Morgunblaðið - 19.06.2002, Page 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 17
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
Ísaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
5 gerðir - margir litir
Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900
60 ára frábær reynsla.
P
&
Ó
AKUREYRINGAR tóku virkan þátt
í hátíðarhöldum í tilefni þjóðhátíð-
ardagsins 17. júní, þrátt fyrir leið-
indaveður, rigningu og kulda. Há-
tíðardagskrá fór fram á
Hamarkotsklöppum og fjölbreytt
skemmtidagskrá á Ráðhústorgi,
bæði um miðjan daginn og um
kvöldið. Dagskráin um kvöldið var
þó heldur styttri í annan endann en
upphaflega var gert ráð fyrir
vegna veðurs. Morgunblaðið/Kristján
Rigning
og kuldi á
þjóðhátíðar-
daginn
SLÖKKVILIÐ Akureyrar fékk til-
kynningu um meðvitundarlausan
mann sem lá í blóði sínu eftir líkams-
árás við tjaldsvæðið við Þórunnar-
stræti snemma á sunnudagsmorgun.
Sendir voru tveir sjúkrabílar á
vettvang og var hann slasaði fluttur
á FSA en hann reyndist minna slas-
aður en talið var í fyrstu.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni hefur enginn verið hand-
tekinn vegna málsins og er það í
rannsókn. Fjöldi fólks var á tjald-
svæðinu við Þórunnarstræti og þar
var töluverð áfengisneysla. Þá voru
margir á ferð í bænum um helgina og
töluverður erill hjá lögreglu.
Líkamsárás
við tjaldsvæðið
ÖKUMAÐUR og farþegi slös-
uðust talsvert í bílveltu við Mó-
gil á Svalbarðsströnd seinni
part laugardags. Slökkvilið Ak-
ureyrar fékk tilkynningu um að
fólkið væri fast í bílnum en þeg-
ar tveir sjúkrabílar og klippibíll
komu á staðinn var fólkið komið
út úr bílnum.
Fólkið var flutt til aðhlynn-
ingar á FSA en hvorugt þeirra
var talið lífshættulega slasað.
Bíllinn hafnaði á hvolfi utan
vegar og er talinn ónýtur.
Bílvelta
við Mógil
ÖKUMAÐUR bifhjóls slasað-
ist alvarlega í spyrnukeppni á
Akureyri sl. laugardag. Bíl var
ekið inn á keppnisbrautina við
Tryggvabraut og í veg fyrir bif-
hjólið. Ökumaðurinn og bifhjól-
ið köstuðust fleiri metra upp í
loftið og hafnaði hjólið utan
öruggisgirðingar og á áhorf-
anda sem slasaðist.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði Akureyrar slasaðist
ökumaður bifhjólsins alvarlega
en ökumaður bílsins og korna-
barn sem var með honum slös-
uðust lítið. Slökkviliðið sendi
strax tvo bíla á staðinn og kall-
aði inn aukinn mannskap. Alls
voru 9 sjúkra- og neyðarflutn-
ingamenn að hlúa að slösuðum
á vettvangi. Allir voru sjúkling-
arnir fluttar á FSA til aðhlynn-
ingar.
Slökkvistöð Akureyrar
stendur rétt við Tryggvabraut
og skömmu áður en áðurnefnt
óhapp varð sáu slökkviliðs-
menn mann falla á bifhjóli sínu í
sömu spyrnukeppni. Ökumað-
urinn missti stjórn á hjóli sínu
og rann tugi metra eftir göt-
unni. Sjúkrabíll fór strax á vett-
vang en ökumaðurinn reyndist
ekki mikið slasaður en var flutt-
ur til nánari skoðunar á FSA.
Ökumað-
ur bifhjóls
slasaðist
alvarlega
Spyrnukeppni
á Akureyri