Morgunblaðið - 20.06.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.06.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR piltar, báðir fæddir árið 1983, voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir að nauðga stúlku sem var þá tæplega sautján ára gömul. Elvar Þór Sturlu- son var dæmdur í tveggja ára fang- elsi en Gunnar Jóhann Gunnarsson í 22 mánaða fangelsi. Mismunur á refsiþyngd skýrist af því að eldri refsidómar voru felldir inn í dóminn fyrir nauðgunina. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að háttsemi þeirra hafi verið svívirðileg og einkar niðurlægjandi en á tímabili nauðguðu þeir stúlkunni báðir á sama tíma. Báðir neituðu að hafa nauðgað stúlkunni. Gunnar Jóhann bar fyrir sig algjöru minnisleysi um atburði sökum ofneyslu áfengis og fékk sá framburður nokkra stoð í framburði Elvars Þórs. Taldi dómurinn að virða bæri neitun hans í því ljósi. Fram kemur í dómnum að stúlkan hitti piltana aðfaranótt 29. júlí 2000 og þáði ásamt vinkonu sinni heimboð til annars þeirra. Inni í svefnherbergi færðu piltarnir kynlíf í tal en við það rauk vinkona hennar á dyr. Stúlkan kvaðst hafa ætlað að ná í dót sem hún átti í herberginu og síðan fylgja henni eftir en þá hefðu piltarnir komið í veg fyrir að hún kæmist út. Óljós og reikull framburður Elvar Þór og stúlkan eru ein til frá- sagnar um það sem gerðist inni í her- berginu og bar mikið á milli í frásögn- um þeirra. Sagði Elvar að þeir hefðu átt í kynferðisathöfnum með stúlk- unni en með hennar samþykki. Þótti dómnum framburður Elvars óljós, reikull og stundum með ólíkindum og bera merki þess að hann greindi á köflum frá því sem hann teldi sér vera í hag en leyndi öðrum atriðum sem gætu verið honum og Gunnari Jó- hanni í óhag. Stúlkan hefði á hinn bóginn lýst atburðum í herberginu í megindráttum á sama veg við skýrslugjöf hjá lögreglu og fyrir dómi. Sú lýsing væri auk þess í samræmi við frásögn sem læknir á Neyðarmót- töku skráði eftir henni sama dag og atburðirnir urðu. Þá hefði læknirinn lýst því að hún hefði verið döpur, hnípin og stressuð þegar hún greindi frá atburðum auk þess sem áverkar hefðu fundist við kynfæri og enda- þarmsop og sæðisfrumur voru í leg- hálsi stúlkunnar. Þá lægi fyrir vitn- isburður átta vitna sem ýmist hittu stúlkuna umræddan dag eða ræddu við hana í síma. Benti vitnisburður þeirra eindregið til þess að stúlkan hefði orðið fyrir alvarlegu áfalli. Þeg- ar framangreind atriði væru öll virt heildstætt væri það álit dómsins að þrátt fyrir eindregna neitun Elvars á sakargiftum og framburð hans um þátt Gunnars mætti leggja til grund- vallar framburð stúlkunnar um atvik inni í herberginu, enda hefði ekkert komið fram sem veikti vitnisburð stúlkunnar eða drægi úr trúverðug- leika hennar. Því væri sannað að pilt- arnir hefðu með ofbeldi þröngvað henni til samræðis og annarra kyn- ferðismaka. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotið væri alvar- legt og þeir hefðu framið það í sam- einingu. Þeir ættu sér engar máls- bætur. Þar sem þeir voru aðeins 17 ára þegar brotið var framið var það metið til refsilækkunar. Í dómnum kemur fram að ekki leikur vafi á því að stúlkan hafi orðið fyrir alvarlegu og tilfinningalegu áfalli sem mun há henni um ófyrirséða framtíð. Miska- bætur þóttu því hæfilegar 500.000 krónur. Elvar Þór var í fyrra dæmd- ur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir og Gunnar Jóhann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmiskonar þjófnað. Voru dómarnir teknir upp og þeim gerð refsing í einu lagi. Héraðsdómararnir Ólöf Péturs- dóttir, Gunnar Aðalsteinsson og Jón- as Jóhannsson kváðu upp dóminn. Sigurður Kári Kristjánsson hdl. var skipaður verjandi Elvars Þórs en Lárentsínus Kristjánsson hdl. var skipaður verjandi Gunnars Jóhanns. Tveir piltar dæmdir fyrir að nauðga stúlku EVRÓPUMÁLIN, stækkunarferli Atlantshafsbandalagsins og sam- starfið við Rússland var meðal þess sem rætt var á fundi Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra og Jans Petersens, utanríkisráðherra Noregs, í Osló í gær. Halldór segir nýja stöðu blasa við þjóðunum tveim- ur gagnvart Evrópusambandinu vegna nýrra áherslna og stækkunar sambandsins. Fundur Halldórs og Petersens hófst síðdegis í gær og stóð fram eftir kvöldi en Halldór mun funda í dag með Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Halldór að Evrópumálin hefðu verið ofarlega á baugi á fundi hans og Petersens. „Við ræddum Evrópumál- in og þau vandamál sem eru uppi í sambandi við samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið. Þar á meðal eru tollar, sem verið er að leggja á stálafurðir, en Evrópusambandið virtist gleyma því að við værum hluti af innri markaðinum. Við teljum það vera grundvallaratriði að það sé litið á okkur sömu augum og aðra aðila á innri markaðinum.“ Halldór sagði þá einnig hafa rætt um hvernig hægt væri að semja um áframhaldandi tollfrelsi í þeim níu löndum sem eru að ganga inn í Evr- ópusambandið. „Við munum reyna að hafa sem mest sameiginlegar áherslur í þeim málum þó að hags- munir fari ekki alveg saman,“ sagði hann. Þá sagði Halldór að Evrópumálin almennt hefðu einnig verið til um- ræðu og sú nýja staða sem þjóðirnar tvær standa frammi fyrir vegna nýrra áherslna og stækkunar Evr- ópusambandsins. „Það liggur hins vegar ljóst fyrir að stefna ríkisstjórna Noregs og Íslands er að byggja á samningnum um Evrópska efnahags- svæðið, að minnsta kosti þar til aðrar ákvarðanir verða teknar af ríkis- stjórnum landanna. Þannig að við höfum sameiginlega hagsmuni í því.“ Þá ræddu ráðherrarnir einnig samstarfið innan Atlantshafsbanda- lagsins og stækkun þess, auk sam- starfsins við Rússland, að sögn Hall- dórs. Fundur utanríkisráðherra Íslands og Noregs í gær Evrópumálin ofarlega á baugi Scanpix Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og hinn norski starfsbróðir hans, Jan Petersen, ræða við fréttamenn á blaðamannafundi í Ósló í gær. ÞESSIR spekingslegu hrafnsungar fylgdust forvitnir með ljósmyndara Morgunblaðsins athafna sig. Þótt þeir séu ekki háir í loftinu núna eiga þeir eftir að stækka mik- ið, hrafnar geta orðið allt að 66 cm að lengd og eru með stærstu spör- fuglum. Hrafninn er vinsælt yrk- isefni í þjóðsögum og kvæðum, hon- um er stundum lýst sem illvígum og grimmum en oftast sem vitrum og gæfum fugli. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Málin rædd á hrafnaþingi Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isBjarki kom, sá og sigraði á Akra- nesi eftir sjö ára fjarveru / B5 Valsstúlkur lögðu Blika að Hlíð- arenda og komust á toppinn / B5 8 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í SEINKA varð áætlunarflugi Flug- leiða milli Parísar og Keflavíkur í gær vegna verkfalls flugumferðarstjóra í París. Vélin átti að halda af stað frá Keflavík kl. 7.45 í gærmorgun en gat ekki farið af stað fyrr en kl. 17.50. Verkfallinu átti að ljúka kl. 23 í gærkvöldi og var áætlað að Flug- leiðavélin lenti í París um það leyti. Sneri hún síðan heim og var lending í Keflavík áætluð kl. 1.30 í nótt. Með vélinni voru m.a. um 70 Bandaríkja- menn sem áttu bókað far áfram til Bandaríkjanna. Urðu þeir að gista á hótelum í nótt og á að reyna að koma þeim áfram til áfangastaða í dag. Höfðu starfsmenn Flugleiða einnig reynt að koma farþegum sínum til Bandaríkjanna með öðrum flugfélög- um beint frá París. Gekk það treglega þar sem flug margra flugfélaga frá París var meira og minna úr skorð- um. Flugleiðir gerðu í gær ráð fyrir að Parísarflugið yrði með eðlilegu móti í dag. Seinkanir á Parísar- flugi HELGI Hallgrímsson vegamála- stjóri segir að Vegagerðin muni kynna sér hvort og hvað hugsanlega þurfi að lagfæra á vegarkafla á Kjal- vegi við Blöndulón, þar sem fjórir fórust í bílslysi sl. mánudag þegar bíll sem þau voru farþegar í kast- aðist í Blöndulón. Hann segir að- stæður einnig verða kannaðar í Finnafirði þar sem kona beið bana sama dag þegar bíll sem hún var far- þegi í fór í ána. Vegamálastjóri segir rannsóknar- nefnd umferðarslysa jafnan benda á atriði sem lagfæra megi, sé ástæða til þess, í kjölfar rannsókna sinna á banaslysum en fulltrúi Vegagerðar- innar situr í nefndinni. Helgi segir gagna verða aflað um slysið og í framhaldi af því metið hvort og þá hvað hugsanlega megi gera til að draga úr hættu. Vegamálastjóri seg- ir frágang á brúnni yfir Finnafjörð vera staðlaðan miðað við einbreiðar brýr og vegrið þar í réttri hæð. Hann segir Vegagerðina jafnan skoða að- stæður í kjölfar slysa sem þessara. Kannað hvað þarf að bæta Vegagerðin BROTIST var inn í pönnuverksmiðj- una Alpan á Eyrarbakka í gærnótt og þaðan stolið tveimur tölvum, ör- bylgjuofni og öðru smálegu. Innbrotið uppgötvaðist í gær- morgun þegar starfsmenn komu til vinnu. Höfðu innbrotsþjófarnir brot- ið rúðu í opnanlegu fagi og spennt upp stormjárn til að komast inn í verksmiðjuna. Engar skemmdir aðr- ar voru unnar í verksmiðjunni. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað hver eða hverjir voru þarna að verki en málið er í rannsókn. Innbrot í Alpan ♦ ♦ ♦  Skipulag rúllustiga í Kringlunni . . . / C1  Verðbólga mest á Íslandi . . . / C2  Laun kvenna ráðast af starfsstétt . . . / C4  Engin stökkbreyting . . . / C6  Leggja til hlutafélagavæðingu . . . / C12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.