Morgunblaðið - 20.06.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.06.2002, Qupperneq 13
Ingólfur Helgason er í hópi lykilstarfsmanna Kaupþings Ingólfur Helgason, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, er viðskiptafræðingur af fjármálasviði frá Háskóla Íslands og löggiltur verðbréfamiðlari. Hann hefur níu ára starfsreynslu á verðbréfamörkuðum og hefur setið í stjórnum Verðbréfaþings og Verðbréfaskráningar. Umfang mark- aðsviðskipta er stórt en velta Kaupþings með verðbréf nam rúmum 1.100 milljörð- um króna á síðasta ári. Það er því ákaf- lega dýrmætt fyrir hinn kröftuga hóp starfsmanna markaðsviðskipta að hafa traustan mann eins og Ingólf í brúnni. „Verkefni mín snúast aðallega um milli- göngu um viðskipti með hlutabréf og skulda- bréf. Bankinn á aðild að sjö kauphöllum víðsvegar í Evrópu sem og í Bandaríkjunum. Við vöktum markaðina, og þá reynslu og þekkingu sem hér er saman komin nýtum við til að beina viðskiptum í sem arðvæn- legastan farveg fyrir viðskiptavini okkar í góðu samstarfi við þá.“ A B X / S ÍA 9 0 2 0 5 4 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.