Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. BANKASTJÓRN Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,3% í 8,5% frá og með 25. júní nk. Seðlabankinn lækkaði síðast vexti í maí sl. og hafa vextirnir nú lækkað um 1,3% frá aprílbyrjun. Viðskiptabankarnir munu fylgja í kjölfarið og lækka vexti á inn- og útlánum. Landsbanki Ís- lands hf. hefur ákveðið að lækka vexti helstu óverðtryggðra innlána og útlána um 0,3%. Bún- aðarbankinn hefur ákveðið að lækka vexti óverð- tryggðra útlána um 0,3% en innlánsvexti á bilinu 0,15-0,3%. Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti um 0,3% á óverðtryggðum útlánum en vextir á innlánum munu lækka minna. SPRON mun einnig taka tillit til vaxtalækkunar Seðlabankans. Vonast til að vaxta- lækkanaferli haldi áfram Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, segir að vaxtalækkunin nú eigi ekki að koma á óvart miðað við fyrri yfirlýsingar Seðlabankans. „Við vorum að vonast til þess að það ferli vaxta- lækkana, sem hafið er, gæti haldið áfram en við munum að sjálfsögðu skoða það í ljósi verð- lagsþróunar og annarra aðstæðna,“ segir Birgir Ísleifur m.a. Seðlabankinn mun næst birta verð- bólguspá og nýtt mat á ástandi og horfum í efna- hagsmálum í byrjun ágúst. Birgir Ísleifur vill ekki segja til um hvort hugsanlegt sé að Seðlabankinn lækki vexti enn frekar áður en að því kemur. Viðskiptabankar lækka vexti í kjölfar lækkunar Seðlabankans  Vaxtalækkun nú/20 FIMM manns létust í tveimur bíl- slysum í fyrradag. Annað varð við Blöndulón á Kjalvegi og hitt við Finnafjarðará í Finnafirði við Bakkaflóa. Alls hafa 17 látist í um- ferðarslysum á árinu. Fjórir fórust sl. mánudagskvöld er jeppi sem þau voru farþegar í fór út af Kjalvegi og ofan í Blöndulón. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Blönduósi virðist sem öku- maður hafi misst stjórn á bílnum er hann fór yfir ristahlið á varnargarð- inum við Blöndulón. Vegurinn er malarvegur. Telur lögreglan bílinn ekki hafa verið á miklum hraða en hann kastaðist yfir lágan grjótgarð og ofan í lónið. Ökumanni tókst að komast út en öðrum ekki. Þau sem létust voru af kínversku bergi brotin en búsett hérlendis, eiginkona öku- manns og sonur þeirra á fyrsta ári og foreldrar ökumannsins. Þá lést kona sem var farþegi í jeppa er hann féll í Finnafjarðará. Var bílnum ekið inná brúna að aust- an og lenti hann á brúarhandriði og kastast þaðan ofan í ána. Ökumanni tókst að komast úr bílnum og hringja eftir hjálp. Lögregla og björgunar- sveitir komu á vettvang ásamt lækni sem úrskurðaði konuna látna. Uggandi yfir framhaldinu Kristján Þorbjörnsson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á Blönduósi, segir nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til að auka umferðaröryggi þar sem slysið á Kjalvegi varð. Eitthvað verði að gera til að koma í veg fyrir að svona slys geti endurtekið sig. Hann segir að Vegagerðin hafi skoðað aðstæður við veginn í gær og væntir hann þess að ráðist verði í framkvæmdir á svæð- inu í kjölfarið. Sautján hafa látist í umferðarslys- um frá áramótum til og með 17. júní. Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, segir þetta mesta fjölda sem látist hafi í umferðarslys- um á þessu tímabili. Árið 1973 hafi 14 látist fram á 17. júní en oft hafi 3-4 látist á þessu tímabili. Þá nefndi framkvæmdastjórinn sem dæmi að árið 1977 þegar 37 lét- ust í umferðarslysum létust 25 á tímabilinu frá 17. júní og út árið. „Oftast hafa fleiri slys orðið síðari hluta ársins og ég er mjög uggandi yfir framhaldinu í sumar,“ segir Óli H. Þórðarson. Segir hann bæði þurfa meiri löggæslu en ekki síður hitt að ökumenn hagi akstri eftir aðstæðum og gæti vel að hraða. Hvetur hann ökumenn til að líta í eigin barm og sýna ábyrgð í akstri. Sautján látnir í umferðarslysum á árinu Fimm létust í um- ferðinni á mánudag  Fjórir biðu bana/4 EKKI tókst að koma Guðrúnu Gísladóttur KE-15, sem strandaði við Lofoten í Noregi í gær, á flot í gærkvöld. Til stóð að gera aðra til- raun til að koma skipinu á flot á há- flóði klukkan 6 að íslenskum tíma í morgun. Einn dráttarbátur var á slysstað í gærkvöld, en um miðnætti kom Tromsø, skip norsku strand- gæslunnar, á vettvang. Það er búið bæði mengunar- og dráttarbúnaði. Tilkynning um strand skipsins barst norsku strandgæslunni rétt fyrir klukkan níu að íslenskum tíma í gærmorgun. Tuttugu manna áhöfn var um borð í skipinu og tókst björgun hennar giftusamlega. Skipverjar fóru umsvifalaust í björgunarbáta þar sem skipið tók strax að hallast. Áhöfninni var bjargað um borð í björgunarskipið Skomvær III um 45 mínútum eftir að tilkynnt var um strandið. Áhöfn- in beið í tæpan hálftíma í björg- unarbátunum og segir Helgi Bjarnason, háseti á Guðrúnu Gísla- dóttur, að ekki hafi væst um menn- ina þar sem þeir voru íklæddir flot- göllum. Áhöfnin gisti á hóteli í Leknesi í nótt og fór vel um skip- verjana, að sögn Helga. Hann segir að skerin sem skipið steytti á hafi ekki verið merkt inn á sjókort skipsins og að norska strandgæslan hafi staðfest það. Skipið var lengst af í um 45° halla en það tókst að rétta það nokkuð af seint í gærkvöld. Þá hafði vatni ver- ið dælt úr skipinu og stóð til að halda því verki áfram í nótt. Óttast var að olía læki frá skipinu en 300 tonn af dieselolíu og 2 tonn af smurolíu eru um borð í skipinu. Guðrún Gísladóttir er eitt stærsta skipið í íslenska flotanum. Það kom nýsmíðað til landsins frá Kína síð- asta haust. Það er 71 m langt, 14 m breitt og 2.626 brúttótonn. Skerin voru ekki merkt á sjókort  Reyna átti.../6 Ljósmynd/Lofotposten Áhöfn Guðrúnar Gísladóttur KE-15 við komuna til Lekness í gær. Þeir voru skó- og yfirhafnalausir og var verslun í þorpinu opnuð fyrir þá. Mannbjörg þegar Guðrún Gísladóttir KE-15 strandaði við Lofoten 51 af 59 bátum í eigu félagsmanna Snarfara – félags sportbátaeig- enda, hefur verið settur í farbann í kjölfar eftirlitsskoðunar fulltrúa Siglingastofnunar Íslands á bát- unum á laugardag. Í ljós kom að þeir uppfylltu ekki skilyrði um haffærni. Skoðunarmenn límdu miða á bátana sem ekki höfðu verið færð- ir til skoðunar og þar stóð: „Þetta skip er óskoðað og notkun þess er bönnuð.“ Tómas Sigurðsson, for- stöðumaður skoðunarsviðs Sigl- ingastofnunar Íslands, segir að margir smábátanna hafi verið án nafns og númers. „Bátarnir reynd- ust vera 51 án haffæris, en átta með haffærni í lagi. Nokkrir bátar reyndust án nokkurra merkinga, þ.e.a.s. nafns, heimahafnarmerk- inga eða númers. Þetta er mjög al- varlegt mál og við verðum að fylgja þessu eftir,“ sagði Tómas. Átta af 59 bátum haffærir ÍSLENSKA ríkið mun standa straum af kostnaði sem Flugleiðir verða fyrir vegna endurgreiðslna á farseðlum og útlögðum kostnaði til þeirra farþega sem komust ekki til landsins vegna aðgerða stjórnvalda gegn Falun Gong, að sögn Björns Friðfinnssonar, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að félagið hafi tekið þá ákvörðun að endur- greiða fólkinu farseðilinn til Íslands og útlagðan kostnað, t.d. vegna gistingar. Aðrar hugsanlegar kröf- ur, s.s. vegna vinnutaps, andlegs álags o.s.frv., fari í eðlilegan farveg innan fyrirtækisins, rétt eins og aðrar kröfur sem gerðar eru á flug- félagið. Það fari eftir aðstæðum hvort fólkið eigi rétt á endur- greiðslum. Ríkið greið- ir kostnað Flugleiða ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.