Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 39 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti Kennari Kennara vantar á Upplýsinga- og tæknibraut FB. Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun í tölvu- og/eða kerfisfræði. Umsóknarfrestur er til 27. júní. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Laun skv. kjarasamningi ríkisins og KÍ. Nánari upplýsingar eru á skrifstofu skólans í síma 570 5600 og sfj@fb.is . UT-braut er framsækin námsbraut á sviði upp- lýsinga og tölvutækni og er einungis í boði í FB. Veffang: www.fb.is — netfang fb@fb.is . Skólameistari. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 550 5300 Bréfasími 550 5301 • www.pwcglobal.com/is Flakarar Scanfood í Noregi óskar að ráða flakara til áramóta. Leitað er að fólki með reynslu af flökun og almennri fiskvinnslu. Frekari upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu PricewaterhouseCoopers. Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Flökun“ fyrir 23. júní nk. Scanfood er einn stærsti framleiðandi reykts lax í Noregi. Fyrirtækið er staðsett við vesturströnd Noregs og hjá því starfa um 25 manns. Frekari upplýsingar má finna á www.scanfood.no Skólaskrifstofa Vestmannaeyja auglýsir Lausar stöður við grunnskólana í Vestmannaeyjum Enn eru eftirfarandi stöður lausar við grunn- skólana í Vestmannaeyjum. Við Barnaskólann í Vestmannaeyjum vantar umsjónarkennara, kennara í íþróttum, upplýsingatækni (tölvukennslu) og heimilis- fræði. Umsóknir berist til skólastjóra, Hjálmfríðar Sveinsdóttur, sem veitir allar upplýsingar í síma 481 1944 (481 1898 heima). Við Hamarsskóla vantar tónmenntakennara. Umsóknir berist til skólastjóra, Halldóru Magnúsdóttur, sem veitir allar upplýsingar í síma 481 2644 (481 2265 heima). Skóla- og menningarfulltrúi. Sveitarstjóri Breiðdalshreppur óskar að ráða sveitarstjóra Sveitarstjóri hefur með höndum framkvæmda- stjórn sveitarfélagsins og fylgir eftir samþykkt- um og ákvörðunum sveitarstjórnar. Í starfinu felst m.a. yfirstjórn framkvæmda og fjármála sveitarfélagsins. Æskilegt er að sveitarstjóri hafi þekkingu á starfsemi sveitarfélaga, reynslu af rekstri, frumkvæði og góð tök á mannlegum samskiptum. Á Breiðdalsvík er nýtt íþróttahús, sundlaug í byggingu, nýlegur leikskóli og einsetinn grunn- skóli í nýlegu rúmgóðu húsnæði. Breiðdalshreppur er blanda af þéttbýlinu á Breiðdalsvík og sveitinni í Breiðdalnum. Atvinna er einkum fiskvinnsla, landbúnaður og ferðaþjónusta sem hefur verið mjög vax- andi atvinnugrein. Íbúar í Breiðdalshreppi eru 280. Nánari upplýsingar veita Lárus Sigurðsson, oddviti, í síma 475 6757 eða 854 0591 og Rík- harður Jónasson, sveitarstjórnarmaður, í síma 475 6727 eða 861 6639. Umsóknir berist skrifstofu Breiðdalshrepps, Ávegi 32, 760 Breiðdalsvík, fyrir 28. júní 2002 eða á netfangið lhs@simnet.is . Húsavík Auglýst er eftir grunnskólakennurum að Borgarhólsskóla á Húsavík Húsavík er 2.500 manna bæjarfélag. Þar er öflugt félags- og menning- arlíf, aðstæður til uppeldis barna hinar ákjósanlegustu, vegalengdir litlar. Í bænum er framhaldsskóli, grunnskóli, tveir leikskólar, tónlistar- skóli og öflug heilbrigðisstofun (sjúkrahús og heilsugæsla) auk allrar almennrar þjónustu. Uppeldismenntað starfsfólk sem ræður sig til starfa við skóla á Húsavík fær greiddan flutningsstyrk og veitt er fyrirgreiðsla vegna húsnæðis. Borgarhólsskóli - grunnskólakennarar: Borgarhólsskóli er 430 nemenda einsetinn, heildstæður grunnskóli í glæsilegu og að hluta nýju húsnæði. Tónlistarskóli er í skólahúsinu og er samstarf grunn- og tónlistarskóla mikið. Nýjar list- og verkgreinastofur voru teknar í notkun haustið 2000. Nýleg og vel búin aðstaða til heimilisfræðikennslu. Lausar eru þrjár stöður grunnskólakennara næsta skólaár. Um er að ræða kennslu í ensku, íþróttum og umsjón í 1. bekk. Nánari upplýsingar veita: Dagný Annasdóttir, skólastjóri, vs. 464 1307 (dagnya@ismennt.is), hs. 464 1983. Gísli Halldórsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 464 1307, hs. 464 1631. Umsóknarfrestur um framangreind störf er til 24. maí 2002. Umsóknum skal skila til skólastjóra. Fræðslufulltrúi Húsavíkur. Heilbrigðisstofnunin Siglufirði Læknar Laus er staða afleysingalæknis í júlí og ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur Andrés Magnússon, yfirlæknir, í síma 467 2100. Netfang: andres@hssiglo.is . Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l Þ ó rh 1 2 7 0 6 2 við Nýbýlaveg, Kópavogi S. 555 4477  555 4424 Erfisdrykkjur Þú giftist ungur og eignaðist góða eiginkonu og börn. Hjarta mitt finn- ur til með þeim, foreldrum þínum, og systkinum. Guð geymi og varðveiti þig, elsku Einar frændi. Ég veit að þú ert í ljós- inu, á góðum stað. Elsku Gunna, Leifur, systkin, eig- inkona og börn, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk í ykkar sorg. Þið áttuð góðan son. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Tómasína Einarsdóttir, Einar Axel og Óðinn Ægissynir. Þegar lagst er til hvílu að kveldi er ekki sjálfgefið að vakna að morgni. Þannig var með vin okkar og frænda, Einar. Þegar vordraumar vakna og sólin skín skærast er stutt í sorgina. Að eiga góðar minningar er gulls ígildi. Hann var glaðlegur og tryggur vinur og við minnumst samveru- stundanna um jól og áramót þegar fjölskyldan kom saman. Hann hreif alla þá er þekktu hann, með sínu ein- staka viðmóti og ánægjulega brosi. Einar ólst upp í samhentri fjöl- skyldu, með fimm systkinum. Eru tvö nú látin, Elísabet systir hans dó af slysförum, ung að aldri. Hann eignaðist með Hrefnu fyrrverandi konu sinni þrjú myndarleg börn sem hann var mjög stoltur af. Einar stundaði ýmis störf um æv- ina og hafði hug og þor til að standa í framkvæmdum. Lengst af stundaði hann vinnu tengda sjávarútvegi og nú síðustu árin vann hann hjá Suður- flugi á Keflavíkurflugvelli. Ganga hans hér á jörð og sporin sem hann skildi eftir sig í hjarta þeirra sem hann þekktu eru sann- arlega mikils virði. Nú þegar lífi er lokið, fyllumst við þakklæti fyrir all- ar þær góðu stundir sem við áttum saman með honum. Blessuð sé minn- ing hans. Aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Auður og fjölskylda. Mig langar að minnast frænda míns og nafna Einars S. Leifssonar með nokkrum orðum. Þegar ég fékk þær fréttir að hann hefði orðið bráð- kvaddur setti mig hljóðan. Ég trúi því ekki enn að þetta hafi verið í síðasta sinn sem ég hitti Einar Leifs frænda þegar ég millilenti á Ís- landi í september á síðasta ári á leið minni til Bandaríkjanna frá London. Hann starfaði hjá Suðurflugi við þjónustu á flugvélum sem áttu leið um Keflavíkurflugvöll og ekki vant- aði greiðviknina og þjónustuna hjá honum. Þegar hann vissi að ég myndi aðeins stoppa í klukkustund og ætl- aði í fríhöfnina og Íslenskan Markað rétti hann mér símann sinn og sagði: hringdu í systur þína og alla þá sem þú vilt á meðan þú ert hér á landi. Við höfum alltaf verið taldir mjög líkir bæði í háttum og útliti og oft var spurt hvort Einar Leifs væri bróðir minn. Ég var mjög stoltur af frænda þegar hann fór að vinna hjá Flug- félaginu Atlanta og síðar hjá Suður- flugi en við vorum þá komnir í sömu atvinnugrein og heyrði ég oft út á við hve vel hann stæði sig í starfi. Elsku Leifur, Gunna, Áslaug, Leifur, Guðrún og Berglind, missir ykkar er mikill og votta ég ykkur mínar dýpstu samúð og megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guð geymi þig elsku frændi. Einar Sigurbjörn Sveinsson, Bandaríkjunum.  Fleiri minningargreinar um Einar Sigurbjörn Leifsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.