Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ VAR margt til gamans gert 17. júní í Kópavogi. Tónlist ómaði víða en pallbílar á vegum bæjarins óku með „brassbönd“ um göturnar gestum og gangandi til skemmtun- ar. Á Kópavogsvelli var efnt til kapp- hlaups í umsjón frjálsíþróttadeildar Breiðabliks og eldri borgarar stóðu fyrir púttmóti á Listatúni. Líkt og í flestum öðrum bæjarfélögum fór skrúðganga um bæinn og þrátt fyrir hvassviðri var góð þátttaka. Þá fór fram hátíðardagskrá á Rútstúni þar sem kenndi ýmissa grasa og börnin skemmtu sér í margs konar leik- tækjum. Þar var einnig boðið upp á andlitsmálningu í tilefni dagsins. Handverkshafnarhátíð var við höfnina þar sem listamenn úr Kópa- vogi seldu og sýndu vörur sínar. Hægt var að taka þátt í dorgveiði- keppni og sjá ísskúlptúra verða til. Dagskráin endaði með útitónleikum á Rútstúni þar sem Milljónamær- ingarnir og Raggi Bjarna, Írafár, Buttercup og Land og synir komu meðal annarra fram. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íþróttir og ísskúlptúrar Kópavogur Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN hefur myndast sú hefð sem liður í hátíðardagskránni að ungar konur komi fram í hlut- verki fjallkonunnar, klæddar skautbúningi, og fari með ljóð sem oft er óður til ættjarðar- innar. Að þessu sinni var Brynja Muditha Dan Gunn- arsdóttir fjallkona Hafnar- fjarðar, en hún er sextán ára menntaskólamær. Brynja er af erlendu bergi brotin, var ættleidd hingað frá Sri Lanka þegar hún var tveggja mánaða gömul og eru foreldrar hennar Snjólaug Stefánsdóttir og Dan Gunnar Hansson sem er látinn. „Ég ákvað að taka að mér hlutverk fjallkonunnar til að gera eitthvað nýtt sem hafði ekki verið gert áður,“ sagði Brynja og sagðist ekki vita til þess að fjallkonan hafi áður verið af erlendum uppruna. „Mér skilst að þetta hafi verið liður í átaki til að berjast gegn fordómum og ég er viss um að þetta hefur haft góð áhrif.“ Brynja segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð og er þess fullviss að hlutverkið hafi orðið til þess að brjóta ísinn, opna augu fólks og sýna fram á hversu fjölbreytilegu þjóð- félagi við búum nú í. „Það kom sumum á óvart að sjá mig í hlutverki fjallkonunnar. Margir búast við að sjá þekkta leikkonu sem fjallkon- una og fannst þetta kannski ekki alveg við hæfi en ég fékk mjög góð viðbrögð við þessu.“ Brynja flutti ljóð eftir Jó- hann Guðna Reynisson, upp- lýsingastjóra Hafnarfjarðar, í tilefni dagsins. Ljósmynd/Árni Guðmundsson Brynja M. Dan Gunnarsdóttir var fjallkona í Hafnarfirði. Fjallkona ættuð frá framandi landi Hafnarfjörður HÁTÍÐARHÖLD 17. júní voru vel sótt á höfuðborg- arsvæðinu þrátt fyrir norð- an hvassviðri og kulda eftir mikla veðurblíðu dagana á undan. Reykvíkingar létu veðrið ekki á sig fá og þús- undir manna söfnuðust saman í miðborginni og nutu tónlistar og annarra skemmtiatriða og dægra- dvalar sem í boði var. Að venju hófst dagskráin í Reykjavík á því að lagður var blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju- garðinum við Suðurgötu. Hátíðardagskrá á Aust- urvelli hófst með því að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lagði blómsveig frá ís- lensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Boðið var upp á fjölbreytt tónlistar- og skemmtiatriði allan daginn og söng Karlakórinn Fóst- bræður þjóðsönginn áður en Davíð Oddsson forsætis- ráðherra flutti ávarp sitt á Aust- urvelli. Á Arnarhóli og við Ingólfstorg safnaðist fjöl- skyldufólk saman og hlýddi á barna- og fjölskyldu- dagskrá sem saman stóð af tónlist, dansi, leiklist og söng. Ýmsar uppá- komur voru víðs vegar um borgina vegna þjóðhátíð- arinnar og var t.d. margmenni í Hús- dýra- og fjöl- skyldugarðinum. Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, formaður þjóðhá- tíðarnefndar, sagði í ávarpi sínu á Austurvelli að það væri kaldhæðnislegt að Ís- lendingar, sem fyrstir þjóða viðurkenndu sjálfstæði Litháens svo eftir var tekið á alþjóðavettvangi, skyldu nú vera í heimsfréttum vegna skerðingar á mann- réttindum og ákveðinnar tegundar af kynþátta- hyggju. Steinunn sagði að atburð- ir síðustu daga hlytu að vekja fólk til umhugsunar um gildi tjáningarfrelsisins og almenn mannréttindi. Þá sagði hún að viðbrögð landsmanna hlytu að sýna sterka réttlætiskennd og „mótmæli við því að yf- irvöld, bæði stórra valda- mikilla ríkja sem og okkar eigin, segi okkur hvað sé rétt og hvað rangt þegar grundvallarmannréttindi eru annars vegar.“ Tónleikar á Lækjartorgi Að venju voru haldnir tónleikar á Lækjartorgi að kvöldi 17. júní og komu þar fram margir af helstu dæg- urtónlistarmönnum landsins fyrr og nú. Á Ingólfstorgi komu Hljómar og hljóm- sveitin BSG ásamt söngv- urunum Björgvini Halldórs- syni, Sigríði Beinteinsdóttur og Grétari Örvarssyni fram en á Lækj- artorgi skemmtu Írafár, Mínus, Land og synir og fleiri sveitir yngra fólkinu fram eftir kvöldi. Hátíðarhöldin fóru vel fram en nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík fram eftir nóttu. Þúsundir fögnuðu þjóðhátíð í höfuðborginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Blómsveigur var að venju lagður að styttu Jóns Sigurðs- sonar á Austurvelli í tilefni þjóðhátíðardagsins. Dansinn var stiginn í miðbæ Reykjavíkur þrátt fyrir að vindur- inn blési kröftuglega. Reykjavík Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.