Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEIMILISMÁLARI, ATVINNUMÁLARI, LANDSLAGSMÁLARI, LISTMÁLARI? Dugguvogi 4 • www.slippfelagid.is Allt fyrir málarann og myndlistarmanninn í Litalandi, nýrri verslun okkar í Domus Medica. Komdu og fáðu góð ráð þegar þú ætlar að mála. Domus Medica við Snorrabraut Í TILEFNI af kvennadeginum, 19. júní, hefur verið tekinn saman ýmis fróðleikur um kvenréttinda- mál á mbl.is. Þar má m.a. finna upplýsingar um áfanga í íslenskri kvenrétt- indabaráttu auk þess sem stiklað er á stóru í sögu Kvennahlaups ÍSÍ og fjallað er um Aung San Suu Kyi sem hefur barist fyrir lýðræð- islegum umbótum í Búrma. Einn- ig er þar að finna ártöl og áfanga í sögu íslenskra kvenna ásamt list- um yfir kvenforseta og forsætis- ráðherra víða um lönd. Umfjöllunina má finna með því að smella á hnapp sem er að finna efst í hægri dálki á forsíðu mbl.is eða undir hausnum „Nýtt á Efni um kvenna- daginn á mbl.is FJÖGUR biðu bana er bíll sem þau voru farþegar í lenti í Blöndulóni á mánudagskvöld. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Blönduósi virðist ökumaðurinn hafa misst stjórn á bílnum við svonefnda Kolkustíflu þar sem bíllinn fór yfir lágan garð og niður í lónið, fjórum til fimm metrum neðar. Lögreglan telur bílinn, Pajero-jeppa, ekki hafa verið á miklum hraða. Þau sem fórust voru Jing Li, eig- inkona ökumannsins, fædd 27. júlí 1970, Albert Junchen Li, sonur þeirra á fyrsta ári, fæddur 30. ágúst 2001, og foreldrar ökumannsins, Shou Yuan Li, fæddur 29. septem- ber 1936, og Xiuping Lin, fædd 15. ágúst 1942. Þau voru af kínversku bergi brotin og öll búsett í Læk- jasmára 21 í Kópavogi. Fólkið var á ferð suður Kjalveg á þremur bílum. Samferðamenn fólksins gátu kallað á lögreglu en GSM-samband er stopult á þessum slóðum og varð að aka spölkorn frá slysstaðnum til að unnt væri að hringja. Lögreglan á Blönduósi fékk tilkynningu um slysið um kl. 21 og var komin á vettvang um hálf- tíma síðar. Kafari frá Skagaströnd var einnig kallaður á slysstað. Lög- reglan kallaði jafnframt strax til starfsmenn í Búrfellsstöð sem fóru rakleiðis á slysstað enda um styttri veg að fara. Auk lögreglu voru sjúkralið, slökkvilið og björgunar- sveitir kallaðar út. Þyrla Landhelg- isgæslunnar var kölluð út kl. 21.35. Kom hún á slysstað laust fyrir kl. 23 og var áhöfn þyrlunnar lögregl- unni til aðstoðar. Í læknisskoðun á Blönduósi Kristján Þorbjörnsson, yfirlög- regluþjónn á Blönduósi, segir að þegar að var komið hafi verið ljóst að fólkinu yrði ekki bjargað. Fór hann niður að bílnum sem var í kafi og braut rúðu en bíllinn var þá full- ur af vatni. Hlúð var að ökumann- inum sem reyndist ekki slasaður. Prestur kom á staðinn og síðan hélt hópurinn til læknis á Blönduósi. Síðar um nóttina var hópnum ekið til Reykjavíkur. Slysið varð á vegarkafla við Blöndulón þar sem hann liggur við Kolkustíflu við suðurhluta lónsins. Telur lögreglan að bíllinn hafi kast- ast til þegar hann kom á ristahlið á garðinum og kastast síðan uppá lág- an varnargarð til vinstri og ofan í lónið. Bíllinn náðist upp síðar um kvöldið og var fluttur til Blönduóss. Unnið er að rannsókn á slysinu og verður ítarleg skýrsla tekin af ökumanninum bráðlega. Fulltrúi rannsóknanefndar umferðarslysa fór einnig á vettvang í gær. Fjórir biðu bana er bíll fór í Blöndulón Frá vettvangi við Blöndulón seint á mánudagskvöld.  *    +)  ,  # "  +%   "              KONA lést þegar jeppi, sem hún var farþegi í, fór út af brú um kl. 13 í fyrradag á Finnafjarðará í Finnafirði sem gengur inn af Bakkaflóa. Ökumaður, sem komst sjálfur út úr bílnum, gat kallað eft- ir hjálp og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en útskrifaður þaðan að kvöldi sunnudagsins. Konan hét Þórdís Björgvinsdótt- ir, fædd 14. september 1944, til heimilis að Mjóanesi á Austur-Hér- aði. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú uppkomin börn. Lögreglan á Vopnafirði fékk til- kynningu um slysið kl. 13.03 á mánudag og hélt þegar áleiðis af stað. Björgunarsveitir frá Vopna- firði, Bakkafirði og Þórshöfn fóru einnig á vettvang svo og slökkvi- liðs- og tækjabíll frá Þórshöfn en hann sinnir bæði Þórshöfn og Vopnafirði. Nærri 40 mínútna ferð er frá Vopnafirði á slysstaðinn og tjáði Rúnar Valsson, hjá lögreglunni á Vopnafirði, Morgunblaðinu að lög- regla frá Þórshöfn hefði verið fljót- ari á staðinn, 10-15 mínútur, enda mun styttra að fara. Þá voru björg- unarsveitirnar á æfingu á Þórshöfn og voru þær því einnig fljótar á vettvang. Rúnar sagði að læknir, sem kom á vettvang frá Þórshöfn, hefði úrskurðað konuna látna. Lögreglan segir að bíllinn hefði komið að einbreiðri brú yfir Finna- fjarðará að austan. Þoka var, rok og vatnsveður er slysið varð. Virt- ist bíllinn hafa lent á vegriði við brúna og henst eftir því áður en hann stakkst ofan í ána sem var nokkuð vatnsmikil og straumhörð. Hann segir aflíðandi beygju að brúnni að austan en þegar yfir hana er komið er kröpp beygja til norðurs. Níu einbreiðar brýr eru á veginum milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Vegrið á brúnni var endurnýjað fyrir nokkrum árum. Kranabíll frá Þórshöfn var feng- inn til að hífa bílinn úr ánni, sem verður fluttur til Reykjavíkur til rannsóknar og málið er áfram í rannsókn hjá lögreglunni á Vopna- firði. Lést í bílslysi í Finnafirði Morgunblaðið/Líney Bifreiðinni var ekið að brúnni yfir Finnafjarðará að austan, fjær á mynd- inni, og lenti hún í ánni, sem var nokkuð vatnsmikil og straumhörð.                       -  !  #  *                ÍSLENSKA landsliðið í opnum flokki á Evrópumótinu í brids hefur byrjað ágætlega en mótið hófst á sunnudag. Eftir sjö umferðir af 37 var liðið í 2. sæti með 135 stig en Ítalir höfðu for- ustu með 146 stig. Norðmenn voru í 3. sæti með 131 stig, Búlgarar höfðu 130 stig og Tékkar og Hollendingar 128 stig hvor þjóð. Íslenska liðið byrjaði á sunnudag á að vinna Belga, 25:2, og síðan Letta, 23:6 en Lettar fengu eitt refsistig. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní unnu Ís- lendingar Austurríkismenn, 16:14, og síðan Rúmena, 21:9, en í fimmtu um- ferðinni lutu þeir í lægra haldi fyrir Spánverjum, 11:19. Í gær vann Ísland Wales, 24:6 í 6. umferð en í 7. umferð gerði liðið jafntefli við Skota, 15:15, í leik sem sýndur var á sýningartöflu. Í gærkvöld spilaði Ísland síðan við Mónakó í 8. umferð. Keppni í kvennaflokki hefst í dag og þá spilar íslenska kvennaliðið við Ísrael og San Marínó. Í opnum flokki verður dagurinn erfiður því þá spilar íslenska liðið við Ítala, Tékka og Líb- ana. Færeyingar taka nú þátt í sínu fyrsta Evrópumóti. Liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum en vann síðan tvo þá næstu, gegn Portúgölum, 20:10, og Slóvenum, 19:11. Eftir sjö umferðir voru Færeyingar í 35. sæti með 80 stig en einu sæti ofar voru Danir með 82 stig en Danir og einnig Svíar byrjuðu mjög illa á mótinu þrátt fyrir að lið þessara þjóða séu skipuð reyndum landsliðsmönnum. Ágæt byrj- un Íslands á EM í brids ÍSLENSKA kokkalandsliðið hefur hlotið tvenn gullverðlaun á Seoul International Expo 2002, al- þjóðlegri matreiðslukeppni sem nú fer fram í Seoul í Suður- Kóreu. Í fyrradag hreppti það fyrsta sæti fyrir framlag sitt í keppninni um besta kalda borðið og í gær- morgun bættu íslensku kokkarnir öðrum gullverðlaunum sínum í safnið er það hreppti einnig fyrstu verðlaun í keppninni um bestu heitu máltíðina. Í dag verður tilkynnt um sig- urvegarann í heildarstigakeppn- inni og er ljóst að það verða ann- aðhvort Íslendingar eða Kóreumenn sem bera munu sigur úr býtum. Kokkarnir sóttu gull til Suður-Kóreu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.