Morgunblaðið - 19.06.2002, Síða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isBesti árangur Jóns Arnars
í fjögur ár / B7
Brasilíumaðurinn Ronaldo
brosir breitt á ný / B4
8 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Morgunblaðinu
í dag fylgir aug-
lýsingablaðið
„Förunautur“
um Norðurland
vestra. Blaðinu
verður dreift
um allt land.
FJÖLDI húsa í Holtahverfi á Ísa-
firði er á skilgreindum hættusvæð-
um vegna mögulegra snjóflóða og er
forgangsmál að auka öryggi á því
svæði, samkvæmt niðurstöðum mats
á hættu vegna ofanflóða á Ísafirði og
í Hnífsdal, sem nú liggur fyrir. Til-
lögur hættumatsnefndar Ísafjarðar-
bæjar verða kynntar á borgarafundi
á Ísafirði í kvöld.
Tillögurnar að hættumati vegna
ofanflóða á Ísafirði og í Hnífsdal
voru unnar af Veðurstofu Íslands á
vegum hættumatsnefndar Ísafjarð-
arbæjar. Hættumetna svæðinu var
skipt í sex meginhluta, sem eru
Holtahverfi, Seljalandshverfi, Selja-
landshlíð milli Seljalands og Gleið-
arhjalla, byggð neðan Gleiðarhjalla
og Hnífsdalur. Í niðurstöðum hættu-
matsins kemur fram að einhver hús
eru á skilgreindu hættusvæði í öllum
hverfum sem metin voru bæði á Ísa-
firði og í Hnífsdal.
Í niðurstöðum kemur einnig fram
að nýjasta hverfið, Seljalandshverfi,
er neðan stórs dæmigerðs snjóflóða-
farvegar. ,,Eftir snjóflóðið niður í
Tunguskóg 1994 var uppbyggingu
þar hætt og því er hverfið ekki byggt
nema að hluta. Áhætta í húsum næst
hlíðinni er mikil og mikilvægt er að
auka öryggi þar. Það má annaðhvort
gera með því að verja svæðið eða yf-
irgefa hús,“ segir í niðurstöðum
matsins. Þar kemur einnig fram að
talsverðir möguleikar eru taldir á að
skipuleggja nýja byggð utan hættu-
svæða neðan Seljalandshverfis og
Holtahverfis.
Við mat á áhættu vegna ofanflóða
eru afmörkuð þrenns konar hættu-
svæði sem skipt er í A, B og C. Mest
áhætta er á hættusvæði C, en þar er
svonefnd staðaráhætta talin meiri en
3 af 10.000 á ári. Engar nýbyggingar
eru leyfilegar á þeim svæðum nema
frístundahús og húsnæði þar sem
viðvera er lítil.
Mestöll byggð í Hnífsdal
á hættusvæði
Í niðurstöðum greinargerðar með
tillögunni segir einnig að staðan neð-
an svonefnds Gleiðarhjalla sé erfið.
,,Fjöldi húsa er á hættusvæðum þó fá
séu á hættusvæði C. Fylgjast þarf
náið með svæðinu og rýma hús ef það
er talið nauðsynlegt. Einnig er æski-
legt að gripið verði til úrræða til þess
að verjast aurskriðum og grjóthruni.
Í Hnífsdal er við erfiðan vanda að
eiga. Mestöll byggðin er á hættu-
svæði. Nokkur hús hafa verið keypt
af sveitarfélaginu og ekki er búið í
þeim að vetrum og sum hafa jafnvel
verið flutt. Vegna þessa hefur
áhætta á svæðinu minnkað nokkuð,“
segir í niðurstöðunum.
Tillögur hættumatsnefndar munu
liggja frammi í fjórar vikur eftir
borgarafund um þær og í framhaldi
af því verða þær lagðar fyrir um-
hverfisráðherra til staðfestingar.
Innan sex mánaða frá staðfestingu
hættumats skal bæjarstjórn gera
áætlun um aðgerðir til að tryggja ör-
yggi íbúa á hættusvæðum.
Hættumat vegna ofanflóða á Ísafirði og í Hnífsdal kynnt á borgarafundi í kvöld
Fjöldi húsa
talinn vera á
hættusvæðum
! "
#
$%
&
'(
"
)
(
) #"
) #
!%
EFRI hæð íbúðarhúss í Mosfellsbæ
gjöreyðilagðist í eldsvoða í gær-
morgun en stöðvarstjóri Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins telur að eldur
hafi kraumað lengi í húsinu áður en
hann braust út. Fjölskyldan, sem
þar bjó, flutti inn í húsið í fyrradag
og var öll komin út þegar slökkvilið
bar að garði.
Tilkynning um að eldur væri við
arin í húsinu barst slökkviliði klukk-
an 9.42. Þegar slökkvilið kom að hús-
inu logaði eldur upp úr þaki og und-
an þakkanti og mikinn dökkan reyk
lagði út um glugga. Um hálfri mín-
útu síðar varð reyksprenging í hús-
inu og við það varð húsið alelda inn-
andyra en slík sprenging verður
þegar eldfimar lofttegundir komast í
snertingu við súrefni.
Erling Júlínusson stöðvarstjóri
telur að eldurinn hafi kraumað lengi
í innviðum hússins áður en hans varð
vart. Það, ásamt sterkum vindi, hafi
leitt til þess að eldurinn breiddist
eins hratt út og raun bar vitni.
Nokkrar tafir urðu á slökkvistarfi
þar sem lítill þrýstingur var á nálæg-
um brunahana. Erling telur þó að
það hafi ekki haft úrslitaáhrif á
slökkvistarfið.
Eins og fyrr segir eyðilagðist efri
hæð hússins en hún var úr timbri.
Neðri hæðin er steinsteypt og slapp
hún óskemmd.
Miklar skemmdir í eldsvoða í einbýlishúsi í Mosfellsbæ
Talið að eldur hafi kraumað lengi
Morgunblaðið/Júlíus
Um hálfri mínútu eftir að slökkviliðið kom á vettvang varð reyksprenging í húsinu sem þá varð alelda.
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra heldur í dag í tveggja
daga opinbera heimsókn til Nor-
egs. Halldór mun í dag eiga fundi
með Kjell Magne Bondevik, for-
sætisráðherra Noregs, og Jan Pet-
ersen utanríkisráðherra.
Ráðherrarnir munu fjalla um al-
þjóðamál og tvíhliða samskipti
ríkjanna á fundum sínum. Gert er
ráð fyrir að rætt verði um Evr-
ópumál, ástandið í Mið-Austur-
löndum, málefni Atlantshafsbanda-
lagsins og hvalveiðimál og
hugsanlega verður einnig farið yfir
stöðu mála varðandi Smugusamn-
ingana, að sögn Stefáns Skjaldar-
sonar, skrifstofustjóra í utanríkis-
ráðuneytinu.
Utanríkisráð-
herra í opin-
berri heim-
sókn í Noregi
HVASSVIÐRI olli því að bíll með
hjólhýsi í eftirdragi fór út af veginum
og valt á Suðurlandsvegi rétt austan
við Hvamm undir Eyjafjöllum í gær.
Ökumaður skarst á höfði og var
fluttur til læknis á Hvolsvelli, að
sögn lögreglu á staðnum. Farþegar
bílsins voru hollenskir ferðamenn en
bíllinn og hjólhýsið eru stórskemmd.
Bílvelta á
Suðurlandsvegi
♦ ♦ ♦