Morgunblaðið - 19.06.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.06.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEIMILISMÁLARI, ATVINNUMÁLARI, LANDSLAGSMÁLARI, LISTMÁLARI? Dugguvogi 4 • www.slippfelagid.is Allt fyrir málarann og myndlistarmanninn í Litalandi, nýrri verslun okkar í Domus Medica. Komdu og fáðu góð ráð þegar þú ætlar að mála. Domus Medica við Snorrabraut Í TILEFNI af kvennadeginum, 19. júní, hefur verið tekinn saman ýmis fróðleikur um kvenréttinda- mál á mbl.is. Þar má m.a. finna upplýsingar um áfanga í íslenskri kvenrétt- indabaráttu auk þess sem stiklað er á stóru í sögu Kvennahlaups ÍSÍ og fjallað er um Aung San Suu Kyi sem hefur barist fyrir lýðræð- islegum umbótum í Búrma. Einn- ig er þar að finna ártöl og áfanga í sögu íslenskra kvenna ásamt list- um yfir kvenforseta og forsætis- ráðherra víða um lönd. Umfjöllunina má finna með því að smella á hnapp sem er að finna efst í hægri dálki á forsíðu mbl.is eða undir hausnum „Nýtt á Efni um kvenna- daginn á mbl.is FJÖGUR biðu bana er bíll sem þau voru farþegar í lenti í Blöndulóni á mánudagskvöld. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Blönduósi virðist ökumaðurinn hafa misst stjórn á bílnum við svonefnda Kolkustíflu þar sem bíllinn fór yfir lágan garð og niður í lónið, fjórum til fimm metrum neðar. Lögreglan telur bílinn, Pajero-jeppa, ekki hafa verið á miklum hraða. Þau sem fórust voru Jing Li, eig- inkona ökumannsins, fædd 27. júlí 1970, Albert Junchen Li, sonur þeirra á fyrsta ári, fæddur 30. ágúst 2001, og foreldrar ökumannsins, Shou Yuan Li, fæddur 29. septem- ber 1936, og Xiuping Lin, fædd 15. ágúst 1942. Þau voru af kínversku bergi brotin og öll búsett í Læk- jasmára 21 í Kópavogi. Fólkið var á ferð suður Kjalveg á þremur bílum. Samferðamenn fólksins gátu kallað á lögreglu en GSM-samband er stopult á þessum slóðum og varð að aka spölkorn frá slysstaðnum til að unnt væri að hringja. Lögreglan á Blönduósi fékk tilkynningu um slysið um kl. 21 og var komin á vettvang um hálf- tíma síðar. Kafari frá Skagaströnd var einnig kallaður á slysstað. Lög- reglan kallaði jafnframt strax til starfsmenn í Búrfellsstöð sem fóru rakleiðis á slysstað enda um styttri veg að fara. Auk lögreglu voru sjúkralið, slökkvilið og björgunar- sveitir kallaðar út. Þyrla Landhelg- isgæslunnar var kölluð út kl. 21.35. Kom hún á slysstað laust fyrir kl. 23 og var áhöfn þyrlunnar lögregl- unni til aðstoðar. Í læknisskoðun á Blönduósi Kristján Þorbjörnsson, yfirlög- regluþjónn á Blönduósi, segir að þegar að var komið hafi verið ljóst að fólkinu yrði ekki bjargað. Fór hann niður að bílnum sem var í kafi og braut rúðu en bíllinn var þá full- ur af vatni. Hlúð var að ökumann- inum sem reyndist ekki slasaður. Prestur kom á staðinn og síðan hélt hópurinn til læknis á Blönduósi. Síðar um nóttina var hópnum ekið til Reykjavíkur. Slysið varð á vegarkafla við Blöndulón þar sem hann liggur við Kolkustíflu við suðurhluta lónsins. Telur lögreglan að bíllinn hafi kast- ast til þegar hann kom á ristahlið á garðinum og kastast síðan uppá lág- an varnargarð til vinstri og ofan í lónið. Bíllinn náðist upp síðar um kvöldið og var fluttur til Blönduóss. Unnið er að rannsókn á slysinu og verður ítarleg skýrsla tekin af ökumanninum bráðlega. Fulltrúi rannsóknanefndar umferðarslysa fór einnig á vettvang í gær. Fjórir biðu bana er bíll fór í Blöndulón Frá vettvangi við Blöndulón seint á mánudagskvöld.  *    +)  ,  # "  +%   "              KONA lést þegar jeppi, sem hún var farþegi í, fór út af brú um kl. 13 í fyrradag á Finnafjarðará í Finnafirði sem gengur inn af Bakkaflóa. Ökumaður, sem komst sjálfur út úr bílnum, gat kallað eft- ir hjálp og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en útskrifaður þaðan að kvöldi sunnudagsins. Konan hét Þórdís Björgvinsdótt- ir, fædd 14. september 1944, til heimilis að Mjóanesi á Austur-Hér- aði. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú uppkomin börn. Lögreglan á Vopnafirði fékk til- kynningu um slysið kl. 13.03 á mánudag og hélt þegar áleiðis af stað. Björgunarsveitir frá Vopna- firði, Bakkafirði og Þórshöfn fóru einnig á vettvang svo og slökkvi- liðs- og tækjabíll frá Þórshöfn en hann sinnir bæði Þórshöfn og Vopnafirði. Nærri 40 mínútna ferð er frá Vopnafirði á slysstaðinn og tjáði Rúnar Valsson, hjá lögreglunni á Vopnafirði, Morgunblaðinu að lög- regla frá Þórshöfn hefði verið fljót- ari á staðinn, 10-15 mínútur, enda mun styttra að fara. Þá voru björg- unarsveitirnar á æfingu á Þórshöfn og voru þær því einnig fljótar á vettvang. Rúnar sagði að læknir, sem kom á vettvang frá Þórshöfn, hefði úrskurðað konuna látna. Lögreglan segir að bíllinn hefði komið að einbreiðri brú yfir Finna- fjarðará að austan. Þoka var, rok og vatnsveður er slysið varð. Virt- ist bíllinn hafa lent á vegriði við brúna og henst eftir því áður en hann stakkst ofan í ána sem var nokkuð vatnsmikil og straumhörð. Hann segir aflíðandi beygju að brúnni að austan en þegar yfir hana er komið er kröpp beygja til norðurs. Níu einbreiðar brýr eru á veginum milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Vegrið á brúnni var endurnýjað fyrir nokkrum árum. Kranabíll frá Þórshöfn var feng- inn til að hífa bílinn úr ánni, sem verður fluttur til Reykjavíkur til rannsóknar og málið er áfram í rannsókn hjá lögreglunni á Vopna- firði. Lést í bílslysi í Finnafirði Morgunblaðið/Líney Bifreiðinni var ekið að brúnni yfir Finnafjarðará að austan, fjær á mynd- inni, og lenti hún í ánni, sem var nokkuð vatnsmikil og straumhörð.                       -  !  #  *                ÍSLENSKA landsliðið í opnum flokki á Evrópumótinu í brids hefur byrjað ágætlega en mótið hófst á sunnudag. Eftir sjö umferðir af 37 var liðið í 2. sæti með 135 stig en Ítalir höfðu for- ustu með 146 stig. Norðmenn voru í 3. sæti með 131 stig, Búlgarar höfðu 130 stig og Tékkar og Hollendingar 128 stig hvor þjóð. Íslenska liðið byrjaði á sunnudag á að vinna Belga, 25:2, og síðan Letta, 23:6 en Lettar fengu eitt refsistig. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní unnu Ís- lendingar Austurríkismenn, 16:14, og síðan Rúmena, 21:9, en í fimmtu um- ferðinni lutu þeir í lægra haldi fyrir Spánverjum, 11:19. Í gær vann Ísland Wales, 24:6 í 6. umferð en í 7. umferð gerði liðið jafntefli við Skota, 15:15, í leik sem sýndur var á sýningartöflu. Í gærkvöld spilaði Ísland síðan við Mónakó í 8. umferð. Keppni í kvennaflokki hefst í dag og þá spilar íslenska kvennaliðið við Ísrael og San Marínó. Í opnum flokki verður dagurinn erfiður því þá spilar íslenska liðið við Ítala, Tékka og Líb- ana. Færeyingar taka nú þátt í sínu fyrsta Evrópumóti. Liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum en vann síðan tvo þá næstu, gegn Portúgölum, 20:10, og Slóvenum, 19:11. Eftir sjö umferðir voru Færeyingar í 35. sæti með 80 stig en einu sæti ofar voru Danir með 82 stig en Danir og einnig Svíar byrjuðu mjög illa á mótinu þrátt fyrir að lið þessara þjóða séu skipuð reyndum landsliðsmönnum. Ágæt byrj- un Íslands á EM í brids ÍSLENSKA kokkalandsliðið hefur hlotið tvenn gullverðlaun á Seoul International Expo 2002, al- þjóðlegri matreiðslukeppni sem nú fer fram í Seoul í Suður- Kóreu. Í fyrradag hreppti það fyrsta sæti fyrir framlag sitt í keppninni um besta kalda borðið og í gær- morgun bættu íslensku kokkarnir öðrum gullverðlaunum sínum í safnið er það hreppti einnig fyrstu verðlaun í keppninni um bestu heitu máltíðina. Í dag verður tilkynnt um sig- urvegarann í heildarstigakeppn- inni og er ljóst að það verða ann- aðhvort Íslendingar eða Kóreumenn sem bera munu sigur úr býtum. Kokkarnir sóttu gull til Suður-Kóreu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.