Morgunblaðið - 20.06.2002, Side 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞETTA er vissulega mikið áfall en
það sem mestu máli skiptir er að
áhöfnin er heil og allir hafa staðið sig
með einstakri prýði, bæði þeir sem við
höfum unnið með hér úti að björg-
uninni og áhöfnin.“ Þetta segir Ás-
björn Helgi Árnason, framkvæmda-
stjóri útgerðarfélagsins Festi hf. sem
er eigandi fjölveiðiskipsins Guðrúnar
Gísladóttur KE-15 sem sökk við
strendur Lofoten í Norður-Noregi í
fyrrinótt.
Skipið steytti á skeri á þriðjudags-
morgun og stóð til að reyna að koma
því á flot og draga skipið til hafnar á
háflóði kl. 6 að íslenskum tíma í gær-
morgun, en skipið losnaði frá skerinu
þegar flæddi tveimum tímum áður og
sökk. Ásbjörn segir að ekki sé hægt
að segja að mistök hafi verið gerð.
„Menn unnu þarna af miklum krafti,
tóku málin föstum tökum og unnu vel
og skipulega.“ Hann segir að lekinn
að skipinu hafi greinilega aukist
skyndilega með þeim afleiðingum að
skipið sökk. Ekkert hafi verið hreyft
við skipinu þegar það sökk.
Öll áhöfnin að skipstjóra, yfirvél-
stjóra, yfirstýrimanni og 1. vélstjóra
undanskildum er komin heim til Ís-
lands. Þeir sem enn eru í Noregi
verða viðstaddir sjópróf vegna skip-
skaðans sem fram fara í Svolvær á
Lofoten á föstudag. Staðurinn þar
sem skipið strandaði er utan siglinga-
leiðarinnar til Lekness, en í Morgun-
blaðinu í gær var haft eftir Helga
Bjarnasyni háseta að skerin hefðu
ekki verið á sjókortum skipsins og að
norska strandgæslan hefði staðfest
það. Við strandið kom stór rifa á
skrokk skipsins að framanverðu og
má sjá skemmdirnar að nokkru leyti á
myndinni hér fyrir ofan.
Sökk á innan við tíu mínútum
Nokkru áður en Guðrún Gísladóttir
sökk við strendur Lofoten í Norður-
Noregi í fyrrinótt hafði skipstjóri
skipsins farið um borð ásamt öðrum
skipverja og tryggt að allir hlerar og
vatnsþéttar hurðir væru lokaðar. Þá
hafði skipið ekki tekið neitt vatn inn í
skutulinn, að sögn Lars Drols-
hammer, vakstjóra hjá Mengunar-
vörnum norska ríkisins (SFT) sem
hafa yfirumsjón með aðgerðum.
Hann segir að enginn hafi gert sér
grein fyrir því að vatn hefði lekið inn í
afturhluta skipsins fyrr en skipið
byrjaði að hreyfast, en eftir það var
atburðarásin mjög hröð. Enginn var
um borð í skipinu þegar þetta gerðist.
Þegar flæddi að um morguninn losn-
aði skipið frá skerinu og kom þá í ljós
að flætt hafði inn í aftanvert skipið.
Drolshammer segir að innan við tíu
mínútur hafi liðið frá því skipið losn-
aði frá skerinu og þar til það sökk.
Skipið liggur nú á um 40 metra
dýpi. Ekki hefur verið talið öruggt að
kafa niður að skipinu en það stendur
til að gera það, að sögn Drolshamm-
ers. Net skipsins liggur á sjónum en
það er enn fast við skipið sjálft. Mikið
brak losnaði frá skipinu þegar það
sökk og var unnið að því að hreinsa
það upp í gær.
300 tonn af dieselolíu, 2 tonn af
smurolíu og 870 tonn af frystri síld
var um borð í skipinu þegar það sökk,
en það var á leið inn til löndunar í
Leknesi á Lofoten þegar það steytti á
skeri. Norsk yfirvöld óttast mjög að
olía leki frá skipinu og vaktar skip frá
SFT sem búið er dælubúnaði svæðið.
Þá eru tveir aðrir bátar með dælu-
búnaði til taks í nágrenninu gerist
þess þörf. Engin olía hefur lekið frá
skipinu og segist Drolshammer bjart-
sýnn á að svo verði ekki. Dieselolíu-
geymarnir hafi verið óskemmdir þeg-
ar skipið sökk.
Samkvæmt norskum lögum skulu
útgerðir þeirra skipa sem sökkva við
strendur Noregs standa straum af
kostnaði sem til fellur vegna aðgerða
sem grípa þarf til vegna mengunar-
hættu og hreinsunar á strandstað.
SFT sendi útgerðarfélagi skipsins
bréf í gær þar sem því var gefinn
frestur til kl. 14 að íslenskum tíma í
gær til að gefa út aðgerðaáætlun um
hvernig það hyggðist standa að því að
hreinsa olíuna úr skipinu. Fresturinn
var síðar framlengdur til kl. 12 á há-
degi í dag.
Ásbjörn Helgi segir að nokkur
norsk björgunarfyrirtæki vinni nú að
því að meta aðstæður á strandstað til
að bjóða í verkið. Hann segir að ekki
sé búið að taka ákvörðun um hvort
skipinu verði lyft af hafsbotni eða ol-
íunni verði dælt úr skipinu. „Það er
m.a. háð tryggingafélaginu og útgerð-
inni og því hvernig aðstæður á strand-
stað eru.“ Ásbjörn getur ekki sagt til
um hver kostnaðurinn af því að lyfta
skipinu upp gæti verið. Nú sé verið að
skoða alla möguleika hvað það varðar.
Útgerðin hafi ekki langan tíma til að
skoða málið en margir vinni að því að
meta aðstæður og það taki sinn tíma.
Drolshammer segir að skipum hafi
oft verið lyft af hafsbotni í sambæri-
legum tilfellum. Guðrún Gísladóttir sé
nýtt og vel búið skip og því sé það
áhugaverður kostur fyrir útgerðina
að geta náð skipinu upp af hafsbotni.
Einnig komi til greina að dæla olíunni
úr skipinu.
Samkvæmt norskum lögum gerir
SFT athugasemdir ef stofnunin er
ekki nógu ánægð með þær aðgerðir
sem útgerðin hyggst grípa til og sé
ekki farið að tilmælum SFT getur
stofnunin tekið við aðgerðunum á
kostnað útgerðarinnar. „Lögin gefa
okkur þennan möguleika en við von-
um að til þess þurfi ekki að koma. Við
vonum að útgerðin axli sína ábyrgð
sem hún hefur gert og vinni gott
starf,“ segir Drolshammer.
Sjöunda stórtjón Trygginga-
miðstöðvarinnar síðustu 3 ár
Guðrún Gísladóttir KE-15 var
tryggð hjá Tryggingamiðstöðinni hf.
Húftrygging skipsins hljóðar upp á
rúma tvo milljarða króna, en auk þess
voru veiðarfæri og aflinn tryggður.
Ágúst Ögmundsson, aðstoðarforstjóri
TM, segir að tryggingafélagið beri
um 100 milljónir af þeim kostnaði,
kostnaður umfram það falli á endur-
tryggjendur í Evrópu.
Festi sé tryggt fyrir um 30-35 millj-
ónum króna hvað varðar kostnað
vegna aðgerða á strandstað, t.d.
vegna mengunar. Það sem er umfram
þetta falli á útgerðina sjálfa. Hann
segir þetta þó óstaðfestar tölur, það
eigi eftir að bera saman íslenskt og
norskt lagaumhverfi og það þurfi að
ganga úr skugga um ýmis atriði áður
en það liggur ljóst fyrir.
Tryggingamiðstöðin sendi tilkynn-
ingu á Verðbréfaþing Íslands í gær
um tjónið. Ágúst segir að þetta sé sjö-
unda stóra tjónið sem falli á félagið
síðustu 3 ár. TM hefur á þeim tíma
þurft að bæta fimm stórbruna, í Ís-
félaginu, Lýsi hf., Strýtu landvinnslu
Samherja á Akureyri, Íslenskum
matvælum og togaranum Hannover.
Þá tryggði félagið einnig togarann
Ögmund sem sökk undan ströndum
Íslands í fyrra. „Sem betur fer erum
við vel endurtryggðir og traust félag,“
segir Ágúst. Hann segir að hagnaður
félagsins verði minni á næsta ári
vegna þessa atburðar, einnig megi
ætla að endurtryggingakjör félagsins
verði lakari í framtíðinni.
Sjópróf vegna strands Guðrúnar Gísladóttur KE-15 fara fram á föstudag
Mikið áfall en mestu skipt-
ir að áhöfnin er heil á húfi
Ljósmynd/Skomvær III
Guðrún Gísladóttir KE-15 sökk klukkan 3:45 að íslenskum tíma í fyrri-
nótt. Hér má sjá skemmdirnar sem komu á skut skipsins við strand þess.
Stálskip smíðað í Huangpua í Kína
árið 2001.
Nóta- og togskip.
Eigandi: Útgerðarfélagið
Festi hf. Grindavík.
Smíðaflokkun: Det Norske
Veritas.
Brúttórúmlestir: 1301.
Brúttótonn: 2626.
Nettótonn: 1052.
Mesta lengd: 71,48 m.
Skráð lengd: 64,30 m.
Breidd: 14 m.
Dýpt: 9,65 m.
Vél: Bergen Diesel 5299
kW (7200 hö).
Aflvísir: 27337.
Guðrún Gísladóttir KE-15 var
eitt stærsta og öflugasta skip ís-
lenska flotans. Það kom til heima-
hafnar í Keflavík í september síð-
asta haust frá Kína. Um borð í
skipinu eru fjórar flökunarvélar
fyrir síld, hver þeirra annaði 25
tonnum á sólarhring miðað við fulla
keyrslu. Frystitækin um borð eru
gefin upp fyrir 180 tonna frystigetu
á sólarhring. Í skipinu er 1.500
rúmmetra frystilest og að auki
rými fyrir hráefni í tönkum sem
taka 700–800 tonn.
Guðrún
Gísladóttir
KE-15
Morgunblaðið/Jón Páll
Segir að
koma hefði
mátt í veg
fyrir að
báturinn
sykki
SKIPSTJÓRINN á dráttarbátnum
Nordbever staðhæfir að bjarga hefði
mátt íslenska togaranum Guðrúnu
Gísladóttur ef fyrr hefði verið hafist
handa við að draga hann af strand-
stað. Skipstjórinn segir að skipstjóri
íslenska togarans og aðrir stjórnend-
ur á strandstað hafi komið í veg fyrir
að hann hæfist handa fyrr.
Þetta kemur fram á netútgáfu
norska dagblaðsins Lofotposten í
gær. Í samtali við blaðið segir Arnt
Enebakk, skipstjóri dráttarbátsins,
að hann hafi óskað eftir því að byrja
að draga skipið af strandstaðnum
strax um sjöleytið á þriðjudagskvöld.
„Það var háflóð um 45 mínútum síð-
ar. Ef ég hefði fengið að hefjast
handa hefði togaranum verið bjarg-
að. Áður en skipstjórinn stöðvaði mig
tókst mér að flytja togarann svo mik-
ið að aðeins einn þriðji hluti hans var
á skerinu og hann lá vel í sjónum,“
segir Enebakk í samtali við blaðið.
Lokuðu ekki lúgum
eftir dælingu
Þegar svo var komið var ákveðið
að bíða með að draga skipið lengra en
í staðinn var sjó dælt úr skipinu. Seg-
ir í blaðinu að við það hafi skipið
misst stöðugleikann og smám saman
hallast meira eftir því sem leið á
kvöldið. Eins undarlegt og það virð-
ist hafi þeir sem tæmdu skipstank-
ana, skipstjórar Guðrúnar Gísladótt-
ur og landhelgisgæsluskipsins
Sjøveien, ekki lokað lúgum togarans
að lokinni dælingu.
Um klukkan fjögur hafi Enebakk
loks fengið leyfi frá skipstjóra Guð-
rúnar Gísladóttur til að halda áfram
dráttaraðgerðunum en þá hafi það
verið um seinan. „Ég dró skipið af
skerinu en á leiðinni á áfangastað
sökk það. Ég hefði getað sagt þeim
að það myndi gerast um leið og sjón-
um var dælt úr skipinu og það missti
stöðugleikann,“ segir Enebakk.
Í blaðinu er hann spurður að því
hver beri höfuðábyrgð á að togaran-
um varð ekki bjargað. „Það hlýtur að
vera skipstjórinn sem meinaði mér
að byrja að draga meðan enn var tími
til þess. Það voru of margir stjórn-
endur og enginn tók af skarið. Það
var alveg óþarft að láta skipið
sökkva,“ segir Enebakk í samtali við
Lofotposten.
Skipstjórinn á drátt-
arbátnum Nordbever
vildi hefja aðgerðir fyrr
NEYÐARNEFND bæjarfélagsins
Vestervågøy, sem strandstaður
frystitogarans Guðrúnar Gísla-
dóttur tilheyrir, hélt fund í gær til
að ræða þá mengunarhættu sem
stafar af skipinu.
Að sögn Lars Antonsen hjá
norska dagblaðinu Avisa Nordland
stýrir nefndin neyðaráætlun sveit-
arfélagsins þegar slíkar aðstæður
skapast. Hann segir að á fundinum
hafi verið rætt um aðgerðir vegna
mengunarhættu frá skipinu og
nefndin vilji tryggja að fjármagn
verði fyrir hendi til að grípa til við-
eigandi aðgerða ef svo ber undir.
Á fundinum var ákveðið að vera
í stöðugu sambandi við Meng-
unarvarnir norska ríkisins (SFT)
að sögn Antonsens.
Neyðarfundur í bæjar-
félaginu Vestervågøy