Morgunblaðið - 20.06.2002, Síða 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
www. .is
ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ
KÍKTU
Á NETIÐ
Laus lóð - Kiðagil 1
Umhverfisráð Akureyrar hefur lagt til að breytt
verði landnotkun lóðarinnar Kiðagil 1 úr
verslunar- og þjónustulóð í íbúðalóð.
Lóðin er auglýst laus til umsóknar og er
umsóknarfrestur til og með 5. júlí nk.
Lóðin verður veitt með fyrirvara um að aðal-
og deiliskipulagsbreytingar nái fram að ganga
og skal væntanlegur lóðarhafi annast allar
deiliskipulagsbreytingar á sinn kostnað.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
STÚDENTAR, 99 að tölu, voru
brautskráðir frá Menntaskólanum á
Akureyri á þjóðhátíðardaginn, 17.
júní, og var skólanum jafnframt slit-
ið í 122. sinn. Athöfnin fór fram í
Íþróttahöllinni og var Tómas Ingi
Olrich menntamálaráðherra heið-
ursgestur. Tryggvi Gíslason skóla-
meistari sæmdi Tómas Inga æðsta
heiðursmerki skólans, gulluglu með
keðju. „Tómas Ingi setti sterkan
svip á Menntaskólann á Akureyri,
bæði sem nemandi og kennari, og
hann þjónaði skólanum vel,“ sagði
Tryggvi við athöfnina. Tómas Ingi
lauk stúdentsprófi frá skólanum ár-
ið 1963 og starfaði við skólann á ár-
unum 1970 til 1991 sem kennari og
aðstoðarskólameistari var hann um
10 ára skeið. Hann var sæmdur silf-
uruglu skólans þegar hann lét af
störfum og gerðist þingmaður.Sagði
hann við athöfnina að skólameistari
hefði þá látið þess getið að gullugl-
una fengi hann ekki fyrr en hann
yrði menntamálaráðherra!
Einn allra besti námsárangur
á stúdentsprófi á landinu
Sigurður Örn Stefánsson frá Ak-
ureyri hlaut hæstu einkunn á stúd-
entsprófi, 9,58, og Eva Guðjónsdótt-
ir frá Akureyri hlaut 9,55.
Einkunnir eru gefnar í heilum töl-
um eingöngu og hver einasta ein-
kunn sem nemandi hlýtur á fjög-
urra ára ferli sínum er reiknuð.
Samkvæmt eldri reglum sem víða
tíðkast við sambærilega skóla hefði
Stefán Örn fengið 9,93 og Eva 9,79 í
lokaeinkunn. Tryggvi sagði ljóst að
þetta væri með allra besta náms-
árangri á stúdentsprófi á landinu
frá upphafi. „Kjarni ungs fólks er
því ekki síður hæfileikaríkur og
dugandi en áður, fólki fer því ekki
aftur,“ sagði Tryggvi.
Hann fór nokkrum orðum um
skólastarfið á liðnum vetri, sem
gekk vel og áfallalaust. Stúlkur voru
344 í hópi nemenda eða 55% og pilt-
ar 282. Nemendur frá Akureyri
voru 340 eða 54% en nemendur ann-
ars staðar frá voru 286 talsins. Þá
nefndi skólameistari að nýir nem-
endagarðar sem nú eru í smíðum
yrðu til hagsbóta fyrir báða fram-
haldsskólana á Akureyri, héraðið í
heild og landið allt, „því með nýjum
nemendagörðum verður unnt að
bjóða fólki af höfuðborgarsvæðinu
og landinu öllu að stunda nám í
hollu skólaumhverfi í skólabænum
Akureyri og er samvinna skólanna
tveggja byggð á því að laða fleiri
nemendur til Akureyrar.“
Gildi skólanna ekki í hávegum
höfð í samfélaginu
Skólameistari gerði markaðslög-
mál og auðhyggju að umtalsefni í
ræðu sinni, en ástæðu þess kvað
hann vera andstæðurnar sem virt-
ust vera að aukast í þjóðfélagi okk-
ar, sem og þjóðfélögum Vestur-
landa, „andstæðurnar milli þess
sem best er og hins sem er verst.“
Taldi Tryggvi vert að menn íhugi
einnig andstæðurnar milli þess sem
reynt er að ástunda í skólum og
hins sem ástundað er í samfélaginu.
Hlutverk framhaldsskóla væri að
stuðla að alhliða þroska allra nem-
enda svo þeir verði sem best búnir
undir að taka virkan þátt í lýðræð-
isþjóðfélagi í sífelldri þróun. Hann
leitaðist við að efla ábyrgðarkennd,
víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og
umburðarlyndi nemenda, að þjálfa
þá í öguðum og sjálfstæðum vinnu-
brögðum og gagnrýnni hugsun. .
„Úti í þjóðfélaginu eru þessi gildi
ekki í hávegum höfð,“ sagði
Tryggvi, þar treysti enginn öðrum,
allt væri dregið í efa, jafnvel dómar
Hæstaréttar og virðingarleysi fyrir
skoðunum annarra einkenndu sam-
ræður manna. „Úti í samfélaginu
gilda lögmál markaðarins – lögmál
frumskógarins, lögmál hins pen-
ingasterka.“ Varpaði Tryggvi fram
þeirri spurningu hvort áfram væri
hægt að látast sem við kenndum
börnum okkar guðsótta og góða siði
þegar sterkustu öfl þjóðfélagsins
köstuðu þessum kenningum fyrir
róða.
Skólameistari MA fjallaði um markaðslögmál og auðhyggju við brautskráningu stúdenta
Andstæðurnar milli
þess sem best er og
verst sífellt að aukast
Sigurður Örn Stefánsson hlaut
hæstu einkunn á stúdentsprófi.
Morgunblaðið/Kristján
Tryggvi Gíslason, skólameistari MA, sæmir Tómas Inga Olrich mennta-
málaráðherra gulluglunni, sem er æðsta heiðursmerki skólans.
Menntamálaráð-
herra sæmdur
æðsta heiðurs-
merki skólans
UM 120 þúsund manns heimsækja
Kjarnaskóg á hverju ári sam-
kvæmt umferðartalningu sem þar
fór fram á liðnu ári. Hallgrímur
Indriðason, framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Eyfirðinga,
sagði á aðalfundi félagsins nýlega
að könnunin gæfi góða vísbend-
ingu um vinsældir svæðisins.
Nefndi hann sem dæmi þar um að
eina af fyrstu helgunum í júlí í
fyrra, dagana 6. og 7., hefðu
komið 1.180 gestir í skóginn
hvorn dag. Einnig var í fyrra-
sumar gerð könnun meðal gesta
en tilgangur hennar var að bæta
þjónustuna.
Hann sagði útivistarsvæðið í
Kjarna hafa um árabil verið fyr-
irmynd sveitarfélaga varðandi
útivistaraðstöðu. Samkvæmt
samningi við Akureyrarbæ væri
félaginu ætlað að móta tillögur
um þróun og uppbyggingu svæð-
isins til framtíðar. Tengsl félags-
ins við nefndir og ráð á vegum
Akureyrarbæjar væru hins vegar
lítil og því erfitt að koma skoð-
unum og hugmyndum um upp-
byggingu á framfæri. „Á þessu
verður að ráða bót ef Kjarna-
skógur á að halda forustu-
hlutverki sínu í framtíðinni,“
sagði Hallgrímur.
Þá nefndi hann að fjárveitingar
bæjarins til nýframkvæda hefðu
heldur rýrnað að verðgildi á liðn-
um árum. Um tveimur milljónum
króna var varið til skógræktar og
uppbyggingar á útivistarsvæðinu
á síðasta ári, en helsta nýfram-
kvæmdin í skóginum var fyrsti
áfangi að smíði steinbogabrúar
yfir Brunná, sem leysa mun
trébrú af hólmi.
Plantað í 45 ha
svæði á liðnu ári
Hallgrímur sagði gróðursetn-
ingar á vegum félagsins nú fara
vaxandi eftir nokkurra ára stöðn-
un og mörg verkefni framundan
á þeim vettvangi. Nærri léti að
starfsmenn félagsins hefðu tekið
þátt í gróðursetningu á um 137
þúsund plöntum á svæðinu og
hefðu aldrei áður verið gróð-
ursettar svo margar plöntur á
vegum þess. Miðað við 3 þúsund
plöntur á ha væri um að ræða
nær 45 ha svæði alls. Um 11 árs-
verk við skógrækt voru á liðnu
ári unnin á vegum Skógrækt-
arfélags Eyfirðinga.
Morgunblaðið/Kristján
Ungir gestir í Kjarnaskógi hvíla lúin bein og gæða sér á nestinu sínu.
Um 120 þúsund
gestir árlega
Kjarnaskógur nýtur vaxandi vinsælda
ÉG er mjög ánægður með
þessa niðurstöðu og í sjö-
unda himni satt best að
segja,“ sagði Franz Árna-
son framkvæmdastjóri
Norðurorku á Akureyri
en fyrstu niðurstöður
sýna að borholan sem fyr-
irtækið lét bora í Arnar-
neshreppi, gefi um 50 sek-
úndulítra af 85 gráðu
heitu vatni. Sleipnir, bor
Jarðborana hf., kom niður
á mikið magn af heitu
vatni á rúmlega 1.160
metra dýpi í landi Arnar-
holts norðan Hjalteyrar
fyrr í þessum mánuði.
Fyrstu niðurstöður
benda til þess að vatns-
magnið myndi duga til að
hita upp Naustahverfið
fullbyggt en þar er gert
ráð fyrir 6.000 manna
íbúðabyggð.
Franz sagði að gerðar
yrðu frekari tilraunir með
holuna á næstunni og ef
fram heldur sem horfir,
verður lögð hitaveita á
Hjalteyri í haust og holan
tengd inn á lögnina frá
Þelamörk til Akureyrar.
Borun er lokið, holan er
um 1.450 metra djúp en
aðalæðar hennar eru á
1.160-1.200 metra dýpi.
Magnús Finnsson deild-
arstjóri tæknideildar
Norðurorku sagði að frek-
ari vinnsluprófanir á hol-
unni tækju 6-8 mánuði og
lyki næsta vor.
„Væntanlega verðum
við þá búnir að gera okkur
einhverjar hugmyndir um lagna-
stærð til Akureyrar. Það er ljóst að
Þelamerkurlögnin ber ekki allt þetta
vatnsmagn. Hún er gerð fyrir um 30
lítra á sekúndu en þaðan erum við nú
að dæla 15-20 lítrum á sekúndu,
þannig að það er ekki mikill afgang-
ur í þeirri lögn. Tengipunkturinn á
lögninni frá Þelamörk til bæjarins
ber ekki meira og því þurfum við að
finna annan tengipunkt til bæjar-
ins.“
Þessir 50 sekúndulítrar eru sjálf-
rennandi úr holunni og sagði Magn-
ús að það sparaði mikinn tíma í mats-
ferlinu, þar sem aðeins þyrfti að
koma fyrir mæli en ekki dælu og öðr-
um búnaði. Hann sagði jafnframt að
þessi jákvæða niðurstaða gæfi
mönnum góðan umhugsunarfrest
fyrir næstu árin.
Borholan í landi Arnarholts norðan Hjalteyrar lofar
mjög góðu en hún er talin gefa um 50 sekúndulítra af
85 gráðu heitu vatni.
Borholan í Arnarneshreppi lofar mjög góðu
Dugar til að hita upp
fullbyggt Naustahverfi
Morgunblaðið/Kristján