Morgunblaðið - 20.06.2002, Page 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 19
ÞAÐ er merki um sumarkomu þegar
Öxarfjarðarheiðin á milli Þórshafnar
og Húsavíkur er orðin fær öllum bíl-
um en hún var opnuð í liðinni viku
þótt enn sé umferð takmörkuð við
fimm tonna öxulþunga bílanna.
Þokuloft hefur verið á norðaustur-
horninu og því betra að fara gætilega
á heiðavegum en niðaþoka var á Öx-
arfjarðarheiðinni þegar veghefillinn
var á lokayfirferð þar. Vegurinn er
þokkalegur miðað við árstíma og á
venjulegum stöðum rennur ennþá
vatn yfir veginn en það þekkja þeir
sem vanir eru þessari leið.
Það er mikið kappsmál fyrir íbúa á
Þórshöfn og í nágrannasveitum að fá
heilsársveg yfir Öxarfjarðarheiði en
það styttir vegalengdina til Akureyr-
ar um ca. 70 km og heiðin má vera
mjög slæm til að það sé ekki til vinn-
andi að fara yfir hana heldur en að
keyra ströndina fyrir Melrakka-
sléttu.
Öxarfjarðar-
heiðin opnuð
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
ÓVENJULÍTILL snjór er á há-
lendinu sunnanlands nú á þessu
vori. Búið er að opna veginn inn á
Laka og í Eldgjá og það styttist í að
Fjallabaksleið nyrðri verði opnuð
fyrir almenna umferð. Að sögn Jóns
Hjálmarssonar, starfsmanns hjá
Vegagerðinni í Vík, er óvenjulegt
hvað lítið vatn er í öllum ám og
lækjum á þessu svæði og er það
vegna þess að það er nánast enginn
snjór þarna innfrá. Hann segir að
sum árin þurfi að leita að veginum
eftir stikum vegna þess hversu mik-
ill snjór er yfir veginum. Fjallveg-
irnir sunnanlands opnist jafnvel
hálfum mánuði fyrr núna en í með-
alári.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Það rauk af Fagrafossi í Geir-
landsá á Lakagígaleið.
Hálendið er
að opnast
Fagridalur
SÍÐAN í vetur hafa verið í
smíðum 4 sumarhús hjá Sniðli
h/f í Mývatnssveit. Þessi hús
eru byggð fyrir verkalýðsfélög
á Norðurlandi og eiga að flytj-
ast fram í Illugastaði í Fnjóska-
dal þar sem þau munu leysa af
gömul hús sem fjarlægð hafa
verið af grunnum sínum. Öll
húsin eru flutt á dráttarvögnum
úr Mývatnssveit í Fnjóskadal, í
fylgd lögreglu.
Fyrirtækið Sniðill, sem bygg-
ir húsin, er einn stærsti vinnu-
staður í Mývatnssveit og er
meira en 30 ára gamalt. Sniðill
rekur trésmíðaverkstæði,
steypustöð, bílaverkstæði,
vinnuvélar og vöruflutninga til
og frá Mývatnssveit. Þar starfa
að jafnaði ekki færri en 17–20
menn en við bygginu þessara
húsa hefur þurft að fjölga smið-
um og verkamönnum. Sniðill
annast nú einnig byggingu
verslunar og eldsneytisaf-
greiðslu í Reykjahlíð sem brátt
verður tekin í notkun.
Sumarhús á
faraldsfæti
Mývatnssveit
PÁLL S. Brynjarsson hefur
verið ráðinn bæjarstjóri í Borg-
arbyggð. Hann er stjórnmála-
fræðingur frá HÍ og með meist-
aragráðu í stjórnmálafræði frá
háskólanum í Árósum. Enn
fremur er hann að ljúka fram-
haldsnámi í stjórnsýslu frá há-
skólanum í Volda í Noregi.
Sambýliskona Páls er Inga
Dóra Halldórsdóttir félags-
fræðingur og eiga þau tvö börn.
Páll kemur til starfa í byrjun
júlí.
Nýr bæjar-
stjóri í Borg-
arbyggð
Borgarnes