Morgunblaðið - 19.06.2002, Síða 47
ALÞJÓÐLEGI meistarinn Sævar
Bjarnason og Sigurður Daði Sigfús-
son sigruðu á Stigamóti Taflfélags-
ins Hellis og fengu báðir 5½ vinning
af 7 mögulegum. Í lokaumferðinni
bar Sævar sigurorð af Lenka Ptacn-
ikova og Sigurður Daði sigraði
Hrannar B. Arnarsson. Öðrum skák-
um lokaumferðarinnar lauk með
jafntefli. Lokastaðan varð þessi:
1.-2. Sævar Bjarnason, Sigurður Daði Sig-
fússon 5½ v.
3.-4. Bragi Þorfinnsson, Björn Þorfinnsson
4½ v.
5. Stefán Kristjánsson 4 v.
6.-8. Hrannar B. Arnarsson, Arnar Gunn-
arsson, Kristján Eðvarðsson 3½ v.
9. Ríkharður Sveinsson 3 v.
10. Guðmundur Kjartansson 2½ v.
11.-14. Lenka Ptacnikova, Dagur
Arngrímsson, Ingvar Þór Jóhann-
esson, Snorri Bergsson 2 v.
Þetta sterka mót var skipulagt af
Taflfélaginu Helli í þeim tilgangi að
gefa skákmönnum tækifæri til að
hækka á næsta stigalista FIDE sem
kemur út um mánaðamótin. Tíma-
setning mótsins tók mið af þessu,
enda þurfti að skila úrslitum til
FIDE fyrir 15. júní til að þau væru
tekin með í næsta útreikning. Það
var Sævar Bjarnason sem nýtti sér
þetta tækifæri best allra þátttak-
enda og hækkar um 22 stig. Athygl-
isvert er einnig, að frammistaða
Sævars á mótinu svarar til styrk-
leika upp á 2.520 skákstig. Það er því
bjart framundan hjá Sævari ef hann
heldur áfram að tefla af þessum
krafti. Sigurður Daði hækkaði næst-
mest, eða um 18 stig, og nálgast nú
2.400 stiga markið.
Þessari nýjung Taflfélagsins
Hellis var vel tekið af skákmönnum,
en þó var búist við mun fleiri þátt-
takendum.
Í dag klukkan 18:15 hefst al-
þjóðlega Búnaðarbankamótið með
setningarathöfn í Garðabergi við
Garðatorg í Garðabæ. Mótið er
keppni milli fjögurra liða:
1. Glefsir (TG)
2. Unglingalandslið Íslands
3. Kvennalandslið Íslands
4. Úrvalslið unglinga frá Katalóníuhéraði á
Spáni.
Hvert lið er skipað 4 skákmönnum
auk varamanna.
Mótið fer fram dagana 19.-23. júní
í Garðabæ. Mótsstaður er Félags-
heimilið Garðaberg, Garðatorgi í
Garðabæ.
Hannes og Short skildu jafnir
Sigeman-mótinu í Svíþjóð lauk
með sigri Nigel Short (2.673), en þeir
Hannes Hlífar mættust einmitt í
lokaumferðinni. Skák þeirra lauk
með jafntefli. Þar með tryggði Short
sér sigur á mótinu, en Hannes náði
örlítið að bæta stöðu sína á mótinu.
Short fékk 6 vinninga af 9, en Hann-
es fékk 3½ vinning og hafnaði í ní-
unda sæti. Hannes virðist hafa slak-
að nokkuð á eftir að hann náði 2.600
stiga markinu og tímabært er fyrir
hann að setja sér nýtt og hærra
markmið til að keppa að.
Björn Þorfinnsson sigraði á
þriðja Bikarsyrpumótinu
Björn Þorfinnsson sigraði á þriðja
mótinu í Bikarsyrpu Hellis sem fram
fór á ICC á sunnudagskvöld og var
þetta fyrsti sigur hans í keppninni.
Lokaumferðirnar voru mjög tvísýn-
ar og úrslitin í mótinu réðust ekki
fyrr en á síðustu sekúndunum. Björn
hlaut 6½ vinning af 9
mögulegum. Úrslit:
1. Busta (Björn Þor-
finnsson) 6½ v.
2.-5. Morfinus
(Snorri G. Bergsson),
Keyzer (Rúnar Sigur-
pálsson), AphexTwin
(Arnar E. Gunnars-
son), Vanhelgi (Sævar
Bjarnason) 6 v.
6.-7. Kine (Arnar
Þorsteinsson), Njall
(Bragi Halldórsson)
5½ v.
8.-9. pob (Gylfi Þór-
hallsson), Sleeper
(Hrannar Baldursson)
5 v.
10.-12. Ingvar (Ingvar Ásmunds-
son), boogie (Hrannar Arnarsson),
IAMC (Magnús Magnússon) 4½ v.
o.s.frv.
Alls tóku 19 skákmenn þátt í
mótinu sem er með minnsta móti.
Evrópumótið
í skák hafið
Evrópumótið í skák stendur nú yf-
ir í Batumi í Georgíu. Þátttakendur
eru 101, en flesta sterkustu skák-
menn Evrópu vantar á mótið, þar á
meðal núverandi Evrópumeistara.
Enginn Íslendingur tekur þátt í
mótinu. Eftir fimm umferðir eru þeir
Vasilios Kotronias og Dmitry Jakov-
enko efstir með 4½ vinning.
Daði Örn Jónsson
Sigurður Daði
Sigfússon
Sævar
Bjarnason
SKÁK
Hellisheimilið
STIGAMÓT HELLIS
3.–13. júní 2002
Sævar og Sigurður
Daði sigruðu
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 47
HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK
SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335
Leitið tilboða
í stærri verk
Stærð:
D: 50 cm
B: 30/40 cm
H: 180 cm
Stál-
skápar
fyrir
vinnustaði
kr. 7.300,-
Verð frá
Stálskápar
Stærð:
D: 100 cm
B: 290 cm
H: 250 cm
Tekur
9 bretti
Brettahillur
kr. 19.920,-
Næsta bil
kr. 15.438,-
Lagerhillur
Stærð:
D: 60 cm
B: 190 cm
H: 200 cm
3 hillur
kr. 15.562,-
Næsta bil
kr. 13.197,-
Stálhillur
í fyrirtæki
og heimili
Stálhillur
Stærð:
D: 40 cm
B: 100 cm
H: 200 cm
5 hillur
kr. 8.765,-
Næsta bil
kr. 6.125,-
en gott
Við bjóðum
ÓDÝRT
10
11
/
T
A
K
T
ÍK
-
N
r.:
2
9
B
www.afs.is
info-isl@afs.org
552 5450
Erum a› taka á móti umsóknum um skiptinemadvöl.
Brottfarir janúar–mars og júní–september 2003.
Ársdvöl, hálfsársdvöl og sumardvöl.
Alþjóðleg fræðsla og samskipti
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700.
Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa
og brauð kl. 12 á hádegi í Setrinu á neðri
hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir
eldri borgara. Kvöldbænir kl. 18.
Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank
M. Halldórsson.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina.
Fella- og Hólakirkja. Kl. 20: Tónleikar
Kammerkórs Fella- og Hólakirkju. Undir-
leikari Peter Máté píanóleikari. Stjórnandi
Lenka Mátéová organisti.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir.
Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og
í síma 567 0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í
sumar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl.
10-12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á
könnunni og djús fyrir börnin. Öll foreldri
velkomin með eða án barnanna.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós-
broti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á
fimmtudögum kl. 10-12.
Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safnað-
arheimili frá kl. 10-12.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10-12.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt
ungt fólk velkomið.
Safnaðarstarf