Morgunblaðið - 20.06.2002, Page 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 15
Trjáplöntu-
dagar
Reykjavík sími 580 0500 • Selfossi sími 480 0800
www.blomaval.is
Seljum mikið af trjáplöntum
og runnum á stórlækkuðu verði
Gróðurmold
10 ltr 199 kr.
50 ltr 799 kr.
Tilboð
Birkikvistur
399 kr.
Allar fjölærar plöntur
20% afsláttur
Gljámispill
299 kr.
Hansarós
499 kr.
Birki/Embla
50-70 sm
299 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
1
81
14
06
/2
00
2
Petúnia
299 kr.
Hengilóbelia
399 kr.
BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar hefur
samþykkt að veita Jesse L. Byock,
prófessor í fornnorrænum fræðum
og fornleifafræði við Kaliforníuhá-
skóla, leyfi til að stunda fornleifa-
uppgröft við Leiruvog næsta sumar.
Byock hefur undanfarin ár farið fyr-
ir hópi fræðimanna sem stundað
hafa fornleifarannsóknir í Mos-
fellsbæ, meðal annars í landi
Hrísbrúar í Mosfellsdal.
Í bréfi frá Byock sem stílað er á
bæjarráð segir að Leiruvogur hafi
verið þekkt skipalægi fyrr á öldum
og ætlunin sé að finna ummerki þar
um með uppgreftri. Annars vegar sé
um að ræða uppgröft við Skiphól en
þar munu hafa verið skipshróf, sem
eytt var á síðustu öld. Hins vegar sé
um að ræða rannsóknir á bökkum
Varmár niður við Leiruvog til að
reyna að finna ummerki um hafnar-
aðstöðu eða skipalægi frá fyrri öld-
um. Segir í bréfi Byocks að skipa-
ferðir um Leiruvog hafi verið
mikilvægur þáttur í samfélagsmynd
Mosfellsbæjar á fyrri tíð. Til að fylla
upp í þá mynd sé nauðsynlegt að
rannsaka Leiruvog sérstaklega.
Tekið er fram að allt jarðrask verði
lagfært að uppgreftri loknum.
Leyfið veitt að tilskildu leyfi
Náttúru- og Fornleifaverndar
Í umfjöllun bæjarráðs segir að
bæjarráð geri ekki athugasemdir við
ráðgerðan fornleifauppgröft sem sé í
eignarlandi bæjarins. Bent er hins
vegar á að tryggt verði að leyfi Forn-
leifaverndar og Náttúruverndar rík-
isins liggi fyrir áður en hafist verður
handa og að gert verði kort af því
svæði sem uppgröftur fer fram á.
Leyfi veitt til fornleifauppgraftar í Leiruvogi
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Hópur erlendra fræðimanna
undir stjórn dr. Jesse Byocks
stóð í fyrra að uppgreftri við
Hrísbrú í Mosfellsdal og kom
þá meðal annars niður á
þessa fornu beinagrind.
Rannsaka rústir
þekkts skipalægis
Mosfellsbær BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögu Innkaupastofnunar varðandi
heimild til að ganga til samninga við
Hlaðbæ Colas hf. um malbiksyfir-
lagnir að upphæð allt að 30 milljónir
króna.
Lagt er til að tilboði Hlaðbæs Col-
as sé tekið á grundvelli annars til-
boðs frá 16. maí sl. þar sem þeir áttu
næstlægsta boð, nær samhljóða til-
boði Malbikunarstöðvarinnar Höfða
hf., sem fékk verkið. Bent er á með
samningnum dreifist verkefni betur
en fyrirtækið hefur ekki fengið nein
slitlagsverkefni hjá Reykjavíkur-
borg í ár en Höfði þrjú af fjórum
malbiksverkefnum ársins.
Í bréfi sem framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins ritar borgarlög-
manni vegna málsins er lagst gegn
því að brugðið sé út af boðaðri út-
boðsstefnu Reykjavíkurborgar.
Bent er á að eðlilegra sé auka verk-
efnaframboð í malbikunarvinnu.
Malbikstilboði Hlaðbæjar Colas tekið
SI segja brugðið út af
boðaðri útboðsstefnu
Reykjavík