Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 17 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla. P & Ó AKUREYRINGAR tóku virkan þátt í hátíðarhöldum í tilefni þjóðhátíð- ardagsins 17. júní, þrátt fyrir leið- indaveður, rigningu og kulda. Há- tíðardagskrá fór fram á Hamarkotsklöppum og fjölbreytt skemmtidagskrá á Ráðhústorgi, bæði um miðjan daginn og um kvöldið. Dagskráin um kvöldið var þó heldur styttri í annan endann en upphaflega var gert ráð fyrir vegna veðurs. Morgunblaðið/Kristján Rigning og kuldi á þjóðhátíðar- daginn SLÖKKVILIÐ Akureyrar fékk til- kynningu um meðvitundarlausan mann sem lá í blóði sínu eftir líkams- árás við tjaldsvæðið við Þórunnar- stræti snemma á sunnudagsmorgun. Sendir voru tveir sjúkrabílar á vettvang og var hann slasaði fluttur á FSA en hann reyndist minna slas- aður en talið var í fyrstu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni hefur enginn verið hand- tekinn vegna málsins og er það í rannsókn. Fjöldi fólks var á tjald- svæðinu við Þórunnarstræti og þar var töluverð áfengisneysla. Þá voru margir á ferð í bænum um helgina og töluverður erill hjá lögreglu. Líkamsárás við tjaldsvæðið ÖKUMAÐUR og farþegi slös- uðust talsvert í bílveltu við Mó- gil á Svalbarðsströnd seinni part laugardags. Slökkvilið Ak- ureyrar fékk tilkynningu um að fólkið væri fast í bílnum en þeg- ar tveir sjúkrabílar og klippibíll komu á staðinn var fólkið komið út úr bílnum. Fólkið var flutt til aðhlynn- ingar á FSA en hvorugt þeirra var talið lífshættulega slasað. Bíllinn hafnaði á hvolfi utan vegar og er talinn ónýtur. Bílvelta við Mógil ÖKUMAÐUR bifhjóls slasað- ist alvarlega í spyrnukeppni á Akureyri sl. laugardag. Bíl var ekið inn á keppnisbrautina við Tryggvabraut og í veg fyrir bif- hjólið. Ökumaðurinn og bifhjól- ið köstuðust fleiri metra upp í loftið og hafnaði hjólið utan öruggisgirðingar og á áhorf- anda sem slasaðist. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar slasaðist ökumaður bifhjólsins alvarlega en ökumaður bílsins og korna- barn sem var með honum slös- uðust lítið. Slökkviliðið sendi strax tvo bíla á staðinn og kall- aði inn aukinn mannskap. Alls voru 9 sjúkra- og neyðarflutn- ingamenn að hlúa að slösuðum á vettvangi. Allir voru sjúkling- arnir fluttar á FSA til aðhlynn- ingar. Slökkvistöð Akureyrar stendur rétt við Tryggvabraut og skömmu áður en áðurnefnt óhapp varð sáu slökkviliðs- menn mann falla á bifhjóli sínu í sömu spyrnukeppni. Ökumað- urinn missti stjórn á hjóli sínu og rann tugi metra eftir göt- unni. Sjúkrabíll fór strax á vett- vang en ökumaðurinn reyndist ekki mikið slasaður en var flutt- ur til nánari skoðunar á FSA. Ökumað- ur bifhjóls slasaðist alvarlega Spyrnukeppni á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.