Morgunblaðið - 20.06.2002, Síða 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GARÐAR Þórhallsson,
fyrrum aðalféhirðir
Búnaðarbankans, til
heimilis í Karfavogi 46,
Reykjavík, lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir í Reykjavík 18.
júní sl. Hann var 88
ára að aldri.
Garðar fæddist 18.
apríl 1914 á Djúpavogi
og ólst þar upp. Hann
var sonur Þórhalls
Sigtryggssonar, kaup-
félagsstjóra á Djúpa-
vogi og síðar á Húsa-
vík, og Kristbjargar
Sveinsdóttur húsmóður.
Garðar stundaði nám við Alþýðu-
skólann á Eiðum og síðar við Sam-
vinnuskólann og lauk þaðan prófi
árið 1934. Hann fékkst við versl-
unarstörf á Djúpavogi til ársins
1936 en fluttist þá til Reykjavíkur
og réð sig sem sölumann hjá heild-
verslun G. Helgason og Melsted hf.
Garðar var starfsmaður Búnaðar-
banka Íslands frá 1941 til 1984 eða í
43 ár, þar af aðalfé-
hirðir í 23 ár. Hann
átti sæti í starfs-
mannafélagi bankans
og var tvívegis formað-
ur þess. Hann var í
stjórn Oddfellow-stúk-
unnar Þormóðs goða
og var formaður
Elliðaárnefndar
Stangaveiðifélags
Reykjavíkur til langs
tíma og sæmdur silfur-
og gullmerki félagsins.
Þá sat hann einnig í
Veiði- og fiskiræktar-
ráði Reykjavíkur og
var heiðursfélagi Framsóknarfélags
Reykjavíkur.
Árið 1937 kvæntist Garðar Krist-
ínu Jóhönnu Sölvadóttur, f. 1. júlí
1912, d. 12. nóvember 1981, dóttur
Sölva Jónssonar, bóksala í Reykja-
vík, og konu hans, Jónínu Gunn-
laugsdóttur. Garðar og Kristín eign-
uðust fimm börn, Erlu Kristbjörgu,
Silvíu Jónínu, Garðar Þórhall, Sig-
rúnu Huldu og Önnu Sigríði.
Andlát
GARÐAR
ÞÓRHALLSSON
PRÓFAMIÐSTÖÐ Fulbright-
stofnunarinnar verður lokað
þann 1. september næstkomandi
og mun stofnunin ekki bjóða upp
á stöðluð próf, sem nauðsynleg
eru til inngöngu í háskóla í
Bandaríkjunum og annarra
enskumælandi landa, eftir þann
tíma. Ekki er ljóst hver mun sjá
um framkvæmd prófanna eftir að
mistöðinni hefur verið lokað.
Að sögn Láru Jónsdóttur,
framkvæmdastjóra Fulbright
stofnunarinnar, eru það rekstr-
araðilar TOEFL, GRE og GMAT
prófanna, Prometric og Educat-
ional Testing Service (ETS), sem
tóku þessa ákvörðun. Þessir að-
ilar hafa rekið tölvuvædda próf-
amiðstöð í samvinnu við Ful-
bright-stofnunina frá árinu 1997
og um 630 einstaklingar hafa
nýtt sér þjónustu hennar árlega.
Alls verður 84 prófamiðstöðum
ETS vítt og breitt um heiminn
lokað. Af þeim eru 30 staðsettar í
Evrópu þar sem áður voru 62
stöðvar að sögn Láru. Þannig
verður öllum tölvumiðstöðvum á
Norðurlöndum lokað fyrir utan
stöðina í Helsinki en Lára bendir
á að það sé jafnframt eini stað-
urinn sem ekki sé flogið beint til
frá Íslandi.
Læknar þurfa til
útlanda til að taka próf
En hver er skýringin á þessari
ákvörðun? „Þeir segja að þeir
beri sig ekki – að þetta sé hrein-
lega ekki hagkvæmt og ætla að
hætta þessum rekstri,“ segir
Lára. Reyndar standi til að koma
þessum prófum yfir á netið eftir
nokkur ár en í millitíðinni hygg-
ist ETS koma aftur á fót skrif-
legum gerðum prófanna sem
verða í boði 2-5 sinnum á ári hér
eftir. Hins vegar muni Ful-
bright-stofnunin ekki sjá um þau
próf og ekki sé vitað hver muni
gera það.
Þá bendir Lára á að USMLE
Step 1 og Step 2 prófin, sem eru
nauðsynleg fyrir lækna sem
hyggja á sérfræðinám í Banda-
ríkjunum, verði ekki lengur í
boði á Íslandi og að þeir ein-
staklingar sem þurfi að taka þau
próf verði að fara til útlanda til
að sækja prófin.
Hún segir þetta mikla afturför
fyrir próftakendur, sem hingað
til hafa getað tekið prófin nánast
hvenær sem er allt árið um
kring.
„Þetta er aukin kostnaður, svo
sannarlega aukin fyrirhöfn og
verulega minnkuð þjónusta.
Stjórn Fulbright er mjög ugg-
andi yfir þessu. Við höfum sinnt
upplýsingaþjónustu fyrir öll
þessi próf og erum með bæklinga
og lánum fólki kennslugögn. Nú
verður það ekki lengur til staðar
hjá okkur og ekki vitað hver tek-
ur við því og í raun ekkert víst
að sú þjónusta verði lengur.“
Prófamiðstöð
lögð niður í haust
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur fellt úr gildi úrskurð yfir-
skattanefndar og dæmdi íslenska
ríkið til að greiða karlmanni 21.460
krónur, auk dráttarvaxta, þar sem
ónýttur skattfrádráttur mannsins
vegna hlutabréfakaupa, var skert-
ur með afturvirkum hætti. Stjórn-
arskrárvarinn réttur mannsins var
talinn standa í vegi fyrir því að
ákvæðum breytingalaga á skatta-
lögum yrði beitt og þar með frá-
dráttarheimild mannsins vegna
fjárfestinga skert, en 77. gr.
stjórnarskrárinnar leggur bann
við setningu afturvirkra skattafyr-
irmæla.
Maðurinn keypti hlutabréf á
árinu 1996 í ýmsum hlutafélögum
og ætlaði þannig að tryggja sér
frádrátt frá tekjum næstu fimm
árin í samræmi við þágildandi
skattalög. Á þeim tíma sem hann
keypti hlutabréfin gilti sú regla
um skattfrádrátt vegna fjárfest-
inga einstaklinga í innlendum at-
vinnurekstri, að heimilt var að
færa til frádráttar tekjum áttatíu
prósent af keyptum hlutabréfum,
en kveðið var á um visst hámark í
skattalögum. Heimilt var að flytja
á milli ára umframfjárhæð og nýta
á næstu fimm árum. Í skattfram-
tali skattársins 1997 gerði mað-
urinn grein fyrir kaupum sínum og
færði til frádráttar tekjum 207.840
kr., auk þess að flytja ónýtta frá-
dráttarheimild að fjárhæð
1.218.776 kr. til næsta árs.
Lög í bága við stjórnarskrá?
Skattalögunum var síðan breytt
með lögum nr. 137/1996 og þar
með frádráttarreglunni á þann
hátt að frádráttur hjá þeim sem
fjárfest höfðu fyrir ákveðnar upp-
hæðir yrði á árinu 1997 sextíu pró-
sent af upphæðunum, á árinu 1998
fjörutíu prósent og á árinu 1999
tuttugu prósent af fjárhæðunum.
Í skattframtali sínu fyrir árið
1998 færði maðurinn til frádráttar
tekjum sínum ónýttan skattfrá-
drátt vegna hlutabréfakaupa fyrri
ára og miðaði frádrátt sinn við
áttatíu prósent þeirrar fjárhæðar,
sem heimilt var að nýta, það er
sömu fjárhæð og árið áður.
Í athugasemd við framtalið rit-
aði hann að bréfin væru keypt fyr-
ir gildistöku breytingarlaganna
1996.
Skattayfirvöld gerðu athuga-
semdir við framtal stefnanda og
var fjárhæð frádráttarins skert.
Maðurinn kærði þessa ákvörðun
skattstjóra en kærunni var vísað
frá. Þá kærði maðurin úrskurð
skattstjóra til yfirskattanefndar og
hélt því fram að löggjafinn hefði
með setningu breytingarlaganna
mælt fyrir um afturvirka skerð-
ingu, sem maðurinn hafði þegar
áunnið sér lögum samkvæmt, en
afturvirk skattlagning brýtur í
bága við 77. gr. stjórnarskrárinnar
eins og fyrr segir.
Yfirskattanefnd hafnaði kröfu
mannsins og benti jafnframt á að
hún ætti ekki úrskurðarvald um
það hvort lagareglur kynnu að
ganga gegn einstökum ákvæðum
stjórnarskrár.
Héraðsdómur leit svo á að
breytingarlögunum yrði ekki beitt
í tilviki mannsins, þar sem stjórn-
arskrárvarinn réttur hans stæði
því í vegi. Í dóminum segir að um
íþyngjandi lagasetningu hafi verið
að ræða gagnvart öllum, sem fjár-
fest höfðu í innlendum atvinnu-
rekstri og hugðust hagnýta sér
hagræði þágildandi skattalaga til
frádráttar allt að fimm árum, en
skattalöggjöf teldist afturvirk ef
hún væri sett eftir það tímamark
sem skattskyldan eða skatthæðin
ætti að taka mið af. Þá féllst dóm-
urinn á ályktun yfirskattanefndar
um valdsvið sitt.
Skúli J. Pálmason kvað upp
dóminn. Jón Sigurðsson hdl. sótti
málið en Einar Karl Hallvarðsson
hrl. var verjandi íslenska ríkisins.
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi
úrskurð yfirskattanefndar úr gildi
Skerðing
skattafrádrátt-
ar í andstöðu
við stjórnarskrá
RAUÐI kross Íslands kynnti í gær
ársskýrslu Alþjóða Rauða krossins
um hamfarir og hjálparstarf. Að
sögn Úlfars Haukssonar, nýkjörins
formanns Rauða kross Íslands, er
þetta í tíunda skipti sem skýrslan er
gefin út og leggur Úlfar áherslu á
að skýrslan sé ekki eingöngu yfirlit
yfir hjálparstarf heldur sé henni
ætlað að hvetja til frekari umræðu.
„Þessi ársskýrsla hefur það sem
meginþema að leggja áherslu á
neyðarvarnir, það er að segja fyr-
irbyggjandi aðgerðir. Sameinuðu
þjóðirnar settu sér það markmið
um aldamótin að fækka hungruðum
í heiminum um helming fyrir árið
2015. Það er ljóst að slíkt markmið
mun tæplega nást nema það takist
að draga úr áhrifum hamfara á
þessar þjóðir,“ segir hann og bætir
við að í skýrslunni sé bent á fyr-
irkomulag neyðarvarna á Íslandi
sem fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir.
Einkum sé lofað samstarfi hins op-
inbera við sjálfboðasamtök eins og
Rauða krossinn og Slysavarn-
arfélagið Landsbjörgu.
Úlfar segir að í skýrslunni sé
gagnrýnt hversu mikill hluti fjár
sem veitt er til hjálparstarfs fari til
þess að bregðast við hamförum
miðað við það litla fé sem veitt er til
að koma í veg fyrir hamfarir eða
milda áhrif þeirra. „Efnaðri þjóðir
eru hvattar til að veita aukið fjár-
magn í neyðarvarnir fátækari ríkja
í því skyni að milda áhrif síend-
urtekinna hamfara sem valda því að
þjóðir sem komnar eru aðeins
áfram á framfarabrautinni færast
aftur niður á byrjunarreit,“ heldur
hann áfram og bendir á nokkur
dæmi í skýrslunni þar sem neyð-
arvarnir hafi sannað gildi sitt og
bjargað þúsundum mannslífa.
Sigrún Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Rauða kross Íslands,
segir að í skýrslunni sé áréttað mik-
ilvægi þess að þróa skipulag sem
heimamenn geti unnið eftir og
byggja upp viðbúnað heima fyrir.
Að hennar sögn eru áttundi og tí-
undi áratugur síðustu aldar bornir
saman í skýrslunni og kemur þar
fram að náttúruhamfarir valda
meiri efnahagslegum skaða nú en
áður. „Dauðsföllum af völdum nátt-
úruhamfara hefur hins vegar fækk-
að úr tveim milljónum í 700 þúsund.
Fleiri verða aftur á móti fyrir
skakkaföllum, en á áratugnum
1990–2000 voru það tveir milljarðar
manna,“ segir hún og bætir við að
náttúruhamfarir hafi raskað lífi um
170 milljóna manna á árinu 2001.
Sigrún bendir á að ný tækni geti
hjálpað til og nefnir sem dæmi full-
komnar veðurspár, en á síðari árum
hafi veðurspár átt þátt í að mann-
skaðar hafa ekki orðið meiri en
raun er á. Hún telur slæmt skipulag
geta haft mjög eyðileggjandi áhrif
og bendir á tjón af manna völdum,
til dæmis geti búseta á nýjum svæð-
um aukið hættu á náttúruhamför-
um. „Síðan er það vanræksla í um-
hverfismálum og sem dæmi um það
er að nú eru yfirvofandi flóð í Kína.
Flóð þar hafa aukist á und-
anförnum árum og er orsökin fyrst
og fremst gróðurhúsaáhrif, auk
þess sem skógarhögg hefur mikil
áhrif. Þetta eru allt saman hættur
sem þarf að hyggja að,“ ítrekar
hún.
Sigrún telur að Íslendingar hafi
heilmikið fram að færa við önnur
lönd þegar kemur að neyð-
arvörnum, neyðaraðstoð og upp-
byggingu eftir hamfarir. Hún segir
þörf á áherslubreytingum í al-
þjóðlegri þróunaraðstoð til að koma
í veg fyrir síendurteknar hörm-
ungar og þá fátækt sem margir búa
við í kjölfar þeirra. „Við þurfum að
ná því markmiði að fækka hungr-
uðum íbúum jarðar um helming.
Það er nú samt einu sinni þannig að
það er erfiðara að fá peninga til for-
varna en að setja plástur á sárið,“
segir Sigrún.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, og Úlfar Hauksson, nýkjörinn formaður félagsins.
Ársskýrsla Rauða krossins um hamfarir og hjálparstarf
Fyrirkomulag neyðarvarna
á Íslandi fyrirmynd annarra