Morgunblaðið - 20.06.2002, Side 1
142. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 20. JÚNÍ 2002
SJÖ manns týndu lífi auk hryðju-
verkamanns, sem sprengdi sig upp
á strætisvagnabiðstöð í Jerúsalem í
gær. Um 40 manns særðust. Er
þetta annað hryðjuverkið í Ísrael á
tveimur dögum og hafa þau kostað
28 manns lífið. Vegna þessara at-
burða hefur George W. Bush, for-
seti Bandaríkjanna, hætt við að
leggja fram að sinni nýjar tillögur
um frið milli Ísraela og Palestínu-
manna. Ísraelar réðust í gær inn á
Vesturbakkann, meðal annars inn í
Ramallah, og hóta að leggja hann
allan undir verði ekki lát á hryðju-
verkum.
Hryðjuverkið var framið í gyð-
ingahverfi í Austur-Jerúsalem, sem
er annars að mestu byggt aröbum.
Stökk hryðjuverkamaðurinn út úr
bíl og hljóp að biðstöðinni þar sem
hann sprengdi sig upp. Auk hans
létust sjö manns en líðan átta
þeirra sem slösuðust er mjög alvar-
leg. Í fyrradag týndu 20 manns lífi
og 50 særðust í hryðjuverki í suður-
hluta borgarinnar.
Hersveitir Al-Aqsa-fórnarlamb-
anna, hreyfingar sem tengist
Fatah-hreyfingu Yassers Arafats,
leiðtoga Palestínumanna, lýstu í
gær yfir ábyrgð sinni á hryðjuverk-
inu.
Ari Fleischer, talsmaður Hvíta
hússins, sagði í gær að Bush væri
staðráðinn í að leggja sitt af mörk-
um til að leysa deilurnar í Miðaust-
urlöndum en vegna þessara atburða
myndi hann bíða með að kynna nýj-
ar tillögur. Fleischer sagði að þess
yrði þó ekki langt að bíða að þær
yrðu lagðar fram.
Fleischer hafði eftir Bush að
„Ísraelar hefðu rétt til að verja
hendur sínar“ en þeir skyldu þó
huga vel að afleiðingum aðgerða
sinna.
Haft er eftir ráðgjöfum Bush að í
tillögunum verði gert ráð fyrir pal-
estínsku bráðabirgðaríki, en þó
ekki fyrr en eftir eitt ár, og síðan
muni það taka þrjú ár að semja um
landamæri milli Ísraels og Palest-
ínu.
Skorað á
Palestínumenn
Arafat skoraði í gær á landsmenn
sína að hætta árásum á óbreytta
borgara í Ísrael og það gerðu einn-
ig 50 kunnir Palestínumenn í heil-
síðuauglýsingu í dagblaðinu Al
Quids. Hvöttu þeir alla Palestínu-
menn til að sameinast gegn hryðju-
verkunum, sem hefðu ekki annan
tilgang en spilla málstað þeirra
sjálfra.
Ísraelar hertóku í gær bæina
Jenin og Qalqilya og haft var eftir
vitnum seint í gærkvöld, að þeir
væru að leggja undir sig Ramallah
en þar eru höfuðstöðvar heima-
stjórnarinnar.
Átta manns týndu lífi í öðru hryðjuverkinu í Ísrael á tveimur dögum
Bush frestar að leggja
fram nýjar friðartillögur
Washington, Jerúsalem. AP, AFP.
Reuters
Komið með ísraelska konu, sem særðist í sjálfsmorðsárásinni, á sjúkra-
hús í Jerúsalem. Auk hryðjuverkamannsins týndu sjö manns lífi og líðan
átta þeirra 40, sem slösuðust, var alvarleg.
Ísraelskur her
kominn aftur inn
í Ramallah
Hyggst hernema/24
GEORGE W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, hét í gær að verja hálfum
milljarði dollara, um 45 milljörðum
ísl. kr., til baráttunnar gegn alnæmi í
Afríku og Karíbahafsríkjunum.
Bush sagði, er hann hvatti önnur
iðnríki til að leggja sitt af mörkum,
að þjáningarnar og eyðileggingin af
völdum sjúkdómsins væru skelfi-
legri en orð fengju lýst en féð á ekki
síst að nota til þess að koma í veg fyr-
ir, að smit berist á milli móður og
barns. Vonast er til, að unnt verði að
ná til milljón kvenna og draga úr
smiti um 40%.
„Læknavísindin gera okkur kleift
að bjarga mörgum þessara barna og
samviskan krefst þess, að við gerum
það,“ sagði Bush.
Bush minnti á, að í sumum Afr-
íkuríkjum væri allt að þriðjungur
fullorðinna smitaður og ljóst, að 10%
skólabarna eða meira myndu deyja
úr sjúkdómnum innan fimm ára.
Lagði hann áherslu á, að fjárfram-
lagið myndi ekki bitna á fyrri fyr-
irheitum um framlag til baráttunnar
gegn þessum sjúkdómi og öðrum.
Boðar
átak gegn
alnæmi
Washington. AFP.
ÍTALSKA knattspyrnufélagið
Perugia hefur sagt upp samningi
sínum við suður-kóreska leik-
manninn Ahn Jung-Hwan en það
var hann sem skoraði markið
sem sendi ítalska landsliðið heim
úr heimsmeistarakeppninni.
„Þessi maður kemur hér aldrei
framar,“ sagði Luciano Gaucci,
formaður félagsins, í viðtali við
dagblaðið La Gazzetta dello
Sport, en Ítalir eru í miklu upp-
námi yfir ósigrinum fyrir Suður-
Kóreu og saka dómarann og
FIFA, Alþjóðaknattspyrnusam-
bandið, um að hafa sammælst
fyrirfram um úrslitin.
Í Suður-Kóreu er Ahn þjóð-
hetja en ekki í Perugia þar sem
frammistaða hans á knattspyrnu-
vellinum hefur ekki þótt nógu
góð.
„Hann var ekki neitt merki-
legur fyrr en hann lék gegn okk-
ur Ítölum. Ég er þjóðernissinni
og svona framkoma er ekki að-
eins móðgun við ítalskt þjóðar-
stolt, heldur líka móðgun við
landið, sem bauð hann velkominn
fyrir tveimur árum,“ sagði
Gaucci.
„Ég ætla sko ekki að fara að
borga þeim manni laun, sem hef-
ur eyðilagt ítalska knattspyrnu.“
Gaucci sagði að Ahn hefði ekki
átt bót fyrir rassinn á sér þegar
hann hefði komið til Perugia en
orðið ríkur á því að gera lítið
sem ekkert. Nú geti hann bara
leikið í sínu landi fyrir innan við
5.000 kall á mánuði.
Ahn kom til Perugia sem láns-
maður og hefur skorað fimm
mörk í 29 leikjum. Talsmaður
Perugia sagði í gær að fyrir
heimsmeistarakeppnina hefði
verið búið að ákveða að segja
upp samningnum við Ahn.
Ahn segir sjálfur, að gullmark-
ið sé að þakka veru sinni á Ítalíu.
Þótt hann hafi ekki fengið að
leika mikið með Perugia þá hafi
hann lært þar þeim mun meira
um knattspyrnuna.
Ítalir æfareiðir vegna ósigursins fyrir Suður-Kóreu
Rekinn fyrir að
skora gullmarkið
Luciano
Gaucci
Ahn
Jung-Hwan
Ítölum finnst/B 1
HAMID Karzai sór í gær embætt-
iseið sem forseti Afganistans en þá
hafði afganska þjóðarráðið, Loya
Jirga, lagt blessun sína yfir skipan
nýrrar ríkisstjórnar. Endurspeglar
hún betur en áður þær ólíku þjóðir,
sem landið byggja.
Karzai sleit fundi þjóðarráðsins
með ræðu og sagði þá, að án sterkr-
ar ríkisstjórnar yrði ekki um neinar
framfarir að ræða í landinu. Þá
hafði ráðið, 1.650 manna þing, sam-
þykkt skipan 14 ráðherra, þriggja
aðstoðarforseta og forseta hæsta-
réttar. Þykir Karzai hafa tekist vel
til við valið en þrjú valdamestu
embættin í bráðabirgðastjórninni
voru öll í höndum tadsíka, sem voru
áhrifamestir í Norðurbandalaginu.
Mohammed Fahim verður áfram
varnarmálaráðherra og Abdullah
Abdullah áfram utanríkisráðherra
en báðir eru þeir tadsíkar. Við emb-
ætti innanríkisráðherra tekur hins
vegar Taj Mohammed Wardak en
hann er pashtúni eins og Karzai. Þá
verður Ashraf Ghani, helsti ráðgjafi
Karzais, fjármálaráðherra. Úsbek-
ar og Hazarar fengu sinn manninn
hvorir í stjórn.
Pashtúnar eru stærsta þjóðar-
brotið í Afganistan, hugsanlega um
65% landsmanna, og viðbrögð
þeirra við nýju stjórninni voru al-
mennt jákvæð í gær. Hún á að sitja
í hálft annað ár eða fram að kosn-
ingum.
Karzai nýr forseti
Afganistans
Ánægja
með nýja
stjórn
Kabúl. AP, AFP.
JÜRGEN Leberecht heitir hann,
sem vinnur hér við að raka saman
seðlunum, hundruðum milljóna í
austur-þýskum mörkum. Eftir
sameiningu þýsku ríkjanna var
þessum verðlausa gjaldmiðli komið
fyrir í göngum skammt frá Halber-
stadt en nú er komið að því að gera
hann endanlega að reyk og ösku.
AP
Milljóna-
haugur
♦ ♦ ♦