Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 11 Á FUNDI borgarráðs á föstu- dag í síðustu viku var tekið fyrir bréf Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, varðandi ósk listans um að fá áheyrnar- fulltrúa í tilteknar nefndir og ráð á vegum borgarinnar. Í bréfi til borgarráðs er óskað eftir að einn kjörinn fulltrúi listans fái sæti sem áheyrnarfulltrúi í fé- lagsmálaráði, fræðsluráði, leik- skólaráði, skipulags- og bygg- ingarnefnd, umhverfis- og heilbrigðisnefnd og í samgöngu- nefnd. Í umfjöllun borgarráðs kemur fram að ljóst sé að F-listi eigi rétt á að tilnefna áheyrnar- fulltrúa í borgarráð með mál- frelsi og tillögurétti en að slíkur réttur nái ekki til annarra nefnda borgarinnar. Engu að síður samþykki borgarráð að F- lista verði heimilt að tilnefna borgarfulltrúa eða varaborgar- fulltrúa sem áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétti í tvær nefndir, auk borgarráðs. Skal sú ákvörðun framboðslist- ans kynnt borgarráði. Ósk F-lista um áheyrnarfulltrúa Fá fulltrúa í tvær nefndir auk borgarráðs ÞING Sambands ungra framsóknar- manna samþykkti ályktun um helgina þar sem skorað er á Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formann Framsóknarflokksins, að bjóða sig fram í Reykjavík í næstu kosningum. Í ályktuninni segir að Framsóknarflokkurinn hafi verið í mikilli sókn síðustu mánuði. ,,Framundan eru alþingiskosning- ar og mikilvægt er að flokkurinn fylgi eftir þessum góða árangri sem hefur náðst að undanförnu og því skora ungir framsóknarmenn á Hall- dór Ásgrímsson, formann Fram- sóknarflokksins, að bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi næsta vor,“ segir í ályktuninni. Haldið verði áfram vinnu við uppfærslu EES-samnings Einnig var samþykkt ályktun um utanríkismál á þinginu eftir miklar umræður, þar sem m.a. er vikið að Evrópumálum: ,,Haldið verði áfram vinnu við uppfærslu EES-samnings- ins í samræmi við skýrslu Evrópu- nefndar Framsóknarflokksins. Jafn- framt verði hafin ítarleg vinna við að skilgreina samningsmarkmið Ís- lendinga. Skal þeirri vinnu verða að fullu lokið fyrir ársbyrjun 2005,“ segir í ályktun þings SUF. Halldór Ásgrímsson fari fram í Reykjavík Þing Sambands ungra framsóknarmanna FUNDI í allsherjarnefnd Alþingis sem halda átti í gær var frestað til næsta föstudags. Fulltrúar Samfylk- ingarinnar fóru þess á leit að fundur yrði haldinn í nefndinni þar sem rætt yrði um aðgerðir stjórnvalda vegna heimsóknar forseta Kína og yfirlýs- ingar stjórnvalda í tengslum við það. Að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Allsherj- arnefndar, þurfti að fresta fundinum þar sem í ljós kom að ekki höfðu allir tök á að mæta. Fundi alls- herjarnefndar frestað til föstudags OPINBERRI heimsókn Jiang Zem- ins, forseta Kína, lauk á sunnudags- morgun þegar hann fór af landi brott ásamt fylgdarliði sínu, áleiðis til Litháen. Áður en forsetinn kvaddi færði Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, honum möppu með ljósmyndum úr ferðinni eftir Gunnar V. Vigfússon ljósmyndara. Á laugardag skoðaði forsetinn Nesjavelli, Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Yfirleitt bar lítið á mótmæl- um en talsverður fjöldi Falun Gong- iðkenda og annarra mótmælenda var á hinn bóginn á hverasvæðinu við Geysi. Hafði fólkið m.a. falið sig í kjarri í nágrenninu og lítill hópur gerði æfingar á hól í grennd við Hótel Geysi. Lögregla rýmdi hvera- svæðið áður en forsetinn kom á staðinn. Við Geysi voru einnig margir Kínverjar sem hugðust fagna forsetanum og báru þeir stóra kínverska fána og borða. Hvorki sást til mótmælenda né þeirra sem fögnuðu forsetanum frá akstursleið hans. Allstór hópur mótmælenda úr hópi Falun Gong-iðkenda safnaðist saman á Reykjanesbraut, skammt frá afleggjaranum að Leifsstöð, á sunnudagsmorgun og hugðist mót- mæla þegar bílalest forsetans færi þar um. Þeim varð ekki að ósk sinni þar sem ákveðið var að aka aðra leið að flugstöðinni. Ekki verið að fela mótmælendur Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, segir að aðgerðir lögreglu hafi miðað að því að tryggja öryggi kínverska forset- ans og það hafi alls ekki verið til- gangur lögreglu að koma í veg fyr- ir að hann sæi til mótmælenda. Varðandi breytingu á akstursleið til Leifsstöðvar segir Stefán að ekki hefði verið hægt að treysta því að mótmælendur hlypu ekki í veg fyrir bílalestina. Hann telur að lögregla hafi stað- ið sig einstaklega vel við erfiðar að- stæður. Þá hafi aðgerðir stjórn- valda í þeim tilgangi að takmarka fjölda Falun Gong-iðkenda hér á landi verið nauðsynlegar. Hann segir kínversku sendinefndina hafa verið afar ánægða með heimsókn- ina. Morgunblaðið/Þorkell Við Geysi voru bæði Falun Gong-iðkendur sem hugðust mótmæla for- setanum og Kínverjar sem vildu fagna honum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Um 100 manns hugðust mótmæla þegar bílalest forsetans æki að Leifs- stöð. Þeim varð ekki að ósk sinni þar sem valin var önnur leið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, heitkona hans, veifa til Jiang Zemins og eiginkonu hans, Wang Yeping. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, færði Jiang Zemin, forseta Kína, að gjöf möppu með ljósmyndum úr heimsókninni. Zemin var skemmt þegar Ólafur sýndi honum ljósmynd af því þegar sá fyrrnefndi söng O sole mio í Perlunni á föstudagskvöld. Fór héðan í opinbera heim- sókn til Litháen Opinberri heimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, lauk á sunnudag GUÐNI Ágústsson, landbúnaðarráð- herra, Margrét Hauksdóttir, eigin- kona hans, og Connie Magnusson, fjallkona, lögðu blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar í Winnipeg í Kan- ada 17. júní að viðstöddu miklu fjöl- menni. Guðni Ágústsson hefur ásamt fylgdarliði verið í heimsókn í Mani- toba síðan sl. fimmtudag og er hóp- urinn væntanlegur aftur til Íslands á föstudag. Um helgina var m.a. heim- sókn til Lundar í tilefni 50 ára afmæl- is landbúnaðarsýningarinnar þar og auk þess var komið við hjá Brett Arnason, hrossabúgarður hans skoð- aður og verðlaun afhent á sýningu á íslenskum hestum. Athöfnin fyrir framan þinghúsið 17. júní heppnaðist vel í mjög góðu veðri, en Neil Bardal, aðalræðismað- ur í Gimli, stjórnaði henni. Deanna Is- leifsson bauð gesti velkomna, en síðan fluttu stutt ávörp Peter Liba, fylkis- stjóri Manitoba, Gary Doer, forsætis- ráðherra, Eiður Guðnason sendi- herra, aðalræðismaður í Winnipeg, Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra, Lillian Thomas, aðstoðarborg- arstjóri Winnipeg, og Connie Magn- usson, fjallkona, en sr. Ingþór Ísfeld fór með bæn í lokin. Sunnukórinn söng undir stjórn Margrétar Geirs- dóttur rétt eins og á hátíðinni í Lund- ar. Kórinn söng einnig í móttöku að- alræðisskrifstofu Íslands, sem var í Norræna húsinu, og mættu þar um 200 manns, en þetta er ein fjölmenn- asta móttaka sem haldin hefur verið í Winnipeg 17. júní. Meðan á dvöl ráðherrans stendur heimsækir hann m.a kjúklingaslátur- hús, mjólkurbú, býflugnabú, kartöflu- verksmiðju, landbúnaðardeild og ís- lenskudeild Manitoba-háskóla og landbúnaðarráðuneyti Manitoba. Hann fer auk þess í kynnisferð um Nýja Ísland og hittir bændur af ís- lenskum ættum. Með í för eru frú Margrét Hauks- dóttir, eiginkona ráðherra, Svein- björn Eyjólfsson, aðstoðarmaður ráð- herra, Níels Árni Lund deildarstjóri og frú Kristjana Benediktsdóttir, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og frú Oddný Sæmundsdóttir. Guðni Ágústsson í heimsókn í Manitoba Í Winnipeg í gær. F.v.: Níels Árni Lund, Kristjana Benediktsdóttir, Mar- grét Hauksdóttir og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. ♦ ♦ ♦ Færðu lög- reglunni tónlist til æfinga FULLTRÚAR Falun Gong-iðkenda hér á landi færðu lögreglunni í Reykjavík í gær þakkir fyrir sam- starfið fyrir og á meðan á heimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, stóð. Gáfu þau Ingimundi Einarssyni varalögreglustjóra og Karli Steinari Valssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni geisladisk með tónlist sem Falun Gong-iðkendur nota þegar þeir gera æfingar sínar. Karl Steinar bendir á að lögreglan í Reykjavík hafi haft frumkvæði að því að ræða við fulltrúa Falun Gong- iðkenda um hvernig þeir vildu haga mótmælum. Í framhaldi af því báru þeir fram óskir um staðsetningu sem borgaryfirvöld féllust á. Karl segir að samstarfið við Falun Gong-iðk- endur hafi í flestum tilvikum verið gott. Helst hafi lögregla verið óánægð með veru þeirra í Öskjuhlíð þegar forseta Kína var boðið í Perl- una til veislu, enda hafi það verið í andstöðu við samkomulagið sem þeir gerðu við lögreglu. Falun Gong-iðkendur þakka samstarfið ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.