Morgunblaðið - 20.06.2002, Side 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 21
Öll verðbréfin
á einum stað
V E R Ð B R É FA Þ J Ó N U S TA S P R O N
Varðveittu öll
verðbréfin þín á einum
stað, bæði rafræn bréf
og verðbréf á
pappírsformi
Með verðbréfaþjónustunni getur þú …
• fengið afslátt af kaup- og söluþóknunum vegna
hlutabréfaviðskipta.
• keypt og selt með einu símtali.
• keypt og selt á heimasíðu okkar www.spron.is.
• skoðað tilboð og viðskipti dagsins á Verðbréfaþingi
Íslands á www.spron.is.
• fengið ráðgjöf varðandi fjárfestingar hjá
sérfræðingum okkar.
Tryggðu þér öll þau þægindi sem bjóðast í
verðbréfaviðskiptum og komdu verðbréfunum fyrir
á einum stað.
A
B
X
/
S
ÍA
KRABBAMEINSFÉLAG Akraness
og nágrennis hefur opnað þjónustu-
skrifstofu á Akranesi sem er til húsa
að Kirkjubraut 40 efstu hæð. Akra-
nesbær studdi við bakið á félaginu
með því að útvega skrifstofuhúsnæð-
ið, en skrifstofan er samnýtt með Fé-
lagi eldri borgara í bænum. Í tilefni af
opnuninni færði Síminn hf. félaginu
fjárstyrk til kaupa á fartölvu og
prentara. Bókabúðin Penninn á Akra-
nesi studdi sömuleiðis félagið með af-
slætti af skrifstofuvörum.
Krabbameinsfélag Akraness og ná-
grennis var stofnað 9. febrúar 1969 og
hefur starfað nær óslitið síðan. Fé-
lagsmenn eru nú um 270 talsins.
Starfsemi félagsins byggist á ýms-
um stuðningi við krabbameinssjúk-
linga og aðstandendur, auk fræðslu
og forvarnarstarfs um krabbamein og
forvarnir tengdar heilbrigðu líferni.
Einnig hefur félagið gefið stofnunum
eins og Sjúkrahúsi Akraness hluti
sem hafa nýst krabbameinssjúkling-
um og fleirum.
Hlutverk félagsins er líka að styðja
við krabbameinsrannsóknir og stuðla
að aukinni menntun heilbrigðisstétta
í greiningu, meðferð og aðhlynningu
krabbameinssjúklinga. Fjáröflunar-
leiðir félagsins eru árleg merkjasala,
sala minningarkorta, félagsgjöld og
persónulegar gjafir einstaklinga og
fyrirtækja. Í framhaldi af Landssöfn-
uninni 2001 var ákveðið að hluti af
söfnunarfénu færi í það að styrkja að-
ildarfélögin, meðal annars með því að
greiða niður launakostnað. Samstarf
aðildarfélaganna og Krabbameins-
félag Íslands og á milli aðildarfélag-
anna innbyrðis var aukið. Skrifstofur
hafa verið til margra ára fyrir aðild-
arfélögin í Reykjavík og á Akureyri
og nú einnig í Hafnarfirði, Selfossi
auk Akraness. Fleiri skrifstofur
munu verða opnaðar á næstu mán-
uðum, meðal annars á Austurlandi.
Markmiðið með þessari nýju starf-
semi er að auðvelda aðgengi sem fé-
lagið hefur upp á að bjóða og þjónusta
um leið bæjarbúa og nærsveitar-
menn. Þessi nýja starfsemi félagsins
er til reynslu í eitt ár, en vonandi
verða móttökur bæjarbúa það góðar
að starfseminni verði haldið áfram og
hún efld enn frekar. Félagið hefur
ráðið Sigurlínu Guðmundsdóttir sem
starfsmann í hlutastarf. Starf hennar
er fólgið í upplýsingaráðgjöf og að
vísa fólki áfram á rétta aðila. Þá verð-
ur hægt að nálgast á skrifstofunni
ýmiss konar fræðsluefni um krabba-
mein, forvarnir, tryggingarmál, and-
lega líðan og fleira. Krabbameins-
félagið mun sinna áfram fræðslu og
forvarnarstarfsemi ýmiss konar.
Stefnt verður að því að bjóða upp á
námskeið og sjálfshjálparhópa.
Starfsmaðurinn mun sinna forvarnar-
starfi tengdu reykingavörnum Stefnt
verður að því að fljótlega verði komið
á fót á Akranesi stuðningshópi
krabbameinssjúklinga sem yrði undir
verndarvæng félagsins. Einstakling-
ar og fyrirtæki geta gerst félagsmenn
á skrifstofunni, með árlegu gjaldi.
Skrifstofan verður opin 2 daga í viku,
á mánudögum milli 10 og16 og á mið-
vikudögum milli 16 og 18. Netfang er:
kakron@simnet.is Heimasíða félags-
ins er: www.krabb.is/akranes
Krabbameinsfélagið
opnar skrifstofu
Akranes
Morgunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson
Anton Harðarson, starfsmaður Símans hf., og Rannveig Björk Gylfadótt-
ir, formaður Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis, við opnun skrif-
stofunnar á Akranesi. Anton afhenti félaginu gjafir frá fyrirtæki sínu.
HVALAMIÐSTÖÐIN á
Húsavík var opnuð
formlega í nýju húsnæði
nýverið að viðstöddum
fjölmörgum gestum, þar
á meðal forseta Alþing-
is, ráðherrum, sendi-
herrum erlendra ríkja
og þingmönnum. Ás-
björn Björgvinsson, for-
stöðumaður safnsins,
ávarpaði gesti og sagði
stuttlega frá uppbygg-
ingu þess í þessu hús-
næði. Þar kom m.a. fram
að reynt var að gera
hlutina á sem hagkvæm-
astan hátt, nýta allt það
efni sem fyrir var í hús-
inu væri það mögulega
hægt.
Tómas Ingi Olrich
menntamálaráðherra
tók einnig til máls og
sagði m.a. að hér hefði
verið unnið þrekvirki við
uppbyggingu safnsins,
hið opinbera gæti lært
ýmislegt af þessu, t.d.
hvað hægt væri að gera
mikið þrátt fyrir takmörkuð fjár-
ráð. Þá sagði hann að Húsavík væri
komin í fremstu röð, ef ekki fremst
bæjarfélaga á landinu, hvað safn-
amál snerti og minnti á að stutt
væri síðan glæsilegt sjóminjasafn
var opnað hér við byggðasafnið.
Einnig tóku til máls þeir Pétur
Rafnsson, formaður Ferðamála-
samtaka Íslands, og Masao Kawai,
sendiherra Japans á Íslandi.
Það var síðan forseti Alþingis,
Halldór Blöndal, sem opnaði safnið
formlega. Til að skera á borðann
notaði Halldór flensihníf sem hann
notaði á sínum yngri árum við
hvalskurð í Hvalfirði. Þessum hníf,
sem er með fangamarki Halldórs,
H. Bl., hafði Ásbjörn uppá og fékk
að láni og hangir hann nú uppi á
vegg við hlið ljósmyndar af Hall-
dóri sem tekin var í hvalstöðinni á
sínum tíma.
Safnið var síðan opið almenningi
fram á kvöld og nýttu fjölmargir
sér tækifærið til að skoða það.
Hvalamiðstöðin
opnuð formlega
í nýju húsnæði
Húsavík
Halldór Blöndal með flensihnífinn góða
ásamt Ásbirni Björgvinssyni sem aðstoðaði
Halldór við að skera á borðann.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
TEKIN var fyrsta skóflustungan
að nýrri leikskólabyggingu á
Flúðum síðastliðinn föstudag að
viðstöddu fjölmenni. Börnin Ás-
laug Guðný Unnsteinsdóttir og
Rúnar Guðjónsson sátu í stórri
vélskóflu sem Þórarinn Ingi Harð-
arson frá verktakafyrirtækinu
Gröfutækni ehf. stjórnaði við
verkið.
Hinn nýi leikskóli verður 460
fermetrar að flatarmáli á einni
hæð, byggður úr steinsteypu. Það
er teiknistofa Arkitekta Gylfa
Guðjónssonar og félaga sem sá um
að teikna þetta nýja mannvirki
sem er rétt austan við Flúðaskóla.
Verkið var boðið út og var tekið
lægsta tilboði sem var frá Eld-
verktökum ehf. í Reykjavík. Verk-
takar skila húsinu og lóð fullfrá-
gengnu 1. október 2003.
Heildarkostnaður er áætlaður 80
til 90 milljónir króna. Í vetur voru
54 börn í leikskólanum sem er
kallaður Undraland, þeim mun
fara fjölgandi á næstu árum. Nýi
leikskólinn verður þriggja deilda
leikskóli, 24 börn verða í hverri
deild. Núverandi húsnæði leikskól-
ans, sem er í bráðabirgðahúsnæði
á annarri hæð í íþróttahúsinu, er
löngu of lítið og ófullnægjandi.
SJÁ EINNIG LANDIÐ BLS. 38.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Skóflustunga að
nýjum leikskóla
Hrunamannahreppur