður, þá sá ég hve ykkur kom vel saman. EINAR SIGURBJÖRN LEIFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.