Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isBesti árangur Jóns Arnars í fjögur ár / B7 Brasilíumaðurinn Ronaldo brosir breitt á ný / B4 8 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið „Förunautur“ um Norðurland vestra. Blaðinu verður dreift um allt land. FJÖLDI húsa í Holtahverfi á Ísa- firði er á skilgreindum hættusvæð- um vegna mögulegra snjóflóða og er forgangsmál að auka öryggi á því svæði, samkvæmt niðurstöðum mats á hættu vegna ofanflóða á Ísafirði og í Hnífsdal, sem nú liggur fyrir. Til- lögur hættumatsnefndar Ísafjarðar- bæjar verða kynntar á borgarafundi á Ísafirði í kvöld. Tillögurnar að hættumati vegna ofanflóða á Ísafirði og í Hnífsdal voru unnar af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Ísafjarð- arbæjar. Hættumetna svæðinu var skipt í sex meginhluta, sem eru Holtahverfi, Seljalandshverfi, Selja- landshlíð milli Seljalands og Gleið- arhjalla, byggð neðan Gleiðarhjalla og Hnífsdalur. Í niðurstöðum hættu- matsins kemur fram að einhver hús eru á skilgreindu hættusvæði í öllum hverfum sem metin voru bæði á Ísa- firði og í Hnífsdal. Í niðurstöðum kemur einnig fram að nýjasta hverfið, Seljalandshverfi, er neðan stórs dæmigerðs snjóflóða- farvegar. ,,Eftir snjóflóðið niður í Tunguskóg 1994 var uppbyggingu þar hætt og því er hverfið ekki byggt nema að hluta. Áhætta í húsum næst hlíðinni er mikil og mikilvægt er að auka öryggi þar. Það má annaðhvort gera með því að verja svæðið eða yf- irgefa hús,“ segir í niðurstöðum matsins. Þar kemur einnig fram að talsverðir möguleikar eru taldir á að skipuleggja nýja byggð utan hættu- svæða neðan Seljalandshverfis og Holtahverfis. Við mat á áhættu vegna ofanflóða eru afmörkuð þrenns konar hættu- svæði sem skipt er í A, B og C. Mest áhætta er á hættusvæði C, en þar er svonefnd staðaráhætta talin meiri en 3 af 10.000 á ári. Engar nýbyggingar eru leyfilegar á þeim svæðum nema frístundahús og húsnæði þar sem viðvera er lítil. Mestöll byggð í Hnífsdal á hættusvæði Í niðurstöðum greinargerðar með tillögunni segir einnig að staðan neð- an svonefnds Gleiðarhjalla sé erfið. ,,Fjöldi húsa er á hættusvæðum þó fá séu á hættusvæði C. Fylgjast þarf náið með svæðinu og rýma hús ef það er talið nauðsynlegt. Einnig er æski- legt að gripið verði til úrræða til þess að verjast aurskriðum og grjóthruni. Í Hnífsdal er við erfiðan vanda að eiga. Mestöll byggðin er á hættu- svæði. Nokkur hús hafa verið keypt af sveitarfélaginu og ekki er búið í þeim að vetrum og sum hafa jafnvel verið flutt. Vegna þessa hefur áhætta á svæðinu minnkað nokkuð,“ segir í niðurstöðunum. Tillögur hættumatsnefndar munu liggja frammi í fjórar vikur eftir borgarafund um þær og í framhaldi af því verða þær lagðar fyrir um- hverfisráðherra til staðfestingar. Innan sex mánaða frá staðfestingu hættumats skal bæjarstjórn gera áætlun um aðgerðir til að tryggja ör- yggi íbúa á hættusvæðum. Hættumat vegna ofanflóða á Ísafirði og í Hnífsdal kynnt á borgarafundi í kvöld Fjöldi húsa talinn vera á hættusvæðum                                                ! " # $% &   '( "   )  (  )  #" )  #       !%      EFRI hæð íbúðarhúss í Mosfellsbæ gjöreyðilagðist í eldsvoða í gær- morgun en stöðvarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins telur að eldur hafi kraumað lengi í húsinu áður en hann braust út. Fjölskyldan, sem þar bjó, flutti inn í húsið í fyrradag og var öll komin út þegar slökkvilið bar að garði. Tilkynning um að eldur væri við arin í húsinu barst slökkviliði klukk- an 9.42. Þegar slökkvilið kom að hús- inu logaði eldur upp úr þaki og und- an þakkanti og mikinn dökkan reyk lagði út um glugga. Um hálfri mín- útu síðar varð reyksprenging í hús- inu og við það varð húsið alelda inn- andyra en slík sprenging verður þegar eldfimar lofttegundir komast í snertingu við súrefni. Erling Júlínusson stöðvarstjóri telur að eldurinn hafi kraumað lengi í innviðum hússins áður en hans varð vart. Það, ásamt sterkum vindi, hafi leitt til þess að eldurinn breiddist eins hratt út og raun bar vitni. Nokkrar tafir urðu á slökkvistarfi þar sem lítill þrýstingur var á nálæg- um brunahana. Erling telur þó að það hafi ekki haft úrslitaáhrif á slökkvistarfið. Eins og fyrr segir eyðilagðist efri hæð hússins en hún var úr timbri. Neðri hæðin er steinsteypt og slapp hún óskemmd. Miklar skemmdir í eldsvoða í einbýlishúsi í Mosfellsbæ Talið að eldur hafi kraumað lengi Morgunblaðið/Júlíus Um hálfri mínútu eftir að slökkviliðið kom á vettvang varð reyksprenging í húsinu sem þá varð alelda. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra heldur í dag í tveggja daga opinbera heimsókn til Nor- egs. Halldór mun í dag eiga fundi með Kjell Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, og Jan Pet- ersen utanríkisráðherra. Ráðherrarnir munu fjalla um al- þjóðamál og tvíhliða samskipti ríkjanna á fundum sínum. Gert er ráð fyrir að rætt verði um Evr- ópumál, ástandið í Mið-Austur- löndum, málefni Atlantshafsbanda- lagsins og hvalveiðimál og hugsanlega verður einnig farið yfir stöðu mála varðandi Smugusamn- ingana, að sögn Stefáns Skjaldar- sonar, skrifstofustjóra í utanríkis- ráðuneytinu. Utanríkisráð- herra í opin- berri heim- sókn í Noregi HVASSVIÐRI olli því að bíll með hjólhýsi í eftirdragi fór út af veginum og valt á Suðurlandsvegi rétt austan við Hvamm undir Eyjafjöllum í gær. Ökumaður skarst á höfði og var fluttur til læknis á Hvolsvelli, að sögn lögreglu á staðnum. Farþegar bílsins voru hollenskir ferðamenn en bíllinn og hjólhýsið eru stórskemmd. Bílvelta á Suðurlandsvegi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.