Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ PÁLL Arnar Guð- mundsson prentsmiður lést aðfaranótt 18. júní, eftir langvarandi veik- indi. Hann var á fimm- tugasta og öðru aldurs- ári. Páll Arnar fæddist 3. ágúst 1950 á Barða- stöðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Pálsson bóndi og Anna Herdís Jóns- dóttir ljósmóðir. Hann hóf nám í Prentsmiðjunni Eddu árið 1970 og lauk námi í október árið 1973. Hlaut hann meistararéttindi í maí 1984. Páll Arnar starfaði um ára- bil hjá Morgunblaðinu. Hann vann í Prentsmiðju Morgunblaðsins á árun- um 1975 til 1979 og hóf störf að nýju hjá Morgunblaðinu 1996 og starfaði þar til síðustu áramóta. Páll Arnar starfaði hjá Frjálsri fjölmiðlun 1979–1987, í Prent- smiðjunni Odda 1987– 1992 og hjá Skjaldborg 1992–1993. Hann stofn- aði fyrirtækið Letra- Prentþjónustu árið 1993 og starfaði þar til 1996. Eftirlifandi eigin- kona Páls Arnars er Þóra Vigdís Guð- mundsdóttir og eignuð- ust þau tvö börn. Páll Arnar lætur einnig eftir sig þrjú börn af fyrra hjónabandi. Morgunblaðið þakkar Páli Arnari fyrir farsæl störf og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Andlát PÁLL ARNAR GUÐMUNDSSON TUTTUGU manna áhöfn var bjargað eftir að nóta- og togskipið Guðrún Gísladóttir KE-15 strandaði við Lofo- ten í Norður-Noregi í gærmorgun. Í tvígang mistókst að koma skipinu á flot í gærkvöldi. Til stóð að reyna það að nýju við háflóð klukkan sex í morg- un að íslenskum tíma. 300 tonn af olíu eru um borð í skipinu og óttast norsk yfirvöld olíuleka frá því. Guðrún Gísladóttir var á leið til löndunar með einn stærsta síldar- farm Íslandssögunnar, samkvæmt upplýsingum skipverja, og átti um þrjár sjómílur ófarnar til hafnar í Leknesi þegar það steytti á skeri. Norska strandgæslan fékk tilkynn- ingu um strandið rétt fyrir klukkan níu í gærmorgun að íslenskum tíma. Helgi Bjarnason, háseti á Guðrúnu Gísladóttur, segir að snarpt högg hafi komið á skipið og áhöfnin hafi strax farið frá borði í björgunarbáta þar sem skipið hafi um leið tekið að halla. Alls liðu um 45 mínútur frá því að til- kynnt var um strandið þar til skip- verjar voru komnir um borð í björg- unarbátinn Skomvær III. Hann segir að mennirnir hafi beðið í um 30 mín- útum eftir skipinu í björgunarbátun- ur, ekki hafi væst um þá meðan á bið- inni stóð en þeir voru í flotgöllum. Helgi segir að skerin sem skipið steytti á hafi ekki verið merkt inn á sjókort skipsins og norska strand- gæslan hafi staðfest það í gær. Norsk yfirvöld segja orsakir slyssins enn ókunnar. Skipið lá í um 45° halla á strandstað mestan part gærdagsins, en náði að reisa sig nokkuð við í gærkvöldi. Sjór gekk inn í skipið að framanverðu þar sem gat kom á skrokk þess. Tom Hansen, hjá Mengunarvörnum Nor- egs sem tóku við yfirumsjón aðgerða af norska hernum um miðjan dag í gær, segir að sjó hafi verið dælt úr skipinu og að því yrði haldið áfram yf- ir nóttina. Í skipinu eru 300 tonn af hráolíu, 2 tonn af smurolíu og tæp 900 tonn af frystri síld sem veidd voru úr norsk-íslenska síldarstofninum. Norsk yfirvöld óttuðust mjög olíu- leka frá skipinu en engin olía hefur enn lekið út úr því og sagðist Hansen bjartsýnn á að svo verði ekki haldist veðrið gott. Olían er í mið- og aftur- hluta skipsins, en það er fremsti hluti skipsins sem er laskaður. Ekki liggur fyrir hve miklar skemmdir urðu á skipinu, en síðdegis í gær var of mikill öldugangur til að hægt væri að kafa að því. Til stóð að kafað yrði að skip- inu í nótt. Veður á strandstað var milt, ekki mikill vindur en þoka. Tvær tilraunir til að koma skipinu á flot voru gerðar í gærkvöldi, en mis- heppnuðust báðar. Á miðnætti í nótt kom Tromsø, skip norsku strand- gæslunnar, á strandstaðinn en það er búið dælum og öðrum mengunar- varnarbúnaði. Til stóð að reyna að koma skipinu aftur á flot á háflóði klukkan 6 í morgun. Um 100 manns tóku þátt í björgunaraðgerðum John Espen Lien, yfirmaður upp- lýsingadeildar norska hersins í Norð- ur-Noregi, segir að alls hafi þrír bátar frá norsku strandgæslunni tekið þátt í björgunaraðgerðinni, auk björgun- arbátsins Skomvær III. Einnig hafi tvær þyrlur verið notaðar og sú þriðja verið til taks. Alls telur hann að um 100 manns hafi komið að björguninni. Fataverslun opnuð fyrir skip- verjana við komuna í land Helgi segir að vel fari um skipverj- ana. Síðdegis í gær komu 18 þeirra í land í Leknesi, en tveir tóku áfram þátt í björgunaraðgerðum á strand- stað. Helgi segir að vel hafi verið tekið á móti þeim. Verslun í þorpinu var opnuð sérstaklega fyrir þá og þeim gert kleift að kaupa sér föt, en þeir voru yfirhafna- og skólausir. Þeir dvelja nú á hóteli í Leknesi og hafa það ágætt, að sögn Helga. Örn Erlingsson hjá útgerðarfélag- inu Festi fór utan í gær ásamt fulltrúa frá Tryggingamiðstöðinni sem tryggði skipið. Guðrún Gísladóttir er eitt af nýrri skipum íslenska flotans. Það kom til landsins síðasta haust frá Kína þar sem það var smíðað. Skipið er 71 m á lengd, 14 m á breidd og 2.626 brúttótonn. Mannbjörg varð þegar Guðrún Gísladóttir KE-15 strandaði við Lofoten í N-Noregi Reyna átti að koma skip- inu á flot á morgunflóði Ljósmynd/Willy Hauge/Fiskaren Guðrún Gísladóttir KE-15 hallaði um 45° á strandstað en seint í gærkvöldi tókst að rétta skipið við þegar vatni hafði verið dælt úr því. Til stóð að reyna að ná skipinu á flot á háflóði klukkan 6 í morgun að íslenskum tíma, en í gær misheppnuðust tvær tilraunir til þess. Hér sést björgunarbáturinn Skom- vær III sem bjargaði áhöfn skipsins um 45 mínútum eftir að tilkynnt var um strandið. Þá hafði áhöfn skipsins beðið í björgunarbátum í um 30 mínútur.            !"    #  $     %             ALLMÖRGUM mótmælaspjöldum með áletrunum á borð við „Vér mót- mælum allir“ og „Ég skammast mín“ var haldið á loft við hátíðarhöld á Austurvelli á mánudagsmorgun. Áð- ur hafði lögregla lagt hald á nokkur slík spjöld og eitt garðhlið úr áli með áföstu mótmælaspjaldi. Ingimundur Einarsson varalög- reglustjóri segir aðgerðir lögreglu réttmætar og styðst m.a. við tvo hæstarréttardóma í því tilliti. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn, sem stjórnaði aðgerðum á vettvangi, segir að heimild lög- reglu hafi byggst á því að um var að ræða hátíðarsvæði. Í slíkum tilfellum beri lögreglu skylda til að koma í veg fyrir að skugga beri á hátíðarhöldin. „Það var ætlunin að láta ekki þá ásýnd verða á þessari samkomu að mótmælaspjöldum væri haldið uppi. Hins vegar var svo mikið magn af þessum blöðum skyndilega komið á loft að ég ákvað að aðhafast ekki frekar í þeim efnum af ótta við að valda ókyrrð og leiðindum sem kæmu til með að varpa ennþá leið- inlegri blæ á hátíðarhöldin,“ segir Jónas. Hann telur að mótmælin hafi verið ómarkviss, ekki var tilgreint hverju verið var að mótmæla heldur hafi einungis staðið á þeim að fólkið væri að mótmæla eða að það skammaðist sín en ekki hafi komið fram fyrir hvað. Þetta hafi sett leiðinlegan svip á hátíðarhöldin og margir hátíðar- gestir hafi verið afar sárir út í mót- mælendur. Þegar fjallkonan gekk út af Aust- urvelli eftir að hafa flutt ávarp kast- aði einn mótmælenda spjaldi sínu að henni. Aðspurður segir Jónas að þetta hafi að svo komnu ekki orðið að lögreglumáli. Ingimundur Einarsson varalög- reglustjóri minnir á að Austurvöllur hafi verið þéttskipaður, en um 1500– 2000 manns fylgdust með hátíðar- dagskránni. „Að mínu viti hafði lögregla fulla heimild til að taka af mönnum þessi tól enda var þarna fjöldi manns, háir sem lágir og flestir prúðbúnir, sem kom saman til að fagna þjóðhátíð- inni. Ég lít svo á að það hefði verið ábyrgðarhluti af hálfu lögreglu að leyfa mönnum að fara inn í hópinn með þessi tól,“ segir Ingimundur. Aðspurður segir hann að hætta hafi verið á að þeim yrði beitt gegn fólki eða rækjust í hátíðargesti og gætu þannig valdið meiðslum. Hann minn- ir á að það sé m.a. hlutverk lögreglu að gæta öryggis einstaklinga eða al- mennings. Hitt sé annað mál hvort lögregla hefði átt að hafa afskipti af þeim u.þ.b. 30 manns sem drógu upp spjöld eftir að þeir voru komnir inn í mannfjöldann. Varalögreglustjóri í Reykjavík um aðgerðir lögreglu á Austurvelli Skýrar heimildir studdar dómum Morgunblaðið/Kristinn Allmargir héldu á lofti spjöldum þar sem vitnað var í fræg orð frá Þjóð- fundinum 1851. „Vér mótmælum allir,“ sögðu flestir fundarmenn í einu hljóði eftir að Trampe stiftamtmaður hafði slitið fundinum. VEGNA vatnavaxta fór brúin yfir Þverá við Vopnafjörð í ána í fyrrinótt og var Sunnudalsvegi því lokað. Brú- in, sem er 18 metra stikkbitabrú, er gjörónýt og stendur einungis annar af tveimur stöplum hennar eftir, að sögn Einars Þorvarðarsonar, um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi. Brúin yfir Kaldá í Jökulsárhlíð hafði einnig sigið talsvert í gær- morgun, hún var brotin og var henni lokað fyrir allri umferð. Ekki var út- lit fyrir að hún yrði opnuð aftur í gær. Í gær stóð til að umferð léttra bíla yrði beint á aðra brú ofar við ána. Brúin yfir Kaldá er 46 metra löng steypt plötubrú og byggð 1974, að sögn Einars. Þá lokaðist hringvegurinn í Jök- uldal í gær þar sem ný fylling skol- aðist úr veginum en umferð var beint um Austurdal. Skriða féll á veginn á Hólmahálsi á Norðfjarðarvegi í fyrradag en búið var að hreinsa til og opna veginn aft- ur í gær. Við Mjóafjörð fór vegurinn einnig í sundur við Hesteyri. Þá urðu smáskemmdir víða vegna óveðurins og vatnselgsins, ræsi lokuðust sums staðar vegna vatnagangs og aur- hlaupa. Þegar að var komið í gærmorg- un kom í ljós að Þveráin hafði tekið brúna með sér. Talsverðar vega- skemmdir vegna óveð- ursins á Austurlandi Brúin yfir Þverá fór í ána
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.